Bíddu við, átti ekki að hjálpa fólki í þrengingum?

Var Jóhanna að gaspra út í loftið í eldhúsumræðunum í gær.  Var allt tal um að hjálpa fóli með frestun greiðslna bara blekking til að herja út atkvæði.

Það er lítil hjálp fyrir fólk ef bankarnir, sem komu þeim í þessi vandræði með stórmennskubrjálæði sínu, að núna geta þeir sett skilyrði sem eru á skjön við orð forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 

Tugþúsundir manna eru með neikvæða eiginfjárstöðu vegna hækkunar verðbóta á tímum hrunsins.  Ísland er eina land í heiminum þar sem skuldir fólks hækka á sama tíma og eignir þess hríðfalla í verði og tekjurnar dragast saman vegna heimskreppunnar.  

Þessu fólki átti að hjálpa.  Réttlátar kröfur Samtaka heimilanna um Frystingu verðtryggingarinnar er hafnað með þeim rökum að slíkt gagnist ekki fólki í neyð, heldur auðmönnum.  Jóhanna og Steingrímur eru lesblind og lesa alltaf "auðmenn" þar sem stendur "hemilanna".  Þess vegna hlusta þau ekki á fólkið sem er í neyðinni og útfæra sínar eigin tillögur í anda fjármagnseiganda og braskara.

Leiðin kallast að "lengja í  hengingarólinni" og á að gera almenningi kleyft að skrimta svo að hann geti eytt sinni ævi í að borga af lánum sem lækka aldrei.  Til þess munu alltaf ný og ný verðbólguskot sjá til.

En núna virkar ekki hengingarólin.  Bankarnir vilja strax blóðfórnir og hundsa "anda laganna".  

Þeir vilja sem sagt ekki hjálpa fólki í neyð og lengja í ólum þess.  Og þar sem Jóhanna og Steingrímur eru gengin í björg Nýfrjálshyggjunnar og  fara í einu og öllu eftir orðum fjármálamanna, þá hlýða þau eins og guð sjálfur hafi skipað þeim að níðast á fólki.

Og þetta er fólkið sem nýtur traust meirihluta þess fólks sem á að fórna á altari græðgi og mannvonsku Nýfrjálshyggjunnar

"Það á aðeins að hjálpa þeim sem geta hjálpað sér sjálfir.  Hinir geta hjálpað sér sjálfir".

Segir í 5 boðorði frjálshyggjunnar.

Kveðja að austan

 

 

 


mbl.is Þarf samþykki allra fyrir greiðslufrystingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek undir með þér, Ómar, að það væri réttast að frysta verðtrygginguna. Alla vega í einhvern tíma. Bezt væri að fella hana niður og endurfjármagna lánin með nýjum lánum, sem ekki eru verðtryggð.

En ég set spurningarmerki við staðhæfingu þína:  Ísland er eina land í heiminum þar sem skuldir fólks hækka á sama tíma og eignir þess hríðfalla í verði og tekjurnar dragast saman vegna heimskreppunnar.

Þar sem ég er staðreyndafíkill vildi ég gjarnan vita hvort þetta sé satt og hvar finna má heimilidir fyrir þessu og raunhæfan samanburð við önnur lönd:

Emil Örn Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 11:29

2 identicon

Þetta er ekki rétt fullyrðing, víða í austur evrópu hafði fólk tekið íbúðalán í erlendri mynt og þegar gengi viðkomandi lands hefur fallið hafa lánin hækkað og á sama tíma eignir þess fallið í verði. 

Einnig hefur fasteignaverð lækkað víða mun hraðar heldur en hérlendis og er hlutfall þeirra sem skulda meira en eiga í sínum fasteignum víða svipað eða hærra en hérlendis má þar nefna lönd eins og Bretland, Írland, USA og Spánn í því samhengi.

Miðað við það sem ég hef kynnt mér þá er lítið verið að gera fyrir þetta fólki í þessum löndum, þar hefur megin orkan og fjármagnið (ekki trúa því að þetta kosti ekki neitt) farið í það að forða bönkum frá hruni og reyna að koma efnahagslífinu í gang með það í huga að fasteignamarkaðurinn rétti sig svo af í kjölfarið.

Pétur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Emil.

Auðvita er þetta ekki rétt hjá mér strangt til tekið.  Mig minnir að Ísrael og Brasilía hafi líka verðtrygginu lána.

En þessi lönd eru allavega ekki ennþá með hrunið bankakerfi svo ég alhæfði smá.

Annars er ég að enduróma hluti sem koma vel fram í Bloggi Benedikts Sigurðarsonar á Akureyri.  Hann bloggar undir nafninu Bensi og er á Vísis blogginu. 

Skrif hans ættu að vera skyldulesning öllum þeim sem hafa kosningarétt á Íslandi.  Og hann er ekki kommi, aðeins réttur og sléttur jafnaðarmaður og er ennþá varaþingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðaustur kjördæmi.

Lestu hann fordómalaust.  

Það verður enginn verri af því.

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þú ert með útúrsnúning.  Auðvita hækka og lækka gengislán eins og þeim dettur í hug.

En ég er að tala um lán innan eigins gjaldmiðils.  Sem er hið algengasta form lána.  

Ef ég væri að semja lög og reglur þá tæki ég fram allar undantekningarnar en það er ekki eðli blogga að kremja aðalatriði málsins með aukaatriðum.  Sorrý.

Og ég var ekkert að ræða þróun fasteignaverðs nema að benda á að það hefði lækkað.  Með öðrum orðum þá var ég að benda á þessa tvö krafta sem ráða því að fólk er að verða eignarlaust.

Og ég  var ekki að ræða um aðgerðir í öðrum löndum.

Ég var að argast í Jóhönnu.

kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2009 kl. 12:26

5 identicon

Íslenska verðtryggingin er svo "fullkomin seðlaprentun" að hennar "útfærsla" finnst varla á öðru byggðu bóli    þó til sé verðtrygging hjá fleiri þjóðum.

Varðandi hjálp í þrengingum. Það var greinilega "allt í plati" nema plásturinn.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:15

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Vegna þess að þetta fólk skilur ekki vandann.  Hækkun verðbótanna hefur gert svo marga "eignarlausa" og samkvæmt reglum bankanna þá mé ekki endurfjármagna nema gegn veðum.

Ríkisstjórnin er að bjóða hóstasaft gegn lungnabólgu.

Og á meðan deyr sjúklingurinn.  En þeir sem þjást dá þá sem pína og því má segja að þjóðin sitji uppi með þær hörmungar sem hún vildi.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 9.4.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband