Hvort verður það kommin Már eða kratinn Þorvaldur?

Ætli VinstriGrænir fái Seðlabankastólinn gegn því að samþykkja aðildarumsókn að Evrópubandalaginu?

Bara jók.  Báðir þessir menn eru hæfir.  

Persónulega myndi ég kjósa Má því hann hefur byggt upp tengslanet úti í hinum stóra Seðlabankaheimi í gegnum núverandi starf sitt í Sviss.  

Samfylkingin á að gera Þorvald að Evrópumálaráðherra í næstu ríkisstjórn.  Í stað þess að maðurinn héti Gylfi þá væri hann Gylfason.  Slík ríkisstjórn yrði aldrei leiðinleg.

Ef hinsvegar Arnór yrði ráðinn þá geta menn alveg eins haft Davíð Oddsson.  Það var Arnór sem skrifaði ræðurnar hans Davíðs þegar hann tilkynnti hækkun stýrisvaxta.  Í það eina skipti sem Davíð fékk að lækka vextina þá var honum skipað að hætta þessari vitleysu og hlýða Arnóri.  Þá fóru vextirnir í 18%.

Síðan þegar Davíð bað Herrana auðmjúklega að fá að lækka vextina því þjóðin liði harmkvæli þá var hann rekinn.  Og Arnór fékk stöðuhækkun.  

Ergo.  Ef menn vilja uppgjör við fortíðina þá ráða menn utankomandi mann í Seðlabankann.  Slíkt er skýlaus krafa þjóðarinnar.  

Og Íslenska þjóðin er það rík af hæfu fólki að það er vandi að velja. 

Og svo þurfum að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi svo nýi Seðlabankastjórinn ráði einhverju.

Strax fyrir páska.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega ertu gáfaður.

HALLDÓR JÓNSSON (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, finnst þér það ekki

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Alltaf gaman þegar snatar ákveðins flokks reka inn nefið.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn

Snatavörnin virkar ekki alltaf.

En það er merkilegt hvað þeir láta mann í friði ef maður er áreitinn í blogginu.  Þetta er viðkvæm lína.  Ef maður er  áreitinn (landráð, lygi, fáráður, bjánabelgur og allir sök klínt á félagshyggjuna) þá hrista Snatarnir hausinn og kjósa að láta mann í friði.  Treysta á að "öfgar" bloggsins dæmi það sjálft.  Og það er rétt, hvenær gefur maður of mikið í og hvenær ekki?

En markhópurinn er fólk sem er farið að efast.  Annað hvort sér það mótsagnirnar í málflutningi ráðamanna eða kreppan er farin að bíta.  Þegar það gerist er fólk tilbúið að endurskoða sín viðhorf.  Það sem var satt og rétt er það kannski ekki svo lengur.

En skammirnar í dag eru skrifaðar útfrá ástandi morgundagsins þannig að ég á ekki von á miklum halelúja söng en hvað með í sumar?  Skiptir það þá máli að einhverjir héldu haus í baráttunni gegn auðvaldi og því sem "allir vita"?  Þegar ég var ungur þá las ég fyrst þá sem þorðu að standa gegn flatnesku vanabundnar hugsunar og viðteknum skoðunum.  Hjörðin hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, sérstaklega ekki þegar snögg umskipti verða og það sem var rétt í gær, er rangt í dag.  Skiptir svona blögg máli?  Veit það ekki.  En ef fleiri en ég verða reiðir þegar menn eins og Guðmundur rakka allt niður sem tengist skoðunum manns, þá eiga þeir alltaft aðgang að skömmum mínum um hann.  Frumsemja kannski einhverjar sjálfir.  Ef einn þorir, hvi ekki fleiri?  Þetta eru allt sjónarmið sem togast á.

Veit það ekki, en vona samt að þetta þjóni tilgangi.

Svo er það alltaf spurning hvort það sé betra að 200-400 manns lesi skammir eða 20 það sem maður telur að eigi virkilega erindi. 

Ætla að breyta um stíl og róa þetta aðeins niður á Blessunarplanið, á aðeins eftir uppgjörsgreinar við Samfylkinguna og VinstriGræna.  Ætla að koma þeim frá mér eftir helgi og þá ætla ég aftur að hnykkja á þau sígildu sannindi að neyð fjöldans krefst samvinnu hans og samstöðu útúr vandanum.  

En svo er þetta alltaf spurning um heilsuna.  Það krefst meiri orku að vanda sig en að skamma einhvern blóðugum skömmum þegar maður gremst framganga hans.

Og þar sem ég vill alltaf eiga síðasta orðið eða því sem næst, þá vil ég vera laus við Snatana.  Það fer orka í þá. 

Þannig að línan er vandrötuð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar, hlakka til að lesa greinarnar. Í mínum huga er ég að undirbúa grein um væntanleg landráð samfylkingar og þá VG ef þeir kvitta upp á samninga um icesave, líklega gera þeir það ekki fyrr en eftir kosningar, annað væri sjálfsmorð. Það eru nú svo fáir sem lesa mitt blogg að engin hefur enn ráðist þar inn og vænt mig um gáfur að annað af þeim toga. Ég hef hins vegar rekist á þessa snata út um allt á öðrum bloggum og þá er gaman.

kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 22:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Það er tilhlökkunarefni að fá landráð tilvitnun í stjórnarskrána.  Þeir félagar Stefán og Lárus segja í grein sinni um landráð ríkisstjórnarinnar að það séu aðeins hægt  að skuldbinda ríkið með þrennum hætti.  Á grundvelli laga, ábyrgðaryfirlýsingar með tilvísun í lög og vegna skaðabótaábyrgðar eða bótakröfu.

Icesave ábyrgðin uppfyllir ekki þessi skilyrði og þó menn segi annað þá eru lögin skýr.

Hamra á þessu nóg oft og nógu mikið og setja þetta í samhengi við þann niðurskurð sem á sér stað í velferðarkerfinu.

Pottþétt kosningamál.

Kveðja að austan.

PS það er þetta með mennskuna og kosningarnar.  Spái í það í fyrramálið.

kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 406
  • Sl. sólarhring: 543
  • Sl. viku: 5051
  • Frá upphafi: 1326582

Annað

  • Innlit í dag: 369
  • Innlit sl. viku: 4467
  • Gestir í dag: 354
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband