Vá, hvílík náð.

Hinar svokallaðar vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum þvinguðu Ísland í gjaldþrot.  Vísa í grein Stefáns Már Stefánssonar og Lárusar Blöndal.  Það  var ekki nóg fyrir vináttuþeli þeirra.  Íslenska þjóðin átti aldrei að fá tækifæri til lífs og framtíðar.  Hún varð fórnarlamb illsku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Allt atvinnulíf sem lifði af hina miklu skuldsetningu og samdrátt bankakreppunnar, það var drepið með okurvöxtum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Velferðarkerfinu var fórnað á altari mannvonsku frjálshyggjunnar.

Og þá kom þetta góða fólk og gaf Íslendingum ölmusu.  Það neitaði þjóðinni um hjálp og aðstoð á neyðartímum en ölmusugjafir voru okkur gefnar.  

En við eigum að hafna þeim.  Til hvers að gefa þessu fólki drykk og mat fyrir milljónir í Bláalóninu?  Til hvers að borga dönum laun fyrir að æfa herflugmenn sína?  Til hvers að mæta á fundi með illgjörðarmönnum sínum?

Peningarnir sem sparast ættu að duga til þess að okkar unga fólk fer utan sem frjálst fólk.  Ekki bónbjargarmen.  Þetta skilja allir nema þeir sem eiga þann draum að láta íslenska æsku þræla í skuldafjötrum ESB og Evrópusambandsins.  

En það er eðli þjóðníðinga að enginn vill þekkja þá.  Hvaða fylgi fær Samfylkingin í næstu kosningum?  Nóg til að festa skuldafjötrana endanlega.  Eða verður henni hent á ruslahauga sögunnar með öðrum Kvislingum

Bara velti þessu fyrir mér.  En hennar glæpur er sá sami.

Kveðja að austan.


mbl.is Norðurlöndin veita ungum Íslendingum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst sannast sagna alveg ótrúlega aumkunarverðir þeir íslendingar sem keppast við að finna einhvern blóraböggul í útlöndum til að kenna um hvernig komið er!! Eru það nú Norðurlöndin sem eru búin að koma öllu á hvolf á Íslandi???

Hvernig væri að taka smá ábyrgð og sjálfsgagnrýni og líta í eigin barm...sjá allt helvítis bruðlið sem landinn hefur vanið sig á á síðustu árum... kapphlaupið í öllum að eiga meira og flottara en Jón nágranni .... hvern andskotann vill fólk??? Ef að einhver lönd neita að aðstoða þá eru það skíthælar og ekki vinir okkar og mikið um það skrifað og býsnast....nú og svo koma nú frændþjóðirnar til hjálpar og þá er sýnt svona vanþakklæti.

Skil ekki svona .....kannski verðum við bara að viðurkenna það að við erum ekki best og klárust og kannski ættum við bara að kyngja mikilmennskunni og sýna smá auðmýkt og þakklæti. Það dræpi engan amk.!!

Sigrún (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:26

2 identicon

Mikið finnst mér öfugsnúið að halda því fram að hin Norðurlöndin hafi þvingað íslenska ríkið í "gjaldþrot". Frá mínum bæjardyrum séð liggur ábyrgðin fyrst og fremst hjá þeim sem samþykktu þessa gríðarháu ríkisábyrgð á skuldum bankanna, þeim sem héldu því statt og stöðugt fram að þensla jafngilti hagvexti. Ísland var ekki gert að blóraböggli í heimskreppunni, ef fjármálastjórnin hefði verið hófsamari síðustu árin væri ríkið ekki í þessari aðstöðu. Sérfræðingar á hinum Norðurlöndunum hafa verið að benda á þetta í fleiri ár en því var bara vísað frá á þeim forsendum að þeir skildu ekki "íslenska módelið" og væru það að auki öfundsjúkir.

Það þarf ekki annað en að opna augun til að sjá bruðlið og offjárfestingarnar sem hafa verið gerðar á síðustu árum. Bæði almenningur og atvinnulífið hefur keyrt áfram á fullri ferð í þeirri trú að það væru nægir peningar til, þetta myndi allt reddast. Sem Íslendingur búsettur erlendis sér maður þetta kannski enn betur. Gatnakerfið í Reykjavík, nýbyggingarnar, verslunarhúsnæðið - allt ber þetta vott um þennan nýríka hugsunarhátt. Allir vilja hafa allt mest og best og það strax, engin ástæða til að hugsa sig um, við tökum þetta bara á yfirdrætti og myntkörfuláni. Mér varð illt af að horfa á bruðlið á öllum vígstöðvum síðast þegar ég kom til Íslands.

Ég ætla ekki að bíta hendina sem gefur mér að borða ef mér stendur eitthvað annað til boða en að koma heim eftir 4 ár með 10 milljón króna námslán á herðunum sem ég verð restina af ævinni að borga niður í illa launuðu kvennastarfi.

Solveig (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðar þið stöllur.

Áður en ég vitna í mína speki þá vil ég benda ykkur á niðurlag greinar eftir Stefán Má Stefánsson og Lárusar Blöndal í Morgunblaðinu þriðjudaginn 3 mars.  Svona fyrir utan það að hrekja það lið fyrir lið þá mýtu að Íslendingar eigi á nokkurn hátt að borga skuldir Björgólfs Thors, sem kallast á Íslandi, ábyrgðir vegna ICEsave og þeir félagar hnykkja á því að núverandi og fyrrverandi utanríkisráherra  eru sekir um landráð með því að halda lagaupplýsingum leyndum, þá segja þeir félagar í niðurlagi greinar sinnar eftirfarandi:

"Okkar von er sú að þau stjórnvöld, sem með þessi mál fara, beiti sér af fullum þunga fyrir réttri lögfræðilegri niðurstöðu og láti engan bilbug á sér finna gagnvart þeim aðilum sem virðast vilja neyta aflsmunar gagnvart okkur í nafni samvinnu og vináttu."

Þessir svokallaðir vinir okkar sem þeir félagar eru að vísa í eru Norðurlandaþjóðirnar.  Ef þið vitið ekki að því þá er  um að ræða greiðslur og vextir sem geta numið allt að þriðjung fjárlaga Íslands.  Að teknu tillit til þess tekjutaps sem þegar er yfirvofandi.  Þetta þýðir á mannamáli t.d að öll bráðþjónusta sem börn njóta mun leggjast niður því ekki mun vera til peninga til að borga þau laun sem þarf að borga vegna þessara ólöglegra þvingunar greiðslna sem Norðurlöndin stóðu að ásamt öðrum þjóðum ESB að kúga Íslendinga til að greiða bretum og Hollendingum. 

Ég er þungorðum meðal vegna þess að tvisvar sinnum á stuttri ævi drengja minna hafa þeir þurft á bráðþjónustu að halda.  Þú notar ekki sömu krónuna tvisvar, gætið að því.  Þið munið skilja þetta þegar ykkar börn eru í lífshættu.  Þá er bara of seint að iðrast.

Hroki ykkar gagnvart Íslendingum dæmir sig sjálfur.  Ósköp þekkið þið aumkunarvert fólk.  Í mínum ættingja og kunningjahóp er enginn sem passar við þessa lýsingu.  Ég reikna með að þið hafið lesi Séð og Heyrt og fréttatilkynningar frá Bessastöðum til að fá þessa brengluðu mynd af íslensku þjóðinni.  En hér fyrir austan hefur fólk unnið sína vinnu í sátt við guð og menn.  Lendi fólk í erfiðleikum þá er því hjálpað óháð þjóðerni eða fyrri athöfnum.  T.d í snjóflóðunum hér fyrir austan þá kom hjálpin án þess að við værum fyrst spurð um syndir okkar og gjörðir.

Eðli hjálpar er að hjálpa og spyrja svo þegar að byggt er upp hvort ekki megi læra að fyrri reynslu.  

Þið vísið í einhverjar óskylgreindar gjörðir fólks sem ég þekki ekki.  Ég vona að ef um lögbrot er að ræða, þá verði það látið sæta ábyrgð.  Hinsvegar í tilvísun ykkar til græðgi og óhófs, þá er þetta kerfi sem við Íslendingar tókum upp  eftir öðrum þjóðum, kannski til að vera menn með mönnum.  Mjög lítill hluti þjóðarinnar hagaði sér eins og svín hvað það varðar.  En slík svínsleg hegðun var líka algegn á Norðurlöndum.  Það er óhætt að tala um samnorrænt vandamál.  En munurinn á okkur og þeim er að okkar svín héldu að þau væru stór og einu mistök þjóðarinnar var að kjósa yfir sig stjórnmálastefnu sem hampaði svínum.  

Fyrir það gjöldum við með tekju og eignamissi.  En neyð okkar var aukin með kúgun og þvingun ESB vegna ICEsave og þegar klippt var á gjaldeyrisflæði til Íslands, þá vorum við neydd til að  ganga að afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Engin frjáls þjóð eftir hamfarir setur á 18% stýrisvexti til að ganga að atvinnulífi sínu dauðu.  

Þegar skip stranda hér fyrir austan þá er áhöfn bjargað.  Enginn siðapredikari er látinn sortera út verðuga versus óverðuga.  Ísland var í nauðum og þurfti hjálp að halda.  Ekki nauðung og fjárkröfur.  Aðeins þeir sem græða á hörmungum annarra skilja ekki þessi einföldu sannindi.  Í gamla daga voru þeir kallaðir líkræningjar.

Kveðja frá austur Íslandi.

Ómar Geirsson, 6.3.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér finnst þú fara full geist hér Ómar, jafn skynsamur maður og þú virðist vera. Færeyingar hjálpuðu okkur með 300 milljóna aðstoð og gáfu til kynna að varla þyrfti að borga þetta aftur því Íslendingar hefðu gert svo mikið fyrir Færeyjar í gegnum tíðina. Nú hafa íslendingar haft mikil tækifæri til mennta og starfs í öðrum norðurlöndum og svo kemur aðstoð, fjárhagsleg aðstoð. Þetta er ekki ölmusua heldur mun frekar merki um að þjóðirnar standi saman þó á móti blási.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Í það fyrsta þá er ég ekki mjög skynsamur maður.  Ég er bara venjulegur Austfirðingur.  Við montum okkur ekki að hjálpa fólki þegar við erum að reka það á dyr.

Færeyingar eru fólk eins og Austfirðingar.  Gott fólk.  Þeir níðast ekki á þeim sem standa höllum fæti.

Íslendingar hafa haft þessi tækifæri til menntunar og vinnu á Norðurlöndum í áratugi.  Kreppan breytti því ekki.  Hins vegar erum við fátækari núna.  

Mitt innslag snérist um það að í stað þess að ráðamenn okkar væru í kokkteilboðum með kvölurum okkar, þá létu þeir peningana renna til þeirra sem þyrftu á þeim að halda.  Ég hef ekkert á móti Norrænum samskiptum, ég vil styrkja þau, en með okkar peningum.  Ungviði okkar er enginn greiði gerður með því að vera fyrirlitið ölmusufólk á Norðurlöndum.  Það er betra að gera minna en á sínum eigin forsendum.

Norðurlönd voru ekki vinir þegar á reyndi.  En þær eru samstarfsþjóðir okkar.   En við eigum að borga okkar reikninga sjálf.  Þeir eru ekki kannski háir núna fyrst í kreppunni en við byggjum ekki upp Nýtt Ísland með ölmusu.  Við byggjum það upp með okkar eigin styrk.  Þess vegna vil ég frekar nota takmarkaða peninga í alvöru samskipti, ekki kokkteilboð og snobb.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2009 kl. 19:40

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég skal viðurkenna það að það fór um mig nettur hrollur í haust þegar í  ljós kom að ESB, norðurlöndin og öll hin löndin stóðu saman sem klettur að því að neyða okkur til að borga skuldir einkafyrirtækja. Ég hef mikið velt fyrir mér ástæðu þess síðan. Hef ekki fundið neina skýringu aðra en þá að með þessu átti að senda skýr skilaboð til annara glæpamanna í sama rekstri og þeir íslensku að þetta yrði ekki liðið. Það sem þessum löndum sést yfir er að 300 þúsund manna þjóð getur ekki staðið undir innlánum frá tuga og hundraða milljóna þjóðum. Að lokum þá langar mig að taka undir orð Ómars. Ég þekki persónulega engan sem lifði þessari "séð og heyrt" tilveru sem reynt er að klína á okkur hin sem unnum heiðarlega vinnu og tókum ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu sem minnst er á. Engin í minni fjölskyldu eða ætt lifði í þessari gerviveröld. Við erum samt látin borga þessa geðveiki.

kveðja að norðan 

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það Ómar. Þeir sem lifðu í "Séð og heyrt" tilverunni voru undantekningar. Ég hef reiknað út að það er hægt að kaupa yfir 100 milljón flatskjái fyrir erlendar skuldir þjóðabúsins um áramót. En ég hef oft heyrt flatskjákaupum landsmanna kennt um bankahrunið.

Ég heyri satt að segja minnað talað um að við séum að greiða skuldir Björgólfs Thors.

Ps. Sólveig þú segir: "Frá mínum bæjardyrum séð liggur ábyrgðin fyrst og fremst hjá þeim sem samþykktu þessa gríðarháu ríkisábyrgð á skuldum bankanna" Þessari ábyrgð var þröngvað upp á þjóðina af ESB sem stöðvuðu gjaldeyrisstreymi til landsins og héldu okkur í gíslingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er alveg sammála að skera ætti niður útgjöld í veisluhöld og annað slíkt en smá kaffiboð norræna leiðtoga angrar mig ekki. Fundirnir mættu vera færri og bera meiri árangur þó.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 00:09

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Einn stór galli á kenningu þinni.  Þú stoppar glæpamenn af með því að refsa glæpamönnum.  Þeim er alveg sama þótt saklausu fólki er refsað í þeirra stað. 

Vísa annars í þessi fleygu orð; ".... og láti engan bilbug á sér finna gagnvart þeim aðilum sem virðast vilja neyta aflsmunar gagnvart okkur í nafni samvinnu og vináttu."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2009 kl. 00:15

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Halló aftur.

Er á fullu í ókeypis norrænni samvinnu, Wallander klikkar ekki.

Kjarna þess að mér er í núinu illa við norrænar ríkisstjórnir er mjög vel orðaður af Jakobínu: "....  þessari ábyrgð var þröngvað upp á þjóðina af ESB sem stöðvuðu gjaldeyrisstreymi til landsins og héldu okkur í gíslingu."  Þetta var gert með vitund og reyndar fullum stuðningi Norðurlandaþjóðanna.  Norðmenn tóku þó ekki þátt í gjaldeyrishöftunum heldur var það peningur frá þeim sem fjármagnaði lyfjainnflutning og fleira.  En svona gera óvinir, ekki vinir.  Hvað sem annars hafði gengið á þá átti Íslenska þjóðin ekki sök á því.  En henni var refsað. 

Þess vegna er það móðgun við alla þá sem þjást í örvinglun og ótta vegna atvinnumissis eða ótta við að missa heimilið, að vinsamleg samskipti sé haft við þetta lið.  Þau eiga heldur ekki að vera óvinsamleg.  Þau eiga bara ekki að vera nein fyrir utan það lágmark sem fastastarf Norðurlandaráðs gera ráð fyrir.  Þessar þjóðir sáu til þess að hér eru ekki til peningar í slíkan óþarfa, eða hefur t.d enginn frétt af því að Grensásdeildin er lömuð vegna niðurskurðar.  Eru það alltaf bara einhverjir aðrir sem lenda í mænuskaða?  Erum við ekki lengur ein þjóð?

Kveðja, næstum því frá Svíþjóð.

Ómar Geirsson, 7.3.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband