Jakobína Ólafsdóttir ofurbloggari fékk bréf frá Naomi Klein, þekktum rithöfundi sem hefur skrifað mikið um Global-væðinguna og óhæfuverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Naomi var að forvitnast um hvort hugur Íslendinga væri að breytast til hinnar nýju stjórnar vinstri flokka eftir því sem fólk áttaði sig betur á afleiðingum stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hvað mig varðar þá batt ég von við nýja stjórn. Bæði í aðdraganda hrunsins og í eftirmála þess fannst mér Steingrímur Joð bera af öðrum stjórnmálamönnum vegna þess að hann skynjaði að þessi vandi var af þeirri stærðargráðu að aðeins samhent átak landsmanna gæti rifið okkur út úr kreppunni án þess að til mannfalls kæmi (bæði eiginlegt og óeiginlegt). Steingrímur Joð varaði við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hann hélt fram málstað Íslendinga í ICEsave deilunni.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf verið afburðarstjórnmálamaður í mínum huga. Stefnuföst, dugleg og Mennsk. Hennar tími sem félagsmálaráðherra árin 1989 - 1994 var hápunktur þessa ráðuneytis. Aldrei fyrr eða síðar hefur það ráðuneyti hjálpað eins mörgum og þá sérstaklega vakið eins mikla von um úrbætur erfiðra kjara og réttinda og þegar Jóhanna var þar ráðherra.
Ég studdi þessa ríkistjórn alveg þangað til að ég heyrði Jóhönnu halda stefnuræðu sína. Það hafði ekkert breyst, aðeins nýr maður kominn í buxur fjármálaráðherra. Og alveg eins og ég var á móti fyrri ríkisstjórn, þá var ég líka á móti þessari. Því ég er með stefnu, ekki fólki. Og ef stefnan er röng eða eins og í þessu tilfelli, stórhættuleg þjóðinni, þá er það skylda mín að berjast gegn henni á meðan ég stend í lappirnar. Þjóðin eignast ekki von fyrr en stjórnarstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðins er hrakin frá völdum.
En næstu daga ætla ég að kíkja á andspyrnublogg mitt héðan og þaðan og birta undir heitinu Sögur úr sveitinni. Nei annars, aðeins djók. Nafnið kemur með andanum eða andleysinu. Þetta eru stemmur sem verða að skoðast sem slíkar. Ég fjalla bara um þrennt. Frystingu verðtryggingarinnar, Andstöðu mína við stjórnarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ég blogga gegn bretum og uppgjöf þjóðarinnar í Icesave málinu. Ég skamma þá sem eru á móti en reyni að tala vel um þá sem er sammála mér um eitthvað í þessum höfuðmálum Íslensks sjálfstæðis. Þræðirnir geta kannski fjallað um eitthvað annað en ég kem alltaf þessum áhugamálum mínum að. Stíllinn er orðræða stemmingarinnar og ég vil taka það skýrt fram að þegar maður er að gagnrýna eða skammast í einhverjum, þá þarf maður ekki endilega vera fullkomlega sammála sjálfum sér. Eins er það fylgifiskur stríðni og áreitni að stundum er maður bara að stríða og áreita, en samt í þeim tilgangi að vekja athygli á því sem máli skiptir.
Fyrsti pistill er um af hverju ég blogga gegn því góða fólki sem er í ríkisstjórn Íslands. Svo kemur þetta koll af kolli á meðan ég ætla að reyna að öðru leyti að hlaða heilastöðvarnar af fróðleik úr blöðum um kreppuna og afleiðingar hennar.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.