17.2.2009 | 12:45
Nú er tími sannleikans runnin upp.
Það á að setja neyðarlög á þá aðila sem hagnast á mannlegri eymd.
Ef fíkniefnalögreglan telur sig vita hverjir þetta séu sem fjármagna fíkniefni, þá á að kyrrsetja eigur þeirra og lögsækja þá.
Lögfræðingar, sem nota hluta fíkniefnagróðans til að snúa útúr málatilbúnaði ríkissaksóknara með lagaklækjum og frávísunarkröfum, eiga að fá dóma fyrir samsekt í glæpnum.
Það á að vera liðin tíð að skipulögð glæpastarfsemi þrífist með stuðningi lögfræðinga og dómskerfisins. Það á ekki að líðast lengur að allur vafi sé dæmdur þessum mönnum í hag.
Það á að vera liðin tíð að glæpamenn sleppi við dóm með því að hafa áhrif á vitnisburð með hótunum eða glæpsamlegu athæfi.
Það á að vera liðin tíð að sönnunargögn lögreglu séu gerð ómarktæk á einhverjum formlegum tækniatriðum.
Það á að vera liðin tíð að lögregla þurfi að vera sjálf á staðnum og fái skriflegan vitnisburð glæpamanna á vettvangi um að þeir hafi framið glæpinn.
Það á að vera liðin tíð að dómari sleppi fíkniefnagengjum þegar þeir ráðast á hóp lögreglumanna fyrir framan fjölda manns, á þeim forsendum að ekki var sannað hvaða glæpamaður veitti áverkana. Ráðist glæpamenn á lögreglu, þá eiga þeir allir að fá sama þunga dóminn. Lögfræðingur, sem heldur öðru fram, á líka að dæmast meðsekur um árás á stjórnvald.
Neyðarlög á að setja sem afnema borgarleg réttindi stórglæpamanna eins og þá sem sekir eru um fíkniefnainnflutning og mannsal og neyða fólk í vændi. Borgaraleg réttindi lögmanna, sem sannanlega nýta sér fíkniefnagróða til að verja fíkniefnasala á öðrum forsendum en þeim að halda sig við það sem er rétt og rangt, á að skerða þannig að þeir skilji líka að það á enginn að verða ríkur á þjáningum annarra. Þeir sem stunda peningaþvott fyrir fíkniefnsala eiga líka sviptast borgarlegum réttindum sínum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að setja þjóðarbúið á hausinn. Það er lágmark að fíknaefnasalar hljóti sömu örlög en fitni ekki eins og púkinn á fjósabitanum. Treysti fólk sér til að koma með aðrar tillögur sem virka þá er það velkomið en markmiðin eiga að nást. Skipulagðri glæpastarfsemi á að útrýma á Íslandi. Hún þrífst í skjóli ótta og velborgaðra lögfræðinga og meðvirks dómskerfis. Stórglæpamenn eiga aldrei framar að njóta vafans. Það er réttur sem á að vera bundin í dag við venjulega borgara. Kaldhæðnin er sú að aðeins auðmenn og stórglæpamenn hafa þau fjárráð til að njóta lögfræðiþjónustu. Hún er of dýr fyrir hinn venjulega borgara.
Og eitt af lokum. Ríkisútvarpið sagði að handrukkarar séu farnir að nýta sér neyð fólks. Á þessum vanda á þegar að taka. Lögreglan á að kalla inn alla þekkta handrukkara og segja þeim að ef þeir láti ekki af ógnunum sínum þá verði þeir teknir úr umferð. Nóg er til af tómum refabúum sem hægt er að geyma þá í þar til þeir sjá villu síns vegu. Engin óværa á að komast upp með að nýta sér neyð fólks.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
Fíkniefnahagnaði ráðstafað hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað gerist svo þegar allir sem stunda fíkniefnasöluna er komnir inn í refabúr?
Hættir fólk að nota fíkniefni?
Jón Finnbogason, 17.2.2009 kl. 13:07
Blessaður Jón.
Refabúrin voru hugsuð fyrir handrukkara. Fíkniefnasalarnir mega gista Hraunið mín vegna.
Fólk hættir ekki að nota fíkniefni, vissulega en það er mikill munur á því ástandi sem var, þegar notendur efnanna fluttu efnin að mestu leyti og þeirri skipulagðri fíkniefnasölu sem núna dóminerar undirheima Reykjavíkur.
Illfylgi hafa hag að senda unglinga út í skólanna að selja öðrum unglingum. Ráðin eru mjög einföld. Efnin eru gefin til að byrja með og svo kemur neyslan og svo koma afbrotin og svo á fólk engin börn. Fyrrverandi börn þeirra verða siðlausir einstaklingar sem hugsa um það eitt að fá og fjármagna næsta skammt.
Og margur góður bitinn hefur farið í hundskjaft til að láta þetta líðast lengur. Velferðarkerfið hefur að hluta til séð um fórnarlömb fíkniefnaneyslu en núna eru ekki til peningar lengur til að sjá það. Hvað tekur þá við? Hætta sjálfviljugur eða harka enn harðar á glæpabrautinni?
Veistu að stór hluti af tíma starfsfólks Bráðadeildanna fer í að sinna ógæfufólki sem er í bullandi neyslu. Á sama tíma mun verða skorið niður hjá langveikum börnum. Til þess eins að illmenni geti áfram haldið að græða á siðleysi sínu?
En ég er ekki talsmaður harðra refsinga. Ég vil að rótin sé stöðvuð með þeim ráðum sem duga. En það má útfæra leið Sannleiksnefndar til að gera upp þessi mál. Eiginlega var ég að hugsa um það þegar ég setti inn fyrirsögn mína. Ég sé það alveg fyrir mér að fólk fái uppgjöf saka ef það segir satt um fortíð sína og skilar sínum illa fengnum gróða. Ef Handrukkarar treysta sér til að taka í höndina á Geir Jóni og lofa því að hætta sinni starfsemi, þá á að láta þá njóta vafans. En bregðist þeir þá á að fjarlæga þá eins og hverja aðra óværu. Sem þeir sannarlega eru þegar þeir lifa í sínum lokaða heimi ofbeldis og kúgunar. En þegar þeir iðrast þá má alltaf rifja upp söguna um týnda soninn og sauðinn. Það er mikil viska í henni fólgin.
En meginpunktur minn er sá að hörmungar fólks eru nægar þó glæpahyski bætist ekki ofan á þær.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 13:22
Hvernig á að dæma lögfræðing fyrir að verja sinn skjólstæðing? Það gengur gegn réttarríkinu og þar að auki mannréttindaákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:27
Eina sem mun virka til að draga úr neikvæðum áhrifum fíkniefnaneyslu á samfélagið er að gera söluna löglega og leggja skatt á verslunina.
En það eru bara svo margir á spenanum að það verður erfitt fyrir þá að samþykkja það.
Jón Finnbogason, 17.2.2009 kl. 13:38
Blessaður Karl.
Vegna þess að það þarf að gera það. Mannafli saksóknara hefur ekkert að gera í harðsnúinn hóp lögfræðinga sem nota alla lagakróka og útúrsnúninga til að fá skjólstæðinga sína sýknaða. Sönnunarbyrði lögreglunnar er orðin þannig að það dæmir ekki aðra en smáglæpamenn. Í Bandaríkjunum eru Mafíósar yfirleitt sakfelldir fyrir brot á skattalöggjöfinni því þar er sönnunarbyrðinni snúið við. Þú þarft að sanna að fé þitt sé löglega fengið. En slíkt er yfirleitt mjög erfitt með eiturlyfjagróða.
En af hverju vill ég níðast á lögfræðingum. Fyrir nokkrum árum var einn af höfuðpaurum Banditos sýknaður í Danmörku þó allir vissu að hann var sekur. Sýkn hans byggðist meðal annars á því að mikilvægt vitni var drepið og verjandinn nýtti sér vafann útí ystu æsar. Viðkomandi lögmaður var forríkur á því að verja glæpamenn. Í mínum huga er siðblindan sú sama. Ókei, menn eru ekki ennþá drepnir á Íslandi en það er stutt í það. Allt okkar ferli er aðeins 10 árum á eftir meginlandinu.
Hvernig á að fara að þessu? Jú setja neyðarlög. Núverandi neyðarlög brjóta ýmislegt í stjórnarskránni eins og Ástráður Haraldsson hefur verið óþrjótandi að benda á. Af hverju má þá ekki láta þau ná yfir glæpamenn líka. Ég geri skýrann greinarmun á vörn sem byggist á staðreyndum og vörn sem byggist á að nýta öll lagatæknileg atriði til að vekja þá óvissu að glæpamenn sleppi og haldi áfram iðju sinni. Í mínum huga er það vafamál hvor er meiri glæpamaður, dópsalinn eða lögfræðingurinn. Málið með Litháanna sem réðust á Lögregluna og fengu ekki einu sinni skammir fyrir, afhjúpaði algjörlega siðleysi dómskerfisins. Ef þú aftur á móti réðist á handrukkara sem ógnaði dóttir þinni, þá fengir þú harðan dóm því lögfræðingar (dómarar eru því miður úr þeirri stétt) hatast útí þá sem skipta sér af tekjupóstum sínum. Og þú munt ekki hafa efni á málskostnaðinum.
Ef lögfræðingar vilja ekki fá á sig neyðarlög, þá geta þeir tekið til í sínum ranni og friðmælst við þjóð sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 13:50
Blessaður Jón.
Þetta er sjónarmið út af fyrir sig en seint munu menn verða sáttir um það. Miklu auðveldara að fá neyðarlög á lögfræðinga og handrukkara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 13:51
Spurning hvort það eru til peningar til að yfirbjóða lögfræðinga í rétta liðið. Þú þarft á þeim að halda til að koma á neyðarlögum, hversu öfugsnúið sem það hljómar? Þarf ríkið ekki að brjóta sér leið að fíkniefnakökunni og taka yfir svarta markaðinn til að breyta einhverju?
Jón Finnbogason, 17.2.2009 kl. 14:17
Já Jón, þetta er alltaf spurning. En það eru til alvöru lögmenn sem koma ekki nálægt níðingsskap. Og reyndar held ég að okkar verjendur falli ekki alveg undir þá skilgreiningu sem ég gef mér. Þetta er svona frekar spurning um hugarfarið hjá stéttinni og dómskerfinu. En þetta grasserar í réttarsölum útí Skandinavíu og það er engin ástæða til að ætla að þetta komi ekki líka hingað.
En hafi menn betri tillögur um hvernig hægt er að betrumbæta kerfið þannig að það nýtist borgurum þessa lands, ekki sníkjudýrum þess, þá á auðvita ræða það. Útgangspunkturinn er sá að tími kjaftæðisins er á enda. Kjaftæðið er búið að gera þjóðina gjaldþrota og það er óþarfi að það viðhaldi starfsréttindum glæpamanna.
Vandinn er þekktur. Á honum á að finnast lausn. Ekki kjaftagangur eins og herferðin fíknaefnalaust Ísland árið 2000.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 14:36
Já kjaftæðið hefur stoppað margan góðan hlutinn.
Svo er þetta ekki vandamál sem við getum tekið á einhliða á Íslandi, allan heiminn þarf til.
Lögleiðing marijúana sölu í Bandaríkjunum og Evrópu er að mínu mati eina fyrsta skrefið sem vit er í. Svo þarf að koma reynsla á það áður en næsta skref er tekið og svo koll af kolli þar til svarti markaðurinn er farinn.
Jón Finnbogason, 17.2.2009 kl. 15:16
Það má byrja hér.
kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 15:37
Þú vilt semsagt kalla yfir ríkið skaðabótaskyldu vegna mannréttindarbrota? Það verður huggulegt "Nýja-Ísland" sem þú myndir byggja.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:38
Blessaður Karl.
Það er eðli neyðarlaga að fara á svig við almenn lög.
Þau eru þess vegna aðeins notuð í neyð.
Já, ég vil frekar hafa nokkra óþokka í grjótinu en ungmenni í jörðinni. Mér finnst það mun betra en það gamla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 17:05
Ómar ef þú vilt taka upp stefnu Bandaríkjana og fleygja 16 ára krökkum í fangelsi fyrir að reykja hass í einhverju skúmaskoti þá munu ungmenninn fylla
fangelsinn og þú munt sjá heila kynslóð af glæpamönnum, götusalanir eru nánast alltaf að fjármagna sína eigin neyslu
og hann er tekin kemur annar dópisti í staðinn sem selur
Alexander Kristófer Gústafsson, 17.2.2009 kl. 17:39
Viltu taka upp stefnu soviet ríkajan sem var Sekur þangað til sannaður saklaus
Alexander Kristófer Gústafsson, 17.2.2009 kl. 17:41
Blessaður Alexander.
Ef sextán ára gamlir krakkar eru siðspilltir lögfræðingar þá vil ég gera ég hafa þá á Hrauninu.
Ef sextán ára krakkar eru að fjármagna og dreifa fíkniefnum í heildsölu, þá vil ég það.
Ef sextán ára krakkar eru með skipulagða glæpastarfsemi, sem ógnar samfélaginu þá vil ég það.
Ef sextán ára krakkar eru að stunda handrukkun þá vil ég að þeir tali við Geir Jón.
En Alexander, ég held að sextán ára krakkar eru ekki að gera neitt af framantöldu. Og um það fjallaði pistill minn en ekki hassreykingar ungmenna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 17:58
Ég held að fáir myndu taka undir þessa meintu neyð þína hérna. Þar að auki er öfug sönnunarbyrði mjög vafasöm og í raun fráleit. Þú notar orð eins og siðspilltir lögfræðingar, en rökstyður það ekki meira. Legg til að þú lesir um skyldur lögmanna t.d. í þar til gerðum lögum sem og í siðareglum þeirra. Þetta er starf sem einhver verður að sinna og það er fráleitt að vera með útúrsnúninga og vitleysisgang eins og þennan.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:29
Blessaður Karl.
Ef þú veist ekki að því þá er mikið til að bæði siðspilltum og siðblindum lögfræðingum. Margir hafa náð miklum fram í samtökum lögmanna. Innheimtubransinn er varðaður skítadílum og misnotkun á neyð fólks. Hef þetta eftir fyrstu hendi frá lögfræðingum sem skammast sín fyrir að tilheyra þessari stétt. Flest fórnarlömbin bera harm sinn í hljóði en nokkur hafa lagt úti að fá dóm á verstu óbermin. Slíkt er erfiðara en að fella Golíat með litla putta. Slík er samtryggingin og blindu gleraugu dómaranna.
Málið gegn Litháunum er bæði réttarkerfi, dómurum og lögfræðingum þessa lands til ævarandi skammar. Óbermin ganga laus en ríkissaksóknari dundar sér við að sækja lítilmagnann til saka. Hér fyrir austan var sjónskertur rútubílstjóri frá Akranesi dæmdur til ærumissis vegna hörmulegs slys sem mátti rekja beint til margfrægs slóðaskaps Vegagerðarinnar. Auk þess voru eignir hans teknar uppí málskostnað. Glæpamenn, sem sendu ungann mann útí opinn dauðann við Kárahnjúka, voru ákærðir fyrir að hafa ekki lesið honum ákvæði vinnulöggjafarinnar og sýknaðir. Ákæruvaldið passaði sig vel á að ákæra ekki fyrir manndráp að gáleysi sem var svo augljóst útfrá málsatvikum. Siðblindingi í lögfræðistétt hæddist að hinum látna við komu sína til Egilstaða. Og því miður var manndómur Austfirðinga minni en Sunnlendinga og hann slapp óflengdur suður.
Siðareglur lögmanna. Þetta hlýtur að vera brandari hjá þér. Þú hlýtur að vera að tala um siðareglur Bankanna sem Bjarni Ármannsson bjó til.
Og já, öfug sönnunarbyrði er vopnið á skipulagða glæpastarfsemi. Ef hún væri ekki notuð í Bandaríkjunum, þá væri Al Capone ennþá að salla niður fólk í Chicago. Nema kannski hann væri innheimtulögmaður á Íslandi. Ef þú efast um mat mitt á siðferðislegum styrk þessara manna, talaðu þá við Þorstein Má Baldvinsson og spurðu hann af hverju Samherji notast lítið sem ekkert við lögmenn. Hann gæti gefið þér fróðlega innsýn í hugarheim þessa fólks.
Já og hin meinta neyð eiturlyfjanna. Í mínu litla byggðalagi hefur það tekið líf ungmenna svo í það minnsta ættingjar fórnarlambanna eru þér ekki sammála. Það veit enginn hvað það er að jarða barnið sitt útaf eiturlyfjadjöflinum nema sá sem hefur lent í því. Ég vona það þín vegna að þú lendir aldrei í þeirri stöðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 23:15
Lestu stjórnarskránna og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 00:39
Blessaður Karl
Meginhugsun mín er sú að hvorki stjórnarskráin eða Mannréttindasáttmáli Evrópu voru hugsuð fyrir fólk sem er búið að segja sig úr lögum, bæði við samfélag sitt og náungann. Mannréttindasáttmáli Evrópu og mannréttinda ákvæði stjórnarskrárinnar eru fyrir venjulega borgara sem lifa samkvæmt lögum og í sátt við náunga sinn og samfélag.
Hins vegar hafa hálaunalögfræðingar notað þessi ákvæði sem skálkaskjól til að löghelga skipulagða glæpastarfsemi. Enda fer stærsti hluti tíma löggæslunnar, bæði hér og annars staðar í að eltast við smákrimma og venjulega borgara sem hafa misstigið sig. Það er himinn og haf milli slíkra brota og þeirra sem skipleggja starfsemi sína eins og hvert annað fyrirtæki, með sitt eigið bókhald (peningaþvætti) og lögmenn.
En glæpafyrirtæki gera út á mannlega eymd og eru eyðileggingarafl í samfélaginu. Og ólögleg. Tilvera þeirra þrífst vegna þess að það er hægt að kaupa sér þjónustu lögfræðinga, endurskoðanda og beita illa fengnu fé til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn.
Þjóðfélagið er að hrynja af mannavöldum. Ef slíkt verður til að auka umsvif glæpaafla, þá er tímabært að segja hingað og ekki lengra. Beittasta vopnið til þess er að takast á við þá aðila sem löghelga glæpina og gera þeim kleyft að starfa eins og hver önnur fyrirtæki.
Á síðastliðnum 100 árum eru aðeins tveir aðilar sem hafa náð tökum á skipulagðri glæpastarfsemi og það eru bandaríski skatturinn og Mussólíni. Sambland af aðferðum beggja er það sem dugar til að útrýma óværunni.
Þeir sem skilja ekki muninn á venjulegum glæpum og skipulagðari glæpastarfsemi, hljóta að vera á kaupi við það. Ertu lögfræðingur?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2009 kl. 09:03
Nei ég er það ekki en þekki nokkra og þetta er yfir höfuð besta fólk og ekkert siðspilltara en annað fólk nema síður sé. Þú mátt ekki gleyma að ein mikilvægustu mannréttindi eru þau að fá sanngjörn réttarhöld, vera metinn saklaus uns sekt er sönnuð og að fá réttlætanlega vörn. Ekkert af þessu næst með öfugri sönnunarbyrði. Þú myndir nú vilja fá almennilega vörn ef þú ert ákærður og þetta eru réttindi sem öllum eru tryggð. Mannréttindi fara ekki í manngreinaálit og það njóta þeirra bæði góðir menn sem slæmir. Nú er það auðvitað svo að það er misjafn sauðurinn alls staðar og það á alveg við um lögfræðinga sem aðra. Einnig eru dómarar mannlegir og gera sín mistök en það gefur okkur ekki leyfi til að fara að brjóta mannréttindi. Annað hvort höfum við mannréttindi fyrir alla eða engann.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:07
Og eitt að einhver örfá dæmi um mannlega harmleiki breyta geta með engu móti réttlætt "neyðarlög" sem eru að mínu mati ólög og ég stórlega efast um að dæmt yrði eftir þeim. Mannlegir harmleikir munu alltaf eiga sér stað, því er nú verr og miður. Allir hljóta að geta tekið undir með mér þegar ég segi að það er skárra að 100 sekir sleppi en einn saklaus lendi í fangelsi. Það er sú regla sem við eigum að fylgja og henni er stefnt í hættu með öfugri sönnunarbyrði.
Raunar tel ég baráttuaðferðir okkar gegn eiturlyfjadjöflinum, svo ég taki nú upp þín orð, vera mjög úreltar og úr sér gegnar og hafa skilað litlu sem engu. Spurning hvort það borgi sig í raun að hafa þessi efni ólögleg. En það er svo sem hluti af stærra vandamáli og ég stórlega efast um að eitt einstakt land geti losað sig við eiturlyf.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:12
Blessaður Karl
Ekki hvarflar að mér að halda því fram að siðspilling sé séreinkenni lögfræðinga. Það er aftur á móti eðli siðblindingja að fara í djobb sem henta eðli þeirra.
Ég get almennt séð tekið undir þetta sem þú segir en raunveruleikinn er ekki svona. Í dag og kannski hefur það verið svo lengi að fjárhagur skiptir mestu um hvaða "réttlæti" menn fá frá dómstólum. Venjulegur maður hefur ekki efni á að njóta þjónustu lögfræðinga nema í flugumynd. Dæmið um Hannes er ágætt dæmi þar um hvað það kostar að þurfa leita sér aðstoðar þegar auðmaður herjar á þig.
Meðan Bush var ennþá ríkisstjóri Texas, þá sá ég með stuttu millibili þætti i 60 mín sem sýndu þetta óréttlæti í hnotskurn. Siðblindur rebúblikani hafði notað sér þjónustu stjörnulögfræðinga til að komast upp með brot á mengunarvörnum efnaverksmiðju sinnar þannig að nærumhverfi var hættulega mengað. Börn fengu krabbamein og svo framvegis. Í þætti rétt á eftir var fjallað um réttlæti rebúblikana í Texas. Einn fátækur svertingi á dauðadeild sagði fréttamanni frá því hverning lögfræðingur hans svaf í réttasalnum þegar hann var dæmdur. Gamli lögfræðingurinn var stoltur af þeirri hegðun og Bush var það líka þegar hann var spurður útí málið og hæstiréttur vísaði málinu frá á þeim forsendum að enginn gæti bannað lögfræðingum að sofa í réttarsal. Þetta var réttlæti fátæklingsins.
En hálaunaðir siðblindingjar nota alla klæki og lagasmugur til að halda stórglæpamönnum frá réttvísinni. Skiptir ekki máli hvort stórglæpamennirnir séu í eiturlyfjasölu eða skattsvikum eða öðru. Þar sem er peningar, þar eru komnir launaðir þjónar. En til að löghelga glæpastarfsemina þarf þjónustu tveggja stétta, endurskoðenda og lögmanna. Og meðan þessar stéttir móta sér ekki þá siðareglur að vinna ekki fyrir glæpamenn þá þrífast þessir glæpir og eitthvað róttækt þarf að gera til að stöðva þetta.
Og það er löngu liðin tíð að hægt sé að segja að um eitthvað óverulegt mein sé um að ræða. Mafían á Ítalíu þar sem t.d mesti gróðinn felst í því að ala börn og unglinga til líffæragjafar, er ríki í ríkinu og hennar helsti peningaþvottamaður hefur í þrígang verið kosinn forsætisráðherra landsins. Lönd á Balkanskaganum eins og Rúmenía og Búlgaría riða til falls út af spillingu skipulagðrar glæpastarfsemar. Og þetta er að byrja hér og núna í Kreppunni er þetta sú starfsemi sem mun einna helst blómstra.
En best af öllu er sú rökvilla, sem þú heldur fram og kemur einnig sterkt fram í umræðunni um að frysta eigur auðmanna, að það skerði á einhvern hátt réttindi hins almenna borgara þó glæpamenn geti ekki lengur stundað starfsemi sína í skjóli réttarverndar. Þetta er eins og bera saman epli og appelsínu. Hvorugtveggja ávextir en annars ekkert sameiginlegt. Menn sem eru búnir að segja sig úr lögum við samfélagið eiga ekki að njóta verndar þess. Þeim á að útrýma. Ekki sem manneskjum, heldur sem stórglæpamönnum. Allur svona röktilbúnaður gengur útfrá því að lögreglan sé í málarekstri sínum af annarlegum hvötum. En hví ætti það að vera. Það vita allir hverjir þetta eru. Það er bara að byrja.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 19.2.2009 kl. 21:57
Í fyrsta lagi þá er það eitt helsta starf lögmanna að verja þá sem þú kýst að kalla glæpamenn. Það eru þeirra réttindi, meira segja þú hlýtur að skilja það. Allir eiga rétt á að fá vörn fyrir sig fyrir dómsstólunum. Það að benda á eitthvað dæmi úr Texas sýnir með engu móti veruleikann á Íslandi.
Og þetta sem þú kallar rökvilla er rökvilla hjá þér. Með því að segja að menn segi sig úr lögum við samfélagið þá njóti menn ekki verndar þess. Ætlarðu þá að segja að meintur þjófur eða Lalli Johns eða aðrir slíkir eigi ekki rétt á vörn og að njóta mannréttinda vegna þess að þeir brjóta reglur og lög samfélagsins? Því svona tillögur eru aðeins fyrsta skrefið í að afnema mannréttindi allra. Næst erum við farin að pynta menn og fangelsa án dóms og laga. Er það slíkt sem þú vilt eða? Þetta er hættuleg braut sem þú leggur til.
Mér dettur ekki í hug að segja að lögreglan sé í málarekstri af annarlegum hvötum en mundu eitt. Ólögin myndu aðeins gilda frá og með deginum í dag en ekki afturvirkt þannig að þau brot sem ættu undir þau myndu ekki teljast refsiverð afturvirkt. Annars gætu þau það miðað við þá stefnu sem þú vilt taka. En þú ert sem betur fer ekki löggjafi hér verð ég að segja. Og þú ert greinilega búinn að bíta það í þig að lögfræðingar séu siðspilltir og hugsi aðeins um peninga. Amk sýnist mér það þegar ég les blogg þitt hér og finnst það miður, mætti halda að þú hefðir verið svo óheppinn að lenda í lélegum lögfræðingi... nú eða mjög góðum ef út í það er farið.
Og lausnin fellst ekki í svona heimskulegum "neyðaraðgerðum" heldur miklu frekar í að efla embætti lögreglu og saksóknara. Það er eina réttláta og sanngjarna leiðin til að taka á þessu. Þú notar stór orð en ég efa að eitthvað sé á bak við þau.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:12
Blessaður Karl.
Ég var hættur að fylgjast með þessum þræði. Hélt að þú værir hætur. En góður pistill hjá þér. Svara honum seinna þegar ég má vera að því vegna anna við að skamma IFM.
Á meðan bið ég að heilsa.
Ómar Geirsson, 2.3.2009 kl. 01:41
Blessaður aftur. Er búinn að lengja tímann á athugasemdum útí það óendanlega.
Þú gerir mér ennþá upp margar skoðanir og svo skýtur þú þær í kaf.
Í það fyrsta þá er ekki nokkur maður að ræða um smákrimma og Lalla Johns. Heldur ekki stórkrimma ef því er að skipta. Ég er að ræða um skipulagða glæpastarfsemi og þá meinsemd sem hún verður ef hún fær að grafa um sig í samfélaginu. En röktækni þín er alþekkt hjá lögfræðingum og öðrum þeim sem hafa hagsmuni að verja, að kerfið er óbreytt. Þeir vitna endalaust í litla manninn og segja að hertar reglur gegn stórglæpamönnum sé aðför að litla manninum. Vandinn er meðal annars sá að þessir dýru stjörnulögmenn eru ekki að verja litla manninn og ef venjulegur maður ætlar að leita réttar síns fyrir dómsstólum þá má hann reikna með því að það kosti hann aleiguna. Og málið fæst kannski aldrei dómtekið vegna eilífra frávísunarkrafna.
Öfug sönnunarbyrði er augljós aðferð til að hindra skipulagða glæpastarfsemi. Hún tíðkast til dæmis hjá bandaríska skattinum og þar í landi notar FBI skattalöggjöfina til að loka stórglæpamenn inni. Það er eina löggjöfin þar sem siðleysingjar í lögfræðingastétt geta ekki notað lagatæknileg atriði eins og fjarveru vitna (því umbjóðandi þeirra lét drepa hann) eða vitlaus eyðublöð til að hindra að mál sé dómtekið útfrá þeim sönnunum sem liggja fyrir. Enda er skattalöggjöfin það eina sem bandaríska stjórnkerfið hefur ekki leyft stórfyrirtækjum að múta Rebúblikunum til að hagræða þannig að það beinist eingöngu að litla manninum. Herinn og öryggisstofnanir vita að þarf pening til að reka stjórnkerfið. Og að mér best vitandi þá hefur þessi öfuga sönnunarbyrði ekki leitt til þess að allir litli menn Bandaríkjanna sitji í fangelsi en hins vegar eru nokkrir frá Enron og Mafíunni og nokkrir lögmenn líka og það með réttu.
Ég hef hvergi haldið því fram að allir lögmenn séu siðspilltir. Fjarri því. Heiðursmenn upp til hópa. En þeir hafa skapað lagaumhverfi sem er draumaland siðblindingja. Og það þarf að stöðva. Enda eiga t.d skattalögmenn núna mjög undir högg að sækja í fjármálakreppunni. Síðast í fréttum var þjófurinn sem hjálpaði Ítölsku mafíunni í gegnum Berlusconi að lenda í grjótinu. En allir vita hvað hann er búinn að vera gera sína starfsæfi. Og þess vegna átti hún að vera í grjótinu frá upphafi.
Ég hef heldur aldrei haldið því fram að það eigi að neita stórglæpamönnum um réttarvernd. T.d ef þeir geta sannað að þeir voru á Spáni þegar fíkniefnalöggan var lamin á Laugaveginum, þá er það gott mál. En sérsvið lögfræðinga eins og t.d að ekki megi dæma árásarhóp því ekki er hægt að sanna hver greiddi viðkomandi högg er dæmi um vinnubrögð sem eiga að kosta viðkomandi lögfræðing starfið. Véfengja skýrslur og sönnunargögn lögreglu vegna þess að vitni drepur til baka vitnisburð sinn vegna hótana eða vitnið hreinlega hverfur eins og Banditos sérhæfa sig í, það á sjálfkrafa að leiða til dóms yfir lögmanninum. Slíkt er eina vitnaverndin sem virkar.
Og það þjónar engjum tilgandi að efla embætti lögreglu og saksóknara þegar dómsstólar dæma eftir allskonar lagatæknilegum atriðum og útúrsnúningum en ekki fyrirliggjandi gögnum um sekt manna. Núverandi fyrirkomulag leiðir til kerfis eins og t.d Danir eru að glíma við. Óviðráðanlegan undirheim sem er ríki í ríkinu. Glæpahópar komast upp með að starfa í landinu í skjóli lögfræðinga og dómsstóla. Og þeir komast upp með að hafa það sem inngöngu skilyrði eins og t.d Banditos að enginn verði fullgildur meðlimur nema hann drepi fyrir hópinn. Og oftast eru þau dráp saklausir borgarar. Glæpaforingjar sem voru ekki nógu duglegir að hreinsa upp vitnin eftir sig og fengu því dóm, komast upp með að stjórna úr fangelsum því þeim dugar að ógna fjölskyldum fangavarða. Og ef einhver vogar sér að segja að þetta gangi ekki lengur. þá er hin sami úthrópaður að hann vilji skerða réttindi Lalla Johns þeirra Dana. Sem má svo sem alveg mín vegna. Menn eiga ekki að komast upp með það að hafa það fyrir atvinnu að ræna samborgara sína. En lausnin er ekki að stinga þeim inn heldur að skapa honum eðlileg lífsskilyrði.
Það er rétt að við erum ekki ennþá komnir með óviðráðanlega glæpastarfsemi en fyrstu einkennin eru komin. Og dómstólarnir eru búnir að taka afstöðu með kúnnunum. Það sást í dómnum yfir hrottunum sem réðust að lögreglumönnunum og komust upp með það.
Þér er velkomið að verja þá en ég vil þessa óværu burt. Og ég er ekki einn um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.