Andlit sakleysisins.

 

Er andlit stríðsátakanna sem aldrei áttu að verða.

En urðu vegna þess að voðmenn frömdu voðaverk í nágrannaríki sínu ásamt því að skjóta þúsundum á þúsundum ofan flugskeytum á byggðir þess.

Í þeim eina tilgangi að skapa heiftarviðbrögð öflugasta herveldisins á svæðinu svo öruggt yrði að saklaus börn, sem áttu lífið framundan, líkt og hin sex ára gamla Hind Rajab myndu deyja í þeim átökum.

Og áróðurinn átti að tryggja að Ísraelsmönnum yrði kennt um dauða þeirra.

Svona svipað og þú neyðir börn þín til að hlaupa út á götu fyrir bíla og kennir svo bílstjórunum um dauða þeirra, og krefst af þeim skaðabætur.

 

Þessi frétt um að ár sé líðið frá hinu ótímabæru andláti þessarar ungu stúlku sem náði að verða andlit stríðsins, fékk mig til að kíkja á nokkra pistla sem ég skrifaði í upphafi átakanna á Gasa, hvort ég hefði ekki örugglega áttað mig á því að miklar hörmungar biðu íbúanna þar.

Fyrsti pistillinn sem ég skrifaði eftir að fréttir bárust af voðaverkum Hamas, var skrifaður eftir að mér ofbauð meðvirknin með voðaverkunum þar sem Rúv og Mogginn töluðu strax um meintar hefndarárásir Ísraela, þegar öllum með einhverja vitglóru í hausnum átti að vera ljóst að Ísraelsher yrði að ráðast inná Gasa til að reyna frelsa gísla Hamas, og hann myndi ekki hætta þeim árásum fyrr en Hamas gæfist upp.  Svona svipað og Rússar hættu ekki að herja á Berlín fyrr en Þjóðverjar gáfust upp. Það er ágætt að rifja upp þennan pistil;Það er munur á árás og árás.

 

Og vitna í þessi orð: "Hver eru skilaboðin (það er að tala um hefndarárásir), máttu íbúar Gasa búast við að þeir fengju að halda áfram að blístra og fagna morðum á óvopnuðum ungmennum, eða þeir fengju annan daginn í röð að svívirða lík af nöktum ungum konum sem voru keyrða á pallbílum um götur og stræti Gasa, eða hæðast að eða misþyrma gömlu fólki, konum, börnum sem vígamenn Hamas fluttu sem gísla í skjólið á Gasa?? Lengra er vart hægt að ganga í óbeinu samþykki á stríðsglæpum og almennum viðbjóði, það er engin afsökun að þetta fólk er kúgað, og hafi verið kúgað lengi. Það eru mörk sem þarf að virða, það er ósýnileg lína sem má ekki stíga yfir.".

Síðan þurfti ekki mikinn spádómsanda fyrir þessa spá; "Miklar hörmungar bíða íbúa Gasa".

 

Í öðrum pistli sem var skrifaður út frá orðum sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, "Lík barna, ekki leikfangabrúður" Börnin eru leikbrúður.. þá benti ég enn og aftur á hverjir bæru ábyrgð á dauða þeirra: "Af holdi og blóði og falla í valinn vegna geðveiki kaldrifjaðra manna, sem í pólitískum hráskinnsleik frömdu voðaverk sem höfðu þann eina tilgang að koma öllu í bál og brand í Miðausturlöndum. Verði þess menn ekki stöðvaðir þá munu miklu fleiri börn deyja, kannski megnið á svæðinu áður en yfir líkur. Það er það sem gerist þegar átök stigmagnast og verða að allsherjarstríði".

Og svo seinna: "Svona er þetta bara, og börnin eru leikbrúður, lík þeirra þjóna kaldrifjuðum tilgangi miðaldra manna sem byggja völd sín á stríði og stríðsæsingum. Þessir miðaldra menn eru að um allan heim í dag, þó heimsbyggðin ráði aðeins við einn harmleik í einu".

Sem ég held að sé kjarni málsins og þessir miðaldra menn komast upp með þetta.

Og það er alltaf einhver sem styður þá líkt og Góða fólkið styður Hamas og sér ekkert athugavert við að hinir miðaldra karlar sem stýra samtökunum fórni börnum samlanda sinna til að afla samtökunum stuðnings hinna Góðu á Vesturlöndum sbr. þessi orð í viðtengdri frétt; "Dauði Hind er sagður hafa orðið eins kon­ar tákn bar­áttu palestínsku þjóðar­inn­ar".

 

Þjóðverjar gátu sýnt margar svona myndir, bæði meðan þeir vörðu land sitt fyrir innrás Bandamann sem og á eftir ef þeir hugðu áfram að herja á og drepa nágranna sína.

Til að spara sér plássið hefðu þeir aðeins þurft að taka eina mynd af kolmola í öskuhrúgu, sem táknmynd fyrir þau tugþúsunda barna sem urðu að ösku einni í vítisbálum loftárásanna á Hamborg og Dresden, enda brunnu hvort sem er allar myndir af börnunum.

Sem þeir reyndar gerðu í stríðinu áður en þeir gáfust upp, víst rosalega ljótir menn sem herjuðu svona á þá alsaklausa.

En þeir gerðu það ekki eftir stríðið, það var komið nóg.

 

Hvenær verður komið nóg í Mið-Austurlöndum veit ég ekki.

Það er allavega ljóst að Ísraelsher hefur ekki þann kraft og styrk sem þarf til að útrýma Hamas, á myndböndum þar sem þeir sleppa gíslum sínum eru Hamasliðar feitir og pattaralegir, veifandi byssum sínum.

Eins og þeir séu að fagna sigri í rústum landsins, ofan á fjalli af líkum.

Hver var þá tilgangurinn leyfist mér að spyrja??

 

Hver er tilgangurinn með þessum stanslausum drápum og átökum??

Hvorugum aðilanum tekst að útrýma hinum, samt virðist það vera eini tilgangur hinna miðaldra karlmanna sem stjórna og bera ábyrgð á þessum átökum.

Það er vopnahlé í dag, en hvað verður svo á morgun??

Ný morðárás yfir landamærin svo vítahringur drápa og átaka hefjist á ný??

 

Við þessi á ég ekki svar.

En ég veit að saklaus börn eins og Hind Rajab dóu vegna þess að leiðtogar Hamas veðjuðu á að til væri heimskt fólk sem myndi styðja þá í áróðurstríði þeirra.

Töldu þess vegna mannfórnir samlanda þeirra tilgangarins virði.

 

Og þeir höfðu rétt fyrir sér.

Það er varðandi hið heimska fólk.

 

Svo spurningin er kannski; Hverjir eru í raun hin seku??

Voðmennin eða þeir sem spila með??

 

Ég held að almættið viti svarið við því.

Kveðja að austan.


mbl.is Ár frá andláti Hind: Festist í bíl með látinni fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hindi Raja  var eitt fórnarlamba moræðis gyðinga. Óvopnuð fjölskyldan var að flýja átakasvæði þegar gyðngarnir gátu ekki hamið blóðþorsta sinn.

Og reyndu nú einu sinna koma því inn fyrir þína hnausþykku hauskúpu að andstað fólks við morðæði gyðinga er ekki stuðningsyfirlýsing við Hamaz, heldur heilbrigð réttlætiskend þeirra sem ofbýður þetta morðæði gyðinga.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 17:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn.

Svo sem alveg eins og kolamolarnir og askan af tugþúsundum barna í Dresden og Hamborg, og þá eru ekki talin með börnin sem þó áttu líkama til jarða, þau voru einhver tugþúsundir í viðbót.

Þú ert sorglegt eintak Bjarni minn.

Með fulli virðingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2025 kl. 19:41

3 identicon

Þú ert forhertur stuðnigsmaður þjóðarmorða, stríðsglæpa og barnamorðingja. Svona fullyrðingar eru auðvitað ekki bara barnalegar, heldur heimskulegar.

Þú réttlætir ekki stríðsglæpi í dag með því að vísa til stríðsglæpa sem voru framdir fyrir 80 árum.

Öfugt við þig þá læt ég ógert að tjá álit mitt á þinni persónu.

Kveðja úr neðra, get varla beðið eftir að hitta þig.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 21:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn og hættu þessu fúllyndi.

Ég sýndi þér ákveðið umburðalyndi hér að ofan, sleppti því að minnast á tenginguna við mannleg viðrini, þau viðrini sem réttlætta voðaverk Hamas.

Og þér að segja Bjarni þá frömdu Bandamenn ekki stríðsglæpi með árásum sínum á borgir og bæi Þýskalands, ekki frekar en þegar til dæmis fólk dó umvörpum í þeim borgum og bæjum í Norður Frakklandi eða austur hluta Belgíu, þegar þeir þeir réðust á þýska herinn sem varði viðkomandi borgir og bæi, þar til hann hörfaði en eftir lágu lík hermanna sem og óbreyttra borgara.

Því í stríðum fellur fólk, í stríðum er fólk drepið, hermaður á vígvelli spáir ekkert í líf óbreytta borgara, hann spáir aðeins í líf sitt, og hafa sigur á andstæðingi sínum.

Voðamenni ganga ekki frjáls, til að skipuleggja næstu voðaverk sín, vegna þess að þau vörðust innan um óbreytta borgara og urðu þar með stikkfrí.

Það er skýring þess að þrátt fyrir allt stjórna nasistar ekki Evrópu, Rauðu kmerarnir Kambódíu og nágrenni, eða Ríki Íslams kalífadæmi sínu í norður Írak og suður Sýrlandi.

Aðeins mannleg viðrini réttlæta glæpi voðamanna, sem og að kalla atlöguna að þeim stríðsglæpi.

En ég læt þig njóta vafans Bjarni.

Virtu það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2025 kl. 16:37

5 identicon

Árásirnar á Hamborg og Dresden beindust að vopnlausum almenningi, ekki hernaðarmannvirkjum.  Dráp á vopnlausum almennum  borgurum er morð óháð aðstæðum. Ì stríði er það stríðsglæpur. Þú getur troðið 'viðriðinu" þversum uppí austfirska rassgatið á þér, þar sem það á heima.

Kveðja úr neðra, þú munt fá höfðinglegar móttöku þegar þú mætir, special spa treatment.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2025 kl. 17:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni, alltaf á vaktinni.

Ekki ætla ég að rífast við þig um þessa staðreynd, það er ekki um rassgatið á mér, heldur árásirnar á Dresden og Hamborg, gaman að þú skulir þekkja til þeirra, en ef ég hefði nennt að benda á það, þá líklegast voru 2  af hverjum 3 loftárásum Bandamanna á Þýskaland svipaðar, það er að þær voru hugsaðar til að brjóta niður baráttuanda þýsku þjóðarinnar, höfðu í raun ekkert hernaðarlegt gildi.

En hvernig dettur þér í hug að stríð snúist um að ráðast aðeins á hernaðarleg mannvirki???

Stríð snúast um að sigra, að brjóta niður andstöðu, veikja andstæðinginn, svo að lokum hann gefist upp.

Neyðarbirgðir eru í umræðunni í dag, en í stríðum spyr enginn um það, allavega ef hinn fordæmdi er ekki gyðingur.  Hafnbann Bandamanna á Þýskaland hafði mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara á innflutning á hráefnum, sem Þjóðverjar fundu margar lausnir á, heldur ekki hvað síst á innflutning á matvælum til álfu sem ekki brauðfæddi sig sjálf.  Eftir Ardenna sókn Þjóðverja í árslok 1944, þá myndaðist kyrrstaða á víglínunni sem tengdi Holland við sókn Bandamanna.  Hollendingar voru ekki í raun frelsaðir fyrr en um vorið 1945, í millitíðinni dóu þúsundir þeirra úr hungri, fyrir utan alla aðra vannæringu.

Saklaust fólk, samt svelt því hafbanninu var ekki aflétt.  Engin neyðaraðstoð i boði, það var jú stríð, þar sem barist var upp á líf og dauða.

Svo þykist þú Bjarni hafa rétt á að kalla Bandamenn fjöldamorðingja, seka um hópmorð og stríðsglæpi.

Ég held að mæður þeirra bresku og bandarísku hermanna sem voru sendir til að varpa sprengjum á Þýskalandi, eða þeirra hermanna sem börðust á landi gegn illvígum andstæðing, sem kunni að verjast og berjast, og aðeins skortur á vopnum sem og eldsneyti útskýrði undanhald þeirra, mæður sem vissu að daginn eftir gætu þær fengið tilkynningu um andlát sona sinna, margar mæður misstu alla.

Þú telur þig hafa rétt til að dæma þær Bjarni, sem og þá sem vörðu siðmenninguna gegn nasismanum.

Þessi athugasemd þín hér að ofan sýnir aðeins Bjarni að ég hef stundum rangt fyrir mér, þú ert einn af þeim mönnum sem sér valdatíð nasista í hyllingum, vilt dæma Víetnama fyrir stríðsglæpi fyrir að hafa ráðist á og sigrað ríkisstjórn Rauði kmeranna, og þú vilt að voðamenni Ríki Íslams fái alþjóðlega vernd.

Því að fella þessar ógnarstjórnir kostaði það sem þú segir að sé morð á almennum borgurum, óháð aðstæðum.

En ég hef áður haft rangt fyrir mér Bjarni, svo ég græt það ekki, mun örugglega hafa það aftur í framtíðinni.

Spurning er Bjarni minn, dugar skinhelgi þín gagnvart fólki sem tæki uppá því til dæmis að myrða óbreytta borgara í Reykjavík, þar með fjölskyldu þína, kannski á færi, kannski að skjóta barnabörn þín lifandi, kannski að brenna þau áður, kannski að myrða unglinga í Reykjavík á einhverjum friðartónleikum með Bubba, og þú segðir að það væri allt í lagi, því gerendurnir hefðu verið svo kúgaðir í gegnum tíðina.  Kannski afkomendur þess fólks sem kvótakerfið svipti eigum og atvinnu á einni nóttu.

Mundu að þér þótti voðaverk Hamas vera í góðu lagi, ég á færslu frá þér í athugasemdarkerfinu þar um.

En vissulega geta menn skipt um skoðun þegar þeir sjálfir eiga í hlut, vissulega má virða að það sem menn ætla öðrum, séu þeir ekki mjög sáttir við þegar þeir sjálfir eiga í hlut.

Sbr. íbúar Gasa sem fögnuðu og blístruðu þegar þeir fengu fréttir af dáðaverkum Hamasliða hinum megin við landamærin, en fögnuðu ekki eins mikið þegar dauðinn snéri sér að þeim.

En ef þú hefðir umvendist í skoðunum þínum, að þó þú teldir það í góðu lagi að drepa óbreytta borgara í Ísrael, þá væri þú ekki eins sáttur með sambærileg morð og voðaverk á þínu eigin fólki, værir þú þá samt sáttur ef lögreglan segði við þig og aðra aðstandendur fórnarlamba voðaverkanna, að hún gæti ekki gert neitt, morðingjarnir hefðu flúið í stóru blokkina í efra Breiðholti, þar sem fórnarlömb kvótans í sjávarbyggðum landsbyggðarinnar hefðu safnast saman, þar væru allar dyr læstar, og ullandi stæði fólk í gluggum og sagt, þið komið hingað inn, morðingjar.

Ómöguleiki vissulega í dag, en bara vegna trúar okkar og menningar.

Fórnarlömb voðamanna eru samt alveg eins og ég og þú.  Vissulega voru Pólverjar eða Rússar ekki lúterskir, og svo er þjóðbúningar þeirra öðruvísi, réttlætti það samt voðaverk nasista, að þeir væru ekki eins og þú??

Er það skýring þess að þú kallar þá stríðsglæpamenn sem réðust á Þýskaland til að sigra ríkisstjórn nasistanna??

Eða að voðamennin í Ríki Íslams, einu samtök Íslamista sem eru á pari við Hamas, eru þau stikkfrí vegna þess að þau drápu aðeins fólk sem eru ekki eins og þú. Mæður, börn þeirra, nauðgað, limlest, afhöfða, brennd lifandi.

Ekki fólk eins og ég segir þú, þess vegna er það stríðsglæpur að berjast við voðamenni sem verjast um óbreytta borgara.

Já Bjarni minn, ég stundum rangt fyrir mér.

Samt með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2025 kl. 18:03

7 identicon

Aldrei hef ég réttlætt árásir hamas á óvopnaðan ísraelskan almenning, aldrei hef ég fordæmt gagnárás IDF á hamas. Aldrei hef ég fordæmt gagnárásir bandamanna á þýskaland í WW2. Aldrei hef ég fordæmt árás á ISIS.

Það sem ég hef alltaf verið að segja þér, tilefnið þarf að réttlæta mótaðgerðir.  Mótaðgerðir eru réttlátar ef þær beinast að hinum seku. Það að myrða saklausa í nafni réttlætis er ekki réttlæti, heldur glæpur.

Collateral damages er hugtak þeirra sem ekki hafa kjark og dug til að axla ábyrgð eigin gerða.

Hamborg, Dresden, Gaza var og er glæpur og þeir sem fyrir því stóðu eru úrþvætti sem áttu og eiga að svara til saka.

Síst af öllu þurfum við aumingja sem réttlæta morð á 6 ára börnum í nafni óljós réttlætis.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2025 kl. 22:43

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni, þú ert bara að því þó þú sért að segja eitthvað annað núna.

Um leið og ómennin flýja inn fyrir eigin landamæri og verjast innan um eigið fólk, þá deyr það fólk unnvörpum, þangað til að ómennin gefast upp.  Það er skýring á yfir 30 banatilræðum þýskra herforingja við Hitler, þeir vissu að það þyrfti að fella ómennið og stjórn hans til að binda enda á þjáningar óbreyttra Þjóðverja með tafarlausri uppgjöf Þýskalands.

Þeir voru ekki svo heimskir eins og ofaldi kalkúninn í búrum sínum að halda að það dyggði að skýla sér að baki óbreytta borgara, þar með yrði árásum á Þýskaland hætt.

Þeir sem því halda fram, fyrir utan heimska ofalda kalkúna, þeir hafa það sér til afsökunar að vita ekki betur, að ómenni séu stikkfrí þegar þeir berjast og skýla sér innan um sitt eigið fólk, þeir eru í raun að styðja ómennin, gera þeim kleyft að viðhalda ógn sinni og ógnarstjórn.

Það er sama hve menn röfla út í loftið, þá geta menn ekki afneitað lögmálum stríða, að þú ert drepinn þar til þú gefst upp.  Það til dæmis skýrir að kjarnorkusprengjum var varpað í Japan eftir að ljóst var að eldárásin mikla á Tókýó þar sem yfir 100 þúsund óbreyttir borgarar voru brenndir lifandi, dugði ekki til að japanska herforingjastjórnin gæfist upp.  Réttindi borgara til lífs byrja ekki fyrr en eftir uppgjöf, svo einfalt er það. Og vilji menn ekki að fólk falli í stríðum þá hefja þeir þau ekki.

Í stríði er fólk svo ekki myrt, það er drepið, það fellur.  Morðin hefjast ef það er drepið eftir uppgjöf.  Síðan er ekki til neitt sem heitir mótaðgerðir í stríði, þó þú skoðir alla skráða sem óskráða hernaðarsögu mannkyns, þá finnur ekki eitt dæmi um slíka orðanotkun.  Orðin bardagar, orrustur, mannfall, bæði meðal hermanna og óbreyttra borgara, eru orðin sem eru notuð.

Þú telur þig umkominn að geta dæmt Bandamenn fyrir loftárásir þeirra á Þýskaland, þar sem flestar þjónuðu fáum öðrum tilgangi öðrum en að draga baráttuþrek úr þýsku þjóðinni.  Ég hef reyndar mikið hugsað um þetta mál, og hef ákveðnar skoðanir á því, en ég ætla að vitna í Sprengju Harris eða orð hans í einni bíómynd sem ég sá, þar sem hann sagði vegna umræðu í herráði Bandamanna, og þá að mig minnir eftir eldárásina á Dresden, orðum sem hann beindi af andmælendum sínum; "Ætlið þið að færa mæðrum þeirra hermanna sem falla vegna þess að við beitum ekki öllum ráðum sem við höfum til að knýja nasistana til uppgjafar, skeytin um fall þeirra.  Að mínum dómi eru skeytin þegar nógu mörg. 

Þú kannski Bjarni útvegar þér tímavél og mætir á þennan fund og býður þig fram til verksins, kannski hefði þá verið dregið úr loftárásum á borgi og bæi Þýskalands, en ég held samt ekki.  Því meginregla hernaðar er að reyna lágmarka mannfall eigin hermanna og til þess beita menn þeim ráðum sem þeir ráða yfir.

Stef í gegnum alla hernaðarsöguna, líka nútímasögu hennar.  Ef setulið gefst ekki upp, þá er borgin rústuð og í engu skeytt um óbreytta borgara.  Vilji menn lifa, þá flýja menn líkt og íbúar írösku borgarinnar Fallujah náðu að gera áður en bandarískir hermenn réðust á uppreisnarmenn sunníta sem höfðu hreiðrað þar um sig. Stór hluti borgarinnar var í rúst eftir þá bardaga og þegar ég rifjaði upp hvernig borgarnafnið væri stafað, þá fékk ég upp færslu á Wikipedíu þar sem það mátti lesa þennan texta um götubardagana; "Of the 100 mosques in the city, about 60 were used as fighting positions by the insurgents The U.S. and Iraqi military swept through all mosques used as fighting positions, destroying them, leading to great resentment from local residents".

Þetta er raunveruleiki stríða, her sem ræðst inní borg verður fyrir miklu mannfalli nema hann sprengi allt í tætlur þar sem skotið er á hann, og hann varpar sprengjum á borgir ráði hann yfir tækni til þess.  Þetta byrjaði með valslöngunum, svo komu fyrstu fallbyssurnar, svo komu flugvélar og skriðdrekar.  Og það er allt í rjúkandi rúst þar sem er barist, hvort sem það er á Gasa, í Berlín eða gyðingahverfum Varsjár eftir uppreisn þeirra 1943. 

Það er skýring þess að Frakkar vörðu ekki París eða Danir Kaupmannahöfn, það er skýring þess að Varsjá var aðeins skemmd haustið 1939 því Pólverjar gáfust upp áður en hún var lögð í rúst með loftárásum.  Og þess vegna var Berlín í rúst í mai 1945 eða Grosní að stórum hluta var í rúst eftir umsátur Rússa um borgina um aldamótin 2000, því það var varist og barist.

Það er táknrænt fyrir ógöngur þína í réttlætingu þinni á voðverkum voðmanna, líklegast þau verstu að leggja viljandi samborgara sína á höggstokkinn, að þú skulir grípa til sama orðalags og Netanyahu og tala um Collateral damages en þar er hann að benda á að miðað við markmið hernaðaraðgerða Ísraela, sem er að eyða Hamas samtökunum, sem og þéttbýlið á Gasa, þá sé það hernaðarlegt afrek hjá Ísraelsher hve þó fáir hefðu dáið.  Sem er alveg rétt, fram að þessu hefðu allar hernaðarþjóðir varpað sprengjum á Gasa ströndina þar til einhver sem væri ennþá á lífi myndi veifa hvítu flaggi, og þá kannski hefðu þær hætt.

Því stríð eru grimm Bjarni, eitt það grimmasta sem mannskepnan er fær um, þess vegna hefja menn ekki stríð, hvað þá að egna til þeirra.  Hvað þá gegn andstæðing sem hefur alla burði til að útrýma þér.

Síðan Bjarni, það að ræða um raunveruleikann, staðreyndir eða annað, til dæmis þann raunveruleik að þegar her verst í borgum og bæjum innan um óbreytta borgara, þá deyja óbreyttir borgarar.  Og ef andspyrnan er öflug, þá eru borgirnar og bæirnir rústir einar á eftir.  Og óbreyttir borgara deyja. 

D-deginum er fagnað árlega, líka í Frakklandi, líka í Normandy, jafnvel þó að áætlað sé að um 20.000 heimamenn hafi fallið í innrásinni og í kjölfar hennar, bara í Normandy.  Skýringin var að Bandamenn hættu ekki að berjast við þýska herinn þó hann hörfaði frá ökrum og engjum inní borgir og bæi, það gerði ekkert breska, bandaríska, pólska, franska, belgíska eða weilska hermenn að úrþvættum eða morðingjum.  Eða stjórnvöld viðkomandi hermanna (sum í útlegð) að morðóðum morðingjum, seka um hópmorð, fjöldamorð. Líkt og nýnasistar halda fram.

Hvað þá að sá sem bendir á þá einföldu staðreynd að fólk falli í stríði, að það sé óhjákvæmileg afleiðing stríða, sé að réttlæta það mannfall.

Þetta er og þetta gerist, lærdómurinn er sá hvernig á að hindra að þetta gerist í framtíðinni.

Um það hafa skrif mín fjallað, verið málefnaleg, ég hef fært rök fyrir mínu máli og svarað mótrökum.  Það er þegar þau hafa komið líkt og hjá Ingólfi vini mínum, en oftast hafa andbárur rökþrotsins verið aumt skítkast.  Sem ég er misþreyttur á.

Svo ég ætla að endurtaka þetta aftur Bjarni, þú ert sorglegt eintak, og biðst um leið afsökunar á því að það misfórst hjá mér í fyrstu athugasemd minni að hafa orðið "stundum" á eftir "ert" og á undan "sorglegt".

Kveðjan engu að síður að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2025 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 1438687

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband