Voðaverkin bera ávöxt

 

Það er fátt sem lýsir betur firringu og innihaldsleysi blaðurs vestrænna stjórnmálamanna en að leiðtogar Hamas skyldu veðja á sigur í áróðursstríðinu sem þeir hófu þann 7. október með voðaverkum sínum.

Þar sem mesta voðaverkið var að þeir skyldu leggja líf og limi sinna eigin þegna undir í því stríði.

Ákæra breska múslímans afhjúpar aðeins leyndarþræðina frá Persaflóanum en beinn stuðningur evrópskra stjórnmálamanna sýnir að voðaverk þeirra hafa borið ávöxt.

Ávöxt úr jarðvegi illskunnar.

 

Vitnum í gáfumennið Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra og varformann Sjálfstæðisflokksins; "Þegar ég horfi á þessa ákvörðun og þá vinnu sem dóm­stóll­inn er bú­inn að vinna, horf­ir það þannig við mér að það sé verið að setja alþjóðalög­in á sama stalla, það sé verið að setja fórn­ar­lömb­in á sama stall".

Það er verið að verja rétt fórnarlambanna segir Þórdís Kolbrún en af hverju styður hún þá voðamenni Hamas með því taka undir leyndarþræðina frá Persaflóa og ákæru breska múslímans??

 

Fórnarlömb þessara átaka er fólkið sem var drepið í fordæmalausri árás Hamas á Ísraels 7. október og þeir gíslar sem voru teknir þann skelfingardag.

Alveg eins og fórnarlömb Þjóðverja í Seinna stríði voru óbreyttir borgar þeirra landa sem þeir réðust á að ekki sé minnst á allar þær milljónir sem þeir drápu í útrýmingarbúðum sínum.

Vissulega féllu margir óbreyttir borgarar í innrás Bandamanna inní Þýskaland, og vissulega voru þeir líka fórnarlömb, en þeir voru ekki fórnarlömb árása Bandamanna heldur fórnarlömb sinna eigin stjórnvalda sem hófu árásarstríð við önnur lönd, frömdu þar voðaverk og mögnuðu upp það heiftarbál sem endaði með innrásinni í Þýskaland þar sem aðeins skilyrðislaus uppgjöf kom til greina.

Og alveg eins og íbúar Þýskalands voru fórnarlömb nasistanna þá eru íbúar Gasa fórnarlömb Hamas, að halda öðru fram er eins og að snúa faðirvorinu uppá andskotann.

 

Faðirvor andskotans er samt kyrjað í Evrópu í dag.

Hlutunum snúið á hvolf, árásaraðili orðinn fórnarlamb, hornsteinn alþjóðalaga, rétturinn til að verja sig, takmarkaður við það að ef árásaraðilinn flýr inn yfir sín eigin landamæri þá er hann stikkfrí, sbr helli helli hættur í einum leik æsku minnar.

Sjálfum sér samkvæmir þá hljóta menn næst að afvopna lögreglu og sleppa ofbeldismönnum úr fangelsum.  Þeir eru jú fórnarlömb og fórnarlömb á að setja á stall.

Sjálfum sér samkvæmir hljóta leiðtogar Evrópu síðan að krefja breska múslímann um að hann ákæri þá líka fyrir stuðning þeirra við Úkraínu en þar senda þeir vopn sem eru notuð til að drepa fórnarlömb.

Þórdís Kolbrún ríður kannski á vaðið.

 

En við hin sem göngum ekki um akur illskunnar til að tína þar upp ávexti, við bíðum spennt eftir frekari ákærum Alþjóðaglæpadómsstólsins.

Nýlegt dæmi er til dæmis stríðsglæpir og síðan þjóðarmorð Azera á armennskum íbúum Nagorno-Karabakh, eins má minna á innrás Tyrkja í Kúrdíska hluta Sýrlands, stríð þeirra við Kúrda í héruðum sínum innan Tyrklands bera líka öll einkenni stríðsglæpa og þjóðarmorðs.

Og talandi um þjóðarmorð, hvenær verður Kína ákært fyrir þjóðarmorð sitt á Úígúrum eða er það alltí lagi að það sé markvisst unnið að því að útrýma heilli þjóð??

Því ef við fáum ekki þessar ákærur, strax á morgunn, þá er ljóst að ákæra breska múslímans er röng, hún er kostuð pólitík olíuauðsins og hefur ekkert með lögfræði að gera.

Jafnvel þó gáfumenni okkar segi annað.

 

Og talandi um gáfumenni og alla vitringana sem leiða Vesturlönd í dag, þá er það ákaflega sorglegt að sá leiðtogi sem sannarlega er að glíma við ellina og fylgifiska hennar, skuli vera sá eini sem stendur keikur gegn firringu forheimskunnar og segir; "Það sem er að ger­ast er ekki þjóðarmorð, við höfn­um því".

Enda þarf aðeins heilbrigða skynsemi til að sjá og skilja að íbúar Gasa eru fórnarlömb voðmenna Hamas, það eru þeir sem hófu átökin, og það eru þeir sem viðhalda þeim.

Þá skynsemi hefur sá elliæri þó hann skrifi ekki undir allt og hefur reynt að hafa hemil á verstu öfgamönnunum í ríkisstjórn Ísraels, öfgamenn sem eru sprottnir uppúr sama akri og voðamenni Hamas.

 

Þá skynsemi hefur varaformaður Sjálfstæðisflokksins ekki og maður spyr sig; Hvernig getur eldra íhaldsfólk, sem er mótað og hert af lífsbaráttu raunveruleikans, haldið áfram að styðja þann flokk þegar vitið þar er ekki meira en það er.

Og fyrst það er enginn sjáanlegur munur á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum, af hverju styðja þessir eldri íhaldsmenn þá ekki Samfylkingunni, formaðurinn þar er þó ekki illa gefinn.

Reyndar er ég farinn að endurskoða álit mitt á Loga Einarssyni eftir margt af því sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa látið út úr sér nýlega.

Þetta er allt orðið eitthvað svo skrýtið í heimi þar sem öllu er snúið á hvolf.

 

Höfum samt á hreinu að það er engin framtíð í heimi þar sem akrar illskunnar sjá um að fæða stjórnmálin.

Allavega ekki framtíð sem við viljum börnum okkar og barnabörnum.

Og það er okkar að verja, að snúast gegn.

Þó það kosti þau átök að við þurfum að hugsa hlutina uppá nýtt, átta okkur á að gömul bandalög er rofin og okkur ber að mynda ný.

 

Það er vegið að lífinu úr öllum áttum.

Þar er einn versti fjandinn sem telur fólki í trú um að það megi drepa fólk sem er ekki eins og það sjálft.

En sá versti er sá sem segir að þú megir græða eins og engisprettan án nokkurrar ábyrgðar gagnvart fólki eða samfélögum þess.

 

Þessum fjöndum þarf að mæta.

Áður en það er orðið of seint.

 

Því sjálft lífið er undir.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir Ísraela ekki fremja þjóðarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stríð gerir menn óða og tryllta, það getur gert dagfarsprúðustu menn að verstu  glæpamönnum. Mikið hefur verið fjallað um þýska nasista og gyðingaofsóknir þeirra. Þýski gyðingurinn, Hannah Arendt, skrifaði m.a. bók um Adolf Eichmann sem Ísraelsmenn rændu, drógu fyrir dóm og hengdu árið 1962. Hún var viðstödd réttarhöldin yfir Eichmann og kynntist honum. Lýsir hún Eichmann sem ósköp venjulegum manni sem maður gæti mætt á hverju götuhorni.

Þjóðverjar voru ekki einir um að fremja stríðsglæpi. Bandamenn gerðu,loftárásir á þýskar borgir og lögðu þær í rúst. Þar fórust og hlutu örkuml hundruð þúsunda manna. Flestar þessar loftárásir voru gerðar að nauðsynjalausu nokkrum vikum fyrir stríðslok. Hver var tilgangurinn með þessum árásum? Þjóðverjar gerðu miklar loftárásir á Bretland árið 1940. Var þarna verið að hefna þeirra og "ráðast á liggjandi mann"? 

Milljónir íbúa A-Þýskalands voru reknir, slyppir og snauðir, frá heimkynnum sínum sem innlimuð voru í Pólland og Sovétríkin. Þessa fólks biðu þýskar borgir í rústum og íbúar þeirra, að meiri hluta konur. Þó að þetta fólk hafi kannski komið Hitler og nasistum til valda og margt jafnvel stutt hann, þá  fer því fjarri að það hafi allt verið glæpamenn.

Ekki var framkoma breska hernámsliðsins á Íslandi alltaf til fyrirmyndar, um það hefði Guðni Thorlacius, afi Guðna forseta, getað borið vitni um. Alsaklaus var hann lúbarinn af breskum hermönnum svo að á honum sá alla ævi.

Ég er nú kominn til ára minna og man vel eftir stríðsárunum. Seinna fór ég til Þýskalands og kynntist þar yndislegu fólki. Átökin í heiminum í dag minna  óhugnanlega á þessa tíma.

Hér er viðtal við lækni af gyðingaættum, "gamlan Zíonista", sem gagnrýnir Ísrael:

                                                                    Israel-Hamas War: Gabor Mate vs Piers Morgan On Palestine and Gaza | The Full Interview Piers Morgan Uncensored Piers Morgan Uncensored Verified • • 1.8M views 5 months ago                                                      

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.5.2024 kl. 22:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Hörður.

Vil aðeins fylla uppí myndina.

Nasistarnir voru hinir verstu glæpamenn frá upphafi, vísa í dráp þeirra á fötluðu fólki og samkynhneigðu, þeir voru svona eins og múkkinn, réðust á alla sem voru öðruvísi.  Stríðið hins vegar gaf þeim leikvöll sem þeir nýttu í botn.

Loftárásirnar á borgir Þýskalands voru skelfilegar og þjónuðu fáum öðrum tilgangi en að drepa fólk.  Bandamenn réttlættu þessar árásir með því að það væri verið að draga viðnámsþróttinn úr Þjóðverjum og einhvers staðar hafði ég séð það haft eftir "sprengju" Harris, eða bomber Harris sem var flugmarskálkur Breta, að hann sprengdi á meðan hann teldi það spara mannslíf í bardögum á jörðu niðri, það er að segja hermanna Bandamanna.  Og fórnaði til þess þúsundir á þúsundir ofan af sínum eigin mönnum.

Í mínum huga voru sprengjuárásirnar argasti stríðsglæpur og þeir sem stóðu að baki þeim skepnur, enda var annað viðurnefni sagði Wikipedia mér núna áðan Butcher Harris, það er slátrarinn.  Það sem menn gleyma í þessu samhengi að ef þú telur þig á einhvern hátt hafa siðferðislega yfirburði yfir andstæðinginn þá hagar þú þér ekki eins og andstæðingurinn.

Það breytir því samt ekki að þó stríð séu ógeðsleg, þá þarf að heyja þau, og sú nauðsyn kom til þegar fyrsta þorpið réðst á annað.  Vilji menn ekki stríð þá er reglan sú að þá eiga menn ekki að byrja þau.

Varðandi þetta viðtal þá hef ég áður séð vísað í það og um það skrifað nokkur orð, ég les en hlusta ekki því lestur er einfaldlega miklu fljótari aðferð til að afla sér upplýsinga, horfi aðeins þegar ég tel myndirnar þess virði.

Hvað viltu að ég segi Hörður??, mínar skoðanir.

Þær eru mjög einfaldar, mér er fyrirmunað að skilja hvaða ávinning menn telja sig hafa á því að sprengja allt í loft uppá Gasa, og mér finnst það einn stór brandari þegar menn rífast til dæmis innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag stjórnar Ísraela að stríði loknu.  Stríð hætta ekki þó þú sprengir allt í loft upp og drepir fólk, þú aflar þér aðeins fleiri óvina, voru þeir nægir fyrir.

Hlægilegast að öllu finnst mér samt núna þegar menn rjúka til og viðurkenna Palestínu, laun voðaverkanna er sem sagt opinber viðurkenning. Það er reyndar ekki hlægilegt heldur að menn telja sig geta notað lausn gærdagsins til að tryggja frið morgundagsins, eins og menn fatti ekki að eftir 7. október verður enginn friður fyrr en annar er búinn að drepa hinn.

Breytir því samt ekki Hörður að Ísraelar eru í fullum rétti til að senda herlið inná Gasa til að frelsa gíslana og uppræta Hama, alveg eins og Bandamenn voru í fullum rétti til að sækja inní Þýskaland og uppræta nasistana

Og allt sem ég skrifa hér fyrir ofan er rétt, nema menn geta kannski deilt um lokaorðin um hver er mesti fjandinn, það er bara svona egótrip að blanda honum inní deiluna.

Líf okkar hinna er undir að við stöðvum múslímska öfgamenn, og afneitun á því er aðeins árás á okkur sjálf.

Þarna höfum við ekkert val.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2024 kl. 07:49

3 identicon

Hér er ég hjartanlega sammála.

Kveðja austur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.5.2024 kl. 10:19

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir heiðurskarlar.

Ég horfði á viðtalið á Piers Morgan við gyðingin gamla á linkinum frá Herði og álít að það gæti mögulega tekið bjálkann frá augum einhverra blindra flísateljandi stuðningsmanna Ísraels t.a.m. karla á borð við síðuhafa og svo ekki sé minnst á Guðmund Örn sjálfan.

Jónatan Karlsson, 23.5.2024 kl. 16:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Það er aldeilis nenna í þér, en það breytir engu að Hamas réðst á land þar sem álíka miklir rugludallar hafa mikil ítök í ríkisstjórn landsins.  Þannig að þeir vissu hverjar afleiðingarnar yrðu, og það gerir glæp þeirra ennþá stærri.

Afsökun þeirra því engin, nasistarnir höfðu þó þá afsökun fyrir þær þjáningar sem þeir leiddu yfir þýskan almenning, að þeir héldu að þeir myndu sigra stríðið og fengju þá frítt spil til að halda áfram útrýmingarstríði sínu gegn hinum ´"óæðri".

Rangt stöðumat sem hafði sínar afleiðingar, en Hamas mat stöðuna rétt, þeir gerðu út á þessar þjáningar þjóðar sinnar, því leitun að öðrum eins viðbjóði í mannkynssögunni.

Breytir samt því ekki að fyrst alþjóðasamfélagið heyktist á að grípa inní átökin á þann veg að Hamas þyrfti að frelsa gísla sína og sæta ábyrgð í samræmi við glæpi sína, þá eru fáir valkostir í boði fyrir ríkisstjórn Ísraels en að herja á Gasa.

Nema sá hernaður er algjörlega tilgangslaus en menn hugsa ekki alltaf skynsamlega.

Og heimskast af öllu er hið svokallað alþjóðasamfélag.

En þar er reyndar bara mín skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2024 kl. 16:55

6 identicon

Er það Islam sem er rót vandans? Hér er tveggja klst. viðtal við sérfræðing í trúnni:                           The danger of Islamism Interview with Hamed Abdel-Samad           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.5.2024 kl. 18:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Hef ekki hugmynd, að því sem ég best veit hafa flest samfélög Íslams verið friðsæl, annar taktur en hjá okkur, önnur gildi, helsti munurinn kannski að trúin er ríkur þáttur í lífi fólks.

Íslamistar, sem er ágætis orð yfir bókstafstrúarmenn Íslams, hafa hins vegar alltaf verið eitur, skaðað í gegnum aldirnar, og það eru þeir sem skýra óöldin sem hefur einkennt hinn íslamska heim í dag.  Nútímarætur þeirra er annars vegar Íran og svo ríkin við Persafóla, og þá sérstaklega Saudi Arabía.

Og það eru Sádarnir sem hafa fjármagnað þetta hatur, og reyndar í minna mæli Íranar þó það til dæmis henti hagsmunum í Bandaríkjunum að snúa þeim hlutum á hvolf. 

Við kristnir höfum átt svona íhald í aldanna rás, en kannski samt ekki svona herskátt gagnvart öðrum trúarhópum, allavega ekki síðustu 300 árin eða svo.  Kristin trú hefur síðan aðlagað sig að nútímanum, hún er hluti af honum en hafnar honum ekki. Ólíkt því sem á við um Íslamista.

Öfgamenn eru alls staðar til vandræða Hörður, en morðóðir öfgamenn eru stórhættulegir, sérstaklega þegar þeirra helsta metnaðarmál er að drepa okkur hin.

Það er það sem hinn vestræni heimur þarf að feisa áður en allt endar í blóðugum átökum.

Og að fólk skuli ekki hafa vit til, eða borið gæfu til að fordæma það sem aldrei er hægt að réttlæta, er óskiljanlegt.

Mein eða uppdráttarsýki sem fyrr eða síðar mun hitta okkur sjálf fyrir.

Þar liggur skammsýnin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2024 kl. 21:24

8 identicon

Eins og fram kemur fremst í viðtalinu við Hamed Abdeel-Samad þá var hann alinn upp í strangri trú en faðir hans var egypskur imam. En strákurinn var spurull og það mun vera illa liðið í Islam. Eftir að hafa verið skamman tíma í Múslimska bræðralaginu þá fór hann til Þýskalands og hefur verið þar síðan. Hann hefur verið mikið í fjölmiðlum og skrifað margar bækur, þ.á m. "The Islamic Facism". Spurður um muninn á Islam og Islamisma, þá segir hann að Islamistar nútímans séu að með fasíska stefnu sem sé einmitt í samræmi við kenningar spámannsins.

Segja má að þetta sé fræðsluviðtal um hugsunarhátt múslima og viðhorf þeirra til fólks annarar trúar. Það má fá tölvusettan texta á viðtalið. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.5.2024 kl. 23:17

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega Hörður, ég lesið um þetta viðtal, en málið er að hann kemur úr strangtrúuðu umhverfi. Svona eins og frá Vottum eða Hvítasunnusöfnuðinum.  Slíkir söfnuðir eru ekki dæmigerðir fyrir okkar kristna samfélag, og eins er það með öfgamúslima eða þá sem ég kalla Íslamista, þeir endurspegla ekki heildarsamfélög múslíma.

En áhrif þeirra eru vaxandi þökk sé fjármögnun öfganna frá Persaflóa, og þessir öfgamenn kúga það sem við getum sagt að sé hinn þögli meirihluti.En ef þú lest til dæmis bækur sem og greinar Jóhönnu Kristjánsdóttur, þá er myndin önnur.  Það er samt öfugþróun í gangi, og henni þarf að mæta. Og við mætum henni ekki með undanlátssemi, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 23.5.2024 kl. 23:31

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég þakka þessi skrif þín Ómar Geirsson 

Skrifað er að meirihluti barna í grunnskólum í London séu börn Múslima. Það segir okkur að Islam er að yfirtaka svæðið. 

Hvernig er farið að yfir taka lönd með olíu peningum? Í og eftir olíukreppurnar var samið um að fólkið frá Islam mætti flytjast til Evrópu og vinna þar. Næst keyptu olíupeningarnir þjónustu fyrirtækin og svo verksmiðjurnar. 

Næst voru Verkamanna flokkurinn, Íhalds flokkurinn og sem flestar bæjar og sveitastjórnir teknar yfir. Það voru tiltölulega fáir sem mættu á fundi hjá flokkunum svo að það reyndist auðvelt.

Stjórnmálamenn sem vildu auka fylgi sitt, leituðust við að vinna fyrir hópa sem stóðu saman og vissu hvað þeir vildu. 

Peningar og innflutt fólk. 

Gaddafl einræðisherra í Líbýu sagði einhvern tímann, svo virðist sem Guð ætli að gefa okkur Evrópu án stríðs. 

Auðvitað erum það við á vesturlöndum sem höfum misst vitið og búum til hvert stríðið eftir annað. 

Egilsstaðir, 23.05.2024   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.5.2024 kl. 01:51

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjáum til Jónas, sjáum til.

Kveðja uppí Hérað.

Ómar Geirsson, 24.5.2024 kl. 07:40

12 identicon

Vissulega er Hamed Abdel-Samad alinn upp í strangri trú en þó ekki í neinum sértrúarsöfnuði. Þetta er sú islamstrú sem er ráðandi í heiminum. Auðvitað eru menn misjafnlega trúaðir og fjöldinn allur hefur jafnvel litla þekkingu á trúnni, þessu lýsir hann vel í viðtalinu. Ég veit að það er til mikils mælst, en ég held að þú ættir einhvern tímann að gefa þér tóm til að hlusta betur á þetta viðtal. Hér er annað viðtal við Hamed Abdel-Samad en það er miklu styttra.

Með kveðju austur:                           The case against the Prophet | DW News           

Hörður Þomar (IP-tala skráð) 24.5.2024 kl. 17:41

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Viðurkenni vissulega að ég hef ekki hlustað á viðtalið við Hamed, en ég hef oft lesið umræðu um það sem og tilvitnanir.

Svona fyrsta, Múslímska bræðralagið er ekki sýn Egypta, Íraka, Sýrlendinga eða annarra þjóða í Mið Austurlöndum.  Það fékk vægi sem andspyrnuhreyfing en í raun hefur það útungað fáu en Ríki Íslams og Hams, kannski má telja Erdogan, þann brjálaða miðaldamann með í því samhengi.

Svo megum við ekki gleyma því Hörður, að þetta öfgalið kúgar og ofsækir venjulegt fólk um allan hinn múslímska heim, ótal sögur eru um aðfarir, hótanir og þaðan af verra gagnvart konum í frjálslyndari ríkjum múslima við Miðjarðarhafið, og í ríkari mæli gagnvart nútímanum í löndum Vestur Evrópu, þar fremst Þýskaland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð.

En þetta eru ekki venjulegir múslímar, ekki frekar en Vottar eru venjulegt kristið fólk.

Ég var ekki að vísa í að öfgarnar sem Hamed upplifði í æsku sinni hefðu verið einhver sértrúarsöfnuður, ég var að vísa í samsvörun í okkar kristna heimi.

Sem reyndar er ekki mikið kristin lengur því kristin trú er að deyja meðal vor, og þá er ég ekki að vísa í stelpurnar okkar sem hafa tekið að sér það fróma hlutverk að ganga að íslensku þjóðkirkjunni dauðri.

Ítreka aðeins Hörður, að ég hlusta ekki, ég les.  En undantekningar eru samt, ég hlustaði á liðsforingjann sem kom að voðaverkum Hamas liða í samyrkjubúinu við landamærin að Gasa.  Myndin laug ekki, honum var brugðið.  Til að staðfesta þá hlustaði ég á viðtal við þrautreynda baráttukonu gegn því að líkamar kvenna væri notaðir sem vopn í stríðum.  Minnir að hún hafi verið ritstjóri hjá Dayly eitthvað.

Eftir það áhorf þá finn ég Hörður  aðeins fyrir viðbjóði þegar ég hlusta á eða les viðbrögð Góða fólksins við því sem aldrei er hægt að verja eða réttlæta. Þá er ég ekki að vísa í viðbjóðinn sem samtökin Ísland-Palestína er, heldur fólk sem á ekki að vera brenglað fyrirfram gagnvart voðaverkum.

Sá viðbjóður skýrir síðasta pistil minn, ég hef ekki lengur þolinmæði gagnvar innihaldslausri froðu Rétttrúnaðarins eða fólkinu sem daðrar við hann.

Til dæmis féll Guðni að stalli hjá mér.  Eftir samúðarkveðjuna til Írans er hann aðeins aumkunarverður ræfill í mínum huga.

Fólk sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu á ekki að leiða þjóðina í dag, ekki í gær og ef siðaða fólk finnst ennþá meðal þjóðarinnar, ekki á morgun heldur.

En múslímar er gott fólk.  Í alvöru Hörður, trúðu mér.

Þeir eru aðeins fórnarlömb eins og við hin.

Fórnarlömb öfga sem ógna öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2024 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 3007
  • Frá upphafi: 1349098

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2604
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband