27.4.2024 | 13:56
Nauðvörn Baldurs.
Vekur upp stóru spurninguna, af hverju mælist hann með svona mikið fylgi??
Hann man ekki syndir sínar í ICEsave fjárkúgun breta, og hann getur ekki einu sinni varið eiginmann sinn svo sómi sé að.
Því hvað sem Felix hefur sagt, og er í fullum rétti til að segja, þá er ljóst að það er alltaf sómi af Felix á Bessastöðum.
Og hingað til hefur skap verið talið mannkostur en ekki veikleiki.
Skap er hægt að temja en skapleysi er löstur hjá forystufólki.
Baldur er ágætis fræðimaður,kurteis og kemur vel fyrir.
En stjórnmálamaður er hann ekki, það er augljóst eftir Spursmál Mbl.is.
Forseti??
Þar liggur allavega efi.
Kveðja að austan.
Felix mun tala öðruvísi á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar æfinlega; sem aðrir þínir gestir !
Jú; jú víst þarf Baldur að svara fyrir sína fortíð
og standa við það, að hafa verið vara- þingmaður
í tíð Jóhönnu og Steingríms klíkunnar illræmdu
(2009 - 2013); nánar tiltekið, á árunum 2011 og
2012.
Jeg benti þeim heiðurshjónum; Gunnari Helgasyni og
Björk Jakobsdóttur á, þá framboð Baldurs fór af stað
í Marzmánuði s.l., að Baldur skyldi hætta að einblína
á Evrópusambands samsullið (Brussel Ormagryfjuna) og
beina sjónum sínum frekar í vestur, til Ameríku rikjanna
ekki hvað sízt til Indíána ríkja Mið- og Suður- Ameríku,
næði hann kjöri, en þau Gunnar og Björk eru reyndar
helzta stuðningsfólk framboðs Baldurs, og tóku þau
ágætlega við minni ábendingu: þar um.
Hitt er annað; að einhver sú hættulegasta manneskja,
öllum íslenzkum hagsmunum í okkar samtíma - sem og
á liðnum áratugum er Katrín nokkur Jakobsdóttir,
hver ærslaðizt mjög á bekk sínum, þá hún hleraði
eftir vjelráðum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms
J. Sigfússonar, þá þau voru að brugga tugþúsundum
íslenzkra heimila þær hörmunagar, sem ENNÞÁ eru með
öllu óbættar, og má telja Katrínu Jakobsdóttur alfarið
samseka í þeim óhæfuverkum.
Það skal geymt verða - en ekki gleymazt: á nokkra vegu !
Með beztu kveðjum; sem oftsinnis áður, austur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 18:57
Baldur segir að hann og Felix ætli að skipta með sér verkum forsetaembættisins.
Hvað er með þennan trúð? Ef til kemur þá verður hann forseti og axlar þær skyldur sem embættinu fylgir. Þeim skyldum getur hann ekki falið maka sem ekki var kosinn til valda af þjóðinni. Er einhver í alvörunni að fara að kjósa þennan trúð?
Getur forsætisráðherra falið maka sínum embættisverk embættisins? Eða aðrir ráðherrar? Svarið er augljóst.
Kveðja að handan.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 18:57
Blessaður Óskar Helgi.
Hér er reynt að tala vel um fólk, þó staðreyndir tali oft kannski ekki vel um það.
"Ég man ekki" ber vott um ræflaskap, ekki að fáir séu svo heilagir að hafa ekki einhvern tímann gripið til slíkrar nauðvarnar.
Og eins vel og ég kann vel við Katrínu og tel hana hafa unnið þrekvirki í að halda reiðu á tímum aðkeyptrar óreiðu auðróna og fjárbraskara, þá talar viss staðreynd ekki vel um hana.
".. þá þau voru að brugga tugþúsundum íslenzkra heimila þær hörmungar, sem ENNÞÁ eru með öllu óbættar, og má telja Katrínu Jakobsdóttur alfarið samseka í þeim óhæfuverkum.".
Holundarsár í íslensku samfélagi sem ennþá er ógrætt.
En það er enginn efi um að Katrín yrði góður forseti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 10:03
Blessaður Bjarni.
Það er meira flakkið á þér eftir að þér var vísað úr neðra, núna ert kominn í handan, vona að þú þurfir ekki að nota þjónustu miðla til að senda kveðjur þínar, taxti þeirra er svo hár.
En menn segja svo margt í kosningabaráttu sinni, misgáfulegt enda reiknað með misgáfum í kjósendahópi sínum.
Þar ber Katrín af að mínum dómi, hún virkjar ekki misgáfurnar sér til framdráttar, stendur og fellur með persónu sinni og verkum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 10:09
Sælir; sem fyrr !
Ómar !
Jeg hygg; að með dómgreind þinni náir þú, að skilja
kjarnann frá hisminu / Katrín Jakobsdóttir getur ekki
orðið GÓÐ í neinu, nema að hygla Engeyinga klíku
Bjarna Benediktssonar og rökkurs liðssveita hans
ásamt því að geifla sig og glenna framan í landsmenn,
þá hún tekur til við nýjar sem gamlar lygar sínar.
Baldur aftur á móti; virðist geta gleymt sinni ætlun
til Bessastaða, hyggist hann ætla að kokgleypa Brussel
boðskapinn:: án nokkurrs mótvægis.
Schengen hörmungin; þar með talin, Austfirðingur mæti.
Með þeim sömu kveðjum; sem þeim fyrri, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2024 kl. 12:01
Jú Óskar, hún getur orðið góður forseti.
En ég er farinn að efast um Baldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 15:52
Sælir; enn !
Ómar !
Jeg er ekki vanur því; að snúa út úr orðum
þínum hjer á síðu þinni:: reiknaði með öðru
svari þínu en þeirri kaldhæðni, sem varðar
þetta viðundur:. sem Katrín Jakobsdóttir
hefur marg sannað sig í, að vera.
Eða; lætur þú þjer í ljettu rúmi liggja -
ferill hennar innanbúðar / með þeim Steingrími
og Jóhönnu annarrs vegar - og núna seinni
árin selskapur hennar, með Konungi þjófanna::
Bjarna Benediktssyni og rolunni Sigurði Inga
Jóhannssyni ?
Jeg hjelt þig vera; fremur til drengskapar manna
en viðhlægjanda mestu niðurrifsafla seinni tíma
Íslandssögu, Ómar minn:: þjer, að segja.
Fremur svalari kveðjur austurum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2024 kl. 16:38
Ítreka sem fyrr Óskar að hún getur orðið góður forseti.
Þar að baki býr engin kaldhæðni, og vissulega stend ég líka við að það að staðreyndir tala mis fagurlega um fólk.
Deili ekki við þig um það, en er ekki sammála þér um seinni ár Katrínar.
Glundroði óreiðunnar þar sem auðrónar og útrásarvíkingar hafa stjórnmálin í vasanum, er ekki valkostur í mínum huga, og þó margur sé misjafn í þeim mæta hópi sem hefur tryggt þjóðinni stöðugleika síðustu árin, þá er það bara svo að stundum er slæmt betra en ekkert.
Eða það hygg ég.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 18:48
Sælir á ný; Ómar og Bjarni !
Jeg árjetta einungis Ómar; að þessi kvensnipt
(Katrín Jakobsdóttir) ber ébyrgð á persónulegum
tjónum mínum (árið 2017) ekkert síður, en margra
annarra samlanda okkar - og þú skalt ekki dirfazt
Ómar minn - að bera á annað á borð fyrir mig eða
aðra þá, sem stjórnmála glæpalýðurinn hefur
hlunnfarið (og rænt) á liðnum árum.
Þar; á þetta kvengerpi ekki síðri hlut að málum
en aðrir fjelagar hennar:: ýmissa flokka ! ! !
STÖÐUGLEIKA hverra Ómar ? ? ?
Jú; burgeisanna og sjálftöku liðsins ! ! !
Þar; skortir ekki STÖÐUGLEIKANN ! ! !
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2024 kl. 20:35
. . . . ábyrgð; átti að standa þar, vitaskuld.
Reiði mín; sem gremja, hefur valdið stafavíxlunnni
hjer áðan - við Eyrbekkingar höfum yfirleitt
taumhald á skapsmununum, þó stundum sjóði uppúr.
Og þá; af gefnum tilefnum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2024 kl. 21:05
Já hún ber fulla ábyrgð á því Óskar Helgi og gekkst við henni (það er ábyrgðinni) með þeim ögurmælum sínum að ríkisstjórn Jóhönnu hefði talað máli íslensku þjóðarinnar í ICEsave, eitthvað sem mig minnir að ég hafi kallað að hún hafi skotið sig í báðar fætur, hendur og nefið líka í þokkabót.
Það breytir hinu ekki að ég tel að hún geti orðið góður forseti, fái hún til þess fylgi. Það þýðir ekki það sama að ég eða þú Óskar þurfum að vera hluti af því fylgi, það er bara önnur saga.
Þessi orð mín standa hins vegar óhögguð, þrátt fyrir um margt ágæta lýsingu þína hér að ofan; "Glundroði óreiðunnar þar sem auðrónar og útrásarvíkingar hafa stjórnmálin í vasanum, er ekki valkostur í mínum huga, og þó margur sé misjafn í þeim mæta hópi sem hefur tryggt þjóðinni stöðugleika síðustu árin".
Já það hefur ríkt stöðugleiki í íslenskum stjórnmálum síðustu ár, og þrátt fyrir margar ambögur þá hefur ríkisstjórn Katrínar tryggt sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðinni þokkaleg lífskjör.
Hinn möguleikinn, fávitastjórnmálin í boði auðróna og auðræningja, er ekki valkostur í mínum huga Óskar, þó hann sé það í þínum.
Þar greinir okkur á, og það er bara svo.
Sammálun er engum til góðs líkt og við höfum svo marg oft rætt áður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 23:10
Sökum bræði minnar; heilsa jeg þjer ekki einusinni,
Ómar minn.
Hinn möguleikinn, fávitastjórnmálin í boði auðróna og auðræningja, er ekki valkostur í mínum huga Óskar, þó hann sé það í þínum.
Alrangt; af þinni hálfu - og fremur ljelegt af þjer,
og nýlunda mikil að gera mjer upp skoðanir með þessarri
fáránlegu setningu:: hverja jeg setti í skáletur, hjerna.
Auðrónar og auðræningjar; eru einmitt hluti þess liðs,
sem jeg kysi að senda í ÆFILANGA útlegð af landinu, Ómar.
Nema; þig langi til að snúa út úr þeirri meiningu minni,
líka ?
Rökheldni þín gerir að verkum; sem og persónulegar
hnútur í minn garð, að jeg mun ekki ónáða þína síðu
neitt sjerstaklega:: hjeðan í frá.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2024 kl. 11:27
Óskar Helgi, það er alltí góðu að þú blásir, þú hefur gert það áður.
Ef þú fordæmir þann stöðugleika sem Katrín Jakobsdóttur hefur fært þjóðinni frá óreiðutímanum eftir Hrun, þá er aðeins hinn möguleikinn í boði, fávitastjórnmálin sem Samfylkingin og Píratar leiddu.
Það er enginn þriðji valmöguleiki.
Að benda á þessa einföldu staðreynd Óskar, kallast ekki að gera fólki upp skoðanir.
Og það vita allir hverjir kosta fávitastjórnmálin.
Stundum flýr maður ekki völina og kvölina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.4.2024 kl. 12:07
Jeg má til; að leiðrjetta þinn stóra misskilning !
Á árunum 1942 - 1944; sat hjer Utanþingsstjórn -
nokkuð:: sem vel getur komið til greina, þegar
þingheimur er getulaus til þess, að stjórna landinu
á þá vegu, sem skikkanleg má teljazt.
Ráðuneyti Björns Þórðarsonar 1942 - 1944
En; vart er við því að búazt; að gufumennið Guðni Th.
Jóhannesson hefði haft / hvað þá hafi bein í nefi, til
þess að koma slíkri stjórn á:: og vart úr þessu.
Sveinn Björnsson þáverandi Ríkisstjóri; hafði þó þá
djörfung og burði til, árið 1942 !
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2024 kl. 21:42
. . . . vildi bæta því við; að minn ágæti jafnaldri
Kais Saied suður í Túnis (í Norður- Afríku) rak
þingið þarlenda heim í Júlí 2021 / þar sem það reyndist
óstarfhæft - og naut ágæts stuðning Hersins í þeim
umsvifum, öllum.
Kais; er Lögfræðingur, vel jarðbundinn og þykir fremur
stífur og strangur í allri framgöngu en samt, er að
þoka þeim Túnismönnum fram á veginn, með sinni lempni.
Kais Saied (f. 22. Febrúar 1958)
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2024 kl. 22:06
Við höfum ekki her Óskar og utanþingsstjórn er útilokuð þar sem fávitastjórnmál tröllríða öllu.
Þrátt fyrir allt, og það hvarflar ekki að mér að reyna mála gráan tón yfir sterka liti lýsinga þinna, þá hefur þessi ríkisstjórn tryggt þjóðinni líflínu því hún hefur ekki selt landið og miðin.
Það er kúnst að kunna meta það sem maður hefur, en á víðsjárverðum tímum þegar sótt er að þjóðinni, þá þarf maður að geta gert greinarmun á auðkerfinu sem stjórnar öllu í hinum vestræna heimi, og fólkinu sem vinnur eftir því, og getur ekki á nokkurn hátt gert annað en það gerir, annars fengi það jú ekki að stjórna.
Við höfum val milli fólks, með öllum sínum kostum og göllum, og fávita, ekkert annað orð er hægt að nota yfir Samfylkinguna undir stjórn Loga Einarssonar og sjálfstæðiskonan sem núna stýrir Samfylkingunni þarf að glíma við þá fávitahjörð.
Og meinið við fávitana er að þeir eru í vasanum á hinu versta af hinu versta.
Auðræningjum og auðþjófum sem sjá bissness í að koma þjóðinni á sveit hjá Brussel.
Það er raunverulekinn Óskar, við lifum tíma þar sem er ekkert val vegna þess að þjóðinni hefur ekki borið gæfu til að skapa sér val.
Og sama hve mikill draumóramaður maður er, þá lærir maður að lokum að rífast ekki við raunveruleikann.
Og lærir að biðja.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 30.4.2024 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.