Og hvað um það??

 

Ísraelsmenn eiga örugglega eftir að koma með sannanir eða mótrök á móti, geri þeir það ekki þá eru þeir í svipuðum gír og miðaldamennirnir sem hafa komið íbúum Gasa í þessar hryllingsaðstæður.

Það má aldrei gleyma að Netanyahu sækir vald sitt til miðaldaöfgamanna, sem eru á pari við Íslamista Hamas.

Fullyrðingar eða staðhæfingar án sannana, eru vinnubrögð miðaldamanna, áróðursmanna, ekki þeirra sem telja sig hafa réttinn sín meginn.

 

En það er samt alltaf aukaatriði málsins, það skiptir engu hvort Hamas eigi skjól í hjá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna eiður ei.

Þú sveltir ekki saklaust fólk, fjöldann vegna meintra glæpa örfárra, eða að íbúarnir lúti stjórn miðaldaskríls, sem fórnar almenningi, sjálfur í öruggu skjóli erlendis, í þeim eina tilgangi að fyrirsjáanleg viðbrögð miðaldaskrílsins í Ísrael myndu drepa mann og annan.

 

Hvað sem hefur gerst á Gasa, hver sem skýringin er, hverjum er um að kenna, og bla bla bla, þá er alþjóðasamfélagið aldrei sá gerandi í átökunum að það svívirði mannúð með að skrúfa fyrir neyðaraðstoð.

Svo ég vitni í mann sem var einu sinni maður; Svona gerir maður ekki.

Nægar eru þjáningarnar samt.

 

Alþjóðasamfélagið hefur heykst á að knýja voðafólkið sem stýrir Hamas til að axla ábyrgð á Glæpum sínum gegn mannkyni (munum að Morgunblaðið kallar þá glæpi "kynferðisbrot"), að sleppa gíslum og gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag.

Þar með eru það ekki Íslamistarnir í Hamas sem bera ábyrgð á þjáningum íbúa Gasa, mannfallinu, gjöreyðileggingunni, heldur aumingjarnir sem stýra Alþjóðasamfélaginu í dag.

Aumingjarnir í brúðuþráðum Glóbalsins.

Þó þeir þræðir skýri ekki sjúkleikann sem hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins, þá skýra þeir að megninu til það sem gerðist í Ísrael þann 7. október 2023, og eftirleikinn á Gasa.

 

En það er ekkert, EKKERT sem skýrir að skrúfað var fyrir neyðarhjálp til fórnarlamba hins vanheilaga bandalags miðaldaöfgamanna og glóbalsins, eða að í allan þennan tíma skuli ráðafólk Ísraels (hægri öfgastjórn Netanyahu er ekki ísraelska þjóðin) hafa komist upp með að beita hungri sem vopni.

Þetta veit allt heilbrigt fólk, en sjúkleikinn sem hefur grafið um sig á ritstjórn Morgunblaðsins gerir svona ófrétt af frétt.

Heilbrigt fólk veit að mataraðstoð handa sveltandi fólki er aldrei lögfræðideila, eða ágreiningur um keisarans skegg.

 

Þó við heykjumst á því að losa íbúa Gasastrandarinnar við Hamas, þá getum við allavega gefið þeim að borða.

Það lágmark, er lágmark mennsku okkar.

 

Ekki hægt að komast neðar.

Aðeins ofar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Engar sannanir sem bendla UNRWA við árásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Já Ómar. Alþjóðasamfélagið hefur látið hjá líða að knýja voðafólkið sem stýrir Hamas til að axla ábyrgð á Glæpum sínum og losa íbúa Gasastrandarinnar við þann óþjóðalýð sem Gasabúar hafa kosið sér að leiðtogum.

Það ætti samt ekki að þurfa að hindra að sveltandi fólkinu sé gefið að borða. Það er sannarlega rétt.

Allir virðast hafa brugðist. Ráðamenn í Ísrael stóðu ekki vörð um sitt eigið fólk og hafa einnig komið fram við íbúa Gasa af óbilgirni. Sömuleiðis hafa araba- og múslimaríkin ekki rétt fólkinu á Gasa hjálparhönd, eða boðið því landvist í sínum löndum, bræðrum sínum.

Þegar grannt er skoðað eru það ekki Íslamistarnir Hamas, sem bera stærstu ábyrgðina á þjáningum íbúa Gasa, mannfallinu og gjöreyðileggingunni, heldur þeir sem stýra Alþjóðasamfélaginu. Hverjir settu þá til valda?

Það voru ég og þú.

Við eru þá Vonda fólkið!

En hvar er góða fólkið? Hjá Mogganum?

Gott fólk er ekki til.

Aðeins hefur einn góður maður dvalið á þessari jörðu. Sá maður yfirgaf aldrei mennskuna eins og allir aðrir. Hann heitir Jesús Kristur frá Nazaret.

Hann sagði: Enginn er góður nema Guð.

Páll postuli sagði: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verðskuldi það, af náð, með endurlausn sinni í Kristi Jesú. (Róm. 3:23-24).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 22.4.2024 kl. 20:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn, það er ekkert gott við "Góða" fólkið, aðeins smásálarháttur, hræsni og yfirdrepskapur.

En ástæða þess að ég kalla þá aumingja sem stýra Alþjóðasamfélaginu er sú að þetta fólk reyndi strax að verja hið óverjanlega, með því að vísa í fyrri deilur milli gyðinga og araba.

Þó hefur enginn lagst svo lágt eins og sjúkleikinn á Morgunblaðinu að tala um voðaverkin sem meint kynferðisbrot.

Nei góða fólkið er ekki hjá Mogganum, hvorki í háði eða raun. Og ég ber enga ábyrgð á aumingjunum, margt er ég en ég er ekki hluti af Glóbalinu.

Óreiðan í heiminum er ekki "af því bara".

Það eitt er víst, og áður en þú ferð að skamma þann í neðra, þá er hann dauðasaklaus í þetta sinn.

Hún er mannanna verk, þjónar hagsmunum Örfárra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2024 kl. 08:01

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Sá í neðra er ekki bara niðri á Fjörðum, hann fer um allt. Í fyllingu tímans, nú í lok tímanna, hefur hann fengið nafnið Antikristur, Andkistur.

Hann leiddi Adam og Evu inn í Syndafallið, sem átti sér stað í Eden forðum og hann leiðir Óreiðuna, það Kaos sem yfir heiminn er komið, jafnvel þótt fáir, útvaldur óþjóðalýður, þjónar hans, framkvæmi voðaverkin.

Þú segist ekki vera hluti af glópalinu. Það ert þú nú samt en áreyðanlega ekki af yfirlögðu ráði. Við erum allir Íslendingar ábyrgir fyrir þeim voðavekum sem Alþingi ákveður, með lögum og rísstjórnin framkvæmir.

Við erum leidd eins og sauðir til slátrunar.

Ef þú vilt sporna við fótum, ráðlegg ég þér að kjósa sem forseta Arnar Þór Jónsson.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 23.4.2024 kl. 17:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Guðmundur, núna ert þú að skamma hann dauðasaklausan, vissulega er hann herra Óreiðunnar, en hann er ekki herra Gjöreyðingarinnar, þar er við mennina að sakast.

Og já ég er ekki hluti af glóbalinu, þar er líka við mennina að sakast, hina Örfáu.

Höldum skömmunum þar sem skammirnar eiga að vera.

Kveðja að austan.

PS. Vér Sjálfstæðismenn

https://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/2298028/

Ómar Geirsson, 23.4.2024 kl. 17:13

5 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Vér Sjálfstæðismenn, er frábær pistill hjá þér Ómar. Hann þarft þú að birta aftur.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 23.4.2024 kl. 17:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já hann er ágætur þó ég segi sjálfur frá, og ekki skaðar að maður sem er hertur í lestri á mörgu af því besta sem mannshugurinn hefur fest á blað, skuli hrósa honum.

En ég birti ekki svona pistla aftur, þeirra er grýtta jörðin sem þeir falla í, hvort þeir nái að spíra að lokum, og vaxa, það er ekki í mínum höndum.

Mínu hlutverki líkur með kveðjunni, sem núna sem og endranær er að austan, þó vissulega sé hún stundu úr neðra, en það er bara vegna þess að Hérarnir eru mun nær himninum en við niðri á fjörðum.

Að austan engu að síður.

Ómar Geirsson, 23.4.2024 kl. 18:18

7 identicon

"Spekingar spjalla"

Kveðja úr neðra

Bjarni (IP-tala skráð) 24.4.2024 kl. 00:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

U-hum, þú nærð þessu Bjarni minn með auknum aldri og þroska.

Á meðan skaltu bara njóta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2024 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband