12.1.2024 | 09:30
Forherðing og fall Svanhvítar.
Svanhvít Svavarsdóttir vissi að hún var að brjóta lög þegar hún ákvað að stöðva hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.
Hvað henni gekk til er vandséð, var þetta úthugsuð ögrun gagnvart Sjálfstæðiflokknum, jafnvel hugsuð til að sprengja ríkisstjórnina og átti þá hvalveiðabannið að fylkja andstæðingum hvalveiða að baki VG.
Eða var þetta enn ein birtingarmynd valdabaráttunnar innan VinstriGrænna?, því það þarf ekki glöggvan til að sjá formannsgenið í Svanhvíti og að hún telji sit réttborna til að leiða flokkinn. Og þar flækist Katrín fyrir.
En það er þetta með að brjóta lög, það varðar víst við lög, og þó ráðherrar telji sig getað ullað framan í réttarkerfið með því að segja líkt og Svanhvít gerði svo eftirminnilega; "þið stefnið bara ríkinu, það borgar", þá eru samt ákveðin takmörk á lögbrotum ráðherra.
Og vísvitandi lögbrot Svanhvítar Svavarsdóttur olli bæði fyrirtækju og einstaklingum fjárhagslegum miska, aðeins líkamlegur miski, ofbeldi, morð er alvarlegri en glæpir Svanhvítar Svavarsdóttur.
Þá hefði einhver haldið, svona öll þjóðin, að Svanhvít hefði verið búin að æfa auðmýkt sem hún gæti gripið til eftir að Umboðsmaður Alþingis hefði afhjúpað lögbrot hennar og glæpi, að hún hefði óvart gert mistök í umhyggju sinni fyrir hvölum, fengið slæma ráðgjöf (sem hún fékk ekki, þeir starfsmenn ráðuneytisins sem voru ekki undir hæl hennar vöruðu hana við), henni þætti þetta svo leitt, hún væri miður sín, bæðist afsökunar og hún skyldi aldrei gera svona aftur.
Bara ef hún fengi að vera ráðherra áfram.
Í þeirri auðmýkt lá vígstaða hennar og gerði það erfitt fyrir Katrínu að véla hana úr ráðherrastóli.
Katrínu segi ég því mikil má einfeldnin vera ef fólk sér ekki að Katrín líður ekki svona atlögu að ríkisstjórn sem hún leiðir, og vill halda saman.
Meinið er að Svanhvít Svavarsdóttir þekkir ekki þann skapgerðargalla sem auðmýkt stjórnmálamanns er, og hún brást við á þann eina hátt sem hún kann, hún reif kjaft við lögin, við Umboðsmann, við þjóðina.
"Lögin eru ófullkomin", "barn síns tíma", "ég ætla að endurskoða þau", allt þetta tókst henni að segja í fyrsta fréttaviðtali sínu eftir að álit Umboðs Alþingis lá fyrir, en óheppin Svanhvít var bara ekki að tala við Jóhönnu Vigdísi, eða litlu strákana, heldur fréttamann.
"Það breytir því ekki að þú braust lög", sagði Arnar Björnsson og rammaði inn forherðingu Svanhvítar.
Í þessari forherðingu er fall Svanhvítar fólgið.
Eins og Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir í byrjun viðtengdar fréttar; "Það gengur auðvitað ekki að ráðherra noti opinbert vald og fari gegn lögum af þeirri ástæðu að hún sé lögunum mótfallin og telji þau úrelt.".
Því margt mátt Svanhvít segja en ekki að hún hefði farið gegn lögum því hún væri mótfallin þeim, þau væru ófullkomin og það þyrfti að breyta þeim.
Leikreglum réttarríkisins var jú komið á á sínum tíma til að koma í veg fyrir slíkan geðþótta valdsmanna.
Og forsendur réttarríkisins væru brostnar ef hver einasti krimmi, bankaræningi, fjárdráttari, nauðgari, gæti borið fyrir sig fordæmi Svanhvítar, og slyppi við refsingu sína vegna þess að hann væri á móti lögunum, þau væru ófullkomin.
Það hefur síðan verið ótrúleg lífsreynsla að hlusta á vandræðagang stjórnmálanna í kringum þessi lögbrot Svanhvítar, það er eftir að forherðing hennar lá fyrir.
Hún er krimmi, vísvitandi krimmi, það liggur fyrir, og þá tala menn ekki um hugsanleg stólaskipti, hvort þeir verji hana vantrausti eður ei, hvort það dugi að hún segi af sér eður ei.
Eins og það sé mál stjórnmálanna að afgreiða árásir á réttarríkið.
Kommon, af hverju telja stjórnmálamenn sig hafna yfir lög og rétt.
Af hverju geta þeir ekki virt leikreglur réttarríkisins??
Eins og við hin.
Réttarríkið hefur ákveðið ferli yfir lögbrot Svanhvítar.
Réttarríkið viðurkennir ekki að ráðherra séu hafnir yfir lög og reglur þess.
Frekleg brot ráðherra á reglum þess kalla alltaf á afsögn ráðherra.
Og segi ráðherra ekki af sér, á Alþingi að knýja hann til þess.
Síðan þarf hinn fyrrverandi ráðherra að svara til saka fyrir lögbrot sín.
Punktur.
Alþingi vanvirðir því þjóðina með leikaraskap sínum.
Sem er ekki nýtt.
En Alþingi á ekki að komast upp með að fara gegn réttarríkinu og finna hjáleið svo Svanhvít geti áfram setið á ráðherrastól
Eða sloppið við alla ábyrgð með einfaldri afsögn.
Þar liggja mörkin.
Fari Alþingi yfir þau mörk, þá hefur það unnið sér inn vanhelgi laga og réttar.
Vanhelgt Alþingi á ekki að sitja.
Það á að víkja.
Þar er ekkert val.
Kveðja að austan.
Ráðherraábyrgð kemur til álita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1412772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1477
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð greining Ómar.
Þarna vantar náttúrulega að forseta gufan grípi inn í, sem sannur öryggisventill, og hengja á hana stórriddarakross.
Með kveðju úr sólinni í efra.
Magnús Sigurðsson, 12.1.2024 kl. 14:10
Enn hefur ekki neinn dómur fallið um að Svanhvít Svavarsdóttir hafi verið að brjóta lög þegar hún ákvað að stöðva hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast. Og enginn dómstóll metið hvort sannanir um slíkt séu fyrir hendi. Skoðanir einhverra og álit eru ekki lögformlegir dómar. Hvað þú telur og hvað þú heldur að Svanhvít hafi vitað er einnig bara skoðun og hefur ekkert gildi. Að setja síðan þínar skoðanir fram ekki sem skoðanir heldur staðreyndir getur hins vegar verið lögbrot. Ætlar þú að segja þig frá frekari bloggfærslum vegna lögbrota þinna?
Réttarríkinu er ekki neinn greiði gerður og verður fyrir skaða með því að upphefja dómstól götunnar og skoðanir einhverra eins og þú gerir. Á grundvelli þess að einhver telur eitthvað vera eða eiga að vera lögbrot er nú til dags kallað eftir uppsögnum, fordæmingu og útskúfun fólks úr þjóðfélaginu. Þú ert ekki dómari, þú hefur ekki það hlutverk að dæma samborgarana, það er ekki þitt að ákvarða sekt eða sakleysi. Saklaus uns sekt er sönnuð. Og til þess bærir dómstólar eru þeir einu sem geta skorið úr um hvort sekt sé sönnuð.
Þitt er valið. Ætlar þú að virða réttarríkið eða vera hluti af dómstól götunnar?
Vagn (IP-tala skráð) 12.1.2024 kl. 15:27
Vagn.
Bööööö-----.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2024 kl. 15:42
Blessaður Magnús.
Það væri eftir öðru.
En ég kann annars ágætlega við Guðna, umbreyting samfélagsins í eitthvað sem fáir af okkar kynslóð skilja, er ekki á hans ábyrgð, og það þarf margfalt heljarmenni til að fara gegn þeim straumi tímans. Sem Guðni er ekki.
En úti er um þíðu, Kári og frost er á leiðinni.
Hvernig er hægt að byrja væntanlega Þorra betur??
Kveðja úr neðra.
Ómar Geirsson, 12.1.2024 kl. 15:47
Já þú segir nokkuð, -ég held reyndar líka að forsetinn hafi lítið um það að segja á hverja hann hengir glingrið, en það er nokkur hefð fyrir því að þeir sem það fá haldi sig á eftir til hlés, séu allavega ekki með mikinn pólitískan derring.
Varðandi þorrann þá myndi ég nú ekki þora að veðja á frostið, það er nefnilega rímspillir. Þannig að bóndadagur er ekki fyrr en 26. janúar, og ekki útilokað að þá verði farið að glampa á blaut svell.
Kveðja úr kvöldroðanum í efra.
Magnús Sigurðsson, 12.1.2024 kl. 16:53
Matvælaráðherra heitir Svandís Svavarsdóttir. Það er að mínu mati lágmarkskurteisi að kalla fólk sem maður gagnrýnir eins og hér er gert réttu nafni.
Hrönn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2024 kl. 20:15
Þetta er vaðlvíska Hrönn mín, kosturinn við þá mállýsku er að allir skilja hvað er sagt og um hvað er að fjalla, þó eitthvað skolist til í munni eða innslætti.
Amma mín heitin, blessuð sé minning hennar, var reyndar norðfirsk í húð og hári, hún gat tekið allt að fimm atrennur áður en rétt nafn kom, afrek þannig séð því við bræður vorum aðeins þrír.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem nafnið Svanhvít leitar inní pistla hjá mér, kannski er það dulin merking um að Svandís hafi átt að heita Svanhvít, hvað veit ég svo sem. Veit það reynda ekki.
Hins vegar Hrönn þá örlar ekki fyrir gagnrýni á Svandísi í þessum pistli, fyrir utan að tína til staðreyndir þá er ég að gagnrýna skrípaleikinn á þingi, hvernig þingið vogar sér að vanvirða réttarríkið með því að halda að það geti ákveðið hvort ráðherra fari gegn lögum því hún er ekki sammála þeim.
Í því samhengi eru lögbrot Svandísar hjóm eitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2024 kl. 22:18
Já það er rétt Magnús, en norska spáin var með 8 daga kuldaspá í kortunum þegar ég henti inn þessum orðum, við manninn mælt þá var kominn smá bleyta í spána um 20 þegar ég kíkti á hana áðan. Og þar sem ég er ekki mikill spámaður, þá hefur þessi kuldatilfinning mín um byrjun þorrans þegar ýtt undir væntingar um að hlákan taki á móti þorranum.
Nei Guðni ræður fáu en það er einhver gæska og góðmennska í honum sem ég lærði smátt og smátt að meta.
Þið hafið kvöldroðann í efra, við myrkur fjallanna í neðra.
Allt sína kosti og galla eins gildir um flest annað.
Svo maður segir bara; Áfram Ísland með kveðju til ykkar í efra.
Mikið var nú kaffið gott í Húsasmiðjunni þegar ég kíkti við rétt fyrir jól.
Sumt svíkur ekki.
Ómar Geirsson, 12.1.2024 kl. 22:29
Til ykkar sem efist um að Ómar fari með rétt mál, Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra, lögfræðingur og blaðamaður með meiru skrifar í DV um þetta, "Einhverjir verða að gjalti" og kemst að sömu niðurstöðu og síðuhafinn, Ómar, að um ásetningsbrot sé um að ræða hjá Svandísi Svavarsdóttur. Þorsteinn Pálsson er af flestum talinn mjög lögfróður maður og tiltölulega réttlátur. Þorsteinn Pálsson skrifar meðal annars að víki Svandís ekki þurfi embættismennirnir að víkja, og að hættuástand sé upp komið í stjórnsýslunni, hvorki meira né minna. "Siðverðilegar undirstöður ríkisstjórnarsamstarfsins væru reistar á sandi", einnig uppúr grein hans.
Sem sé sjaldgæf hegðun Svandísar, djúp stjórnarkreppa.
Ingólfur Sigurðsson, 12.1.2024 kl. 23:24
Góðan daginn Ómar, -mig er farið að gruna, þegar ég les yfir athugasemdirnar hérna núna í galopið morgunnsárið í efra, að það viti engin lengur um hvað hann er að tala.
Svo sei, sei, nei, ég segi ekki meir, -kveðja úr efra.
Magnús Sigurðsson, 13.1.2024 kl. 10:23
Það er góð tilfinning Magnús.
Kveðja úr síðmorgunblíðunni í neðra.
Ómar Geirsson, 13.1.2024 kl. 11:24
Blessaður Ingólfur.
Það er eiginlega meira tabú að vitna í Þorstein Pálsson á þessari síðu en að nefna nafn þess sem ekki mátti nefna í Harry Potter og Reglu Fönixar.
Þorsteinn reif öll grið við Fjallkonuna þegar hann grét fögrum tárum um vonsku afturhaldsins að setja hámörk á kvótaeign einstakra lögaðila og því næðist ekki hin guðdómlega hagræðing í kvótakerfinu og nýfrjálshyggjan hafði náð á Nýja Sjálandi, allur kvóti í eigu þriggja fyrirtækja og sjávarbyggðirnar rústir einar. Svik hans í ICEsave eru hjóm eitt miðað við þann innvilja.
Með fullri virðingu fyrir þeim ágætis manni þá hefur meiri ógæfumaður ekki gengið hér um grundir frá því einhverjum miklum ógæfumanni í Íslendingasögum.
En svo ég fjalli um efni þessa pistils þá er ekki um það deilt að Svandís braut lög, fyrst að hún deilir ekki um það þá er óþarfi fyrir aðra að gera það eða þá hundalógík gervigreindarinnar að bankaræningi handtekinn á vettvangi sé saklaus þar til hann er dæmdur. Pistillinn er tengdur við frétt um sem fjallar um þessa glæpi Svandísar, eina sem ég legg til málanna er meint mat mitt á alvarleika glæpa hennar; "vísvitandi lögbrot Svanhvítar Svavarsdóttur olli bæði fyrirtækju og einstaklingum fjárhagslegum miska, aðeins líkamlegur miski, ofbeldi, morð er alvarlegri en glæpir Svanhvítar Svavarsdóttur."
Innanflokksátökin innan VG eru síðan þekkt, kristallast um persónur Katrínar og Svandísar.
Varðandi leikritið um meinta ábyrgð sem leikið er á vettvangi stjórnmálanna þessa dagana þá þarf fólk aðeins að setjast niður og hugsa málið í smá stund, til að sjá hve það er fáránlegt.
Þing ofar lögum gengur ekki í réttarríki, það er ekki flóknara en það.
Takk samt fyrir málsvörn þína Ingólfur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2024 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.