Hefnd­araðgerðir Ísra­els­manna!!

 

Sem er orðrétt tilvitnun í meðfylgjandi frétt á vef Morgunblaðsins.

 

Hvað felst í þessum orðum?

Að það sé hefnd að svara stanslausum flugskeytaárásum á borgir og bæi í Ísrael.

Svo vísað sé í staðreynd sem hefur ekkert með langvarandi deilur Ísraela og Palestínuaraba að gera, eða hver byrjaði hvað.

 

Þó vissulega sé hægt að skrifa langa ritgerð um hvernig hægriöfgamenn yfirtóku stjórnkerfi Ísraels, fremstir í flokki trúaröfgamenn sem ýta  stanslaust undir ófrið, en eru svo aumir að í nafni trúarinnar mega þeir ekki berjast.  Með öðrum orðum, þessi miðaldarskrímsli etja venjulegu borgurum út í foraðið, sjálfir í skjóli þeirra varna sem nútíminn, nútímafólk hefur ofið um landamæri Ísraels.

Og í nafni lýðræðisins fær þessi aumingjalýður völd langt umfram þá úrkynjun sem atkvæðavægi þess gefur, því hægriöfgar semja jafnvel við þann í neðra til að halda völdum sínum.

 

En ræflarnir og öfgastefna þeirra er ekki issjú í dag.

Heldur önnur miðaldaóværa hinum megin við girðinguna sem ákváðu að fórna sínu eigin fólki fyrir skammtíma pólitískan ávinning.

Blóðfórnir sem gerðu beint út á heimsku og fávitahátt Góða fólksins í Vestur Evrópu.

Og jafnvel Mogginn er ekki ósnertur.

 

Hefndaraðgerðir Ísraelsmanna eru réttmæt viðbrögð þeirra kölluð.

Að baki býr það gjörsjúka gildismat að það sé alltí lagi að senda hermenn inná yfirráðasvæði nágranna, drepa fólk á færi, ráðast inní hús og vega heilu  fjölskyldurnar, drepa börn á vöggustofum.

Það síðastnefnda telur Góða fólkið sjálfsagt réttmætt því fóstrurnar voru drepnar fyrst.

 

Það er kölluð hefnd að koma í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni.

Það er kölluð hefnd að bregðast við stanslausum eldflaugaárásum frá Gasasvæðinu.

 

Það er eins og ég hafi lært mannkynssöguna uppá nýtt, innrásin í Normandí, loftárásirnar á borgir og bæi Þýskalands, sundurskotin og sprengd Berlín var víst hefnd, ekki hernaðaraðgerð í stríði þar sem reynt var að yfirbuga þann sem árásina hóf.

Sem sagt allt frá því að Rússar náðu að sigra Þjóðverja við Stalíngrad, þá tók við næstum því þriggja ára hefndaraðgerðir Bandamanna gegn Þjóðverjum, og aumingja þeir voru víst fórnarlömb allan tímann.

 

Hve mikil getur firringin orðið þegar viðbrögð við fjöldamorðum borgara og stanslausum eldflaugaskotum er kölluð hefndaraðgerð???

Undirliggjandi er sá lúmski áróður að sá sem varð fyrir árásinni hafi hafið stríðið.Og Mogginn spilar með.

 

Þessi fáviska og í raun fávitaháttur skýrir í raun af hverju miðaldarskríllinn í Hamas hóf árásir sínar ásamt því að skipuleggja morð og gíslatöku á óbreyttu borgurum.

Treyst var á fáviskuna og þá taldist væntanleg lík eigin barna óhjákvæmilegur fórnarkostnaður.

Og það mat var rétt.

 

Börnin deyja en enginn spyr um ábyrgðina á dauða þeirra.

Ef þau eru ekki í mynd til að selja fréttir, þá er tekin viðtöl við meðvirka sækópata sem ræða það faglega hve margar vöggustofur þyrfti að brenna, ásamt fóstrum, og að sjálfsögðu börnum, áður en þeir teldu það ekki í lagi.

Það er sko sagan, það er sko fyrri kúgun, en samt??, 5 vöggustofur, 15 eða 55 eða er þetta aðeins spurning um framboð og eftirspurn??, sem og hvað hægt er ætlast til að vígamaður geti drepið mörg kornabörn á hálfum sólarhring???

 

Forsvarsmenn Ísland-Palestínu hljóta hafa metið þessa spurningu, annar hefði þeim orðið orðavant þegar fréttir af fyrstu morðum Hamasliða bárust frá landamærahéruðum Gasa og Ísrael.

Sama hver geðveilan er, þá hljóta þeir hafa einhver mörk á réttlætingu sinni á morðæði miðaldaskrílsins í Hamas, ekki nema að bjargföst sannfæring þeirra sé að allir gyðingar í Ísrael séu réttdræpir.

Sem aftur vekur spurningar um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, af hverju gengur svona fólk laust??

 

En það gengur laust, og klappar og blístrar þegar fréttir bárust á slátrun á óbreyttum borgurum, á gamalmennum, á konum og börnum, fóstrum og börnum á vöggustofum.

Og hafði tilbúin svör þegar það var spurt hvort því þætti þetta allt í lagi.

Það er sko kúgunin, það er sko sagan sko.

 

Geðvillingur eða fáráður, það skiptir svo sem ekki máli.

Eftir stendur óhjákvæmileg viðbrögð hins öfluga hers Ísraela.

Á landskika þar sem miðaldaskríllinn felur sig innan um almenna borgara.

 

Og börnin deyja.

Börnin deyja.

 

En þau þurftu ekki að deyja ef þeir sem ábyrgðina bera gátu ekki treyst á forheimsku og fáráð þeirra sem fordæma viðbrögðin, en benda ekki fingri á þá sem hófu þessi hjaðningavíg.

Að baki bjó kalt mat á viðbrögðum Ísraela, að þeir myndu herja á Gasa og óbreyttir borgarar myndu óhjákvæmilega falla

Samt þess virði ef fíflin dönsuðu með.

 

Sem þau gera.

Og börnin deyja.

 

En eftir stendur spurningin eina.

Á ábyrgð hvers??

 

Morðingjanna eða þeirra sem þeir spila með??

Ég hygg að Hamlet hefði ekki séð vafann við þeirri spurningu.

 

Það eru takmörk á öllum efa.

Kveðja að austan.


mbl.is „Í hvaða heimi býrð þú?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður, mig vantar ekki brýr til kaups.

En ég beisiklý trúi öllu uppá hægriöfga og miðaldaskríl, þetta fólk deilir sömu vídd og við, en lifir í sínum eigin heimi með það sérstaklega áhugamál að tortíma okkar.  Vanheilagt bandalag yfir girðingar um þetta sérstaka áhugamál kæmi mér ekkert á óvart, en stundum er vanhæfni bara skýringin, og varðandi hina öfluga maskínu Ísraela, þá var hún líka tekin í bólinu í Yom kippur stríðinu 1973.

En kjarninn er sá að á meðan við látum miðaldaskríl spila með okkur þá erum við ekki að sjá neitt annað en stigmögnun átaka, þar sem fleiri börn deyja, beggja vegna landamæranna, í fleiri löndum.

Þetta er heimurinn sem við viljum því að spilerí er val, ekki nauð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2023 kl. 07:41

3 identicon

Það er eitthvað verulega ótrúverðugt þessi saga um morð á börnum á vöggustofum og barnaheimilum.  Árás Hamas hófst síðla kvölds og stóð fram á morgum.  Voru börin í næturvistun eða skutluðu foreldrarnir með ormana í vistun og skoppaðist svo í vinnuna vitandi um morðóð skrýmsli í nágrenninu?  Er ekki alveg að kaupa þessa þvælu.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.10.2023 kl. 19:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Hvað viltu að ég segi??, viltu að ég vorkenni þér í meðvirkni þinni með mannlegum viðbjóði sem aldrei er hægt að réttlæta því hann er árás á sjálfa mennskuna??

Eða viltu að ég forvitnis um landafræðiþekkingu þína, hvort þú vitir á hvaða breiddargráðu Gasaströndin er??  Að þú haldir virkilega að Gasa sé svo norðarlega að það sé bjart þar alla nóttina??, og það sem verra er að þú haldir að það sé að styttast í sumarsólstöður en ekki vetrarsólstöður, því sumarbirta norðurslóða er eins og nafnið gefur til kynna, á sumrin en ekki á haustin.

Hvað fær þig til að rífast svona við raunveruleikann??

En varðandi vöggustofur samyrkjubúa í Ísrael, þá er flest þeirra á gömlum rótum þeirrar hugmyndafræði sem evrópskir gyðingar komu með til Palestínu uppúr seinna stríði, þetta var menntað fólk, hallt undir sósíal og jafnaðareitthvað, samyrkjubúin voru þeirra utgáfa af samyrkjubúum sósíalista, ekki ósvipuð því sem var í Sovétinu nema engin ríkishönd sem gaf ordurnar, heldur allt mjög lýðræðislegt.  En sameiginlegt uppeldi barna, og þar með talið ungabarna, var einn lykilþátturinn í hugmyndafræðinni. 

Án þess að ég hafi glóru um það því ég nenni ekki að kynna mér það, þá reikna ég með að samyrkjubúin þarna í eyðimörkinni, sem hafa breytt grjóti í gróður, séu af þessu meiði, og séu því með sameiginlegar vöggustofur, börnin sofa á þeim og dveljast þar meir eða minna yfir daginn.

Það er svo auðvelt Bjarni að halda sig við staðreyndir og þær reyna ekki á trúgirni fólks, ólíkt allt afneitunarkjaftæðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2023 kl. 07:43

5 identicon

Þú ert skrýtin skrúfa.  Árásin hófst síðla kvölds og lauk árla morguns.  Út frá stöðu sólar er kvöld og morgun á sama tíma í öllum löndum, kvöld er þegar sól lækkar á lofti og morgun er þegar sól rís, þetta gerist á sama tíma á öllum stöðum sem eru á sömu lengdargráðu og er algjörlega óháð á hvaða breiddargráðu viðkomandi staður er.

Ísraelar er varla öðruvísi en aðrar þjóðir, vinna á daginn, fjölskyldan sameinast að kvöldi og sefur undir sama þaki á nóttinni.

Ég er fráleitt stuðningsmaður hams en ég læt ekki blekkja mig með áróðri sem augljóslega stenst enga skoðun.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2023 kl. 18:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni, það er myrkur á nóttinni, öll myndskeið, sem Hamas liðar tóku og birtu samviskusamlega á samfélagsmiðlum, bæði frá fyrstu mínútu eftir að þeir brutu sér leið í gegnum girðinguna, voru tekin í dagsbirtu..

Það ætti að segja þér að þú ert að bulla, jafnvel kveikt á þeirri skrúfu að athuga heimildir hvenær árásirnar hófst, en hún hófst um 6 um morguninn á staðartíma, það er flugskeytaárásirnar, sjálf árásin á þorp og bæi við landamærin hófst svo seinna.

Þarna er fáfræði ekki afsökun heldur sjúkleg meðvirkni.

Þér er vorkunn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2023 kl. 12:12

7 identicon

Hófst árásin að morgni? Þú segir fréttir, upplýsinga sem enginn fjölmiðill hefur birt en þú veist betur.  Þá vaknar spurningin af hverju það tók þá IDF meiri en sólarhring að bregðast við. Ef einhver veit svarið við því þá ert það þú.

Þú mátt mín vegna trúa því sem þér þóknast en ég er ekki að falla fyrir þessari þvælu.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.10.2023 kl. 17:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni, af hverju ertu að þessu spóli,dreymir þig um að eignast svona stóran hertrukk eins og Þjóðverjinn fór á uppá hálendið, og ákvaðst því að nota bloggið hjá mér sem æfingarsvæði??

Fyrir utan hvað það auðvelt að afla sér réttra upplýsinga í dag og reka meinta þvælu ofaní í fólk, þá áttu að taka eftir dagsbirtunni á þeim hundruða myndskeiða sem Hamasliðar settu á alnetið af árásum sínum og afrekum eins og til dæmis þegar þeir ráku ömmurnar og börnin eins og sauðfé á undan sér yfir girðinguna eða þegar keyrðu með nakin kvenmannslík aftur á palli um götur Gasa undir fagnaðarópum og blístri heimamanna.

Og þó þú hafir ekki tekið eftir orðalaginu "árla morguns" í fréttatímanum, þá var spilað myndskeið af því þegar Hamasliðar brutust í gegnum girðinguna inní Ísrael, reyndar áhrifaríkt að sjá hve það var vel skipulagt.

Ekki veit í andskotanum hvað þetta IDF þýðir en ef þú ert að tala um herinn, þá liðu 6-7 tímar hjá krökkunum í eyðimörkinni áður en hjálp barst, vissulega langur tími sem vekur upp spurningar líkt og þessi fyrrum hermaður reynir að svara í myndskeiðinu sem Hörður peistaði hér að ofan.  Herinn afsakaði sig hins vegar með því að þeir héldu að þeir væru að glíma við innrás hermanna, ekki fjöldamorðingja, og því var reynt að átta sig á stöðunni áður en herlið var sent á vettvang.

Skiptir svo sem litlu fyrir okkur útí Ballarhafi, en afneitun á því sem gerðist er hroði.

Hroði sem þú ert sekur um Bjarni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2023 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband