Samfylkingin gegn láglaunafólki.

 

Það er fyndið að Samfylkingin skuli vera valkostur hins svokallaða félagshyggju og vinstri fólks í dag.

Þessi ærulausi flokkur sem seldi þjóðina í skuldahlekki ICEsave samninganna, sem sigaði hrægömmum á íslenska alþýðu með afleiðingum að rúmlega 10 þúsund fjölskyldur, að stofni til láglaunafólk þar sem kjarninn var einstæðar mæður, var sett á guð og gaddinn, er alltí einu orðinn valkostur fyrir fólk sem telur sig standa fyrir betri heim.

Fyrir þann jöfnuð að allir eigi að geta haft í sig og á, að enginn sé þræll annarra, hvort sem það er nútímaþrælahald láglaunastefnunnar, eða vera þræll hrægamma og fjármagns.

 

Sagan er samt eitt, og vissulega hefur Samfylkingin skipað út því fólki sem seldi þjóð sína fyrir þann bitling að fá að þykjast ráða.

Kristrún er flott, um það er ekki deilt, og það er ekki heldur deilt um að bakgrunnur hennar sígræðgi og sjálftaka þess fólk sem telur það alltí góðu að þiggja hundruð milljóna í starfslokasamninga.

Ég á rétt á þessu sagði Kristrún, ég samdi um þetta.

 

Samt fortíð, en hið nýskipaða svokallaða verkalýðsráð Samfylkingarinnar er hins vegar ekki fortíð, heldur eitthvað sem gerðist eftir að réttlætisbarátta Sólveigu Önnu hófst, þar sem hún skoraði sjálftökuna og sígræðgina á hólm.

Munum að kaupkröfur Eflingar eru aðeins flís af þeirri böku sem sjálftökuliðið tók sér á liðnum árum, langt umfram svokölluð viðmið Samtaka Atvinnurekanda.

Og gegn Sólveigu Önnu sigaði sjálftökuliðið, þetta lið sem Kristrún Frostadóttir var hluti af fyrir svona 2 árum síðan, hælbítum sem allir eiga það sammerkt að vera í hið nýkjörna verkalýðsráði Samfylkingarinnar.

 

Einn hælbíturinn, sem er vonarstjarna verkalýðsráðs Samfylkingarinnar, ræðst núna beint gegn lögmætri kjarabaráttu Eflingar, hún telur sig eiga rétt á að kjósa um lögleysu ríkissáttasemjara sem níðingar, því það er níðingsháttur að réttlæta nútímaþrælahald, kalla miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Vonarstjarna verkalýðsráðs Samfylkingarinnar, væri aldrei vonarstjarna, nema vegna blessunar Kristrúnu Frostadóttur, fyrrverandi meðlimi í sjálftöluliðinu, núverandi valkostur hins svokallaða vinstri og félagshyggjufólks á Íslandi.

Það er eins og Samfylkingin hafi ekki treyst fyrirhuguðu verkbanni Samtaka Atvinnulífsins, heldur þyrfti að siga vonarstjörnunni fram á vígvöllinn.

Gegn réttmætri kröfu láglaunafólks um að geta hugsanlega lifað af launum sínum, jafnvel þó hundalíf væri.

 

Ef eitthvað afhjúpar eðli og tilgang fólks, þá er það þessi frétt Mbl.is, og þá er ég ekki að hnýta í Ólöfu Adolfsdóttir, hún er aðeins nytsamur sakleysingi sem er sigað til óhæfuverka.

Það er fólkið að baki sem sigar henni.

 

Og alltí einu fær það nýja merkingu að hafa horft uppá Láru V Júlíusdóttir gera sig að fífli í fréttum sjónvarpsins þegar hún fór gegn úrskurði Landsréttar, eða líklegast það sem er aumkunarverðast af öllu í þessari ömurlegu aðför Samfylkingarinnar að kjarabaráttu Eflingar, Kastljósviðtalið við Ásmund Stefánsson, þar sem öllum mátti vera ljóst að þar hefði ellin gert skráveifu.

Öll aðförin, allir hælbítarnir eru ekki úr ranni Samtaka Atvinnulífsins, sem leynt og ljóst vinnur að falli núverandi ríkisstjórnar, heldur er rótin öll úr skítakompum Samfylkingarinnar, sem reyndar líka leynt og ljóst vinnur að falli núverandi ríkisstjórnar.

 

Samt ofar öllu að sigra Eflingu, að brjóta réttmæta kjarabaráttu láglaunafólks á bak aftur, að viðhalda nútíma þrælahaldi á Íslandi.

 

Já, þetta er flokkurinn sem stór hluti þjóðarinnar treystir fyrir atkvæði sínu.

Vinstra og félagshyggjufólk á það sem sagt sammerkt með liðnu hvítu fólki Suðurríkjanna, að þrælahald sé þess virði að berjast fyrir, það tryggi gott líf og lífskjör, þar hjá eigendum plantekranna og fylgifiskum þeirra, hér hjá hinni háskólamenntuðu yfirstétt.

Uppreisn þrælanna skal kæfa með öllum ráðum.

 

Reyndar mistókst það í Suðurríkjunum eins og frægt er orðið en það má alltaf reyna aftur og aftur segir Samfylkingin.

Sérstaklega ef þetta stríð okkar við láglaunafólk tryggir okkur valdastólana.

 

Já, svona er Ísland í dag.

Auðurinn óttast ekkert, því hann á allt.

 

Líka stjórnmálin.

Kveðja að austan.


mbl.is Tekur nýr kjarasamningur gildi á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2023 kl. 18:29

2 identicon

Sæll Ómar

Hversu aumt er ásættanlegt? 

Allra bestu kveðjur, Baldvin Nielsen 

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 20.2.2023 kl. 19:30

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bækur eru endurskrifaðar til að hugnast útvöldum

Roald Dahl’s Books Are Rewritten to Cut Potentially Offensive Language - The New York Times (nytimes.com)

svo það fer að verða auðvelt að telja okkur trú um að svona hafi hlutirnir aldrei verið

Grímur Kjartansson, 20.2.2023 kl. 21:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn félagar og takk fyrir innlitið.

Baldvin, þó ég sé oft skarpur í morgunsárið, sérstaklega eftir yljandi kaffibolla, þá næ ég ekki alveg spurningu þinn, ef hún beinist að því auma af öllu aumasta, þá féll æra flokksins niður í hyldýpisgjá vorið 2009 og er ennþá að falla.  Hvort gjáin sé botnlaus veit ég hins vegar ekki.

Grímur, hinir rétthugsandi eiga kannski eftir að skrifa þrælahald Suðurríkjanna út úr sögunni svo að enginn kannist lengur við tenginguna hér að ofan.  En minningin um óhæfuna 2009 og næstu ár þar á eftir mun lifa, sama hve oft sagan verður endurskrifuð, til er ekki það sterkur lútur í alheimi sem dugar til að hvítþvo ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

En var þetta ekki svona líka með Grímsævintýrin, ég kannaðist allavega litið við sum ævintýrin sem ég las fyrir drengina mína á sínum tíma, allt krassið (sbr. að vera krassandi) vantaði í þær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 07:58

5 identicon

Þín orð, Ómar: "Kristrún er flott, um það er ekki deilt, og það er ekki heldur deilt um að bakgrunnur hennar sígræðgi og sjálftaka þess fólk sem telur það alltí góðu að þiggja hundruð milljóna í starfslokasamninga.

Ég á rétt á þessu sagði Kristrún, ég samdi um þetta."

Þetta er ekki það sem gerðist.

Það sem gerðist er að

Kristrún fjárfesti í hlutabréfum í Kviku. Hlutabréfin hækkuðu mikið í verði. Fjárfestingin borgaði sig.

Fyrir áhugamenn um sannleikann https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/09/20/eg_fekk_ekki_1_kr_i_kaupaukagreidslu/

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 09:59

6 identicon

Fyrirgefðu Ómar Það var ég sem var ekki vaknaður

Ég ætlaði að útskýra þetta með mínum orðum í mjög stuttu máli hvað aumt það sé þegar aðili innan verkalýsiðins er tilbúin að ganga langt gegn hagsmunum sinna félaga sem hafa samþykkt verkfalltakið eftir  Er hægt að fara neðar svo það sé ásættanlegt a.m.k hefur henni ekki verið vísað úr Eflingu eins eins og hægt er samkvæmt samþykktum n.a. marga stjórnmálaflokka á Íslandi ef flokksaðili fer langt af braut gegn hagsmunum viðkomandi flokks 

Bætti einu við að Samfylking þarf að vita og láta það berast út í þjóðfélagið að evran er ekki félagssmálamynt eins og krónan virkar ef evran yrðitekin upp á morgun yrði 20 til 40 þúsund manns atvinnulausir næstu mánaðamót þar á eftir.

Bestu Kveðjur, Baldvin   

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 10:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn kæri.

Á mörgu átti ég von á í morgunsárið en ég skal játa að það kom mér samt á óvart sjá þig reyna réttlæta sjálftökuna og sígræðgina.

Ein birtingarmynd sígræðginnar er að hugsa; aaa ef ég fæ kaupauka, bónus eða feitan starfslokasamning, þá lendi ég í hátekjuskatti, nei það er miklu betra að fá inní starfskjörin að fá að kaupa hlutabréf á ákveðnu gengi, og selja þau síðan við starfslok, þá borga ég sko aðeins fjármagnstekjuskatt, sem vinir mínir í stjórnmálastéttinni hafa séð til að er aðeins brot af tekjuskattinum.

Takk annars Esja fyrir að vekja athygli mína á að Kristrún er verri en það vonda sem ég hélt að hún væri.

Sem þýðir að ekkert er svo slæmt að ekki megi finna góðan punkt.

Kveðja að austan.

PS. Annarra manna orð eru innan gæsalappa í pistlum mínum og athugasemdum.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 11:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Baldvin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 11:21

9 identicon

Ómar, Kristrún fjárfesti í hlutabréfum sem hækkuðu mjög mikið í verði frá kaupunum og þar til hún innleysti þau. Þú getur gagnrýnt að bréfin hafi hækkað svo mikið í verði (og kannski á hækkunin rætur að rekja til óheiðarlegra viðskipta í banka- og tryggingakerfinu), en það hljómar illa að láta að því liggja að e-ð óheiðarlegt hafi verið við það að kaupa hlutabréfin.

PS-ið þitt er mér satt að segja óskiljanlegt. Í fyrri athugasemd minni hér að ofan tek ég orð úr textanum þínum sem eru ekki merkt öðrum með gæsalöppum og set þau innan gæsalappa í minni athugasemd.

Er fleira í máli mínu sem vefst fyrir þér? Hikaðu ekki við að spyrja.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 12:07

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i Esja, það er svo sem út af fyrir sig lofsvert að hanga út í einhverju heygarðshorninu, en í alvöru, ekki fyrir vörn á kerfi sjálftöku og sígræðgi.

Þetta kaupaukakerfi, að leyfa ákveðnum útvöldum, mig minnir að orðaleppurinn sé svokallaðir lykilstarfsmenn, er þekkt svínarí sjálftökunnar, og þá að megninu til hugsuð til að forðast hærri skattprósentu, þó orðaleppurinn sé að skapa meinta tryggð á milli lykilstarfsmanna og fjármálafyrirtækisins, nýsprota fyrirtækisins eða hvað þau heita öll þau  fyrirtæki sem nýta sér þessa skattaundankomuleið.

Mætir hagfræðingar hafa bent á að ef þú takir út einn skýringarþátt sem þann stærsta í af hverju fór sem fór í fjármálahruninu mikla 2008, þá er það þetta form af sjálftökunni.  Vegna þess, sem svo augljóst er, að þetta kaupaukakerfi skapar það trend að þenja út efnahagsreikninginn með allskonar sýnd, sem að lokum springur, þetta veit sjálftökuliðið manna best, enda keppist það við  að koma bréfinu sínum í verð áður en sýndin springur.

Að kenna þetta við eðlileg hlutabréfaviðskipti er síðan brandari, þessi kaup og fjármögnun þeirra stendur aðeins útvöldum til boða, en ekki öllum starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis.  Í tilvikum Kristrúnar er brandarinn ennþá hlægilegri því hvernig á hún, nýkomin úr námi, með allar námaskuldir á bakinu, í brýnni þörf að eignast þak yfir höfuð fyrir fjölskyldu sína, að eiga fjármuni til að fjárfesta á þessum skala í hlutabréfum??

Hrunið afhjúpaði hvernig staðið er af þessari fjármögnun og það er engin ástæða til að ætla annað en um einhverja slíka fjármögnun hafi verið í tilviki Kristrúnar.

En hins vegar Esja minn góður þá tala ég um sjálftöku og sígræðgi, nota ekki orðið "óheiðarlegt", hvorki innan gæsalappa eða utan.  Hvað þá að það hvarfli að mér að Kvika banki (hét hann það ekki annars??) hafi stundað óheiðarleg viðskipti.

Sjálftakan og sígræðgin er nefnilega lögleg.

En siðlaus, og þar er minn útgangspunktur því ég var að skammast í fólki sem þykist berjast fyrir betri heimi.

Kveðja að austan.

PS. ég var aðeins góðfúslega benda þér á að þó ég legði Kristrúnu orð í munn, þá voru það mín orð en ekki hennar.  Svona just in case Esja minn góður, just in case.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 13:45

11 identicon

Nú ertu loksins búinn að útskýra hvað lá í þessum óskiljanlegu orðum þínum:

"Kristrún er flott, um það er ekki deilt, og það er ekki heldur deilt um að bakgrunnur hennar sígræðgi og sjálftaka þess fólk sem telur það alltí góðu að þiggja hundruð milljóna í starfslokasamninga.

Ég á rétt á þessu sagði Kristrún, ég samdi um þetta."

Fínt hjá þér. Og þökk sé mér fyrir að hjálpa þér til við það.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 21.2.2023 kl. 17:10

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ og aftur Æ Esja minn góður, heldur þú að hringlandi sé eitthvað skárri en heygarðshorn??

Hver einasta setning eða því sem næst á sér tilvísun í staðreynd eða raunveruleika, en þetta er pistill en ekki fræðigrein.

Vilji menn útskýringar þá er mjög einfalt að spyrja um þær.

Ég gat ekki beint greint slíka spurningu hjá þér.

Efa stórlega að þú hafir gert það heldur.

Kveðja að austan.

Ps. Raunveruleikinn er reyndar matreiddur að hætti hússins, en hann er samt einhvers staðar þarna, eða þannig.

Ómar Geirsson, 21.2.2023 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 493
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 6077
  • Frá upphafi: 1400016

Annað

  • Innlit í dag: 449
  • Innlit sl. viku: 5213
  • Gestir í dag: 431
  • IP-tölur í dag: 426

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband