Efling þarf vissulega afsökunarbeiðni.

 

Og vonandi er Halldór Benjamín maður að meiri að biðjast afsökunar, þó hegðun hans undanfarinna vikna bendi til þess að það þurfi að grafa djúpt eftir þeim manndómi sem kunni slíkt.

 

En sú afsökunarbeiðni, samskipti Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins, allt sem hefur gengið á á milli þessara aðila er algjört aukaatriði miðað við alvarleik málsins.

Munum fyrst grundvallaratriði málsins sem Landsréttur hnykkir á í úrskurði sínum; "Var breyt­ing­un­um ætlað að stuðla að friðsam­leg­um samn­ing­um og draga úr átök­um á vinnu­markaði og lang­vinn­um vinnu­stöðvun­um með skýr­ari leik­regl­um sem ættu að stuðla að frjáls­um samn­ing­um á vinnu­markaði".

Lögin frá 1996, frum­varpið um breyt­ing­ar á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur var hugsað til að stuðla að friði á vinnumarkaði, ekki ófriði líkt og meint miðlunartillaga ríkissáttasemjara.

 

Öllu hugsandi fólki mátti vera þessi sannindi ljós og þeir sem hafa ekki til þess vit að hugsa, en eru læsir, gátu líka lesið skýran lagatexta þar um, að lögin voru hugsuð til að stuðla friði og auðvelda deiluaðilum að ná samningum.

Ekki með kúgun eða þvingun, heldur með viðræðum svo sem fæstar vinnudeilur færu út í hörð verkfallsátök.

Þess vegna er óskiljanlegt hvernig stjórnvöld eða borgarstéttin og málpípur hennar eins og til dæmis Morgunblaðið hafa hagað sér í þessari deilu.

Eins og menn geri sér ekki grein fyrir að það að ganga gegn þessum lögum, er í raun að ganga gegn lýðræðinu sjálfu, því ef menn virða ekki tæki þess sem eru hugsuð til að stuðla að frið og sátt í samfélaginu, hvernig er þá komið fyrir þessari þjóð??

 

Dómur héraðsdóms var alltaf óskiljanlegur í þessu máli, og það sem verra var að engin málsmetandi aðili skyldi ekki benda á að beinar lygar í forsendum dóms, það er sú lygi að ríkissáttasemjari hefði eitthvað gert til að stuðla að samningum milli deiluaðila og samningaviðræður því fullreyndar, sé alltaf áfellisdómur yfir viðkomandi dómara, dómi (héraðsdómi) og dómskerfinu í heild.

Við búum ekki í Tyrklandi, það er enginn Erdogan sem hefur fangelsað rjómann af dómarastéttinni vegna upploginna saka, og þannig múlbundið allt dómskerfið um einræði, ofbeldi og kúgun.

Eða líta menn virkilega svoleiðis á Ísland í dag, að við séum á engan hátt betri en Tyrkir, að lýðræðið okkar sé aðeins minning ein, en hagsmunir fjármagns og fámennar valdaklíku ráði og stjórni öllu??

Dómarinn var örugglega að leita að priki svo hann kæmi til álita næst þegar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins útdeildi stöðuhækkunum, en hvað með alla hina sem þögðu??

 

Öllu alvarlegra er hins vegar aðkoma ríkisstjórnarinnar að þessu ófriðarbáli með stuðningsyfirlýsingum sínum við ríkissáttarsemjara og ótillögu hans.

Hve lítið er á milli eyrnanna á fólki sem hélt í eina mínútu að ríkissáttasemjari mætti fara beint gegn anda laganna frá 1996, að stuðla EKKI "að friðsam­leg­um samn­ing­um og draga úr átök­um á vinnu­markaði og lang­vinn­um vinnu­stöðvun­um með skýr­ari leik­regl­um sem ættu að stuðla að frjáls­um samn­ing­um á vinnu­markaði,".

Hvaða máli skipti það í eina mínútu að með einhverju lagaklækjum væri hægt að fullyrða að meint málamiðlunartillaga væri ekki ólögleg samkvæmt lögum um embætti ríkissáttasemjara, þegar tilgangur embættis hans er að stuðla að friði og sátt, og koma í veg fyrir illvígar kjaradeilur??

Þegar öllu hugsandi fólki mátti ljóst vera að ríkissáttasemjari færi beint gegn anda þeirra laga sem embætti hans byggðist á.

 

Af hverju var ekki gripið inní og málin sjötluð??

Af hverju þarf dóm til að niðurlægja ríkisstjórnina endanlega??

Af hverju þetta stjórnleysi og þessi upplausn??

 

Ef málsmetandi menn verja ekki friðinn.

Ef málsmetandi menn verja ekki forsendur lýðræðisins.

Hvernig er þá komið fyrir einni þjóð??

 

Ráðherrarnir eins og Álfar út úr hól.

Hlutlaus embættismaður gengur beint erinda annars deiluaðilans.

Þjóðfélagið undirlagt áróðri samviskulausra manna sem sjá ekkert athugavert við síþenslu ferðamannaiðnaðarins sem knúinn er áfram á vinnu erlends láglaunafólks, það er nútíma þrælahald í sinni tærustu mynd.

 

Landsréttur hélt og hafi hann þökk fyrir.

Enn allir hinir sem brugðust þurfa að taka til í sínum ranni.

 

Ríkissáttasemjara er ekki lengur stætt í sínum embætti.

Ekki vegna þess að hann er rúinn trausti og allri tiltrú, heldur vegna þess að hann hefur svívirt embætti sitt með framgöngu sinni.

Hann hefur brugðist skyldum sinni gagnvart þjóðinni og er ekki lengur embættismaður hennar.

Því lengur sem hann þráast við að víkja, því aðeins aumkunarverðari verður hann.

 

En afsögn hans verður aldrei annað en kattaþvottur fyrir alla hina sem brugðust.

Það er til dæmis lágmarks kurteisi hjá ráðherra vinnumála að segjast íhuga alvarlega stöðu sína.

Ekki sérstaklega vegna þess að hann brást skyldu sínum sem ráðherra að vinna að anda laganna frá 1996, þetta með friðinn og stöðugleikann, heldur vegna þess að það má setja stórt spurningamerki við vitsmuni hans, hvernig var hægt að mæla afglöpum ríkissáttasemjara bót??

Er ekki eitt fífl í ráðherrastól nóg fyrir þjóðina að umbera??

 

En fyrst og síðast eigum við sem þjóð að skammast okkar fyrir að umbera allan vitleysisganginn í þessari deilu allri.

Það er ekki boðlegt að löglega kjörin stjórn verkalýðsfélags sæti stanslausum svívirðingum og mannorðsmeiðingum fyrir það eitt að nýta sér löglegan rétt félagsins að boða til vinnustöðvana.

Og meir að segja embættismenn þjóðarinnar taki þátt í þeirri svívirðu.

 

Þó við séum öll Efling, já vissulega vita margir ekki að því, þá hefur Efling á stundu verið ofsalega einmana í þessari kjaradeilu sinni.

Kjaradeilu sem allt siðað fólk sér að er prófsteinn á sið þjóðarinnar, hvort hún líði atvinnurekstur sem getur ekki borgað þau laun að fólk geti lifað af þeim.

Það er að velmegun okkar og velferð byggist að hluta til á þrælkun fátæks fólks.

 

Við erum betri en þetta.

Alveg satt.

 

Látum ekki skítinn segja okkur annað.

Keðja að austan.

 


mbl.is Afsökunarbeiðnir og annar sáttasemjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar; sem jafnan, sem og aðrir gestir þínir !

Þakka þjer; sem oftar og áður dygga varðstöðuna, í rjettlætisins þágu.

Silfurskeiðung; hvað þá Gulli(sleginn) má vart kalla Halldór Benjamín Þorbergsson, einn frammámanna Samtaka atvinnulífsins / miklu fremur PLATÍNU dreng, sje mið

tekið af sjálfskipaðri göfgi hans og mikilleika, í viðureigninni við Eflingar fólk og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þessa dagana.

Platínan (efnafræðilegt heiti og lotukerfisins Pt 78) stendur Halldóri Benjamín nær en Gullið hvað þá Silfrið, eða aðrir góðmálmar / harðari eða mýkri.

Og ekki skemmir fyrir Halldóri Benjamín (hvers mánaðarlaun eru sögð vera cirka 4.6 til 4.7 Milljónir Króna), að einn alvöru Konunga Danmerkur Friðrik VI. (1808 - 1839), með hverjum

gamla tíðin gekk í gröfina 3. Desember 1839, ljet slá tiltekna mynt fyrir sig árið 1836 úr Platínu, misminni mig ekki.

Fremur jarðbundnari; hefur Friðrik VI. þó verið í öllu dagfari, en Halldór Benjamín virðist mjer, sem mörgum annarra vera, að minnsta kosti.

Portrait of King Frederick the VI of Denmark 1768-1839 | Artware Fine Art

Friðrik VI. (1768 - 1839)

Með; beztu kveðjum austur í fjörðu, sem endranær /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2023 kl. 22:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Væri látún ekki nærri lagi??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2023 kl. 07:47

3 identicon

En hver er hún þessi breyting?

"[m]unum fyrst grundvallaratriði málsins sem Landsréttur hnykkir á í úrskurði sínum" [..].

"Lögin frá 1996, frum­varpið um breyt­ing­ar á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur var hugsað" [...]

Hvaða breyting var þetta?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 11:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i félagi Esja, þú getur nú lesið þér til sjálfur!!!

-

-

Jæja okei, breytingin sem gerði dóm héraðsdóm óskiljanlegan, fyrir utan beinar rangfærslur í forsendum hans, er að það var staðfest, sem var tekið út 1978, að mig minnir því þetta er tekið úr annarri frétt, sem ég nenni ekki að finna og minni mitt er hriplekt, enda kominn mjög á efri ár, er að það var tekið út ákvæðið um að verkalýðsfélögum væri skylt að afhenda félagatal sitt svo hægt væri að kjósa um miðlunartillöguna.

Svona til að koma í veg fyrir ófriðartillögu undir merkjum miðlunartillögu, og munum að afglöp ríkissáttasemjara gátu alveg verið á hinn veginn og flækjustig gagnvart atvinnurekendum eitthvað úthugsað plott sem gæti þýtt að ef samtök þeirra væru klofin, að þá dygði ekki höfnun meirihlutans.  Ólíklegra en þeir gætu alveg verið klofnir í herðar niður vegna mismunandi hagsmuna, til dæmis viðhorfa til ESB aðildar.

En allavega, þetta var skýrskýrt og því augljóst að dómur héraðsdóms var pólitískur en ekki lögfræðilegur.

Síðan voru örugglega margar aðrar breytingar sem ég hef ekki hugmynd um, enda nákvæmlega enginn áhugamaður um lestur lögfræði, frumvarpa eða annað sem þarf mjög skrýtið fólk til að læra og vinna við.

Svona var það nú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2023 kl. 13:10

5 identicon

"Enginn áhugamaður," er ég heldur "um lestur lögfræði," en las nú samt úrskurð Landsréttar sérstaklega fyrir þig, Ómar.

"[E]kki var samstaða milli aðila vinnumarkaðarins [ASÍ og VSÍ] um hvort rétt væri að veita varnaraðila umráð yfir kjörskrá aðila um miðlunartillögu."

Sem varð til þess að ekki var lengur skylt að afhenda kjörskrá skv. lögunum.

Þessi breyting, skv. úrskurði Landsréttar var gerð "til að tryggja sátt um framgang frumvarpsins [núverandi lög]." Nánar segir í úrskurðinum: "Svo sem fram kemur hér að framan miðaði breytingartillagan að því "að draga úr valdi eða stöðu sáttasemjara"."

Ef þig langar að lesa meiri lögskýrar er liður 15 í úrskurðinum besta efnið.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 14:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Ég held að þú sért langt kominn með að fella dóm yfir ólögmæti meintrar miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem svo sem kemur mér ekki á óvart því þú ert að taka orðrétt úr frétt Moggans þar um. Eða kannski las Mogginn eins og þú beint úr þessum rökstuðningi Landsréttar, og mér sýnist að hið borgaralega blað hafi yfirhöndina yfir þig, líkt og má lesa í beinum tilvitnum mínum í frétt Moggans.

En líklegast varst þú ekki að hugsa um það, heldur að hugga mig við að til væri fólk, án þess að það hefði sérstaklega lært til þess að lesa lögfræði eða lögskýringar, að það gæti lesið slíkt troð og maður þyrfti ekki að vera blaðamaður á Mogganum til þess.

En eiginlega Esja minn er mér alveg sama um það, ég allavega trúði Mogganum, þó eitthvað hafi slíkt að gera með það sem kennt var við eitthvað fornt far, eða þannig.

En í alvöru Esja, mig langar ekki að lesa neitt um þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2023 kl. 16:00

7 identicon

Eins og venjulega snýrðu öllu á haus.  Það var Efling og kellingarfíflið sem sleit viræðum við SA og fór að ræða kjarasamninga við erlenda túrista og ráðherra.

Keðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.2.2023 kl. 16:47

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég hélt eiginlega að þú væri einn af félögum mínum í hópi tilfinningavera, en veistu, þær eru aldrei grunnhyggnar, það er sérsvið meintra skynsemisvera, er þegar skynsemi þeirra ber allt vit ofurefli, slíkt hendir aldrei tilfinningaverur.

Eigum við ekki bara að taka Töku 2 á þetta??

Svona í alvöru, það er ekki þannig að ég sé að ofurpistla, þetta átti eiginlega að vera sá eini í þessari lotu, og því algjört ráðrúm fyrir þig að íhuga þinn gang, það er að hvað felst í því að vera tilfinningavera.

En ég vakta samt athugarsemdarkerfið, það er ekki það, svo ef þú vilt taka tökuna þarna sem kemur á eftir, þá skal ég alveg kommenta á innslag þitt.

En á meðan er þetta uppeldið, sem og Kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2023 kl. 17:10

9 identicon

Látum þessum umræðum lokið. Þú hefur þinn Stalín og ég hef minn Keynes. Engu við það að bæta.

En mundu það að þegar þér er svarað þá er það staðfesting á að þú ert svaraverður,

Bjarni (IP-tala skráð) 15.2.2023 kl. 15:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Keyne segir þú, og ég sem hélt að Friedman hefði mengað þig.

En já, ég hef eiginlega einkarétt á að kalla fólk fífl á þessari síðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2023 kl. 17:55

11 identicon

Keynes er minn maður, alveg ödugglega ekki Friedman.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.2.2023 kl. 19:39

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú þá áttu að elska Sólveigu Önnu, eins og einn góður forstjóri stórfyrirtækis í Bandaríkjunum eftir Hrunið haustið 2008, að þá gengi ekki að keyra niður kaupmátt almennings, því án neyslu yrði lítið framleitt.  Eða eitthvað svoleiðis.

Keynistar örva ekki bara hagkerfið með ríkisútgjöldum, heldur líka lögum um lágmarkslaun og svo framvegis, á meðan Friedmanistar telja upphaf og endir alls að fikta í vöxtum.

Friedman mátti þó eiga að á gamals aldri talaði hann fyrir örvunaraðgerðum á krepputímum, var sem sagt Keynisti þegar á reyndi.  En það fyndna er að unga frjálshyggjuliðið er svo vitlaust að að kennir vaxtafiktið við Keynisma, vill bara að kreppur hafi sinn gang.

Svo að Friedman endaði sem Ekki spámaður í sínu föðurlandi.

Svo núna Bjarni skaltu dusta rykið af Keyne doðrantinum þínum, finna blaðsíðu eitthvað sem útskýrir að þegar launafólk hefur í sig og á, þá fer það útí búð og kaupir skó á börnin sín í stað þess að fara í nytjamarkað eða einhvern sekond markað.

Keyne gamli vissi þetta, en það er verst að Sólveig Anna heldur að Marx hafi vitað eitthvað, en á meðan hún vinnur í anda Keyne, þá má fyrirgefa henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2023 kl. 19:42

13 identicon

Sælir; á ný !

Ómar !

Nei; látún (Kopar og Zink blandan) dygði Halldóri Benjamín Þorbergssyni ekki, í hans augljósa hjegómleika, því miður.

Hagspeki Milton´s Friedman (sem hefur riðið hjer röftum); á einmitt stærstan þáttinn í hinni sjerkennilegu og skemmandi

þróun íslenzks hagkerfis, enda vandlega upp sett af Davíð Oddssyni á 10. áratug síðustu aldar og hans nótum

(Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni o.fl.)og tjónin blasa hvarvetna við.

Með beztu kveðjum; sem áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2023 kl. 21:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, kolamoli þá Óskar Helgi.

En skemmdarverk hagfræði andskotans er því miður ekki bundin við innlenda, þar voru þeir aðeins sporgöngumenn.  Og því miður þá féll hinn vestræni heimur eins og hann leggur sig og helstu varðhundar hins frjálsa flæðis eru meintir vinstrimenn.

En allt í góðu að skamma Hólmstein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2023 kl. 22:44

15 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Fólk hefði gott af því að horfa á myndina sem var á RUV í gærkvöldi 19 febrúar í þeim ólgusjó sem yfir okkar samfélag hellist .Falið líf.

Þar kemur fram, Nasisminn í öllum sínum ljótleika þar sem fólk var kúgað,misþyrmt,lífsviðurværið var haft af því,og hvernig fólk þorði ekki að standa á móti viðbjóðnum,tók frekar þátt í honum. Fátæki bóndinn og fjölskylda sem neitaði að segja sig Nasistum á band fékk að kenna á því eins og milljónir sem voru til óþurftar að mati Nasista. Nú erum við að sjá Nasistatilburði hér á landi og þetta þarf að stöðva strax. Myndin er frábær en erfið að horfa.A Hidden Life (2019 film) - Wikipedia Kveðja austur

Ragna Birgisdóttir, 20.2.2023 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband