7.2.2023 | 11:32
Sólveig, stattu á sannfæringu þinni.
Með rökum hefur þú krafist afsagnar Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara, fyrir að hafa vanvirt embætti sitt og ganga erinda annars deiluaðilans.
Krafan um afsögn Aðalsteins er óhjákvæmileg eftir að hann lét það út úr sér við fjölmiðla, á sínum fræga blaðamannafundi minnir mig, að hann teldi rétt að leyfa félagsmönnum Eflingar að kjósa um samninga Starfsgreinasambandsins.
Eins og það sé hans hlutverk.
Ráðherra skirrast við, enda gengur hann líka erinda annars deiluaðilans, og fær þessa lýsingu frá fyrrum ráðherra VinstriGrænna; ".. í stað þess með froðusnakki að heimta fyrir hina ríku svo þeir geti kynnt græðgis ofninn sinn og orðið enn ríkari.".
Eftir stendur aðeins þú, sannfæring þín og hins vegar maður sem hefur fyrirgert rétti sínum til að gegna embætti sínu.
Það er því visst stílbrot að mæta á fund hjá Aðalsteini Leifssyni, jafnvel þó einhver ólög segi að það sé sama hvað menn skandalis í embætti sínu, þá megi þeir ennþá gegna því ef samtrygging dómstóla og ríkisvalds býður svo.
Ég legg því til Sólveig Anna að í nafni hagræðingar þá látir þú lögguna sækja þig á fundinn um leið og hún sækir kjörskrána fyrir Aðalstein.
Sú hagræðing hlýtur að gleðja talsmenn þeirrar hagræðingar að hagræða laun ræstingafólks á opinberum stofnunum niður fyrir lágmarksframfærslu, og það á að vera þeirra eina gleði sem þeir fá í þessari deilu þinni við siðblinduna sem lagst hefur eins og mara á samfélag okkar.
Annars eru það bara stálin stinn, mundu að þú hófst ekki þessa deilu, en þér var falið að leiða hana til lykta í þágu lands og þjóðar.
Því við erum jú öll Efling.
Sumir eiga bara eftir að fatta það.
Kveðja að austan.
Ekkert formlegt fundarboð borist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 534
- Sl. sólarhring: 663
- Sl. viku: 6265
- Frá upphafi: 1399433
Annað
- Innlit í dag: 453
- Innlit sl. viku: 5308
- Gestir í dag: 415
- IP-tölur í dag: 408
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er misskilningur að Sólveig í nafni Eflingar hafi krafist afsagnar Aðalsteins.
Fyrir hönd Eflingar hefur hún farið fram á að ríkisáttasemjari víki sæti í deilu Eflingar og SA og skal engan undra.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 7.2.2023 kl. 12:18
Sparðatýningur félagi Esja, sparðatýningur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 12:22
Hér mætti geta þess, hver sá fyrrverandi ráðherra Vinstrigrænna er, sem mælir svo vel og þú vitnar til; sé að það er Jón Bjarnason í bloggpistli sínum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.2.2023 kl. 14:03
Já Jón er flottur og laus við þau bönd sem múlbinda oft stjórnmálamenn svo þeir segja sjaldnast hug sinn þegar þeim misbýður vegferð flokka sinna.
Má alveg koma með samhengi þessa orða;
"Ég vildi gjarnan sjá sterka pólitíska forystu á Alþingi sem tekur baráttu láglaunafólks, elli og örorkuklifeyrisþega sér á brjóst. - Pólitíska forystu sem stendur með láglaunafólki og berst fyrir raunverulegri jöfnun lífskjara alls samfélagsins í stað þess með froðusnakki að heimta fyrir hina ríku svo þeir geti kynnt græðgis ofninn sinn og orðið enn ríkari".
Það hafa mörg vötnin þornað upp frá því að baráttufólk fyrir bættum kjörum láglaunafólks batt trús sitt við Steingrím og femínistana sem voru í kringum hann.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 14:29
Á morgun mun almenningur hamstra bensín
en þeir ríku kaupa sér rafmagnsbíl
Grímur Kjartansson, 7.2.2023 kl. 23:01
Segðu, nema ég tók bensín í gær fyrir rokið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2023 kl. 10:59
Ætli miðlunartillaga ríkissáttasemjara hafi verið töluvert lægri en lágmarksframfærsla er samkvæmt útreikningum hagstofunnar,ætli S.A. hafi farið fram á að tillagan sé lægri en framfærslukostnaður er á fimm manna fjölskyldu,eru þessir pólitíkusar langt frá veruleikanum í því sem framfærslan er hjá venjulegum launamanni hvort sem hann telst til láglaunamanns,öryrkja eða ellilífeyrisþega.Þetta hljóta að vera auðveldir útreikningar.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 8.2.2023 kl. 13:40
Blessaður Sigurgeir.
Já, þetta eru auðveldir útreikningar, spurningin snýst frekar um viljann, sem og þær ytri aðstæður sem þrýsta endalaust uppi kostnaðinn við að eiga Þak yfir höfuðið.
Síðan mættu menn kannski spyrja sig hvort við höfum eitthvað gera við atvinnurekstur eða þjónustu sem getur ekki borgað laun sem duga til lágmarksframfærslu??
Mitt svar er Nei, en það er bara mín skoðun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2023 kl. 15:10
Það má segja að þeir sem ekki geta greitt lágmarkslaun séu Skúrkar atvinnulífsins,S.A.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 8.2.2023 kl. 15:30
Eiginlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2023 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.