Ólögum skal mæta.

 

Og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem héraðsdómur dæmir gegn lögum.

Enda flestir dómarar í héraðsdómi stráklingar úr Vöku eða Heimdalli, eina sem hrjáir þá eru innri átök um hvort þeir eigi frekar að þjóna ríkisvaldinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og þá sú þjónkun ávísun á frekari frama innan dómskerfisins, eða auðvaldinu þar sem auður í beinhörðu gulli bíður trúrra dómsþjóna.

 

Það er jú skýring þess að Hæstiréttur fellir flesta umdeilda dóma stráklingana úr gildi, enda þar innandyra þroskaðra fólk, sem eitthvað þarf að kunna fyrir sér í lögfræði til að fá embætti sín, þó vissulega séu flokksundantekningar þar á.

En þegar valdaþræðirnir fara gegn lögfræðinni, þá á lögfræðin og sjálfstæði dómsstóla sér athvarf í Strassborg, og kannski á þessi deila eftir að enda þar í enn einni háðunginni þar.

 

En kjarninn er sá að ólögum á að mæta.

Lýðræðið á að verja.

 

Það er skylda hvers borgara þessa lands.

Efling er ekki ein í þessu stríði.

Kveðja að austan.


mbl.is Miðlunartillagan lögleg með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þú þarft að kynna þér hlutina Ómar áður en þú skrifar svona. Það var ekki strákur sem kvað upp þennan dóm sem þú ert að vísa til heldur kona. Ekki veit ég hvort hún var eða hefur verið í Heimdalli eða SUS. Það er hinsvegar ekki neitt atriði í málinu heldur hvernig dómurinn rökfærir niðurstöður sínar. Ég sé ekki annað en að hún geri það vel og niðurstaðan sé rökrétt miðað við málatilbúnað deiluaðila. Dómurinn er áfrýjanlegur og forustufólk Eflingar segist ætla að áfrýja. Þá kemur fram hver niðurstaðan verður í Landsrétti og þessvegna Hæstarétti ef málið nær að fara alla leið þangað. 

Svo máttu ekki gleyma einu Ómar. Það er öllum héraðsdómurum annt um að dómar þeirra standi fyrir sé þeim áfrýjað. Ég held að í öllum tilvikum reyni því dómarar í héraðsdómi að kveða upp dóma í samræmi við lagaþekkingu sína. 

Jón Magnússon, 6.2.2023 kl. 20:50

2 identicon

Sæll sem oftar Ómar; líka sem og aðrir gestir, þínir !

Þakka þjer Ómar; maklega tilvitnunina til Heimdellinganna / sem og Vöku spjátrunga liðsins, að verðugu.

Jón Magnússon; ágæti Lögmaður og fjölfræðingur !

Sjáum við ekki öll; eða flest okkar a.m.k., hversu eitrunar áhrif Engeyinga - Samherja samsteypunnar eru farin að gegnsýra samfjelagið (núverandi stjórnarliðar / auk Samfylkingar - Pírata og Viðreisnar sem eru þar innifalin vegna meðvirkni þeirra, með óboðlegum stjórnarháttum í landinu) eins:: og Orkupakka III málið sýndi okkur hvað bezt Jón, árið 2019, t.d. ?

Og; er svo ekki þorri dómara landsins (fyrir utan ör- fáar undantekningar, mögulegar) á öllum dómstigum, innvinklaðir í klækjabrögð alþingis og stjórnarráðs, auk ótölulegs fjölda annarra stofnana; þegar grannt er skoðað Jón ?

Hvar; eru ramakvein þingmanna - ráðherra og embættismanna kerfisins alls, þegar sá mannskapur er að skammta sjer ofur- launin / sem mis sýnilega bitlingana, Jón Magnússon ?

Hvað; skyldi Aðalsteinn Leifsson valhoppa marga hrifningar hringi, umhverfis Katrínu Jakobsdóttur - Bjarna Benediktsson - Sigurð Inga Jóhannsson og Halldór Benjamín Þorbergsson, áður en hann leggur næst til atlögu við þau Sólveigu Önnu Jónsdóttur ? 

Við; þekkjum dæmið, um cirka 3.6 Milljóna Króna mánaðarlaun Guðna Th. Jóhannessonar suður á Bessastöðum t.d. Jón - hversu margt Eflingar eða annarra Verkalýðsfjelaga fólks þarf að strita æfina á enda, til þess að ná árs launum helztu brodd borgara og burgeisa sjer- íslenzku gróða fíkninnar ?

Eigum við ekki; að skoða málin, í hinu víðasta samhengi hlutanna Jón - ekki bara, lítinn part þeirra ? 

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 21:37

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. Þakka þér fyrir þínar góðu hugrenningar hér. Næsta bylting í skólamálum Íslendinga verður að byrja að kenna leikskólabörnum og uppúr bekkjum  grunnskólanna lög.Dómskerfið hér er löngu ónýtt og misnotað akkúrat af þessum sem þú taldir hér upp að ofan. Af hverju ætli að fólk sé hætt að treysta réttarkerfinu?Vegna þess að það er gegnumsýrt af samkrulli græðgisliðsins. P.S. Það ætti að taka inn í kennslu grunnskólana Rannsóknaskýrslu hrunsins.Hún ætti að vera meiri skyldulesning heldur en Gísla saga Súrssonar.cool Kveðja austur.

Ragna Birgisdóttir, 6.2.2023 kl. 21:41

4 Smámynd: Jón Magnússon

Óskar Helgi. Ég er sammála þér um margt sem þú nefnir m.a.ofurlaunin sem stjórnmálamennirnir eru búnir að skammta sér og embættismannaaðlinu, sem er gjörsamlega úr öllu hófi. Einnig með orkupakka III og margt annað gætum við rætt. Dómstólar eru svo annað og spurning hvort þeir séu þeim vanda vaxnir sem þeim er ætlað að leysa. Almennt þá tel ég að íslenskir dómstólar hafi staðið sig vel og undantekningarlítið eru dómarar vandir að virðingu sinni og vilja kveða upp hlutlæga dóma. En því miður stóðu dómarar ekki allir sig nógu vel og hrifust um of með straumnum eftir Hrunið. Treysti fólk ekki dómstólunum, þá er illa komið fyrir því þjóðfélagi. 

Jón Magnússon, 6.2.2023 kl. 21:53

5 identicon

. . . . svo allrar sanngirni sje gætt; þá stóð Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata sig af kostgæfni gegn samþykkt Orkupakka III í þinginu, Haustið 2019 - sá eini þeirra Pírata, a.m.k. opinberlega.

Jón !

Þakka þjer fyrir; skjót sem skilvís svör þín, sem vænta mátti.

Það er rjett Jón; eftir Hrunið (2008) óx tortryggni almmennings að miklum mun, til flestra ríkisstofnananna, og það ekki að ófyrisynju:: þ.m.t. dómstólanna.

Með sömu kveðjum; sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 22:31

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér er margt spaklega rætt og ritað. Rétt er það hjá Rögnu að dómskerfið er ónýtt og misnotað, en ef haldið er að femínismi og ESB stefnan sé að bjarga einhverju er það rangt. Þar er sérhygli, sérhagsmunir gæðaliðsins, þotuliðsins. 

Sjálfstæðisflokkurinn er löngu kominn út af sporinu, tek undir með öðrum sem hafa fjallað um það. 

En ofurlaunin bæði innan og utan ríkisins er þó í samræmi við það sem gerist erlendis. Rétt eins og í Hruninu 2008 er rétt að taka þetta saman og spyrða saman. Menn segja það hér sér til afsökunar að forstjórar og ráðherrar vilji ekki þiggja störf ef launin eru ekki í samræmi við það sem gerist erlendis. Rétt eins og að segja að úr því að rán og okur leyfist í löndum sem við berum okkur saman við megum við ekki vera minni menn.

Ég hef lengi haft þá skoðun og ég held að Jón Magnússon sé sammála, að Ísland á að móta sér sjálfstæða stefnu, bæði í útlendingamálum og í hóflegum launum og jafnræði, sem er þó ekki það mikið að hæfileikar fái ekki að njóta sín og greitt sé í samræmi við dugnað og framlag.

Það var gott hjá Ómari síðuhafa nýlega þegar hann ritaði á þá leið að Gréta Thunberg ætti að mótmæla alþjóðavæðingunni, ofurvaldi Kínverja og slíku. Þar er valdið sem mengar, þar er valdið sem viðheldur ofurlaunum, en að vísu má ekki gleyma alþjóðlegum fyrirtækjum útum allan heim þar sem sömu hættir tíðkast, Bill Gates, WHO, og allskonar alþjóðastofnanir, og Davos liðið, að því ógleymdu, sem gefur með annarri höndinni en tekur með hinni.

Ragna skrifar að Rannsóknaskýrslan eigi að vera skyldulesning. Já, vafalaust má af henni læra, en menningin á Alþingi er spillt. Hver nennir að læra af Rannsóknarskýrslunni á meðan svona flokkar eru þar enn?

Sigmundur Davíð, Flokkur fólksins og aðrir flokkar sem ráðast að rót vandans, að alþjóðavæðingunni, stofnanaveldinu, þar á að byrja, að kjósa slíka flokka. Vinstriflokkar og Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega þar með eru allir hluti af sömu súpunni.

Ingólfur Sigurðsson, 7.2.2023 kl. 02:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Alveg eins og konur eru menn, og geta verið drengir góðir, þá geta kvendómarar verið stráklingar úr Vöku eða Heimdalli, enda aðeins tilvísun í þekkt hugtak, sem vissulega varð til þegar kvenfólk var frekar sjaldgæft í valdakreðsum flokksins.

Svo hvort þessi hugtakanotkun í þessu tilviki sé sanngjörn skulum við láta liggja milli hluta Jón, enda myndi ég aðeins svara uppá lögfræðiísku; No comment.

Síðan ætla ég að leyfa mér að vera ósammála þér að dómurinn sé vel rökstuddur, ekki nema þú teljir órök, sem eru reyndar einu röksemdir sem hægt er að nota til að rökstyðja ólög, vera rökstuðning.  En þar skal ég játa að ég hef aðeins þessa frétt til hliðsjónar, ég hef ekki lesið dóminn og það má vel vera að blaðamaður Mogga sé að upplifa slagorðið; Við erum öll Efling og skrumskæli því forsendur dómsins, en mér finnst það samt ólíklegt.

Fyrir utan að fara rangt með í forsendum sínum, það sem heitir á mannamáli að ljúga, þá tekur héraðsdómarinn ekki á grundvallaratrið málsins, atriðinu sem gerir viðkomandi lög að ólögum.  Það er að þröskuldar í atkvæðagreiðslum eiga að vera almennir, en ekki sértækir og beinast að öðrum aðilanum. 

Ég hélt reyndar Jón að þú sem lýðræðissinni sæir þennan fingurbrjót og benda á að það sé ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, þó menn telji meint markmið annars göfug.

En svona er þetta, en við erum allavega sammála um að þetta mál muni klífa öll þrep dómsstigsins og vonandi er það rétt mat hjá þér að héraðsdómari hafi ekkert á móti því, hvort sem hún er áhugamanneskja um lögfræði eða valdapóltík eins og ég, og íhugi þá hve langt upp nær samtryggingin áður en lögfræðin tekur við.

En ég myndi hins vegar bara negla fyrir gluggana, taka svona Duflin 1916 á þetta, en eins og þeir sem þekkja söguna vita, var það umsátur upphaf endaloka yfirráða Breta á Írlandi.

Það er ekki að ástæðulausu sem frelsi og lýðræði sé talið þess virði að berjast fyrir.

En manni verður víst ekki alltaf af ósk sinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 08:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Án þess að ég sé að skipta mér af samræðum þínum við Jón þá vil ég benda á að Guðni Té afþakkaði gjöfina frá Kjaradómi og hefur samviskusamlega gefið hana til líknar og velferðarmála.

Að mínum dómi maður að meiri, og ég hef eiginlega virt Guðna síðan.

Svona samkvæmni er ekki algeng hjá Góða fólkinu og maður á að meta það sem rétt er gert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 09:01

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Núna er ég ekki sammála þér, það á að kenna börnum Harry Potter og Andrés Önd (Sögur úr Andabæ), auk fleiri merkra bókmennta, til dæmis boltasögur Gunna Helga, tvíburasögur Guðrúnar Helga og svo framvegis.

Barnæskan á að vera full af lífi og orðum, ekki lögfræði.

Trúðu mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 09:05

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur og takk fyrir innlitið.

Sammála sumu, öðru minna en það eykur alltaf gildi svona pistla þegar einhver leggur á sig að skrifa niður hugleiðingar sínar útfrá þeirri umræðu sem hann les, hvort sem það er í athugasemdarkerfinu eða pistlinum sjálfum.

Já kannski verða menn einhvern tímann sammála um gildi sjálfstæðis og þess að fólk hafi í sig og á í þessu samfélagi, mér persónulega finnst það skipta meiru máli en hvort einhver hafi þessi eða hin launin.  En menn eiga að afla þessara launa sjálfir, en ekki hafa sjálfvirka áskrift að þeim líkt og nú er og þú rekur hér að ofan.  Það er eiginlega bara siðspilling hugarfarsins, og það er kannski það sem er kjarni málsins.

Hinn spillti finnur ekki til samkenndar með réttlátri kröfu náungans, hjá honum er stöðugleiki, stöðugleiki hinna ríku til að hafa það gott svo ég vitni í ágætan pistil Jóns Bjarnasonar.

En svona spilling enda alltaf á einn veg, með víggirtum hverfum auðmanna og vopnuðum sveitum sem berja á almenningi.

Ég hygg að Sólveig Anna sé að bjarga okkur frá þeim örlögum, hún hefur hreyft við það mörgum að jafnvel valdið þarf að rumska.

En sjáum til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 09:18

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. 

Innsetning mín um kennslu laga í grunnskólum var nú auðvitað sett fram í hæðni. Japanir kenna börnum sínum ekki tákn né tölur fyrstu árin sín. Þeim eru kenndir mannasiðir ,umburðarlyndi og kannski ætttum við aðeins að horfa í þá átt að einhverju leyti. Annars eiga börn að fá að vera börn eins lengi og hægt og barnæskan á að vera ljúf í minningu hjá þeim seinna meir. Því miður held ég að við eigum margt barnið sem á virkilega erfitt það sýna rannsóknir. En sama hvað öllu líður þá er mín skoðun sú að dómskerfi Íslands er ónýtt. Hef oft sett fram í umræðum að lögfræðingar Íslands eru betri í að finna leiðir að fara í kringum lögin fyrir hæstsettustu skjólstæðinga,þá sem mest hafa auðvitað.Kveðja austur úr þrumunum og eldingunum cool

Ragna Birgisdóttir, 7.2.2023 kl. 10:17

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég veit það Ragna, ég spann hana aðeins áfram, ekki viss um að allir séu sammála mér með Andrés Önd eða réttara sagt Sögur úr Andabæ, sem veittu mér og strákunum mínum ómælda skemmtun hér á árum áður.

Hins vegar held ég að það sem þú  ert að benda á í sambandi við lögfræðinga sé trend um allan heim.  Fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan las ég grein eftir siðfræðing eða eitthvað, kannski var hann heimspekingur, man það ekki, sem benti einmitt á þessa annmarka lögfræðinnar sem fræðigrein, að hún snérist meir um hvernig það ætti að fara framhjá lögum, en að ekki fylgja þeim.  Eðli málsins vegna því þar liggja hagsmunir þeirra sem borga fyrir þjónustu lögfræðinga.

Og hans lausn var að vísa í réttláta dóma Salamóns, og spyrja hvort það væri ekki tímabært að láta heimspekinga og aðra andans menn sjá um dóma.

Eitthvað sem mér þótti sniðugt þar til ég sá gamla kennara minn og sveitunga, Villa Árna ganga erinda Steingríms Joð við að loka spítalanum hjá mér. Ekki vantaði siðgreinarnar hjá Villa, en hann var þá samt ekki betri en þetta.

Ergo, ég held að þetta sé allt snúið, en þó er skárra en hitt að mega ræða málin, við búum þó þrátt fyrir allt í lýðræðislegu þjóðfélagi, ennþá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 11:09

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ragna. Þú fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar um hrunið (þ.e. gjaldþrot bankanna). Vissulega má það sem hún leiddi í ljós ekki gleymast. En gerirðu þér grein fyrir því að endapunktur þeirrar skýrslu er hrunið sjálft haustið 2008? Það var aftur á móti ekki fyrr en í kjölfar þess sem aðfarirnar gegn heimilunum hófust af fullum þunga og aldrei hefur verið gerð rein rannsókn á þeim ósköpum sem leiddu þær hörmungar yfir tugþúsundir einstaklinga, hvað þá skýrsla. Eigum við að sætta okkur við það?

Það sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis fjallaði um voru í raun bara gjaldþrot nokkurra dauðra kennitalna og orsakir þeirra. Fyrirtæki verða gjaldþrota á hverjum degi og sjaldnast vekur það mikla athygli almennings, hvað þá að valda teljandi búsifjum nema kannski hjá lánadrottnum þrotabúsins. Ef við tökum sem dæmi þegar annað af tveimur flugfélögum landsins fór á hausinn árið 2019, þá upphófst engin sérstök aðför að heimilum landsmanna, nema kannski heimili þess aðila sem hafði rekið félagið í þrot á eigin ábyrgð.

Það hlýtur að vera rannsóknarefni hvernig stjórnvöld gerðu gjaldþrot örfárra fyrirtækja að einhverjum verstu hremmingum sem hafa gengið yfir saklaus íslensk heimili og sviptu tugþúsundir húsnæði sínu algjörleg að ósekju. Já, það voru stjórnvöld sem gerðu þetta að verkum með aðgerðum sínum og eftir atvikum aðgerðaleysi, því það voru ekki heimilin sem urðu gjaldþrota heldur bankarnir og heimilin báru enga ábyrgð á því en voru samt látin sæta afleiðingunum. Stór hluti þessa hóps liggur enn óbættur hjá garði og mun sennilega aldrei ná sér að fullu.

Rannsóknarskýrsla um aðdraganda og orsakir raðgjaldþrota bankanna er prýðileg heimild fyrir áhugasama um víti til að varast í fjármálastarfsemi. Hún þarf samt ekki að vera skyldulesning í grunnskólum heldur ætti Rannsóknarskýrsla heimilanna miklu frekar að vera það. Svo það sé hægt þarf samt að byrja á því að framkvæma þá rannsókn og gera um hana skýrslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2023 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 324
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 1321410

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 1305
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband