Hefur Jón misskilið stöðu sína??

 

Að hann starfi í sirkus en sé ekki ráðherra í ríkisstjórn Íslands??

 

Að leiðin til að ná í lífsnauðsynlegt fjármagn í öryggisinnviði þjóðarinnar, sé show og skemmtiatriði þar sem hann er trúðurinn.

Það er ekki bara að Jón Gunnarsson hafi sett niður sem auli, heldur hefur hann í eftirmála þessa skrípaleiks, náð  að gera samráðherra sína, sérstaklega fjármálaráðherra, formann flokksins hans, samseka að þessari aðför að innviðum þjóðarinnar

Líkt og Jón sé undercover, einhvers konar fimmtaherdeild sem grefur undan trausti og trúverðugleik ríkisstjórnarinnar og ráðherra hennar.

 

Hafi verið ástæða til að láta Jón fara eftir þetta upphlaup, þá er enginn efi í dag, Bjarni er minni á eftir, einhvers konar gufa, ef hann lætur Jón sitja áfram.

Það eru örugglega ýmsar ástæður fyrir fjárhagsvanda Landhelgisgæslunnar, í grunninn að hún, líkt og aðrir öryggisinnviðir þjóðarinnar, fær ekki næga fjármuni, en þetta er ekki boðleg leið fyrir fagráðherra að sækja aukna fjármuni.

Sama hvaða álit menn hafa á núverandi ríkisstjórn, hvort sem menn eru stuðningsmenn hennar eða andstæðingar, þá er svona hegðun ekki líðandi og íslensk stjórnsýsla setur mjög niður með svona framkomu.

 

Því þrátt fyrir allt þá megum við ekki gleyma því að landið okkar, þjóðin, og þær stofnanir sem hún hefur mótað til að stjórna landinu, að þetta er allt stærra en einstaka stjórnmálaflokkar, miklu stærra en dægurþras líðandi stundar.

Við eigum að gera kröfu til stjórnmálamanna, til ráðherra að sýna þessum stofnunum lágmarksvirðingu, að sýna stjórnsýslunni þá lágmarksvirðingu  að virða leikreglur, og haga sér alla vegar ekki eins og götustrákar séu menn kosnir til trúnaðarstarfa fyrir almenning og þjóð.

Allt í þessu upphlaupi Jóns Gunnarssonar er ólíðandi, fyrst hvernig hann rökstyður ákvörðun sína (ha!!, var hún ekki hvort sem er alltaf í útlöndum) og síðan hvernig hann eys samstarfsfólk sitt innan ríkisstjórnarinnar aur þegar hann er á flótta undan mótmælum sem hann átti ekki von á og réði ekki við.

 

Ríkisstjórn Íslands er betri en þetta.

Þjóðin á betra skilið en þetta.

Og munum, ef við virðum ekki sjálf okkur, þá getum við ekki ætlast til virðingu annarra.

 

Þetta ættu Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson að hafa í huga þegar þau íhuga stöðu Jóns.

Það er munur á tjóni og altjóni.

Og ennþá er hægt að forðast altjón.

 

En líði þau sirkustrúðnum að koma út sem hetju sem sótti fjármuni í lokaðan ríkissjóð, þá er ljóst að þau eru ekki mjög stór, hvorki inní sér eða útá við.

Því leiðtogi lifir ekki af svona lítilsvirðingu.

 

En að gefnu tilefni.

Svei attan.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill falla frá sölu TF-SIF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband