Er ekki allt í lagi með þetta fólk??

 

Sem þiggur há laun fyrir að sitja í þægilegum stólum á Alþingi  og eftir mismikið þras og hrossakaup skipar fólk í ríkisstjórn Íslands.

 

TF-SIF var keypt til landsins þegar þjóðin var mun fátækari en í dag, og hún var keypt því sjálfstæð eyþjóð út á miðju ballarhafi þarf að eiga svona flugvél, sem er svo ég vitna í Georg, forstjóra Landhelgisgæslunnar, "eft­ir­lits­flug­vél­ sem er sér­út­bú­in eft­ir­lits-, björg­un­ar- og sjúkra­flug­vél og mik­il­væg ein­ing í al­manna­varna­keðju lands­ins".

Nákvæmlega ekkert hefur breyst síðan þá, nema SIF hefur margsannað hlutverk sitt og mikilvægi við björgun, eftirlit með landhelginni eða vera til taks þegar flytja þarf björgunarfólk vegna náttúruhamfara eða annars sem fylgir að eiga heima á strjálbýlli eldfjallaeyju langt norður í veðravíti Atlantshafsins.

Sem og að við erum miklu ríkari í dag en við vorum þá.

 

Svo voga skriffinnarnir í dómsmálaráðneytinu, þessir feitu þarna og makráðu sem hafa undirlagt skattfé almennings og kalla stjórnsýslu, að láta Jón greyið Gunnarsson skrifa undir pappíra sem tilkynna Landhelgisgæslunni að í nafni hagræðingar þurfi að hætta rekstri þessarar einu eftirlitsflugvél þjóðarinnar og selja hana.

Hvaðan úr myrkradjúpi vítis og andskotans kemur þetta orð; HAGRÆÐING, og hvernig er hægt að hagræða grunnþjónustu svo hún sé ekki lengur til.

Hvaða firring er þetta, eða á maður að segja, hvenær urðum við svo úrkynjuð að láta heimsk börn eyðileggja það sem má ekki eyðileggja??

 

Fátt undirstrikar betur þessa firringu að í dag eru netsíðar Moggans undirlagðar fréttum af málþófi og eða upphrópunum á þingi um útlendingamálafrumavarp þessa sama Jóns Gunnarssonar.

Jón greyið sem leiksoppur skriffinna annars vegar, úthrópandi fólk hins vegar sem gengur erinda alþjóðlegra glæpamanna sem og innlendra afæta sem sjúga til sín gífurlega fjármuni sem ættu að öllu eðlilegu að fara til fólks í neyð, en ekki í sjálftöku og túristaflóttamannakerfið sem er í veldisvexti þar til jafnvel sá heimskasti af Góða fólkinu áttar sig á að 400 þúsund manna þjóð getur tekið á móti öllum flóttamönnum heimsins.

Hvaða umræða fáviskunnar er þetta á meðan feiti makráði skriffinnurinn leggur niður grundvallarþjónustu sem er ein af forsendum þess að við getum talið okkur sjálfstæða þjóð?

Eða hafa menn ekki ennþá fattað að Kaninn reddar þessu ekki lengur??

 

Þetta er svo heimskt.

Þetta er svo grátlega heimskt

 

Og þá er ég ekki bara að meina ráðherragreyið með þetta tungutak frjálshyggjunnar á vörum, hann er leif af þeirri kynslóð frjálshyggjumanna sem voru fátt annað en heimskulegir frasar, þannig séð skaðlausir eins og hverjir aðrir óvitar, það er á meðan þeir fengu ekki völd og ábyrgð.

Það er allt hitt, allt fólkið sem á að veita ráðherranum aðhald, sem og að grípa inní þegar afglöp hans verða skaðleg þjóð og þjóðarhag.

Þessi skrípasamkoma upphrópana og innihaldslaus blaðurs sem kennir sig við elsta lögþing hins vestræna heims.

Alþingis.

 

Ég veit ekki hvort leikskólakennarar gætu leyst þetta vandamál.

Grunar að vandinn sé dýpri en það.

Það sést til dæmis á viðbrögðum ráðherra við afglöpum ríkissáttasemjara, það er eins og þeir fatti ekki alvöru málsins og að þessi afglöp hafi ekkert með meinta kjaradeilu Eflingar að gera.

Eða alla frasana um orkuskipti, ár eftir ár, samt er ekkert virkjað, engar raflínur lagðar.

Aðeins talað og malað og talað.

 

Samt eru ráðherrar okkar það skásta sem alþingi hefur uppá að bjóða.

Sá sem efast um þessa nöturlegu staðreynd, ætti að skipta yfir á umræðuna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.

Það er kannski alltí lagi með hausinn á þessu fólki, en þá virðist ekkert vera á milli eyrnanna.

Vanhæft fólk annars vegar, óhæft fólk hins vegar.

 

En það er landráð að selja SIF.

Kannski ekki á sama skala og ICEsave samningur Svavars og Steingríms, en landráð engu að síður.

 

Kannski óviljandi landráð.

En landráð.

Og skammist ykkar, öll sem eitt, að fatta það ekki.

 

Svei attan.

Samt með kveðju að austan.

 

 


mbl.is Rekstri vélarinnar hætt í nafni hagræðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Grímur, nei.

Skil reyndar ekki þessa athugasemd hjá þér en gæslan sendi frá sér bæði skip og flugvél við þetta svokallaða landamæraeftirlit, og ástæða þess var aðeins ein; fjárskortur.

Í skálræðu sögðu menn reyndar að þeir væru að axla samevrópska ábyrgð en Georg nennti ekki að ljúga með og sagði að gæslunni munaði um peninginn.

Það er mikið að, jafnvel svo jarðar við andlegan dauða eða eyðimörk, ef fólk er svo firrt að skilja ekki til hvers öryggistæki eru, eða hvaða hlutverki stofnanir ríkisins eins og Landhelgisgæslan þjónar.

Það kostar X upphæð á ári að reka þessi nauðsynlegu tól og tæki, þá upphæð má aldrei vanta, kostnaður við eina skálræðu, við eitt skálræðuþing, er einum of mikið ef X er skorið niður.

Annað er aumingjaskapur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2023 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband