Sólveig Anna á fyrirsagnir dagsins.

 

Og það liggur við að maður haldi að það sé búið að nýráða blaðamann til vinnu á Moggann, svo skrýtið er að lesa eitthvað annað en róg og einelti þegar fjallað er um kjaradeilu Eflingar á netsíðum blaðsins.

Núna vantar bara að hóa í Agnesi Bragadóttur, henni hundleiðist örugglega heima hjá sér, og fá alvöru fréttaskýringu um þessa kjaradeilu, rót hennar og að í raun sé lausna að leita annars staðar en hjá atvinnurekendum því í beinni samkeppni við alheiminn eru takmörk fyrir því hvað þeir geta hækkað launin, og í dag virðast allar launahækkanir hverfa í húsnæðishítina.

 

En áður en ég vík að þessari frétt vil ég benda á aðra frétt sem kom fyrr í morgun, þar sem Sólveig Anna spyr Katrínu forsætisráðherra kurteislega að því hvort hún megi sjá þá sérfræðiráðgjöf sem segir Katrínu að það sé löglegt að ríkissáttasemjari gangi erinda annars deiluaðilans í lögbundnu sáttaferli sínu.

Og minna aðeins enn og aftur á sem hér hefur reglulega verið imprað á, að réttlætisbarátta virðir aldrei ólög og því er enginn endir eða upphaf neins þó dómsstólar gangi líka erinda valdsins.

Barátta kvenna í Íran eða Afganistan er öll barátta gegn lögum, ólögum og í Íran hafa þær risið upp gegn þeim.

Svona einföld staðreynd sem bæði Efling og valdið þarf að skilja.

 

Víkjum þá að flengingu Sólveigar Önnu, fáu þar við að bæta.

Þetta er aumt, Samtökum Atvinnulífsins til vansa og ótrúlegt að fullorðið fólk þar innan dyra grípi ekki í taumana.

Rógurinn og níðið á að vera í skúmaskotum, ekki hluti af stefnumörkun þeirra samtaka sem gæta hagsmuna atvinnulífsins.

 

Halldór verður maður að meiri að biðjast afsökunar, ásamt því að lofa bót og betrun.

Þó væri ekki annað en að hann fattaði það að sá sem hefur vondan málstað að verja, lætur svona, aðrir halda sig við málefnin.

 

Maður að meiri.

Kannski skilur unga fólkið ekki þessa visku kynslóðanna, en það er þá tími til kominn að hún sé uppfrædd.

 

Maður að meiri Halldór.

Maður að meiri.

Kveðja að austan.


mbl.is Hætti að lesa stöðugt í sálarlíf forystu Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar; sem æfinlegazt - og þökk fyrir varðstöðu þína alla, í samfjelagsmálunum !

Jeg má til; að senda þjer / sem og öðrum gestum þínum og lesendum síðu þinnar þessa ágætu punkta, frá

Róbert Björnssyni Flugvjelaverkfræðingi suður í Luxemburg, hverjir birtust á dv punkti is, fyrir stundu.

(Tekið til láns; af Eyju Dagblaðsins- Vísis vefnum, fyrir stundu)

''Róbert lifir launadrauminn í Lúxemborg – „Mér verður samt hugsað til ykkar þegar ég opna launaumslagið mitt um næstu mánaðamót“

Flugvélaverkfræðingurinn Róbert Björnsson býr í Lúxemborg. Það hefur hann gert undanfarin ellefu ár og lætur vel af búsetunni enda margt betra þar heldur en hér á klakanum.

Hann vekur athygli á þessu í grein sem hann ritaði hjá Vísi og hefur vakið mikla athygli.

Þar greinir Róbert nefnilega frá því að ekki hafi verið verkföll í Lúxemborg síðan árið 1973. Ástæðan fyrir því sé einföld – þegar á brattann sækir í efnahagslífinu, líkt og undanfarið, sé hægt að virkja ákvæði um verðtryggingu launa og það hafi nú verið gert til þess að tryggja kaupmátt.

„Já þetta er samskonar verðtrygging launa og Vilhjálmur heitinn Gylfason barðist fyrir á sínum tíma og hefur komið í veg fyrir að nokkur hafi séð ástæðu til að boða til verkfalls í Lúxemborg síðan 1973.“ 

Ekkert vesen og allir sáttir

Eins hafi álögur á bensín, dísel og hitunarolíu verið lækkaðar. Þak var sett á orkuverð til heimila og fyrirtækja, virðisaukaskattur var lækkaður, húsaleigusamningar voru frystir út árið og allar hækkanir bannaðar. Svo hafi sértækur skattaafsláttur verið veittur tekjulægstu hópnum – að andvirði hálfs milljarðs evra eða 70 milljarða króna.

„Ekkert rifrildi, vesen og leiðindi…bara gengið frá málunum „hviss, hvass, búmm” og allir sáttir. Engin verkföll nauðsynleg. Enginn hópur mismunandi stéttarfélaga að keppast innbyrðis og gegn hagsmunum hvers annars. Og enginn Halldór Benjamín Þorbergsson í köflóttri skyrtu að grenja í Sjónvarpinu fyrir hönd Samtaka Atvinnulífsins og Flokkseigendafélagsins. Ennfremur enginn ríkissáttasemjari að ganga erinda forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra í herferð gegn kjarabótum láglaunahópa sem algerar siðlausar undirlægjur auðvaldsins.“

Nú sé verðbólgan komin niður í 4,8 prósent í Lúxemborg.

„Það má segja ýmislegt um bankasýsluna í Lúxemborg en af einhverri ástæðu dettur þeim ekki til hugar að selja ríkisbankana sína sem skila miklum arði í ríkissjóð, halda uppi öflugasta velferðarkerfi í Evrópu og eiga helstu mikilvægustu innviðina í landinu – þar á meðal ríkisflugfélögin tvö sem sömuleiðis mala gull – annað í farþegaflugi og hitt í fragtflugi.“

Víða væri svona fjármálaráðherrum stungið beint í steininn

Þrír stærstu bankarnir í landinu, sem sinni einstaklingsþjónustu, séu allir að hluta eða fullu í eigu ríkisins.

„Einhverra hluta vegna þykir fjármálaráðherrum í sumum löndum (nefnum engin nöfn) það vera galin hugmynd að arður fjármálastofnanna renni í ríkissjóð og skynsamlegra sé að útvaldir nafnlausir einstaklingar (sem fjármálaráðherra segist raunar ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hverjir séu!) taki „ábyrgð“ á peningum landsmanna og beini arðinum á rétta staði. 

Víða væri svona fjármálaráðherrum stungið beint í steininn fyrir rán og landráð…en sumsstaðar þykir fólki þetta bara eðlilegt. Við höfum auðvitað ólíka skattstofna til að leika okkur með en mér sýnist að þið þurfið að auka tekjurnar einhvern veginn ef þið viljið bæta lífskjör og standa undir nafnbótinni “velferðarsamfélag”. Bara ef þið ættuð nú einhverja auðlind… og væruð ekki með arðræningja í vasa ólígarka við stjórnvölinn. „

„Það má segja ýmislegt um bankasýsluna í Lúxemborg en af einhverri ástæðu dettur þeim ekki til hugar að selja ríkisbankana sína sem skila miklum arði í ríkissjóð, halda uppi öflugasta velferðarkerfi í Evrópu og eiga helstu mikilvægustu innviðina í landinu – þar á meðal ríkisflugfélögin tvö sem sömuleiðis mala gull – annað í farþegaflugi og hitt í fragtflugi.“


Af; einhverjum furðulegum ástæðum hafa þeir Dagblaðsins - Vísis menn lokað fyrir athugasemdir hjá sjer, við grein Róberts - en þeir verða að fá að hafa sína sjervizku, þar um.

Hinar beztu þakkir til þín Ómar; fyrir þá elju og þrótt, sem þú sýnir Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki öllu, með þínum röggsama og drengilega stuðningi.

Og; ekki síðri kveðjur austur um, en verið hafa: öldungis. 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2023 kl. 16:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er margt mannanna meinið Óskar, og það er óhætt að segja það.

Án þess að ég ætli að bera saman efnahagslífið hér og í Lúx, því forsendurnar eru gjörólíkar, þá er það staðreynd að í báðum löndum er þjóðartekjur háar, og því eiga allir að geta haft í sig og á.

En til þess þarf vilja, vissulega, miðað við þessa grein Róberts þá er hann til staðar í Lúxemborg með tilheyrandi verkfallshegðun, en hann er ekki til staðar hér á Íslandi í dag, og hefur því miður ekki verið lengi.

Það er eiginlega bara meinið Óskar, ekkert flóknara en það.

Og eins og við vitum báðir þá er lausnin ekki að rægja Sólveigu Önnu.

Eitthvað sem ég skynja að menn hafi aðeins áttað sig á hérna Mogganum.

En kannski er það bara glópaályktun hjá mér, glópagullið er víst víða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2023 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband