29.1.2023 | 23:15
Ríkissáttasemjari er rúinn trausti.
Nei, reyndar ekki alveg, það eru tvær manneskjur á Íslandi sem bera ennþá fullt traust til hans, ráðherrar VinstriGrænna, þau Guðmundur Guðbrandsson og Katrín Jakobsdóttir.
Hvað getur svo sem verið táknrænna þegar 10 ár eru liðin frá því að EFTA dómstóllinn dæmdi ICEsave samning Svavars og Steingríms ólöglega fjárkúgun, sem reyndar var eitthvað svo augljós niðurstaða því hvernig getur fjárkúgun verið nokkurn tíma lögleg??
Eitthvað sem allir föttuðu nema Svavar og Steingrímur og nokkur fósturbörn þeirra í VG.
Sömu fósturbörn og skilja ekki núna af hverju ríkissáttasemjari er rúinn trausti.
Morgunblaðið í dag vitnaði samviskusamlega í ályktun Rafiðnaðarsambands Íslands þar sem afglöp ríkissáttasemjara voru á skilmerkilegan hátt dregin saman.
- Samningaréttur er grundvallarréttur launafólks sem og rétturinn til þess að leggja niður störf til þess að veita eðlilegan og nauðsynlegan þrýsting á atvinnurekendur í þeirri von að ná ásættanlegum kjarasamningi fyrir félagsfólk sitt.
- Það er með öllu ólíðandi að ríkissáttasemjari grípi til miðlunartillögu án þess að allar aðrar mögulegar leiðir séu fullreyndar og í fullu samráði við aðila kjaradeilunnar.
- Samráð hafi ekki verið haft við annan samningsaðilann og samþykki viðkomandi ekki fengist fyrir framlagningu miðlunartillögu.
- Kjaradeilan er ekki á þeim stað að samningaviðræður hafi verið fullreyndar. Stuttur tími er frá því að kjarasamningurinn rann úr gildi og langt frá því að neyðarástand hafi skapast. Því er augljóst að inngrip í kjaradeiluna á þessum tímapunkti er eingöngu til hagsbóta fyrir atvinnurekendur og því má draga í efa hlutleysi ríkissáttasemjara við þessar aðstæður.
- Sambandið skorar á ríkissáttasemjara að draga miðlunartillögu sína til baka og láta af fordæmalausum aðgerðum gegn stéttarfélagi sem með lögmætum hætti leggur sitt af mörkum að ná ásættanlegum kjarasamningi fyrir sitt félagsfólk.
- Jafnframt er ríkissáttasemjara bent á að honum beri að gæta jafnræðis á milli samningsaðila og stilla sér ekki upp í hóp atvinnurekenda með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni.
- Ríkissáttasemjari leggi hér með fram tilboð atvinnurekenda sem miðlunartillögu. Það sýni skort á tengingu við málstað verkalýðsfélagsins.
- Hlutverk ríkissáttasemjara, að miðla málum og auðvelda deiluaðilum að ná kjarasamningum en ekki að hlutast til um innihald kjarasamninga eða draga í efa félagslegt umboð samninganefndar verkalýðsfélags.
- Ríkissáttasemjari hefur að mati miðstjórnar RSÍ skaðað verulega traust fjölmargra verkalýðsfélaga til embættisins og er ljóst að ef byggja á upp traust þá verður að draga framlagða miðlunartillögu til baka tafarlaust. Auk þess þarf að tryggja að hlutlaus aðili leiði kjaradeilur á komandi vikum og mánuðum.
Hvert og eitt þessara atriða eru nægjanleg til að ríkissáttasemjari íhugi stöðu sína, séu þau öll lögð saman þá er ljóst að afglöp hans eru miklu alvarlegri en svo að hægt sé að einangra þau við þessa kjaradeilu Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Þess vegna segir Rafiðnaðarsambandið að það er ekki nóg að ríkissáttasemjari dragi meinta miðlunartillögu sína til baka, heldur þurfi stjórnvöld að tryggja að hlutlaus aðili leiði kjaradeilur á komandi vikum og mánuðum.
Því eins og sambandið segir; "Ljóst þykir sambandinu að aðgerðir ríkissáttasemjara geti valdið launafólki á Íslandi miklum skaða, verði ekki brugðist við með afgerandi hætti strax.".
Svo ég endurtaki, aðgerðir ríkissáttarsemjara geti valdið launafólki á Íslandi miklum skaða, verði ekki brugðist við með afgerandi hætti strax.
VERÐI EKKI BRUGÐIST VIÐ MEÐ AFGERANDI HÆTTI STRAX.
Og afgerandi viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er að lýsa yfir fullu trausti til ríkissáttasemjara.
Svo tala menn um Pútín og veruleikafirringu hans.
Við ættum að líta okkur aðeins nær.
Kveðja að austan.
Katrín ber fullt traust til ríkissáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að hamra á þeesu,
Aðalsteinn nýtur einskis traust sem ríkissáttasemjari ... nema þá helst Kötu og Guðmundar I.G., ráðherra VG.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2023 kl. 23:55
Góðan daginn Pétur.
Eigum við ekki að orða þetta kórrétt, hann nýtur fulls trausts þeirra Kötu og Gumma. Já og Ása Stefáns sýnist mér miðað við stórfyrirsögn Mbl.is núna í morgun.
Það er greinilega verið að safna á Hrafnaþing.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 08:00
Það skyldi þó ekki vera að Sólveigu sé að takast að sameina verkalýðshreyfinguna, eins mikið sundrunarafl og hún leit út fyrir að vera í upphafi?
Theódór Norðkvist, 30.1.2023 kl. 09:07
Blessaður Theódór.
Það skyldi þó ekki vera, hún hefur náð að sameina ólík öfl í óvinafagnað gegn sér, sem höfðu svo ekki þolinmæðina til að grafa undan henni, og beittu þá ríkissáttasemjara fyrir vagninn eins og hvern annan dráttarklár.
En áttuðu sig ekki á því að þegar ólögum er beitt til að fella Eflingu, þá upplifa aðrir innan launþegahreyfingarinnar ógn sem gæti þess vegna beinst að þeim næst.
Og verkalýðshreyfingin þarf ekki að bíða eftir sínu Póllandi til að átta sig á að þessa ógn þarf að kæfa í fæðingu.
Þetta þarf maður að búa til bandamenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.