28.1.2023 | 15:16
Hve illa er komið fyrir einu samfélagi??
Þegar aðeins Sósíalista flokkur Íslands kveikir á perunni hve alvarlegt athæfi meint miðlunartillaga ríkissáttasemjara er að frjálsum kjarasamningum, sem og þeim skaða þegar hlutlaus embættismaður gengur erinda annars aðilans.
Eru það aðeins sósíalistar sem hafa það skynbragð að skilja að embætti ríkissáttasemjara á allt sitt undir gagnkvæmu trausti og trúnaði, jafnt samtaka launafólks sem samtaka atvinnurekenda, og með þessu gönuhlaupi sínu hefur hann í raun eyðilagt það kerfi sem hefur komið í veg fyrir svo mörg skemmandi átök á vinnumarkaðnum á liðnum árum og áratugum??
Hvar eru allir gapandi, gólandi flokkar Góða fólksins sem hafa hrópað hátt á Alþingi af minna tilefni??
Og oft af engu tilefni?
Sem og það sem verra er, hvar eru ríkisstjórnarflokkarnir, þessi stjórn var jú stofnuð um stöðugleika og ábyrgð, hví þegja þeir þegar til skamms tíma er reynt að hleypa öllu í bál og brand, til lengri tíma að eyðileggja öll heilbrigð samskipti í Karphúsinu??
Sólveig Anna hefur verið gagnrýnd fyrir að vera sósíalisti og eiga sér bakland í Sósíalistaflokknum.
En skilja menn ekki að þegar aðrir bregðast, þá er valkostur láglaunafólks, valkostur láglaunakvenna ekki mikill.
Í raun enginn líkt og hin æpandi þögn hefðbundinna stjórnmálaflokka sannar.
Í upphafi skyldu menn endinn skoða, sem og við ættum öll að spyrja okkur, er það eðlilegt að ein hógvær krafa, krafan um að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum, veki þessi harkalegu viðbrögð.
Að sjálfsögðu er ekki bara við atvinnurekendur að sakast, mjög stór hluti þeirra glímir við erfiðleika að láta enda ná saman, líkt og er hjá láglaunafólki.
Í raun liggur meginsökin í samfélagsgerð okkar og þeim sið, eða réttara sagt ósið, að telja það sjálfsagt að byggja velferð og velmegun á innflutningi bláfátækra og skammta þeim smánarlaun svo vart er hægt að tala um annað en nútímaþrælahald.
Kerfi sem gengur kannski á meðan endar ná saman, en gengur ekki þegar allt snarhækkar nema launin.
Við sem þjóð ættum að staldra við og hlusta, í stað þess að berja niður.
Það væri gæfuspor, og það gæfuspor skilja sósíalistar.
Þetta snýst jú allt um sið.
Ekkert annað.
Kveðja að austan.
Sósíalistar fordæma framgöngu ríkissáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lýðræðislegar kosningar hafa aldrei verið sósíalistum vænleg leið til valda. Og sama gildir um afstöðu Sólveigar. Að félagsmenn fái í lýðræðislegum kosningum að kjósa um kjör sín hugnast henni ekki. Hún hefur þegar sérvalið hverjir skuli kjósa um næsta skref og það eru ekki þeir sem sáttasemjari vill að kjósi og ekki það skref sem sáttasemjari vill taka áður en farið er í verkföll. Hún öðlast enga frægð, upphefð og sæti í sögubókunum ef lýðræði fær að grassera. Stalínískur stjórnunarstíll hennar, með aftökulista og sérvalda jámenn á bak við sig, þolir ekkert lýðræði. Sólveig og sósíalistarnir gráta innleiðingu lýðræðislegra kosninga. Ekkert er eins hættulegt einræðisherrum og frjálsar kosningar þar sem ekki dugir að smala bara jámönnum í kjörklefana.
Það er leitun að þeirri stétt sem ekki vill meira og telur sig þurfa til að lifa mannsæmandi lífi af launum sínum. Mannsæmandi líf er mjög teygjanlegt og það sem einum dugar vel telur annar vera heilli Teslu, tíu utanlandsferðum og hundrað fermetrum frá mannsæmandi lífi.
Lægstu laun, þó einna hæst séu í heimi, kjör sem hvergi eru betri og fjöldi launahækkana langt umfram aðrar stéttir nægja Sólveigu ekki meðan einhver hefur eitthvað meira. Nú heimtar hún að sitt fólk komist á svipuð laun og kennarar. Og það mun ekki nægja nema nokkrar vikur. Ekki er annað að sjá en að stefnan sé að allir verði með sömu laun óháð starfi, menntun og starfsaldri og að ekkert fyrirtæki skili hagnaði. Fyrr þagni ekki krafan um að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.
Er það vænlegt fyrir þjóðfélag að segja ungmennum sínum "þú getur haft það gott og lifað góðu þægilegu lífi ef þú lærir ekkert eftir grunnskóla og sýnir hvorki metnað né dug. Að setja ost á pizzu eða sæng á hótelrúm skilar þér sömu eða betri ævitekjum og 10 ára framhaldsskóli." Er þessi aumingjavæðing ástæða þess að hér er lægsta menntunarstig á norðurlöndum?
Vagn (IP-tala skráð) 28.1.2023 kl. 19:41
Í raun óviðkomandi en
Sólveig Anna segist ekki treysta Um Advania Hjá Advania starfa um 600 sérfræðingar
hvorki fyrir kjörskrá né framkvæmd kosninga
HVER sér um kosningar hjá Eflingu. Er ef til vill sami aðillinn sem telur og hefur eftirlit með kosningunni?
Grímur Kjartansson, 28.1.2023 kl. 21:03
Blessaður komrad Vagn.
Þú minnir mig mjög á sálarfélaga þinn Lúsjenkó, þann mæta mann og mikla lýðræðissinna sem líka er harður á að menn fari eftir lögum lands síns, það harður að hann notar ekki bara lögregluna eins og ríkissáttasemjari heldur líka herinn þegar fólk gengur ekki í takt við lög hans.
Síðan er ég nú eldri en tvívetra og man til dæmis að hafa heyrt svona ræðu áður, ég var einu sinni í kokteilboði (ókeypis áfengi í boði menntamálaráðherra) þar sem miðaldra æskulýðsfrömuðir frá Sovétlýðveldinu Lettlandi minnir mig töluðum svona tungum og tóku ekkert tillit til þess að þýðing orða þeirra stóðu mjög í túlknum sem var ungur strákur og óreyndur.
Hvað með það, þá hættu þeir á ákveðnum tímapunkti að tala rússnesku, svissuðu yfir í enskuna og gerðu óspart grín að sjálfum sér, enda ekki lengur í vinnunni. Ungi strákurinn játaði með glampa í augun að þó þetta væri leiðindavinna, það er að þýða kjaftæðið, þýðir orðið bullshit ekki annars það?, þá fengi hann að fara erlendis.
Svo væri allt að breytast heima hjá honum, Petroska sko.
Þú átt greinilega eftir að upplifa þína Petrosku komrad Vagn.
Hún kemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2023 kl. 21:05
Já Grímur, þetta er óviðkomandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2023 kl. 21:06
Petroska? Meinarðu Perestroika?
https://en.wikipedia.org/wiki/Perestroika
Theódór Norðkvist, 28.1.2023 kl. 23:42
Blessaður Theódór, þetta er vaðlvísk stafsetning á perestróku, sem er svo íslenski stafsetning af perestroika, komrad Vagn skilur pointið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2023 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.