27.1.2023 | 12:06
Grillir í brúðuleikstjórann.
Ef Halldór Benjamín er svona viss að Eflingarfélagar vilji SGS samninginn, þá veit hann líka að þeir samþykkja ekki verkfallsboðun samninganefndar félagsins, svo einfalt er það.
Það er ekki hans hlutverk að beita bolabrögðum til að fá þann samning til atkvæðagreiðslu.
Og hann á ekki að vera svo mikill auli að vita ekki að séu leikreglur ekki virtar, þá eru forsendurnar fyrir þeim brostnar, og við tekur vargöld og vígöld.
Að fórna Ríkissáttasemjarar voru mikil mistök.
Kveðja að austan.
Telur félagsfólk Eflingar vilja SGS-samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verst hvað Halldór Benjamín er sammála Eflingu um að þetta útspil sáttasemjara sé óráð. Væri ekki svo væri jafnvel hægt að segja að það væri eitthvað vit í því sem þú segðir.
Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 12:23
Eða er þetta laumuspil frá Eflingu komið til að fría sig frá ábyrgð og höfnun í verkfalls kosningu? Á að fela klúður, óraunhæfar kröfur Eflingar og tap félagsmanna bakvið sáttasemjara?
Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 12:33
Blessaður Vagn.
Þar sem ég var að renna yfir grein í Tímaritinu Lifandi saga um fjöldamorðin í Katlynskógi, þá segi ég bara eins og Stalín, "ekki ég, ekki ég" og legg Halldóri þau orð í munn.
En þú ert samt gáfulegri með seinni athugasemd þína, það er erfitt að standast þessa orrahríð sem staðið hefur látlaust að samninganefnd Eflingar síðustu 2 mánuði eða svo. Það gæti verið eitthvað til í þessu hjá Halldóri en þá átti hann að láta reyna á styrk stjórnar Eflingar, hvernig gengi henni að skipuleggja verkföll og halda uppi dampi í þeirri baráttu.
Þegar ég segi að það glitti í hann sem leikbrúðustjórnandann, og vísa með þeirri fyrirsögn í fyrri pistil minn um Leikbrúðuna, þá er það vegna þess að þarna missti Halldór andlitið, hann átti að halda sig fjarri með þessa skoðun sína. Það er ekki hans að hafa skoðun á því hvort Eflingarfélagar vilji verkföll eða sáttatillöguna.
Ég hélt að hann væri klókari en þetta og þau vonbrigði mín birtust í að ég benti á að aðeins aular skilja ekki að það þurfi að virða leikreglur.
En hins vegar hvort Aðalsteinn sé í vasanum á Eflingu, skoðaðu bara skeggið á honum og þá sérðu hve ólíklegt það er.
En af hverju Vagn minn, og ég spyr þig aðeins sem mann en ekki rafeind því ég er þakklátur þér fyrir málefnalega umræðu þína hérna á síðu minni fyrr í vikunni, af hverju ertu að verja þetta kerfi arðráns og misskiptingar???
Þú veist að þetta gengur ekki til lengdar, hefur aldrei gert það.
Svo mér er spurn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2023 kl. 15:45
Stalin, Lenin og Marx skörtuðu andlitshári. Þannig að það ætti ekki að hafa fælt Sòlveigu frá. Það er nærri því einkennismerki harðlínu kommúnista.
Það eru fleiri en Eflingarfélagar sem þurfa að kjósa. Samningsumboðið var einnig tekið af samninganefnd SA.
Það sem þú kallar arðrán og misskiptingu kalla ég ástæðu þess að fólk leggur aleiguna að veði til að stofna og reka fyrirtæki. Ef ekki má hagnast á fyrirtækjarekstri þá er enginn tilgangur í að stofna eða reka fyrirtæki. Og það er ástæðulaust að vera með fólk í vinnu sem skilar engu við bestu aðstæður og tapi þess á milli, sama hver framfærslukostnaður þess er. Framfærsla þín er á þinni ábyrgð og kemur vinnuveitenda ekkert við, ekki lækkar þú í launum við að vinna vikulega í lottó. Og enginn er þvingaður til að vinna á Eflingartöxtum.
Þetta kerfi hefur gengið í þúsundir ára og þitt hrundi á einum mannsaldri þar sem það tórði lengst. Ég held að það verði lengra í að þetta kerfi hrynji en þú heldur. Og mjòg hæpið að þitt taki nokkurntíman við.
Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 16:49
Blessaður Vagn.
Ég met það mikils að þú skulir hafa lagt það á þig að hugsa málefnalegt svar, eða næstum því, byrjun þín er hvorki gæfuleg eða gáfuleg.
Ég ætla leyfa mér að vera ósammála því að það sem ég, það er ég, kalla arðrán og misskiptingu, að það sé skýring þess að fólk leggur aleiguna að veði til að stofna og reka fyrirtæki, þegar þú kallar það ástæðu þess, þá liggur við að ég gruni þig um að vera dáleiddur laumukommi, því þú réttlætir kapítalismann með rökum kommúnista.
Kapítalismi er ekkert annað en aðferð markaðarins til að hámarka gæði og velsæld, ekkert í leikreglum hans gerir ráð fyrir arðráni eða þeirri misskiptingu að annars vegar sé fólk sem hafi í sig og á, og hins vegar sé fólk sem hafi það ekki.
Marxískum útleggingum þínum sem eiga að réttláta þetta meinta arðrán og misskiptingu, ætla ég ekki að svara, ég var rétt rúmlega 14 ára þegar ég fattaði falsið á bak við kenningar Marx og ég er löngu hættur að nenna að rífast við þá vitleysingahjörð.
Vil samt aðeins benda þér á að þetta marxíska sjónarmið að um árþúsunda kerfi sé að ræða er röng, frjálshyggjan fór fyrst að grafa um sig á 17. öld, og þá á Englandi, og vissulega síðan breiddist hún út til annarra landa.
Fram að því var það geirneglt í siðmenninguna að verðugur sé verkamaður launa sinna, það er að laun ættu að duga til framfærslu þess sem þáði launin. Þó við Vesturlandabúar kennum þessa siðfræði við kristni þá gilti það sama um siðmenningu allra landa, í öllum heimsálfum.
Fyrir vinnu þá borgaðir þú ekki laun sem dugðu ekki fyrir framfærslu, fæði, klæði og húsnæði. Hin meinta örbirgð sem við trúum í vanþekkingu okkar að hafi einkennt fyrri tíma, var aðeins bundin við hópa án vinnu, og smábændur sem áttu ekki nógu stóran jarðarskika til að framfleyta sér og sínum. Hungursneyðir urðu síðan vegna uppskerubrests en ekki vegna misskiptingar.
Þetta lögmál siðmenningarinnar var það sterkt að sá sem hélt þræla, og lét þá svelta, það er borgaði nútíma launataxa sem Efling berst gegn, hann var fordæmdur sem ómenni, það má alveg deila um fæðið, klæðin og húsnæðið, en ófrjáls maður hafði samt þann lágmarksrétt að vera ekki sveltur til dauðs.
Misrétti stéttaskiptingarinnar var vissulega til staðar, en vinnandi fólk reis ekki upp nema þegar ekki var hægt að lifa af þeim launum sem vinnuveitandi þess borgaði.
Svo fóru marxistarnir að rugla í því, sér til hagsbóta, en flest vinnandi fólk lét ekki glepjast, heldur snéri bökum saman til að krefjast betri lífskjara, sem og jafns réttar í samfélagi borgaranna.
Það er allt önnur saga Vagn, og líklegast kunnug öllum nema marxistum.
Núna komstu mér á óvart.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2023 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.