Ögmundur, vertu ekki gunga.

 

Segðu núna einu sinni alveg satt, ekki hlut-satt, eða næstum því satt.

Þú varst í ríkisstjórn sem var mesta helfararíkisstjórn á friðartímum í nútímasögu Vesturlanda. Aldrei hafa hlutfallslega fleiri íbúar eins lands verið hraktir af heimilum sínum, eða látnir sæta búsifjum árangurslausra fjármuna en í þeirri ríkisstjórn sem þú sast í.

 

Aðeins ógnarstjórn nasista vó dýpra af þegnum sínum, og það var vegna kynþáttahyggju, og þá voru ógnartíma ófriðar, í Þýskalandi lauk í raun aldrei fyrri heimsstyrjöldinni fyrr en 1945, með ósigri ógnaraflanna.

Almenningur á Íslandi kaus ykkur hinsvegar í burtu í þingkosningunum 2013, og ennþá búa kjósendur Norðurlands Vestra við brennimark hinnar algjöru smánar, að haldið lífi í Samfylkingunni, þegar sá flokkur átti hvergi heima nema á öskuhaugum sögunnar.

 

Þú hins vegar Ögmundur varst um margt sértækur, þú varst eins og norsku andspyrnumennirnir sem þóttust gagna erinda hernámsliðs nasista, en unnu allan tíma í þágu lands og þjóðar, frá fyrsta degi var augljóst að þú vannst gegn hernámi erlendra og innlendra hrægamma, án þín hefði margt orðið verra.

Svo hafði þú manndóm að hefja ferlið sem endaði með réttlæti í Geirfinnsmálinu.

 

Þess vegna Ögmundur Jónasson þolir þú sannleikann.

Allan sannleikann.

Segðu hann.

Kveðja að austan.

 

PS.  Allt ærlegt fólk veit að það var rangt að ákæra Geir, og það hafa þegar margir stuðningsmenn Helfararíkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkennt og játað sekt sína, og beðist afsökunar, og verið fólk af meiri.


mbl.is Ögmundur: Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það var rangt að ákæra Geir, af hverju var málinu þá ekki vísað frá dómi?

Ef það var rangt að ákæra Geir, af hverju var hann þá dæmdur?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 08:24

2 identicon

Sæll Ómar jafnan; líka sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Ögmundur Jónasson (þó: af góðu og skikkanlegu fólki sje kominn); er einhver lágkúrulegasti stjórnmálamaður, síðari hluta 20. aldar, sem og hins fyrri hluta 21. aldarinnar.

Jeg brýt í blað; þá nokkrir frænda minna í Húnavatnssýslum orðuðu við mig þann möguleika, á árunum 2008 - 2010, að setja mætti niður áburðarverksmiðju við Hrútafjörð utanverðan, hver þjóna myndi þeim, sem og Strandamönnum / sem og landsmönnum öllum þaðan í frá.

Skauzt jeg suður (heiman af Suðurlandi); miðsumars 2010, í ráðuneyti Ögmundar, hugðist jeg leita liðveizlu hans við mögulegri áburðarverksmiðjunni nyrðra, hvar Halla Gunnarsdóttir aðstoðarkona hans tók á móti mjer, vantaði ekki vænan kaffisopann af hálfu Höllu, en biðtími minn eftir viðtali við Ögmund drógzt fremur á langinn fram eftir degi (kom þar miðdegis), ætli jeg hafi ekki staldrað þar við í upp undir 1 og 1/2 tíma, án þess að Ögmundur sýndi manndóm í, að hitta mig.

Eftir þessa sneypuför mína; til mögulegs fundar við Ögmund, reyndi jeg margsinnis að ná tali af honum símleiðis - eða þá: með skilaboðum til hans, en hann hunzaði allar mínar tilraunir til þess að ná nokkru sambandi, við hann.

Því miður Ómar; er Ögmundur Jónasson einn hinna dæmigerðu sjerhagsmunaseggja og Gylliboða þvaðurs fólks, sem landsmenn eru / og hafa verið að bera á bökum sínum:: allt, til þessa dags.

Munum líka; ofurgjalda hækkun Ögmundar og þáverandi ráðuneytis hans, á hinum ýmsu liðum bifreiða notkunar landsmanna, vorið 2010:: jafnt atvinnubifreiða, sem og einkabílsins, t.d.

Ögmundi líkt; í hans vesaldómi í gegnum tíðina, að ganga núna fram fyrir skjöldu, Geir H. Haarde og öðrum ámóta, tímabilsins 2007 - 2009, því fólki, sem hóf gröftinn undan heimilum og fyrirtækjum landsmanna, með kollsteypunni 2008, og síðar:: mál::: sem fjarri því er bætt okkur tjónaþolum, af hálfu stjórnkerfisins í landinu, eins:: og þú veizt manna bezt Ómar.

Svo toppar Ögmundur Jónasson ömurleika sinn og ragmennzku, með því að ganga í björg, með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og nótum hans, á dögunum (sbr. tilvísun þína í frjettina, þar um).

Svei attann; Austfirðingur góður - sagt og staðið ! ! !

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 13:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Þegar stórt er spurt þá grunar mig að í þessu tilviki sé spurningin sótt í Handbók um afneitun, nýtt af allskonar meðreiðasveina pólitískrar óhæfu, eins og til dæmis pólitískra réttarhalda. Ég hygg að þar sé líka að leita svarið við spurningum þínum, því til að afneitun sé trúverðug þá þurfa menn líka að þekkja raunveruleikann að baki.

Ekki neita Esja minn góður að þú hafir þessa handbók undir höndunum, án hennar væri venjulegum  manni gjörsamlega ómögulegt að spyrja þeirra spurninga sem þú spurðir.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2023 kl. 14:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Ögmundur er mætur maður, hugsjónamaður, en hann er líka stjórnmálamaður, og þeir hafa ýmsa hegðun sem virkar framandleg gagnvart því sem má kalla mannleg samskipti.

Eitt sem dæmi er að láta ekki ná í sig, og ráða til þess allskonar aðstoðarfólk sem þeir kosta með skotasilfri úr pyngjum almennings.

Hér í minni heimabyggð höfum við dreng góðan sem bæjarstjóra, og á öllum blótum, jafnt úr sveitinni sem hjá kommum, þá er einn aðalbrandarinn að það náist ekki í drenginn, oft sá eini sem toppar þann brandara, er brandarinn um manninn sem náði, það er náði sambandi.  Hann heitir Sigurður Ingi og er ráðherra.

Stjórnmál eru miklar refjar, alveg eins og skák er leikur hinna djúphugsuðu flétta, stjórnmál gera menn skrýtna, og stundum alveg stórfurðulega.

Breytir samt ekki um mannkosti Ögmundar og ég sem Norðfirðingur er honum eilíflega þakklátur fyrir göngin í gegnum fjallið sem sparar marga háskaförina yfir Skarðið.

Hann hefur alla kosti til að geta sagt satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2023 kl. 14:33

5 identicon

Mér virðist þú halda því fram að rangt hafi verið að ákæra Geir og þess vegna er rétt að spyrja þig spurninganna sem ég spyr í fyrri athugasemd minni. Áttu skýr svör við spurningunum?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 14:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Svarið kom Esja minn góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2023 kl. 14:36

7 identicon

Sælir; á ný !

Ómar !

Jeg var ekki; að GANTAZT (grínast) með tilraunir mínar til samskipta við Ögmund Jónasson, svo skýrt komi fram, að sjálfsögðu.

Stend; við hvert orða minna þar um, Austfirðingur mæti.

Förum nú ekki; að spilla sæmilega þolanlegum degi, með því að vitna í roluna Sigurð Inga Jóhannsson, svona álíka mannleysa, og títtnefndur Ögmundur, Ómar minn.

Þegar ferill Sigurðar Inga, er nánar tekinn, til nokkurrar skoðunar.

Með beztu kveðjum; sem endranær samt, í Austfirðinga fjórðung /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 15:08

8 identicon

Sæll Ómar.
Þú gengur langt í dómum um þá ríkisstjórn sem ég sat í - alltof langt þykir mér. En þú víkur vinsamlegum orðum að mér sem mér þykir að sjalfsögðu vænt um og þakka ég þér þau. Hitt sem mig langaði til að nefna snýr að Óskari Helga Helgasyni sem hvergi dregur af sér í formælingum. Ljóst að hann hefur orðið mér meira en lítið reiður fyrst reiðin logar enn þetta glatt innra með honum. Spurning er hvort það er of seint að biðja hann afsökunar á meintu hirðuleyi mínu sem hann rekur, en ég geri það nú samt. Ég veit að það eru nokkur dæmi þess að ekki hafi náðst í mig sem slæmt er og óafsakanlegt. Eb ég leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki verið af ásetningi mínum því aldrei reyndi ég að komast hjá því að hitts fólk og allra síst þá sem voru mér ósammála. Þá vildi ég gjarnan eiga orðastað við. Ég lagði metnað minn í að svara erindum. En það tókst alls ekki alltaf og ég endurtek að það var óafsakanlegt en það voru undantekningarnar sem hafi sannað regluna; að almennt hafi ég svarað ernidum og hitt þá að máli sem vildu eiga við mig orð. En sem sagt Óskar Helgi, vonandi getur þú fyrirgefið þetta um árið þótt seint sé. Kv., Ögmundur Jónasson    

Ögmundur Jónasson (IP-tala skráð) 22.1.2023 kl. 18:39

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Þar sem þessi pistill var saminn á blótshléi frá Þorrablóti sveitamanna, rétt uppúr miðnætti með koníaksglas í hönd, var þá að tékka á hvort ég ætti eitthvað ósagt við Hörð í pistlinum hér á undan, þá var ég nýbúinn að hlusta á enn einn brandarann um Jón Björn bæjarstjóra okkar, en fyrst og síðast Miðbæing og sveitamann, þá var eðlilegt að hann kæmi uppí huga mér þegar ég las frásögn þína af Biðinni eftir Ögmundi, það var nú ekki annar tilgangurinn og þess vegna minntist ég á Sigurð Inga því frændgarður sem og sveitungar Jóns Björns segja að hann sé sá eini sem nái í gegn þegar Jón Björn er ótengdur þessum heimi nema líkamlega.

En Óskar minn, það spillir ekki deginum að við séum ekki sammála, slíkt er aðeins hollt og gott, alveg eins og lýsið frá Lýsi hf.

Við erum nú hvorugur sérstaklega mikið fyrir lognið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 08:17

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ögmundur.

Ég dæmi ekki, það er hlutverk sögunnar, og hún hefur fellt sinn dóm um þá ríkisstjórn sem þú sast í.  Ég hins vegar orða þann dóm á minn hátt, og um það orðalag má örugglega deila, og mér að meinalausu mega menn orða þann dóm á annan hátt en ég geri.  Að því gefnu þó að ef þeir gera það hér inni, að þeir haldi sig við að lýsa dómnum en ekki öðrum dómum.

En það er bara svo að það er rangt að reka fátækt fólk af heimilum sínum, það er glæpur að senda börn þeirra út á gaddinn.

Af hverju hins vegar púkinn í mér lét mig, í stað þess að skrolla yfir fótboltafréttir, henda inn þessum pistli og orða hann í fyrstu persónu, hef ég ekki glóru um, en þegar ég las síðbúna afsökunarbeiðni þína til Óskars, þá skildi ég að allt hefur sinn tilgang.

Mönnum greinir á, og sem betur fer eru ennþá til fólk sem kann að tjá sig á þann hátt að það er líkt og stormgnýr heyrist í dölum og fjörðum, jafnvel þó maður sjálfur lendir í þeim sama storm.  Þá er gott að geta greint á milli stormsins, og þess að eitthvað er óuppgert hjá manni sjálfum.

Takk fyrir innlitið Ögmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 08:39

11 identicon

Tvennt vil ég nefna til hér.

Hið fyrra varðar leiðréttingu, um Norðurland eystra var að ræða, en ekki vestra, svo það sé hér leiðrétt hvað annars þarfan pistilinn varðar.

Hið seinna varðar það hvort, eða öllu heldur hvað olli því að Ögmundur, breytti svo sem hann gerði og á þann hátt að þú líkir við gunguhátt, að segja ekki allt hvað varðar helferðarstjórnina sem hann var hluti af.  Af hverju gerir hann ekki hreint fyrir sínum dyrum?

Mér finnst Ögmundur aldrei hafa svarað því hreint og beint af hverju hann studdi ekki Lilju Mósesdóttur, Jón Bjarnason og Atla Gíslason.  Heldur kaus hann sér að hanga á roðinu með Steingrími Joð og kumpánum, þeim sem hann nú nefnir í háðungarskyni, Hreyfingin - Framboð, hf.

Af hverju vildi Ögmundur leggja Hreyfingunni - Framboði lið fremur lið, en sprengja helferðarstjórnina og ganga til liðs við Samstöðu Lilju Mósesdóttur.  Hvað gekk Ögmundi til? 

Varla var það gunguháttur hand sem olli, eða hvað?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 12:45

12 identicon

Mál hefðu getað skipast á talsvert annan hátt, og heiðarlegri og betri, hefði Ögmundur skynjað sinn vitjunartíma og eflt andófið í stað þess að búa við þau ósköp að hafa hangið á roðinu í helferðarstjórn Steingríms Joð.  En svo velur hver sinn sessunaut sem honum þóknast og sýnist best. 

Verulega leitt hvernig sá annars góði drengur, Ögmundur, valdi.  Vonandi er kært með

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 12:58

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Shit Pétur, og vegna ekki góðra hugsana minna til þeirra á Norðurlandi Vestra, hafa allskonar veðravíti og óáran dunið yfir þá alsaklausa, samt ekki alveg því þeir báru ábyrgð einum jöfnunarþingmanni líkt og Suðurkjördæmi, og fyrst við erum farin í leiðréttingar, þá var það í kosningunum 2016 þar sem þessi ógæfusvikaflokkur fékk þetta afhroð, sem var samt smán því auðvitað átti hann að þurrkast út. 

En varðandi þetta með Ögmund og fyrir utan að redda byggðinni minni eitt stykki brýn jarðgöng, þá held ég að ég hafi útskýrt bærilega svörin við spurningu þinni.

".. þú varst eins og norsku andspyrnumennirnir sem þóttust gagna erinda hernámsliðs nasista, en unnu allan tíma í þágu lands og þjóðar, frá fyrsta degi var augljóst að þú vannst gegn hernámi erlendra og innlendra hrægamma, án þín hefði margt orðið verra.".

Stundum þarf að vega ófreskjuna innan frá eins og sýnt er frá í mörgum hetjumyndum frá Hollywood.

Þér að segja þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið sama sinnis, líkt og afhjúpaðist þegar hann þurfti að koma til bjargar í seinustu ICEsave svikasamningunum, að sprengja ríkisstjórnina hefði ekki verið til góðs, en áhlaup villikattanna á hana, jafnt utan sem innan, veiklaði hana svo mjög að mörg óhæfuverkin voru stöðvuð.

Þetta "gungu" orð mitt var kannski plantað í undirmeðvitund mína af einhverjum hér áður fyrr í einhverjum umræðum, en ég notaði það fyrir þann stað og stund sem pistill minn var skrifaður, og þá spunnið út frá því sem kom fram í viðtengdri frétt.

Og mikið kík í baksýnisspegilinn getur hindrað það mikilvægi að drífa söguna áfram, frá núinu yfir í framtíðina.  En ég ætla víst seint hætta að ragna þegar óhæfufólkið kemur uppí hugann.

En við höfum víst öll okkar djöfla að draga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 13:44

14 identicon

Tilgáta mín er sem sagt, að Ögmundur sé ekki, og hafi aldrei verið, gunga.

Það sem réði vali hans var að hafa áhrif, innan stjórnsýslunnar.  Og vissulega var hann þar betri en flestir, enda ekki um auðugan garð þar að gresja.

En, og það er hið stóra en, hann hefði getað náð margfalt betri árangri - ég fullyrði það enda man maður vel hið pólitíska landslag þá - með því að sprengja helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms Joð, og ég er ekki í nokkrum vafa að svo hefði orðið ef hann hefði gengið til liðs við Samstöðu Lilju og kosningarnar hefðu þá orðið 2012 - og ekki seinna að vænna-  og Ögmundur hefði þá orðið lykilmaður til betri vegar en urðu. 

Að skynja ekki sinn vitjunartíma er engum stjórnmálamanni til vegsauka.  En vitaskuld klóra þeir í bakkann eftir að skaðinn er skeður. 

Bið þig svo afsökunar Ómar minn, að skrifa hér allar þessar athugasemdir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 13:56

15 identicon

Takk fyrir svarið Ómar, í aths. nr. 13.

Hef verið að skrifa þá 14. á sama tíma og þú þá 13.

Já, vestra er það, og við Húnvetningar báðir að nærættum, við Ögmundur :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 14:02

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Mín er alltaf ánægjan að fá athugasemdir, þær auðga og bæta við pistla mína, og oft þannig séð, þá grillir svona meir í sjálfið mitt, frekar en þetta hliðarsjálf sem ég kenni við Kveðju að austan.

Til dæmis dauðasaklaus, en reyndar mjög verkjaður eftir að hafa snúið uppá mig allt þetta yndislega skemmtilega sveitablót, þá beið ég eftir sæti, og fékk nikk frá manni sem þakkaði fyrir pistil, og ég sem hélt að hann læsi ekki svona blogg.

Það er líklegast ástæða þess að ég skrollaði ekki niður íþróttafréttirnar, svona eftir á að hyggja, ekki að þessi pistill eigi á nokkurn hátt erindi við sveitunga mína, heldur var hann skýring þess að ég kíkti á Hörð, svaraði, og mig langaði að sú umræða færi ekki út í kosmóið án þess að nokkur maður læsi, og þá fékk ég þessa frétt, og restina þekkjum við báðir.

En ég get fullvissað þig um Pétur, að sveitablótið, sem var mitt þriðja frá upphafi í þau 94 skipti sem þau hafa verið haldin, var yndislegt, og koníakið sem vann gegn verkjaseyðingnum, það var líka yndislegt.

Það má hins vegar deila um augnabliks pistil minn, en hann hafði þrátt fyrir allt góðar aukaverkanir.

Restin af kvöldinu, eða réttara sagt nóttinni var svo góð, og ekki skaðaði þegar ég hitti marga blótsgesti daginn eftir, að sú ánægja var ekki aðeins bundin við mig og betri helming minn.

Spjall um þessi skrif, eins alvarleg eins og þau nú annars voru, gera ekkert annað en að bæta við annars gott kvöld, þrátt fyrir allt Pétur þá er orð til alls fyrst.

Og í upphafi var Orðið.

Viska sem mér finnst oft gleymast í argaþrasi nútímans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 15:50

17 identicon

Kærar þakkir Ómar fyrir svarið í aths. nr. 16.  Já, þau auðga sál og sinni orðin og koníakið.  Þorramaturinn, nærsamfélagið og Orðið.  Það er mikils verðast.

Bestu kveðjur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 16:18

18 identicon

Sælir; sem fyrr og áður !

Ögmundur !

Þakka þjer fyrir; að viðurkenna þína meinbaugi, og jú:: þjer er fyrirgefið af minni hálfu, hvar þú varst, þrátt fyrir allt, einna mannlegastur liðsafla 

þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar á árunum 2009 - 2013:: þau hjú hafa sýnt óumdeilanlega á öllum þeirra ferli, að þau eru 

vont fólk og illa innrætt að öllu leyti, miðað við þá framkomu, sem þau sýndu okkur öllum, sem misstum aleigu okkar á Djöfullegan hátt, á árunum 2008 - 2017,

og reyndar áfram, þaðan frá talið:: ALDREI skal gleymazt, lygavefur þeirra, um svokallaða ''skjaldborg heimilanna'' og jeg er þess fullviss, þrátt fyrir hefðbundið

trúleysi mitt Ögmundur, að þessi illa innrættu hjú (Jóhanna og Steingrímur J.) munu hverfa í myrkur Helvítis og elda þess, að lokinni fyrirlitlegri jarðvist þeirra.

Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur; skulu ALDREI fyrirgefin, óhæfuverk þeirra gagnvart samlöndum sínum:: svo skýrt komi fram:: öldungis !

Pétur Örn Björnsson; mæti drengur !

Íhuganarverðar eru og; þínar ábendingar í hvívetna, Ögmundi - sem og okkur öllum öðrum til handa, sem jeg þykist vita fyrir víst, að nokkru, að Ómar gestgjafi

okkar muni ekki síður en aðrir margir gaumgæfa vel, til lengri framtíðarinnar litið.

Með beztu kveðjum sem fyrr; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2023 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband