12.1.2023 | 15:22
Undirróðurinn mallar og mallar.
Við sem dáumst af töframanni sem getur dregið kanínur uppúr hatti sínum, getum ekki annað en tekið ofan hatt okkar fyrir töfrum þessarar fréttar, og snilldinni að fá skrifstofu Starfsgreinasambandsins til að taka þátt í þessari aðför að grunnrétti verkafólks, að boða verkfall telji það þess þurfa.
Heilagur réttur sagði Lára V. Júlíusdóttir, þó rebellinn Sólveig Anna eigi í hlut, þá greip Lára ekki beituna sem Undirróðursmaður Morgunblaðsins setti út fyrir hana í viðtali á Mbl.is í gær, þó er vitað að ekki er kært á milli Láru og Sólveigar.
En Lára veit að rétturinn til verkfalla er stærri en bæði hún og Sólveig Anna, jafnvel þó þær leggðu saman stærð sína á tommustokkinn.
En skrifstofa Starfsgreinasambandsins gleypti beituna.
Aumingja þið.
Og hvað fékk ykkur til að halda að þið væruð varðhundar kerfisins, auðstéttarinnar, Samtaka Atvinnulífsins??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Uggandi félagsfólk Eflingar í pattstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 608
- Sl. viku: 5644
- Frá upphafi: 1399583
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 4815
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt fyrirkomulag að fólk er neytt til að vera í ákveðnum stéttarfélögum frekar en öðrum. Lýðræðislegt eða hvað?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 16:30
Blessaður Stefán, flott athugasemd, svona ef hún hefði komið fram sirka 20 árum fyrr. Þessi frétt eða það sem þetta er í raun, undirróður myrkursins, fjallar einmitt um fólk sem vill skipta um félag.
En þú spyrð um lýðræði, það er lítið lýðræði í skurðgreftri undirróðursins, að reyna grafa undan grunnréttindum fólks.
Eitt er að boða til verkfalls, annað er að fá það samþykkt og á það á eftir að reyna, fólk sem er á móti verkfalli, greiðir þá atkvæði gegn því.
Það skilja allir nema Leppar atvinnurekanda hjá Starfsgreinasambandinu, en ég veit fyrir víst að Undirróðursmaðurinn hjá Mogganum veit þetta mætavel, það er jú þess vegna sem hann grefur undan með svona Ófrétt.
Hann greinilega telur að verkfallið verður samþykkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2023 kl. 16:40
Þannig að tjáning þeirra sem finnst þetta fyrirkomulag vont og andlýðræðisleg er undirróður en þinn málflutningur er þá hvað? Í mín eyru hljómar nefnilega þessi málflutningur, svona í takt við upphrópanir Sólveigar, sem undirróður. Undirróður = innihaldslausir og öfgafullir frasar.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 17:29
Blessaður aftur Stefán.
Það er alltaf gott að halda brú í málflutningi sínum, síður að hræra öllu saman.
Ég benti þér á að það eru mörg ár, allavega hátt í tveir áratugir síðan að hopp á milli stéttarfélaga var leyft, það er fólk ræður í hvaða stéttarfélagi það er.
Síðan spyr ég þig kurteislega, hvar í fjandanum finnur þú þess merki í skrifum mínum að ég hafi eitthvað á móti tjáningu skoðana, skoðanaskiptum og svo framvegis??
Þú mátt gera ágreining við þá skoðun mína að það sé lítið lýðræði fólgið í undirróðri gegn grunnréttindum fólks og félagasamtaka, og hvað mig varðar, þá gildir það sama um rétt atvinnurekanda að nýta sér tæki og tól laga til að verja hagsmuni sína, þar á meðal verkbönn.
Það er undirróðurinn sem er alltaf aðför að lýðræðinu, því ef við virðum ekki leikreglur samfélagsins, þá er stutt í vargöldina.
Ég veit ekki af hverju þú fattar það ekki, ég hélt að ég gæti ekki verið skýrari, að ég hef nákvæmlega ekkert á móti því að Morgunblaðið tjáir skoðanir sínar, en ég bendi á þau tæki sem blaðið hefur til þess. Að nýta fréttir til þess er hins vegar vítavert, svona Pravda fréttamennska.
Ég veit ekki hvort þú sért nógu gamall til að muna eftir þeirri fréttamennsku, en ég er það, og ég er líka nógu gamall að ég muni eftir þeim tíma þar sem Morgunblaðið gerði skýran greinarmun á fréttum, sem það reyndi að segja frá á eins réttan og hlutlausan hátt og það gat, fréttaskýringum sem blaðið reyndi að láta ná yfir öll sjónarmið deiluaðila eða mismunandi sjónarmiða, og svo skoðunum blaðsins sem það tjáði í ritstjórnarnarskrifum blaðsins.
Í mínu ungdæmi voru ekki til virðingarverðari menn, hlutlausari menn í fréttaskrifum sem og harðari í leiðarskrifum sínum, en þeir félagar Matthías og Styrmir, afburðamenn.
Það er aumur tími þar sem þeirra minning er horfin, en unglömb eins og þú Stefán berð uppá skrif mín að þau séu innihaldslaus sem og öfgafullir frasar.
Þér er samt vorkunn, en Davíð hefur saurgað hin Helgu vé sem Mogginn hefur alltaf virt.
Hver sem ógnin er af Sólveigu Önnu þá er ekkert sem réttlætir þessi vinnubrögð.
Sem Moggamaður er sorg mín mikil.
En hvað þig varðar Stefán, þá vona ég þín vegna að þú náir að smíða brýr, næst þegar þú setur putta á lyklaborðið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2023 kl. 17:59
Sæll Ómar; sem jafnan - líka sem og aðrir gestir, þínir !
Stefán Örn Valdimarsson !
Ættir þú ekki að skammazt þín; fyrir ömurlegt viðhorf þitt, til þeirra Ómars síðuhafa - líka sem og Sólveigar Önnu Jónsdóttur ?
Virðingarvert er; hversu Ómar Geirsson:: mætur Austfirðingurinn, sem og Sólveig Anna, leitazt við að reyna að opna augu landsmanna
fyrir þeim sora, sem við búum við / stjórnarfarslega:: og ekki síður siðferðilega, Stefán Örn.
Virtu fyrir þjer Stefán Örn, að lungi þess liðs, sem á alþingi situr / líka sem og í stjórnarráði, hafa EKKI ENNÞA gert upp við
okkur, sem þurftum að sæta þjófnaði bankakerfis og ríkisvalds á eigum okkar, Haustið 2008, t.d.
Sólveig Anna Jónsdóttir; rær nú lífróður til varnar sínu fólki, sem Samtök atvinnulífsins, með þegjandi stuðningi stjórnarráðs
og Seðlabnka, auk fjölmargra annarra innlendra undirheima afla okurs- og græðgi, eru að reyna að troða niður í svörð spillingar og
undirmála:: undirmála, sem ekki einu sinni Congó skæruliðum nje Sikileysku Mafíunni t.d. gætu komið sjer til hugar, að beita gegn sínum
andstæðingum, á nokkra vegu.
Skoða þú Íslandssöguna í víðu samhengi; fyrri alda sem og nútímans Stefán Örn, hafir þú einhvern snefil sómatilfinningar til
að bera, að nokkru.
Með beztu kveðjum; að mestu - fremur kaldranalegum þó, til Stefáns Arnar, að þessu sinni, a.m.k. /
Óskar Helgi Helgason
Eyrbekkingur
Óvirkur fjelagi; í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi
og Sögufjelaginu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 21:28
Það er alltaf upplífgandi svona í morgunsárinu að lesa hressidembu eftir Óvirkan fjelaga í Hinu íslenzka Bólmenntafjelagi og Sögufjelaginu.
Svo ég vísi nýlegt spjall okkar, þá gekk það ekki eftir að hinir mætu menn, Vilhjálmur og Aðalsteinn þekktu sinn vitjunartíma, eins og ég reyndi að útskýra þetta kurteislega fyrir þeim.
Og þú aðeins hressilegra.
Þetta er skrýtin staða, furðulegt hvað ein manneskja getur haft áhrif á taugakerfi fólks. Það segir manni að það sé eitthvað í hana spunnið, í henni eru sterk bein, og góðar rætur í jarðveg áa okkar sem þraukuðu í gegnum aldirnar í þessu fallega landi okkar, og gripu svo tækifæri framfaranna og gerðu það að þessu góða samfélagi sem ól okkur upp, og gaf okkur sömu tækifæri og börnum borgarastéttarinnar.
Það þurfti baráttu til, og sú barátta var háð.
Nú blása Landvættirnir og Fjallkonan í lúðra, land okkar þarf að verja, samfélag okkar þarf að verja.
Sólveig Anna svaraði því lúðrakalli, það mættu fleiri gera.
En hjá mér er það kveðjan að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.