Stalín var hér.

 

Svona ef einhver skyldi efast um vinnubrögð Guðlaugs Þórs.

Reyndar er það ekki honum að kenna að íslensk tunga sé full af orðum eða orðatiltækjum sem ná alveg að lýsa framboði hans.

Eins og þjófur að nóttu sækir uppruna í þá sem þoldu ekki alveg dagsljósið, líkt og Guðlaugur var þegar hann vann prófkjörið við barnið sem Flokkseigandafélagið stefndi gegn honum, mátti þá gera gott í niðurstöðunni, til dæmis að auka fylgi Flokksins í Reykjavík, sem gekk ekki eftir, að ráðast gegn Bjarna á þeim forsendum að Reykjavík skaffaði ekki, eru vinnubrögð sem íslensk tunga afgreiðir sem "þjóf að nóttu".

En hví þennan tittlingaskít, Sturlunga kann miklu frekari krassandi orð yfir Guðlaug sem nýtti sér skipulagshæfileika Stalíns til að vega að Bjarna sem þjófur að nóttu.

 

Hvernig var þetta með Flugumýrarbrennuna, fyrir daga þjófa að nóttu, en það var brennt að nóttu.

Rétta orðið er fyrirsát, eða launsátur, ef það hefði verið launsátur, þá hefði framboð Guðlaugar komið seinna, svona sirka hálftíma fyrir meinta rússneska kosningu Bjarna.

 

En hvað veit ég, og hvað vita aðrir.

Stalín er jú löngu farinn til feðra sinna, út frá mannúð og mennsku þá hefði sagan alveg getað látið það ógert að hann arfleið hans gengi aftur.

 

En hann var, og vinnubrögð hans eru þekkt.

Ekki að það skipti mig neinu máli í aðdraganda þessara fréttar, um þrautreynd vinnubrögð bóndans í Kreml, en það alveg fyndna er þegar hægri armur Sjálfstæðisflokksins, allflestir rúmlega miðaldra karlmenn, telja sig fá lausn í hremmingum sínum að styðja Ný-Stalín, tækifærasinna sem hefur aldrei á sínum stjórnmálaferli gefið þeim undir fótinn, eða stendur fyrir einhver gildi í dag sem þeir styðja.

 

Eða er hægri armur Sjálfstæðisflokksins útibú frá Pírötum.

Eða hver er munurinn á umhverfisráðherranum Guðlaugi og forheimsku Pírata.

Á hann eina ákvörðun sem vinnur gegn loftslagshörmungum sem munu eyða lífi barna okkar??

 

Nei, líklegast ekki.

Og hægri armurinn er líklegast það heimskur að kjósa út frá andófi sínu, en ekki þekktum staðreyndum um Stalín, eða þeim vinnubrögðum sem fulltrúi hans hér á Íslandi er hér í dag.

 

Munum samt að Stalín var ógæfumaður.

Og í alvöru, við þurfum leiðtoga.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Ómar,

 

margt eftir þig er hreint afbragð. Þessi pistill finnst mér í undarlegri kantinum. Já, andstöðu þína eða andúð gegn Guðlaugi Þór skil ég ekki frekar en margra sem velja Bjarna.

"Þjófur að nóttu", get tekið undir það, því framboðið var óvænt og kom mér jafnvel á óvart, því virðingin fyrir Bjarna meðal margra minnir á helgislepju, of mikla finnst mér. Ekki er ég þó að segja að hann hafi verið alveg ömurlegur, en bara þetta, of miklar málamiðlanir, og mikið að nota dúkkulísur í ráðherrastörfum hverra helztu mannkostir eru glæsilegt útlit.

"Launsátur" er ekki réttlátt, ekki nema hann sigri Bjarna. Þá getur það kannski átt við. Bíddu eftir úrslitunum. Ef hann tapar fyrir Bjarna var þetta heiðarleg tilraun til að skora hann á hólm.

Og hvernig getur þú líkt Guðlaugi Þór við Stalín, sem var harðsvíraður einræðisherra með jámenn í kringum sig og bókstaflega drap niður alla mótspyrnu? Guðlaugur Þór er ekki á þeim stað í lífinu og verður sennilega aldrei.

Mér finnst Guðlaugur Þór frekar vera maður sem er að vinna sig upp og til álita. Mér finnst hann eiga vafasama fortíð, eins og þegar hann studdi orkupakka 3, en það sem hann segir í fjölmiðlum núna finnst mér þannig að það sé hægt að hafa trú á honum frekar en Bjarna, þar sem við vitum hvernig Bjarni hefur stjórnað í mörg ár, ekki híft upp fylgið. Getur Guðlaugur Þór það? Afhverju ekki að gefa honum séns og leyfa honum að reyna?

Jú ég hef lesið fyrri pistil þinn um þetta og skil samlíkinguna við Stalín. Stalín hafði líka þennan hæfileika að vinna sig upp í kyrrþey. En þar sleppir samlíkingunni, enn að minnsta kosti. Já, Stalín hreinsaði fólkið í kringum sig, fjarlægði það til að ná algjörum völdum. Heldur þú að Guðlaugur Þór verði þannig, þessi rólyndismaður? 

Stalín, einhver frægasta skepna mannkynssögunnar, sem réðst á þá sem voru með honum í byltingunni til að sitja einn að völdum. Segðu mér, er ekki önnur manneskja sem minnir á þessa lýsingu, Eflingarforinginn, dóttir Jóns Múla, Sólveig?

En mér finnst ég skilja andstæð sjónarmið þegar ég les pistil sem þennan og það er ágætt.

Við þurfum leiðtoga, tek undir það.

Stundum verða til leiðtogar á neyðartímum, því lengi má manninn reyna. Kannski eru leiðtogahæfileikar einmitt núna að gægjast út hjá Guðlaugi Þór sem hann hefur ekki sýnt áður.

Allavega sýndist mér það í Silfrinu fyrir viku. 

Það hafa ekki allir þennan kjark sem hann hafði, að vega svona að Bjarna rökfastur og ákveðinn, og hitta í mark, í sambandi við skorti á fleiri kjósendum fyrir flokkinn. Það eru fáir sem voga sér að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. Davíð Oddsson hafði þennan kjark, sem nú er einn frægasti formaður Sjálfstæðisflokksins, umdeildur en litríkur og þá var mikið blómaskeið.

En þetta er nokkuð heiðarleg keppni, hann bara tók ákvörðun svona seint. Hann hefur útskýrt að hann var hvattur til þess. Betra hefði þó verið að hann hefði tekið þessa ákvörðun fyrr. Ég er sammála því. 

Ingólfur Sigurðsson, 4.11.2022 kl. 00:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Fjölpistla verður að lesa í samhengi eins og þú bendir réttilega á, og samlíkingin nær til ákveðinna vinnubragða í valdaklifri, en ekkert var fjallað feril eða stjórnvisku bóndans í Kreml eftir að hann náði völdum.  Ljóst er þó að hann var lesinn í fornum grískum fræðum um hvernig tyrann heldur völdum, hvort  Guðlaugur sé lesinn í þeim fræðum hef ég ekki hugmynd og ég tel að það muni ekki reyna á því stelpurnar í flokknum munu tryggja glæsisigur Bjarna.

Varðandi skúringarkonuna í Eflingu þá held á að leitun sé að ólíkri aðferðafræði við að ná völdum og halda þeim, mundu að enginn heldur völdum ef hann snýst ekki gegn moldvörpum og hælbítum, eða útsendurum andstæðinganna.

Þér finnst ég hafa eitthvað lítið álit á Guðlaugi og að þér finnist hann hafa vaxið í nýlegum fjölmiðlaviðtölum. Í sjálfu sér hafði ég hvorki lítið eða mikið álit á honum, í mínum huga er hann kannski svona eins og gömul mubla sem maður rekst annað slagið á uppá háalofti, maður man ekki alveg hvenær hún kom inná heimilið, en þegar maður sér þá vottar alltaf fyrir samviskubiti hjá manni, ætlaði maður ekki fyrir löngu að vera búin að fara með hana út í nytjagám??

En að þú skulir trúa orði af því sem hann segir Ingólfur er ég hissa á, tækifærisinni sem segir korteri fyrir kosningar allt að sem hann heldur að fólk vilji heyra, er og verður aldrei trúverðugur, mér vitanlega hefur hann ekki imprað orði af þessu allavega síðustu 8 ár, og persónulega finnst mér líklegt að hann stolið öllu þessu úr ræðum og greinum Óla Björns, hann er hugmyndafræðingur og óþreytandi halda á lofti gömlum gildum Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar.

Vinnubrögðin eru hins vegar vanvirðing við allt og alla, og ótrúlegt að bjóða fólki uppá svona leikrit núna þegar æpandi þörf er á fullorðnu fólki og vitiborinni umræðu í íslensk stjórnmál.  Meir að segja Samfylkingin er að reyna að hefja vegferð uppúr hjólförum vitleysisgangsins og forheimskunnar

Guðlaugur hefði hins vegar verið meiri maður ef hann hefði stigið fram og kynnt áherslur sínar og haft kjark til að mæta samfélagsímyndinni sem mér skilst að Engeyingar hafi ákveði að setja í valdastól eftir að Bjarni nennti þessi ekki lengur. Það er reyndar dálítið skrýtið því hann sjálfur segist loksins vera kominn með þroska og reynslu til að sinna starfi sínu.

En hann er það ekki.

Undarlegur pistill segir þú Ingólfur, það er nú svo, margar bræður og systur á hann á þeim 13 árum sem ég hef bloggað undir Kveðjunni, stundum skil ég ekki bofs í pistlum þessa hliðarsjálfs míns, en ég man af hverju ég henti honum inn í miklum fljótheitum, fljótheitin skýra samnýtinguna á rökfærslu, en tilgangurinn var reyndar ekki að sneiða að Guðlaugi, hafði þegar gert það í fyrri pistlinum.

En þetta var erindið; "en það alveg fyndna er þegar hægri armur Sjálfstæðisflokksins, allflestir rúmlega miðaldra karlmenn, telja sig fá lausn í hremmingum sínum að styðja Ný-Stalín, tækifærasinna sem hefur aldrei á sínum stjórnmálaferli gefið þeim undir fótinn, eða stendur fyrir einhver gildi í dag sem þeir styðja. ..... Og hægri armurinn er líklegast það heimskur að kjósa út frá andófi sínu, en ekki þekktum staðreyndum um Stalín, eða þeim vinnubrögðum sem fulltrúi hans hér á Íslandi er hér í dag".

Menn geta haft allt á hornum sér gagnvart þeim hægfara miðjuíhaldsmenni sem Bjarni Ben er, en Guðlaugur er nákvæmlega ekkert af því þeir ætla honum.

Og að menn skuli ekki sjá það.

Það er fyndið.

Kveðja að austan.

PS. Orði launsátur lýsir ákveðnum fyrirbrigði eða gjörðum, hefur ekkert með árangur launsátursins að gera.

Ómar Geirsson, 4.11.2022 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband