28.1.2022 | 13:14
Metfjöldi smita.
Samt aðeins þrír á gjörgæslu.
Segir allt sem segja þarf um hve gjörólíkt omikron afbrigðið er fyrri afbrigðum kórónuveirunnar.
Samt, samt er reynslan af fyrri afbrigðum skýring þess að núna á að fara mjög varlega í að opna samfélagið á ný.
Samfélag full bólusetts fólks, sem omikron afbrigðið ógnar ekki á nokkurn hátt.
Líklegra er að gjörgæslan tæmist en að þar fjölgi sjúklingum á ný.
Ekki skal vera gert lítið úr mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins, en sá vandi var landlægur fyrir kóvid, aðeins sértækar aðgerðir sem kalla á aukið fjármagn leysa þann vanda.
Ekkert samhengi er þar á milli og þess að halda fólki í gíslingu sýndarmennsku sóttvarnaraðgerða, nema þær kosta gífurlega fjármuni, fjármuni sem myndu leysa mönnunarvandann fljótt og vel.
Nei frekar skal eytt peningum í vitleysu en þar sem þeir koma að gagni.
Það er eins og sóttvarnir séu orðnar að trúarbrögðum, ekki það sem þær eru, tæki til að grípa til á neyðarstundu þegar enga lækningu er að fá, eða faraldur það útbreiddur að heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið.
Samt má þakka heilbrigðisráðherra fyrir að slaka strax á miðnætti, í stað þess að taka þrjósku Þórólfs á þetta.
Vonandi hafa menn líka kjark til að flýta afléttingu ef síðasti kóvid sjúklingurinn finnst ekki lengur á Landsspítalanum.
Því seinkun á faraldrinum gerir ekkert annað en að skerða varnir almennings, það er vitað að þriðja sprautan endist ekki nema í nokkra mánuði, og sá tími er að renna út hjá mörgum núna í mars.
Síðan eigum við að gera skýlausa kröfu á að stjórnvöld hætti að draga lappirnar og einhendi sér að leysa innri vandamál Landsspítalans, vindi ofan af hinum skaðlegu hagræðingu undanfarinna ára, fjölgi fólki, fjölgi rúmum, hætti að reka spítalann á stanslausu yfirálagi.
Það kemur nefnilega annar kóvid faraldur, það er það eina sem er öruggt í þessu lífi, ásamt því að við eigum eftir að leggja bölvaða Danina í komandi handboltaleikjum.
Lífið heldur nefnilega áfram.
Og ein af gjöfum þess að við getum lært af mistökum, lært af reynslunni, og verið viðbúin næsta faraldri.
Á þessari stundu er því ekkert annað hægt að segja en;
Áfram Ísland.
Kveðja að austan.
Aflétt fyrr ef allt gengur að óskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 458
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6042
- Frá upphafi: 1399981
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5178
- Gestir í dag: 401
- IP-tölur í dag: 396
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skal bjóða þér á tónleika í Danmörku ef þú lætur sjá þig hérna fljótlega. Gjarnan þar sem fjarlægðartakmörkun er 0 cm á troðnu gólfi. Ég hlakka til!
Geir Ágústsson, 30.1.2022 kl. 20:20
Takk fyrir það Geir, mér skilst að þar séu fínar sóttvarnir sem kenndar eru við Tuborg.
En mér dugði að fá að horfa á drengina mína spila lokalleik við Sindra á laugardaginn, þess vegna fékk heilbrigðisráðherra sérstakar þakkir.
Það er ekki bara að unglingarnir okkar séu að missa kannski sem seinna meir eru dýrmætustu mótunarárin, við foreldrarnir missum líka af upplifun sem kemur aldrei aftur.
Ég upplifið það sjaldgæfa augnablik að báðir voru heilir eða næstum því, en undanfarin ár hefur ýmislegt gengið á varðandi meiðsli og veikindi. Þá átti að slúffa augnablikinu á altari sýndarmennskunnar, af því bara að opna á þriðjudaginn. Það kemur alltaf dagur eftir þennan dag er sagt á móti, en lífið hefur kennt manni að þar er ekki á vísan að róa.
Og þessi ár líða fljótt.
Þú veist mæta vel Geir að ég hef verið ötull stuðningsmaður sóttvarna þegar ekkert annað var í boði að mínum dómi, en maður styður ekki eitthvað af því bara, og það var orðið ljóst í desember að bólusetningar héldu, og hið meinta neyðarástand almannavarna var heimatilbúinn vandi sem krafðist úrlausnar, það er engin úrlausn að lama samfélagið.
Herðingin eftir áramót var ekki bara gagnslaus, heldur var hún svívirða því hún skaðaði svo mikið, þegar það þurfti þvert á móti að bæta úr, að færa mannlíf aftur í eðlilegt horf.
Og eins og þú veist þá er vinur sá sem til vamms segir, þegar slíkt þarf að segjast.
Ég allavega gerði mitt besta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2022 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.