Þórólfur segir fleiri bera ábyrgðina.

 

Og er þá líklegast vísa í þá sýndarmennsku sem núverandi sóttvarnir eru.

Eins og það komi málinu eitthvað við, hve margir beri ábyrgð á rangri ákvörðun.

 

Þórólfur segir líka að hann ætli sér að ulla framan í þjóðina allavega til 2. febrúar, miðað við þróunina á Landsspítalanum þá þarf hann líklegast að ráða leikara til að leika alvarlega veikt fólk svo hægt sé að segja að einhver sé veikur.

Bót í máli að margir leikarar eru atvinnulausir þessa dagana, þökk sé rangri nálgun Þórólfs, og samábyrgðarfólks hans á sóttvörnum.

 

Spurningin stendur samt eftir.

Hvenær ætlar gott fólk að grípa inní??

Kveðja að austan.


mbl.is Vísar gagnrýni til föðurhúsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ekki stærsta vandamálið að enginn vill bera ábyrgð? Ef fjöldi smita er svona mikið vandamál og helmingur smita eru börn, er þá ekki bara ráð að loka skólum í viku til að slíta á smitleiðir?

Rúnar Már Bragason, 19.1.2022 kl. 13:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú það er náttúrulega augljóst mál, en svara ekki eins og Katrín, "Eitthvað varð að gera".

Og gera svo bara eitthvað til að gera eitthvað, nema það sem þarf að gera, það er ef markmiðið er að skera á smitleiðir.

En nálgunin er röng, það er búið að bólusetja þá sem vilja, varnir gegn alvarlegum veikindum er því til staðar, það er aðeins prómil sem fær eitthvað verra en leiðindakvef, og þeir sem fá þetta sama leiðinda kvef, eru ekki nema aðeins fleiri en prómil.

Álagið á spítalann er því ekki þessum faraldri að kenna, vandi hans er annars eðlis, og menn eiga að takast í við hann í stað þess að stinga höfuðið í sanda sýndarmennsku sóttvarna.

Ljóst öllu skynsömu fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2022 kl. 14:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú þykir mér týra Ómar, bara hlaupinn á vinsældavagninn!

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2022 kl. 16:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Gunnar, er á meðan er, um að gera njóta þar til Þórólfur stekkur á hann líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2022 kl. 17:14

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú átt að bera virðingu fyrir Þórólfi, Ómar. Hann er ofurmenni. Hver annar hefði getað haft rangt fyrir sér í hvert einasta skipti sem hann opnaði munninn í heil tvö ár (og hann er eiginlega alltaf með hann opinn) og samt tekist að fá heila þjóð til að trúa því að hann hefði alltaf rétt fyrir sér?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2022 kl. 22:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Það er þó gæfa þjóðarinnar a hann skuli ítrekað hafa farið rangt með, það lifa margir í dag sem hefðu þá dáið, lifa til að fá þær varnir sem eru í boði, en voru ekki í boði þegar Þórólfur tók sínar meintu röngu ákvarðanir.

Og já, ég ber virðingu fyrir kallinum, en vinur er sá sem til vamms segir.

Misjafnt þó hvernig mönnum líkar vináttan mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2022 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1244
  • Frá upphafi: 1412798

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1094
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband