Heimatilbúið neyðarástand.

 

Það er gott að vita að Landspítalinn skuli viðurkenna, þó undir rós sé, að það voru engar forsendur fyrir atlögu stjórnvalda, undir merkjum sóttvarna, að eðlilegu mannlífi í síðustu viku.

Smitum hefur ekkert fækkað, því það var ekki lokað á smitleiðir veirunnar, en meint aukning bráðveikra vegna omikron afbrigðisins reyndist vera fækkun þegar á reyndi.

Sem átti ekki að koma á óvart, omikron afbrigðið er ekki að veikja fólk nema í algjörum undantekningatilviku, slær í raun ekki meðal flensu við.

 

Eftir stendur mönnunarvandinn, sem er uppsafnað vandamál, á sér forsögu löngu fyrir kóvid, og það er sama hvað margar eða fáar heilafrumur skoppa milli eyrna á fólki, engum getur dottið í hug að sá vandi sé leystur með víðtækum samfélagslegum lokunum.

Þá í örvæntingum sinni reyna menn að réttlæta afglöpin með því benda á þann fjölda starfsmanna sem er í einangrun eða sóttkví, en enn og aftur, aðgerðir sem hafa engin áhrif á núverandi samfélagssmit, geta ekki haft nokkuð með þann fjöld að gera.

Ekki nema menn trúi því að það þurfi að banna samkomur eða brennivínsstaði til að tryggt sé að starfsfólk Landspítalans sé ekki alltaf úti á lífinu á tímum heimsfaraldurs.

Rökleysan í þessu er algjör og ótrúlegt sjá fullorðið fólk reyna réttlæta þessi mistök, eða gönuhlaup, í stað þess að viðurkenna að menn fóru framúr sjálfum sér og tóku ranga ákvörðun, sem þarf að leiðrétta hið snarasta á meðan einhver trúverðugleiki er til staðar hjá almenningi út í sóttvarnir heilbrigðisyfirvalda.

 

Síðan megum við ekki gleyma því að vandinn er heimatilbúinn, forsenda hins mikla fjölda sem er í einangrun eða sóttkví er hátækni sem var ekki til staðar fyrir nokkrum árum síðan.

Fyrir PCR prófin þurfti veikindi til að greina veikt fólk, ef starfsfólk fékk hita eða fann fyrir slappleika, þá var það heima hjá sér þegar illvíg flensa gekk.

Við þurfum kannski að endurupplifa þann tíma aftur svo við gleymum því ekki að það var líf fyrir hátækni, og þá gekk alveg ágætlega að manna spítalann.

Við eigum nefnilega að vara herrar tækninnar, ekki fangar hennar eða þrælar.

 

Við eigum því að hætta þessari vitleysu og viðurkenna að bólusetningarnar virka, og að omkron afbrigðið kórónuveirunnar er eins og hver önnur pest og ekki nokkur ástæða til að setja þjóðfélagið á hliðina út af henni.

Það munu koma afbrigði sem við virkilega þurfum að verjast, þá veitir okkur ekki af öllum okkar styrk og kröftum.

Það er því hreint út sagt fáránlegt að búa til krísu, þegar hún er ekki, sjúga þannig þrótt bæði úr heilbrigðiskerfinu sem og atvinnulífinu, í stað þess að safna kröftum og undirbúa okkur fyrir næsta faraldur sem bólusetningar virka lítt á.

Að ekki sé minnst á að trúverðugleiki sóttvarna líður fyrir þessa vitleysu, hann er auðlind sem er auðveldara að glata en að endurvinna.

 

Það skal ekki dregið í efa að of mikið álag hefur verið á undirmönnuðu starfsfólki Landsspítalans í alltof langan tíma, og þar er spítalinn að komast á þolmörk, eða jafnvel kominn fram úr þeim.

Til að bæta úr þarf bæði aukið fjármagn sem og þá fersk hugsun að hlusta á starfsfólkið í stað Exelsins, en fjármagnið kemur úr þróttmiklu samfélagi, þróttmiklu atvinnulífi.

 

Þess vegna getur lausnin ekki verið fólgin í sýndarmennsku samfélagslokana sem eru til þess eins hugsaðar að dreifa athyglinni frá hinum raunverulega vanda, mönnun og aðbúnaði starfsfólks á spítalanum.

Vandinn verður aðeins leystur innan spítalans, að menn skilji eðli hans og leysi hann á þeim forsendum sem í raun breyta hlutum til betri vegar. 

Í dag er bara eins og menn treysti sér ekki til þess, og leiti því flóttaleiða.

 

Flóttaleiðir virka samt aldrei til lengdar.

Í stað þess að væla eða heimta aðgerðir sem slökkva á mannlífi, eiga menn að segja hvað þarf að gera, ná samstöðu um aðgerðir, og krefja svo stjórnvöld um þær aðgerðir.

 

Það er farsælast.

Krefst aðeins að menn séu starfi sínu vaxnir.

 

Ekkert annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Að sumu leyti betri en að öðru þyngri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held bara að við séum orðnir algjörlega sammála. Þessi ruglandi gengur ekki. Kveðja að sunnan.

Jón Magnússon, 20.1.2022 kl. 09:49

2 identicon

Maður er nú aðallega með böggum hildar, að þessi nýmóðstækni, pcr pinnar, skuli eyðileggja allt fyrir íslenska handboltaliðinu á EM í Ungó. 

Þar hafa helstu kempur okkar fallið fyrir pcr pinnunum og dæmdir óleikhæfir, en kenna sér lítils sem einskis meins. 

Pcr pinnarnir ráða, dæma menn í einangrun um óráðinn tíma, ekki heilsan.

Þetta pcr pinna kjaftæði er orðin sturlun sem geisar um allt.

Ekki skil ég hvað forsetinn er að þvælast til Ungverjalands, þegar pcr pinnarnir hafa dæmt allar okkar helstu kempur úr leik.  Ætlar hann að gera sér ferð, til að fagna sigri pcr pinnanna?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 12:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þetta er svona greinilega víðar en hjá okkur að próf en ekki veikindi ákveða þátttöku manna í mannlífinu.

Í þessu samhengi fannst mér athyglisvert það sem kona mín las uppúr síma sínum í gærkveldi, þegar hún var að spá í reglur í smitgát.

Í það fyrsta virtist það fólki vera í sjálfsvald sett hvort það færi í PCR próf eður ei, sem er skrýtið því til hvers er þá 5 daga smitgáttin??

En svo í gær komu tilmæli til fólks að vegna álags var fólk beðið um að mæta ekki í sýnatöku nema það fyndi fyrir einkennum.

Bíddu við; einkenni??

Hvað skyldu margir af þeim sem í dag eru í smitgátt, sóttkví eða einangrun vera með einkenni??

Skyldi það ná 10 prósentum??

Þarna má segja að raunveruleikinn hafi gripið inní, pest sem WHO áætlar að muni smita yfir 40% þjóðarinnar, er ekki hægt að tækla með sýnatökum eða sóttkví eða einangrun einkennalausra, hvað þá að hún verði hamin með slíkum vinnubrögðum.

Það þarf nýja nálgun og nýja hugsun, ótrúlegt að fullorðið fólk skuli ekki viðurkenna það.

Það er eins og þetta sé orðið eitthvað persónulegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2022 kl. 13:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Mikill er máttur þess að meina mér að horfa á fótboltaleiki sona minna, eins og þessi ár komi einhvern tímann aftur.  Eins gott að þeir bönnuðu ekki Gettu betur líka, þá fyrst hefði ég orðið verulega vondur.  Samt lá sú ógn alltaf yfir að vera greindur með PCR próf, en sem betur fer slapp það.

En þegar mátturinn er orðinn svo mikill að við erum orðnir sammála þá ætla ég að treysta á pistla þína á næstunni til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri um að þessi "ruglandi" gengur ekki.

Það þarf að hamra járnið en ég fæ ekki betur séð en að núna séu ábyrgðaraðilar ruglandans að leita leiða til að vinda ofan af vitleysunni.

Smáfuglarnir geta hins vegar slakað á í bili.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2022 kl. 13:21

5 identicon

Sæll Ómar,

já, þetta er orðið algjört rugl.  Og eins og rugl er yfirleitt; algjört og mótsagnakennt dellumakarí.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband