Að pissa í skóinn sinn.

 

Án rökstuðnings er vegið að heilli atvinnugrein.

Munum að samfélagssmitið tengist skólum landsins og brennivínsþorsti ungra karla mun finna sér opnar leiðir, atlagan að krám og öldurhúsum þjónar því engum tilgangi út frá sóttvörnum, þjónar hins vegar sýndarmennsku stjórnvalda, að þykjast vera gera eitthvað þegar ekkert er í raun gert.

 

Þá hefði maður haldið að eitthvað raunhæft yrði gert til að aðstoða þessa atvinnugrein, henni yrði á einhvern hátt hjálpað til lifa af þetta síðasta rothögg stjórnvalda.

En sýndarmennska elur af sér sýndarmennsku og hin meinta aðstoð er fólgin í því að fresta gjalddögum á álögðum sköttum og skyldum vegna launa starfsfólks.

 

Margt var toppað í gær, til dæmis er erfitt að sjá hvernig er hægt að leggjast lægra í lágkúru sýndarmennskunnar, sem og þingmönnum stjórnarandstöðunnar tókst að staðfesta að þeir reiða ekki vitið í þverpokum svo vægt sé tekið til orða.

Upphlaup þeirra snérust um fjarveru fjármálaráðherra, ekki um sýndarmennsku sóttvarna sem eru að koma heilli atvinnugrein á kné.

Hvað þá að menn fordæmdu þá sýndarmennsku sem þessi frestun gjalddaga er.

 

Það er ekki einleikið með þetta lið þarna á þingi.

Er þetta samtíminn eða eru við svona óheppin??

 

Mistök voru gerð þegar sóttvarnir voru hertar.

Þau mistök þarf að leiðrétta áður en skaðinn verður óbætanlegur.

Því undir er traustið á sóttvörnum og sóttvarnaryfirvöldum.

 

Núna þarf gott fólk að grípa inn í.

Kveðja að austan.


mbl.is Samþykktu frestun gjalddaga á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband