17.1.2022 | 22:40
Er þetta undanhald samkvæmt áætlun??
Svo ég vitni í frægt kvæði eftir Stein Steinar.
"Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu, þótt einhverjum sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu, að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu. Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.".
Það skyldi þó ekki vera, að núna eigi að komast aftan að þjóðinni með því að láta núna að engin þörf sé lengur á samfélagslokunum, því "það eru að verða ákveðnar breytingar á faraldrinum" svo ég vitni í Runólf Pálsson.
Spurningin er þá kannski sú, af hverju var þa´lokað fyrir helgi??
En það er svo sem sama hvaðan gott kemur.
Þó menn játi mistök sín með undanbrögðum, þá er það niðurstaðan sem skiptir máli.
Og kannski ein afsökunarbeiðni í leiðinn.
Kveðja að austan.
Staðan að breytast að mati Runólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.