Rödd skynseminnar.

 

Það er ekki skynsamlegt að berjast við veiru sem hægt er að fá bólusetningu við.

Þeir sem kjósa að nýta sér ekki bólusetningu, eiga taka fulla ábyrgð á ákvörðun sinni, og hafa ekki tilkall til að þjóðfélagið sé sett á hliðina vegna ætlaðra veikinda í þeirra.

Enda mér til efs að þeir geri það tilkall.

 

Kostnaðurinn við að hindra fullfrískt fólk við að taka þátt í samfélaginu hleypur á milljörðum, milljörðum sem sárvantar í heilbrigðiskerfið.

Það er til fólk sem vill mennta sig en fær ekki menntun vegna fjárskorts kerfisins.  Samt vitum við að álagið á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar er rétt að byrja, og loksins þegar við fáum afbrigði sem er bæði bráðsmitandi eins og omikron, og banvænt eins og Delta afbrigðið, þá er heilbrigðiskerfi okkar mannlaust, hið langvarandi álag hefur sogið allan þrótt úr starfsfólki, það er ekki vélar, annað hvort brennur það út eða forðar sér áður en til þess kemur.

Fyrirsjáanlegur vandi og við setjum ekki fjármuni í að bregðast við honum í tíma.

 

Smitið út i samfélaginu eru raunveruleiki og núverandi sóttvarnir hamla lítt á útbreiðslunni, sýnatökur og fjöldi í sóttkví segir ekkert til um þá útbreiðslu.

Það eru það margir einkennalausir, og fólk er farið að hafa vit á að fara ekki í sýnatöku, bæði vegna þeirra afleiðinga að vera neitt fullfrískt í einangrun, vegna þeirra afleiðinga sem það hefur á aðra fullfríska fjölskyldumeðlimi, að þeir séu þvingaðir í sóttkví, og vegna þeirra afleiðinga sem það hefur á vinnustað þess, þar sem aðrir þurfa að bæta á sig ómældri vinnu til að starfsemi stöðvist ekki.

Þetta er eins og þegar laxveiðimaðurinn gefur endalaust eftir slaka til að þreyta laxinn, nema í þessu tilviki eru það við en ekki veiran sem er bráðin.

Af hverju ætti veiran að hafa á móti því að líftími hennar er lengdur og því nái hún að lokum til fleiri fórnarlamba og nær að valda meiri skaða þegar allt er talið??

 

Nei, þetta eru ógöngur og þær eiga aðeins eftir að magnast, og svo verður það þar til leitað er úr þeim, þær leysast ekki af sjálfu sér ekki frekar sprikl í kviksyndi hjálpar til að losa um tak þess.

Einhver myndi segja, en hvað um hina viðkvæmu, var ekki tilkynnt um 2 dauðsföll síðastliðinn sólarhring??

 

Og það er alveg rétt.

Veiran er staðreynd, hún er banvæn í ákveðnum tilvikum, en það er ekkert sem segir að langvarandi ástand þar sem varnir óhjákvæmilega lýjast, muni ekki valda fleiri dauðsföllum en ef þjóðfélagið yrði sett á hættuástand og allt sem í mannlegum mætti býr yrði lagt í að verja viðkvæma á meðan faraldurinn gengur yfir.

Eitthvað sem hann mun gera hratt og vel því omikron er það bráðsmitandi.

 

Munum líka að aðrir faraldrar geta líka verið banvænir, til dæmis illvíg lungnabólga, að ekki sé minnst á alvarlega flensufaraldra líkt og flensan 2016.

Þá féll fólk, aðallega eldra fólk og fólk með skert ónæmiskerfi, en þá hvarflaði að engum að loka fullfrískt fólk inni til að draga faraldurinn á langinn.

Faraldursfræðingar ræddu hins vegar nauðsyn þess að bólusetja, og sumir töldu jafnvel nauðsynlegt að skylda umönnunarfólk að fara í flensubólusetningar enda sýndu rannsóknir að færri féllu til dæmis á hjúkrunarheimilum (bæði bandarískar og breskar rannsóknir) þar sem bólusetning starfsfólks var almenn. 

 

Það er nefnilega þannig að fátt er nýtt undir sólinni, líklegast var slíkt aðeins í árdaga sólkerfis okkar.

Við höfum tekist á við mildar bráðsmitandi farsóttir áður, mildar í þeirri merkingu að þær eru ekki eins banvænar og fyrstu bylgjur kórónuveirunnar.

Við vitum líka að fólk deyr að völdum sjúkdóma, aðeins eitthvað nýtt sem engin lækning er við, og það nýja er bráðsmitandi svo hægt sé að tala um faraldur, réttlætir stífar samfélagslegar lokanir, annars þarf að feisa vandann með þeim ráðum sem mannsandinn ræður yfir.

 

 

Hvað omikron afbrigðið varðar þá ráðum við yfir vörnum sem virka.

Hvort sem það er bóluefni, veirulyf, tækjabúnaður á gjörgæslu, þekkingu á smitleiðum veirunnar, eða annað sem fyrri bylgjur kórónuveirunnar hafa kennt okkur.

 

Ef það er ekki núna??

Hvenær þá??

 

Ræðum þessa spurningu eins og fólk.

Og munum, heill maður, sem er heill í sinni þekkingu og sínum störfum, hann skiptir um skoðun þegar þess þarf, slíkt er aldrei áfellisdómur á fyrri afstöðu hafi hún verið byggð á heilindum.

 

Við þurfum slík heilindi í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Veltir upp hvort hætta eigi almennri sýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér bárust athygliverð skilaboð um daginn frá gömlum skólafélaga sem rekur nú fyrirtæki í Belgíu sem sérhæfir sig í þróun mRNA krabbameinslyfja. Hann þekkir þessa tækni mjög vel. Hann spáir því að vegna fjöldabólusetninganna muni koma fram bráðsmitandi en jafnframt miklu hættulegra afbrigði en omicron, sem muni fyrst og fremst leggjast á fólk sem er bólusett og veikt fyrir, þ.e. aldrað og með undirliggjandi sjúkdóma, og skerta virkni ónæmiskerfis. Ég hef áður séð þessu haldið fram, að svo víðtæk bólusetning valdi slíkri hegðunarbreytingu hjá veirunni, en ekki áður frá manni sem ég þekki, veit að hefur djúpa þekkingu á þessu, og byggir líka lífsafkomu sína á þessari tækni.

Ég ítreka því bara enn og aftur það sem ég hef hamrað á nánast frá byrjun; við verðum að stöðva fjöldabólusetningarnar strax, koma þeim í skjól sem þarf að koma í skjól, og láta veiruna dreifa sér sem hraðast meðal þeirra sem þola hana best. Og nú, með omicron afbrigðið allsráðandi er svo sannarlega tækifæri til að drífa það af.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2022 kl. 22:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Um seinni hlutann er ég ekki sammála þér, tel að við þá tilraun hefði siðmenningin fallið, en vegna bólusetningarinnar er það raunhæfur möguleiki í dag.

Veit líka að við erum ekki sammála um þetta, en vildi að það kæmi fram í athugasemd frá mér, það er víst alltaf eitthvað fólk þarna út sem les athugasemdarkerfið.

Um þetta fyrra hef ég lesið, og líka lesið mótrök gegn því.

En það er ekki mitt að endursegja þau rök, ég er ekki aðili málsins líkt og heilbrigðisyfirvöld eru og vitna því í pistil gærdagsins þar sem ég nýtti mér umdeilt bréf Arnars Jónssonar til að orða ákall um að heilbrigðisyfirvöld stæðu sig í stykkinu við að koma því sem þau telja réttar upplýsingar á framfæri.

Eina sem ég veit hins vegar Þorsteinn er að við erum ekki í góðum málum, hvorki í bráð eða lengd.

Hve illskásta er í stöðunni er alltaf mat, og ég þakka guði fyrir að ég er ekki einn af þeim sem þarf að meta hið illskásta.

Ég trúi hins vegar ekki bara á almættið, heldur líka mannsandann, vona því að einhvers staðar við sjóndeildarhringinn grilli í daglegt eðlilegt líf, þó það sé hulið móðu í dag.

En tíminn einn veit fyrir víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2022 kl. 23:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér er umfjöllun sem mér var bent á í gær. Nokkuð sem ég hafði ekki velt fyrir mér áður; að dæla bóluefnum í gamalt fólk með laskað ónæmiskerfi flýti fyrir dauða þess. Kannski skýringin á því að 35 dauðsföll hafa verið tilkynnt hérlendis strax í kjölfar bólusetningar. https://covidmythbuster.substack.com/p/vaccines-are-ineffective

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2022 kl. 23:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Þorsteinn.

Eitthvað hef ég rekist á svipaðar greinar og ég hef það fyrir reglu í þessu sem og öðru, að fakttékka alltaf staðhæfingar, í ICEsave deilunni sem var ástæða þess að ég byrjaði að blogga 2009, þá var ég reyndar í liðinu sem réðst gegn ríkjandi skoðunum og þá var fake eða fals sett sem limmiði á þau sjónarmið sem ég studdi og barðist fyrir.

Hér er linkur á fakttékk síðu sem ræðir þessa gerð bóluefna;

https://www.factcheck.org/2021/07/scicheck-covid-19-vaccine-generated-spike-protein-is-safe-contrary-to-viral-claims/

Þú getur skoðað rökin á móti ef þú nennir.  Ég hef töluvert spáð í þessi sjónarmið eftir að stelpa héðan úr byggðinni, ja hún reyndar orðin amma í dag, sem er í doktorsnámi í líffræði út í Svíþjóð, vísaði á feisbókarsíðu sinni í grein sem gamli mentor hennar hafði skrifað, sá var prófessor í sameindalíffræði minnir mig, þar sem hann viðraði áhyggjur sínar af notkun rn prótína, vildi einhverja aðra gerð sem væri síður hætta á ónmæmisviðbrögðum líkamans.  Var þá svona meira að spá í langtímaeftirköst sem gætu orðið svipuð eftirköstum af sjálfri veirunni.

Mér vitanlega er þessi maður ekki í neinum samtökum nema þeim sem kennd er við þekking og vísindi, rök hans voru málefnaleg þó á sænsku væri.  Auðvitað byggir þessi tækni á um 30 ára þróun og margt rannsakað og vitað, annað ekki og enginn tími til að rannsaka, hvaða sjónarmið sem menn annars hafa þá hljóta menn að gera verið sammála um að í dag er mannkynið ein tilraunastofa. 

Maður getur aðeins leyft sér að vona það besta.  En varðandi gamla fólkið þá gengur illa að fækka því hér á íbúðum aldraðra í Nesk, kellingarnar halda allar sem ein að vera áfram kellinga elstar, mamma sem er rétt að verða 89 ára, er svona unglamb miðað við sumar.  Engum misdægurt af bólusetningu, þær eru lítt sótthræddar sýnist mér og reyna að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt.

Hins vegar leið mér betur eftir að þær fengu þriðja skammtinn, og ég held að það gildi um flesta aðstandendur, þó fólk reyni að passa sig þá er allt miklu afslappaðra.

En það fólk sem er komið á hjúkrunarheimilið, flýtir bólusetning fyrir andláti eða seinkar??, eina sem mig grunar er að á ákveðnum tímapunkti verða öll lyf tvíræð, aukaverkanir sem líkaminn þoldi er ekki víst að hann þoli lengur.

Og ég held að það gildi almennt um langveikt fólk, það er viðkvæmast fyrir bólusetningum, hjá þeim hópi koma aukaverkanir oftast fram, en það er líka sá hópur sem hefur minnstan viðnámskraftinn gegn veirusýkingum, hvort sem það er kóvid, lungnabólga eða annað.

Þetta er alltaf völ og kvöl, nema í þessum heimsfaraldri er kvölin óvenjulega sterk.

Takk fyrri spjallið með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2022 kl. 09:07

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú eru komin mikil reynsla á þetta kovid dæmi og það er orðið til mikið af talnaefni varðandi það sem er aðgengilegt á Worldometer.com

Í ljósi þess hvað það eru miklar deilur í kringum þessi mál datt mér í hug að skoða þetta talnaefni og reyna að átta mig á hvað sé rétt ,útfrá þessum tölum.
Ég tók til skoðunar tvö lönd sem hafa mjög ólíka nálgun varðandi viðbrögð við veirunni.
Þessi lönd eru Holland og Rússland.
Til að gæta réttlætis ef svo má segja ,þá tók ég eingöngu tölur fram að þeim degi þangað til omicron afbrigðið tók að herja á Holland ,en það hefur ekki enn haft mikil áhrif í Rússlandi.
Holland hefur frá upphafi tekið mjög stranga stefnu varðandi lokanir og hömlur af ýmsu taki. Bólusetningar þar eru um 90% að þeirra sögn.
Rússland hefur hinsvegar haft hömlur sem eru með þeim minnstu sem þekkjast ,og bólusetnigarhlutfallið var tæp 48%á Þorláksmessu.
Það furðulega kemur í ljos að hlutfallslega hafa um 90% fleiri fengið veikina í Hollandi en í Rússlandi.
Ef bara eru teknir topparnir á bylgjunum sem koma allsstaðar þá eru topparnir í Hollandi um 100% hærri hlutfallslega enn topparnir í Rússlandi.
Þarna sleppti ég að sjálfsögðu núverandi Omicron toppi sem geisar í Hollandi og er sá lang stærsti þar í landi.
Til upplýsingar skal geta að Rússar hafa tekið ca 30% fleiri sýni en Hollendingar,hlutfallslega.
Út úr þessu les ég að takmarkanie semm er verið að setja sséu gagnslausar og bólusetningarhlutfallið hafi allavega ekki merktæk áhrif.

Svo er hinn þátturinn.
Dauðsföll vegna veikinnar eru miklu fleiri í Rússlandi en í Hollandi.
Þarna getur vissulega spilað inn í að heilbrigðiskerfi Rússa er eitthvað lakara en í Hollandi einkum í dreifðum byggðum.
Heilbriðisástand eldra fólks í Rússlandi er líka mun lakara en gengur í Hollandi og Evrópu almennt.
Hinu er ekki hægt að horfa framhjá að lágt bólusetningahlutfall virðist leiða til fleiri dauðsfalla
Þetta er enn meira sláandi ef haft er í huga hvað sýkingarhlutfall Rússa er miklu lægra.
Þetta rýmar líka við tölur héðan frá Íslandi:
Nú er alltaf viss hætta á að maður geri einhverja grundvallarvitleysu þegar maður er að spekúlera einn einhversstaðar úti í sveit þannig að fróðlegt væri að vita hvað þið lesið út úr þessu ágætu herramenn


Borgþór Jónsson, 10.1.2022 kl. 09:16

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mæli með þessu viðtali.  þarna útskýr Robert Malone mjög vel á auðskiljanlegu máli hvað er að gerast í þessu.

það smell passar við það sem vinur hans Þorsteins Sigurlaugsonar segir um þetta.

Ég sá Malone í viðtali hjá Bret Weinsteini sennilega sumarið 2020 útskýr þessar áhyggjur sýnar. En hér hann hjá Joe Rogan nýulega.  

 https://open.spotify.com/episode/3SCsueX2bZdbEzRtKOCEyT

Guðmundur Jónsson, 10.1.2022 kl. 12:57

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gleðileg Jól og Nýtt ár Öðlingurinn Ómar Geirsson og allir.

Fyrst eru hagsmuna aðilar.

Svo eru tveir hópar, annar hugsar aftur á bak, notar þá þekkingu sem hann man frá fortíðinni og þar er sumt vitleysa. 

Hinn er búinn að læra aðeins á innsæið. 

Það eru til dæmis Einstein, NIkola Tesla og Jesú. 

slóð

Þeim ætlað, er eyra hefur að heyra og augu að sjá. Innsæið. Við vitum ekki hvað það er eða hvaðan það kemur, Einstein, Hafa samband við kjarnann og ástúðina, Niola Tesla. Hlusta á Hjálparann, Sannleiks Andann, Heilagan Anda, og Guð sem Jesú kenndi.

000 

Ég sé ekki betur en að ungu mennirnir séu farnir að nota innsæið.

Egilsstaðir, 10.01.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.1.2022 kl. 17:45

8 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst athyglisvert sem Þorsteinn segir í inngangsorðum sínum.

Mig grunar að hann eða sá er hann nefnir geti haft rétt fyrir sér
því veira þessi hin tilbúna, drepsóttin frá Kína, hefur hagað sér
að öllu leyti eins og fyrirfram forritað kerfi, - nánast að segja í einu og öllu.

Hvort það er svo lokastig hennar verður að koma í ljós.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.1.2022 kl. 03:25

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Mér vitanlega voru Rússarnir með stífar samfélagslegar lokanir í fyrstu tveimur bylgjunum og allavega í Moskvu þá gripu þeir til aðgerða seint í haust, og aðeins þá fór kúrfan að fletjast út, jafnt smit sem kúrfan yfir dauðsföll.  Eins og þú bendir réttilega á þá var bólusetningarhlutfallið lágt í Rússlandi, og það skýrir sumar og haust bylgjuna þeirra á síðasta ári.  Hún var vegna Delta afbrigðisins og það afbrigði virtist herja grimmar á yngra fólk en fyrri afbrigði veirunnar.

Ég held að það sé óumdeilt að bólusetningar sönnuðu gildi sitt þegar Delta afbrigðið var ráðandi, þar sem bólusetningarhlutfallið náði 70% var vart hægt að tala um faraldur, þannig að þó bólusetningar hafi ekki komið alfarið fyrir smit, þá var það samt hlutfallslega lítið, bæði miðað við fyrri bylgjur sem og omikron bylgjuna núna.  Og þær vörðu fólk, dauðsföllin voru flest hjá óbólusettum, og það voru óbólusettir sem fylltu gjörgæslu vestrænna ríkja.

Gallinn við blessað bóluefnið er að það virkar í svo skamman tíma og misjafnt hvernig það tekst á við ný afbrigði eins og sést með omikron afbrigðið.  Hvort menn nái að þróa betra bóluefni kemur í ljós en á meðan er þetta sístríð þar sem aðeins er stundargrið milli bylgja.  Ég held hins vegar að griðin gætu verið dáldið löng núna ef við látum þetta gossa á meðan bóluefnin virka.  Kúrfan fari fljótt niður og eitthvað ætti hið náttúrulega mótefni að hjálpa til þegar næsta bráðsmitandi afbrigðið kemur.  Það verði svona auðveldara að lifa með veirunni án þess að öllu sem er skemmtilegt sé slúttað.

Um þetta er náttúrulega skiptar skoðanir en ég vona að Kári finni veiruna sem víðast svo menn sjái að núverandi samkomutakmarkanir eru gagnslitlar, tjónið af þeim sé meira en ávinningurinn.

Áfram Kári.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2022 kl. 08:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það er ljóður á dr. Malone að skreyta sig með lánsfjöðrum og að geta ekki farið rétt með staðreyndir í málflutningi sínum.  Í mínum huga er slíkt alltaf gjaldfelling á viðkomandi.  Breytir því samt ekki að hann óttast að Rn bóluefni geti espað upp ónæmissvörun líkamans og því verið skaðleg fólki.  Ekki einn um að halda því fram þó hann sé áberandi í umræðunni.

En rök koma á móti rökum og það er auðvelt að kynna sér gagnrökin.

Það eina sem ég held að sé öruggt í þessu máli er að ef þessi faraldur hefði ekki komið til, þá væri ennþá verið að rannsaka þessa tækni og þróa, en eftir stendur bara stóra spurningin, hvað höfum við annað??

Svarið er ekki þvættingur eins og að þetta sé meinlítil flensa nema fólki í áhættuhópum, læknarnir segja okkur bara annað og að til séu lyf sem lækni pestina séu þau tekin tímanlega.

Og vörnin getur heldur ekki verið fólgin í sóttvörnum sem loka á allt og alla, ekki til lengri tíma.

En núna er lag og það á að nýta það til að skella sér í gegnum brimgarðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2022 kl. 09:02

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas og gleðilegt nýtt ár.

Ég held að hvorugt geti án hins verið, lærdómur fortíðarinnar er það sem við höfum í fararnestinu og blessunarlega úreltist margt af honum með tímanum sökum nýrrar þekkingar og nýrra viðhorfa.

En það má ekki vanmeta sálartengingarnar við almættið, þar sem innsæið er ein slíkra tenginga.

Vonin og trúin eru aðrar slíkar tengingar Jónas, og veitir ekki að þeim á þessum síðustu og verstu.

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2022 kl. 09:07

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Húsari góður.

Það er oft sagt að lífið sé bara einn stór algóritmi og lúti lögmálum stærðfræðinnar. það sem við köllum frjáls vilji er ekkert annað en slembibreyta.

Jú, jú, því hefur verið haldið fram að veiran sé mannanna tilbúningur, en það er þá áður óþekkt tækni, og þeir sem halda því fram, hljóta þá að ráða yfir þeirri tækni, en vilja ekki afhjúpa hana, og sleppa þar með að sanna mál sitt.

Hvað veit maður, er lífið bara James Bond mynd??

En maður verður samt að lifa lífi sínu fyrir það og gera sitt besta til lifa það af.

Það fór ekki vel fyrir mörgum í USA sem töldu bóluefnið vera hættulegra en veiruna.  En hvort þeir eigi eftir að snúa sér við í gröf sinni og hlæja vegna langtímaáhrifa bóluefnanna veit aðeins tíminn einn.

Sem og náttúrulega þeir sem eru lifandi vegna þess að þeir tóku áhættuna og létu bólusetja sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2022 kl. 09:15

13 identicon

Sæll Ómar.

Þakka þér fyrir þetta góða svar!

Um bólusetningar deilum við ekki.

Athyglisvert sjónarhorn þitt um það er þú nefnir slembibreytu.

Freistandi þá að setja fram þessa jöfnu: Slembibreyta versus Öllu er mörkð stund
eins og stendur í Prédikaranum. (í raun ráð fyrir gert að tímasetningar upp á stað og stund liggi þegar fyrir frá því í árdaga=
Öllu er mörkuð stund)

Góðar stundir síðuhafi góður!

Húsari. (IP-tala skráð) 11.1.2022 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband