Hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar.

 

Það er glatt á hjalla víða á landinu í dag, ungt fólk hittist, jafnt í leik sem starfi, kynin gera hosur sínar grænar fyrir hvort öðru, eða á maður kannski að segja fyrir öllum hinum, og eiga jafnvel í nánum samskiptum.

Á morgnanna sér maður kát og hlæjandi börn fara í skólana, unglingarnir á heimilinu stunda sitt nám, mæta á fótboltaæfingar, og í kvöld á að keppa í  Gettu betur.

Faraldurinn setur vissulega skorður en lífið er samt eins eðlilegt og það getur verið á tímum farsóttarinnar.

 

Þessi léttleiki tilverunnar virðist samt vera sumum óbærilegur í þjóðfélaginu í dag.

Þeir vilja herða sóttvarnir frá því að vera mjög íþyngjandi fyrir daglegt líf æsku þjóðarinnar yfir í að vilja loka á þetta daglega líf.

Rökin er bráðsmitandi pest, sem þjóðin er reyndar bólusett við, pest sem í raun enginn vissi útbreiðsluna á, ef til kæmi ekki sú nútíma tækni að geta greint pestarveiruna með PCR prófum.

Prófum sem voru ekki aðgengileg fyrir nokkrum árum síðan, fyrir nokkrum árum síðan hefði enginn vitað að bráðsmitandi pest léki lausum hala útí samfélaginu.

 

Fyrir nokkrum árum síðan hefðu hótel landsins fengið að vera hótel, ekki sóttvarnarhótel, því fyrir nokkrum árum síðan hefði ekki hvarflað að nokkrum manni að læsa inni fullfrískt fólk í öryggisskyni svo það myndi ekki smita annað fullfrískt fólk.

Fyrir nokkrum árum síðan hefði ekki verið talað um álag á Landsspítala eða gjörgæslu, því fyrir nokkrum árum síðan var ekki búið að skera niður gjörgæsluna þannig að hún réði illa við lágmarks álag, hvað þá aukið álag vegna pestar sem veldur erfiðum veikindum hjá 0,eitthvað prósent þjóðarinnar.

 

Við getum ekki snúið til baka til þess tíma sem var fyrir nokkrum árum síðan, áður en stjórnmálaflokkar þessa lands tóku þá ákvörðun að gjörgæsla væri óþarfi í þeim nútíma þar sem fjármagn og lúxusneysla væri æðra öllu.

Gleymum ekki í því sambandi að þar eru allir flokkar sekir, nema Flokkur fólksins, eðli málsins vegna.

Og sekust erum við sem þjóð að hafa umborið þessa sjálfsmorðstefnu stjórnmálastéttarinnar gagnvart heilbrigðiskerfi þjóðarinnar.

 

En það er sem er, fortíðin er ekki tekin til baka.

Af henni má læra, en fyrst og síðast þarf að axla ábyrgð á henni, eitthvað sem var svo aðdáunarvert í Þýskalandi eftirstríðsárana.

Þar gerði Þýska þjóðin sér grein fyrir að hinar óendanlegu hörmungar sem hún gekk í gegnum á lokaárum stríðsins, voru á hennar ábyrgð, ekki annarra.

Það var hún sem efndi til óvinafagnaðarins.

 

Þá visku ættum við fullorðna fólkið að hafa í huga þegar okkur finnst léttleiki æskunnar vera óbærilegur.

Hvað sem við gerum, þá er ekkert sem réttlætir að loka samfélaginu, að þurrka út æsku og unglingsár heillar kynslóðar.

Og fyrr sem menn átta sig á því, því fyrr fara menn að velta fyrir sér raunhæfum lausnum, eitthvað sem eflir heilbrigðiskerfið og gerir því kleyft að takast á við núveranda vanda þess.

 

Þeir sem sjá einu lausnina að loka og læsa á tímum farsóttar sem bólusetningar verja okkur gegn alvarleik hennar, þeir eiga að víkja.

Þeir eru frosnir í hugsun og eru því ekki starfi sínu vaxnir.

Þeir leita ekki lausna, þeir leita í þekkta flóttaleið vímunnar.

Flóttaleið samfélagslokana er eins og bregðast við falli á prófi með að reykja sig skakkann.

 

Tilveran er nefnilega ekki óbærileg, hún er erfið, það er vandi, en ekkert sem ekki er hægt að takast á við.

Við eigum nóg til af menntuðu fólki, við eigum nóg til að húsnæði, það er aðeins úrlausnarefni að koma þessu saman þannig að heilbrigðiskerfi ráði við aukið álag á meðan farsóttin útrýmir sjálfri sér með myndun hjarðónæmis í samfélaginu.

Munum að til þess fær hún góða hjálp af bólusetningum.

 

Við þurfum aðeins forystufólk sem tekst á við verkefni, en flýr þau ekki með þekktum óbærilegum flóttaleiðum.

Því til lengdar eru samfélagslokanir óbærilegar hverju þjóðfélagi.

Ekki pest sem auðvelt er að ráða við.

 

Höfum það hugfast.

Látum ekki segja okkur annað.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Jafnvel von á hertum aðgerðum fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.

Vandinn er heilbrigðiskerfið.  Og sá vandi var kominn löngu áður en pcr sskimunargeðveikin heltók alla heilbrigða skynsemi.

Bóluefnin?  Ef þau eru svo frábær sem sóttvarnayfirvöld vilja meina, sprauta 1, sprauta 2, sprauta 3, sprauta 4?, af hverju treysta þau ekki á þau, heldur hafa tekið þjóðfélagið í gíslingu endalausra lokana og pcr prófa?

Af hverju átti fyrst að hlýða víði?  Hlýða, hlýða, hlýða löggukallinum víði?  Er hann helsti veiru- og smitsjúkdómafræðingur landsins?  Maðurinn sem bjó til sérreglur fyrir sig og sína?  Hlýða, hlýða, hlýða löggunni víði?

Nei, korteri fyrir kóvídið, og reyndar miklu fyrr, höfðu verið endalausar fréttir af endalausum biðröðum á bráðamóttökunni, fráflæðisvandi, allt í steik í smákóngaveldi heilbrigðiskerfisins.

Hversu kært var þeim því ekki kóvídið, pcr prófin og óttastjórnunin?  Ekkert rætt um hinn óleysta og raunverulega vanda heilbrigðiskerfisins.

Með kóvídinu fjölgaði mjög í PR, almannalygara, deild Landspítalans og landlæknisembættisins og stefið var aðeins slagorðið:

Hlýðið, hlýðið, hlýðið löggunni víði (annars hvað?).

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 10:11

2 identicon

Gjörgæsluplássum hefur fækkað um nær helming frá þeim tíma þegar sjúkrahús voru út um allt land.

Síðan hefur hin svokallaða hagræðing dregið allt til fagurgala kjaftæðis hátækni-spekúlantanna í háskóla hringbrautar forheimskunarinnar, sjálfa holu íslenska heilbrigðiskerfisins, sem snýst um hið dæmigerða stórmennskubrjálæði smákónganna á vatnsmýrarsvæðinu, um að þeir séu mestir í heimi, þeir sem hafa sogað allt til sín, í nafni hagræðingar.

Takk fyrir pistilinn, Ómar.

Megi sem flestir tjá sig um þessi mál.  Og hlýðum alls ekki þöggunar víði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 10:30

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, fékk frúin þig til að flysja kartöflur? -annars amen.

Sunna sjö, með kveðju úr efra í neðra.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2022 kl. 13:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Á meðan ég hripa niður þessa athugasemd mína þá ákvað Spotify að spila fyrir mig yndistóna kenndan við Frjálsan fugl í flutningi einhverra Suðurríkjahippa, hvað er meira viðeigandi í dag þegar Landlæknir ákallar LOk lok og læs, því það hafi reynst svo vel í fyrstu bylgjunni.  Meir að segja hvort slysum fækki ekki eitthvað þegar allir eru lokaðir inni.

Eitthvað ætla ég að skrifa um það í fyrramálið, en í dag er það þessi pistill og ég held að orð Ölmu staðfesti þær ógöngur sem frosið fólk er komið í.

En orð mín mega ekki misskiljast, þjóðin á staðfestu þessa fólks mikið að þakka, mín gagnrýni beindist mest að þeirri tvöfeldni að biðja alla um að hlýða Víði þegar veiran var flutt inní landið í boði ríkisstjórnarinnar.  En sáttin náðist að lokum þegar þétt var fyrir lekann og landsmenn gátu um frjálst höfuð strokið, þau þeir hafi kannski ekki tjáð frelsi sitt með svona löngu gítarsólói og ég hlusta á í augnablikinu.

Það þarf nefnilega mikið til að hægt sé að réttlæta víðtækar samfélagslokanir, til dæmis að engar varnir séu til staðar gegn viðkomandi farsótt, og þar með sé eina leiðin að skera á smitleiðir hennar.

En að vísa í eitthvað neyðarástand vegna þess að fullfrísku fólki sé meinað að vinna, eða það er í sóttkví af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, það er engin réttlæting, það er uppgjöf.

Það má vell vera að við sem þjóð þurfum að bíta í það súra epli að einhverjir falli sem ekki hefði verið hægt að bjarga vegna þess að við sættum okkur við stjórnmálastétt sem hafði fyrir löngu yfirgefið raunveruleikann yfir í einhvern Exel-heim. Það er alltaf sorglegt, en mikið má þá mannleysið vera ef ekki er bitið í skjaldarrendur og reynt að fjölga rúmum og mannskap á gjörgæslunni.

Það þarf ekki stóra flugu til að hægt sé að segja að þær aðgerðir sem þó hefur verið gripið til, nái að vera í flugumynd.

Það er til mannskapur, það er til húsnæði, það þarf aðeins hugmyndaflug og kjark til að ná þessu tvennu saman.

Já og hætta svo að láta fullhraust fólk hanga heima hjá sér engum til gagns.

Þar reynir á kjarkinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2022 kl. 13:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Borða þær með skralli þegar ég get því við komið, þar er til dæmis Loftsteikari minn betri en enginn.

Annars er allt gott að frétta héðan úr neðra, sunnangarrinn er tilbreyting frá logninu. 

Vona að hann fari að lægja áður en drengirnir leggja í víking uppí hljóðstofu Ruv, þeim veitir ekki að því að flýta sér áður en Alma ætlar að loka þá inni.

En ef hún tekur af mér leikinn við Hött á laugardaginn, þá fyrst verð ég piss.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 13.1.2022 kl. 13:41

6 identicon

Takk fyrir svarið, Ómar.

Já, það var aldeilis við hæfi lagið sem spotify valdi þér að hlusta á, fremur en Lok, lok og læs og allt í stáli, í flutningi Ölmu Möller.  En með fullri virðingu samt fyrir nafna þínum og upphaflegum flutningi hans.

Með kærri kveðju

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 14:26

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gott að sjá alla þessa jávkvæðni Ómar.

Guðmundur Jónsson, 14.1.2022 kl. 11:31

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er léttleikinn Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2022 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1320119

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband