Ruglinu þarf að ljúka.

 

Það er staðreynd að landamæri Íslands voru opnuð of snemma í sumar, afleiðingin var árás á hegðun þjóðarinnar, útiskemmtunum og almennum viðburðum var slaufað, Ísland lenti á rauðum lista víðsvegar um heim.

Það var varað við því að bólusett fólk myndi bera veiruna með sér, það var vitað að bóluefni kæmu ekki í veg fyrir smit.

 

Á sama tíma var vitað að ekki hefðu nógu margir fengið seinni sprautuna innanlands, sem og að mjög stórt hlutfall bólusettra hefðu fengið falsbóluefnið kennt við Jansen, það veitti litla sem enga vörn við smiti, þó hugsanlega einhver við alvarlegum veikindum.

Og á sama tíma var vitað að heilbrigðisstarfsfólk var í langþráðu fríi, bráðadeild Landsspítalans var illa mönnuð, þoldi ekki alvarlegt rútuslys, hvað þá nýja Kóvid bylgju.

 

Allt þetta var vitað, við öllu þessu var varað.

Og það er líka vitað að sóttvarnaryfirvöld, með Þórólf og Ölmu í fararbroddi, sögðu ekki neitt, gáfu sitt græna ljós á ótímabæra opnun landamæranna.

Hið hlálega var að á sama tíma var sagt að skólastarf yrði eðlilegt, eins og einhver dómsdagsfífl sæju ekki samhengið á milli sífelldra sóttkvía og þess að skólastarf væri truflað, undir fallexi hugsanlegra smita þar sem tugir eða ekki hundruð, bæði nemendur, starfsmen eða foreldrar væru stöðugt á leið í sóttkví, verið í sóttkví, aðeins stundarfriður þess á milli.

 

Á þessu er ekki tekið.

Það er ekki sagt að núna þurfum við að treysta bólusetningum hvað varðar smit, fái fólk smit, þá gildi það eins og um aðra smitsjúkdóma, að fólk haldi sig til hlés á meðan veikindi þess ganga yfir.

Þess á milli sé eðlilegur gangur í þjóðfélaginu.

 

Til hvers að bólusetja ef við treystum ekki bólusetningunni??

Það eru ekki rök í málinu að bráðadeildir Landsspítalans séu vanfjármagnaðar eftir kennisetningum frjálshyggjunnar, að þörf á fjármagni sé mætt með niðurskurði.

 

Lausnin á því hlýtur alltaf að vera að losa sig við það heimska fólk sem ábyrgðina ber, á heimskunni, á vanfjármögnuninni.

Lausnin er aldrei þjóð í hafti sóttvarna með þeim rökum að þessir örfáu starfsmenn, þessi örfáu rúm á Landsspítalanum anni ekki þörfinni til að hjúkra bráðveikum sem veikjast þrátt fyrir almenna bólusetningu.

 

Ruglandinn er síðan algjör, þegar eitt af börnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir þjóðina með að skipa í ábyrgðarstöður, talar um afléttingu þó þeirra sóttvarna sem vernda þjóðina gegn algjöru fangelsi sóttvarna og sóttkvía.

Eru ekki takmörk fyrir því hvað fólk getur verið mikið fífl, þó Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á því??

 

Það er ekkert að því að slaka á landamærunum, en þá ekki á kostnað þjóðarinnar.

Óheftur innflutningur veirunnar fer ekki saman við fangelsi sóttkvíar, þeirrar truflunar sem slíkt veldur á skólastarfi, höftum á viðburði, eða almenna starfsemi fyrirtækja sem þurfa að aðlaga sig að því að fjöldi fólks sé settur í sóttkví, bólusett, með lítil einkenni eða nokkur, því bólusetningin virkar, og hættan er að það smiti annað fólk, bólusett, sem líka er varið gegn smiti og alvarlegum veikindum.

 

Þessu rugli þarf að linna.

Strax í gær.

Annað er ekki viðunandi, annað er ekki boðlegt.

 

Annað hvort verjum við landamærin fyrir nýsmit, eða við leyfum veiruna að herja, og treystum á bólusetningu þjóðarinnar.

Eðlilegt mannlíf, að geta lifað lífinu lifandi hlýtur að vera markmið stjórnvalda.

 

Ef veiran er komin til að vera, þá er hún þarna.

Viljum við hana ekki, þá lokum við á hana.

Þar á milli er valkosturinn aldrei fangelsi þjóðarinnar, þó slíkt fangelsi sé kallað sóttkví.

 

Um þetta eiga stjórnmálamenn að ræða.

Um þetta eiga ráðherrar að ræða.

Hafi þeir ekki til þess vitið, þá fer það þeim best að þegja.

 

Eitt er að hafa barnamálaráðherra.

Annað að hafa börn í ráðherrastól.

Á því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð.

 

Annað er ekki boðlegt.

Annað er ekki í boði.

Kveðja að austan.


mbl.is Ástæða til að skoða landamæramálin alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar; sem jafnan / sem og aðrir gestir, þínir !

Þakka þjer fyrir; þennan kjarnyrta texta, sem oftar reyndar, Ómar.

Jeg margtók fram; í hvatningum mínum til Miðflokksfólks fyrir kosningarnar á dögunum, að þau skyldu láta knje fylgja kviði - og nýta ÖLL þau sóknarfæri, sem í boði voru/ og eru gagnvart höfuð- glæpaflokki landsins, og attaníossum hans: hinum 4flokkunum og öllu því kraðaki, en ekki virtist koma til greina, að fylgja mínum ábendingum þar um, frekar en margra annarra, og því veður hið slímuga þríeyki : Bjarna Benediktssonar - Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar uppi óáreitt, og kemzt upp með það, að óbreyttu.

Mistök Gunnars Smára; og fylgjenda hans aftur á móti var, að endurskíra ekki J lista sinn Verkamannaflokk Íslands, í stað þess að kenna flokkinn við hugmyndafræði þá, sem þeir Marx- Engels og Lenín fóru fyrir, á síðari hluta 19. aldarinnar / sem og fram eftir þeirri 20. Annarrs; hefðu þau Gunnar Smári hlotið all miklu meiri hljómgrunn: ef garnnt er skoðað.

Gróðafíkn ferðamanna dýrkunarinnar; sem og alls lags uppivaðzla þeirra önnur, á eftir að hafa geigvænleg áhrif, sem og röskun á samfjelagið, þegar fram í sækir.

Með beztu kveðjum; sem endranær af Suðurlandi, austur í fjörðu /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 20:27

2 identicon

.... afsakið; grannt átti að standa þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 21:58

3 identicon

Sæll Ómar. Ég var svo barnaleg að trúa því í upphafi, að fyrsta sprautan væri vörn við illræmdum sjúkdómi. Því illræmdur var veirusjúkdómur nr.1, og svo nr.2, nr.3, og nr.4.

Ég held ég hafi fengið öll fjögur afbrigðin, og ekki hefði ég getað mikið meir á meðan á þeim veirukveisum stóð, en að rembast við að sinna sjálfri mér frá degi til dags. Komst meira að segja að því að ég gat svelt mig og lifað á c-vítamíni og soðnu vatni í tvær vikur. Ég hef ekki ennþá fengið mér sprautur við vánni, enda þarf ég ekki að mæta í vinnu, svo það er ekki stór skaði skeður. Halda sig bara heima á meðan veiran gengur yfir.

Getur verið að Alma landlækn-andinn og smitsjúkdóma-co, hafi sagt okkur almenningi og stjórnmálamönnum ósatt? Vissu þessi embætti að ekki væri hægt að forðast smit, með því að fara í sprautuna nr.1, nr.2, og nr.3?

Bjarna Benediktsson langar til að flokkur hans verði bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Á sama tíma og hann tímir helst ekki að leggja ríkisfjármagn í þessi ráðuneyti og verkefni þeirra.

Bjarni Benediktsson vill verða barnamálaráðherra, og örorkulífeyrisráðherra, og eldriborgararáðherra. En hann sagði stórt ,,nei'' á síðasta kjörtímabili við bættum réttindum þessara hópa. Nema kannski frístundatundastyrkjunum. Kannski strokar hann frístundastyrk barna út, þegar hann kemst í ráðuneytin sem hann langar í? Erfiðu félagsráðuneytin!

Það er ekki glæsilegt af honum, að vilja komast í ráðuneytin sem fengu hin frægu ,,nei'' frá fjármálaráðuneytinu á síðasta kjörtímabili. Ég trúi varla að Bjarni leggist svo lágt að krefjast ráðuneyta, sem hann neitaði um fjármagn til bættra kjara þeirra sem minnst mega sín, á síðasta kjörtímabili.

Það er einhver meiriháttar svikaskekkja í uppsiglingu, sem leiðir af sér svik gegn þeim sem lifa og tóra af gömlum vana, fyrir neðan fátækramörk.

Það hafa aldrei verið algjör landamæra-coved mörk á Íslandi. Bara þykistu-landamæramörk. Þrælunum hefur verið sleppt inn til þrælaeyjunnar. Flugfreyjum, flugmönnum og mörgum fleiri stéttum á þrælalaunum, hefur verið hleypt til og frá landinu.

ASÍ-formaðurinn hefur sagt frá hvernig þrælakaupin gerast á eyjunni. Vilhjálmur Birgisson var á Útvarpi Sögu nýlega, og útskýrði hvernig ástandið er og verður hjá húsnæðis-lántakendum.

Maður sér fjölmarga í strætó, sem ekki bera þess merki að fá verkalýðsfélaganna réttindi. Sumt er bara svo augljóst, að ekki þarf að efast um illa meðferð á mörgu innfluttu verkafólkinu. Þrælaeyjan Ísland, og stéttarskiptingin, er ekkert til að vera stolt af.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 22:17

4 identicon

Sæll Ómar,

Þú stendur eins og nakinn keisari með allt blaktandi í vindinum.

Staðreyndin er einföld.  Í næstum 3 mánuði hafa íslendingar verið með strangari sóttvarnir og landamæratakmarkanir en danir.  Samt eru smitin fleiri hér.  Landamærin eru galopin hjá þeim enda faraldursviðbrögðum ekki stjórnað af embættismanni með valdagræðgi eins og hér.

Þetta er staðreynd sem er ekki hægt að horfa framhjá.  Allt sóttvarnartal þitt er byggt á lofti einu saman.  Langvarandi sóttvarnir hafa ekki skilað okkur neinu nema frelsissviptingu.

Tryllingsleg öskur sótthrædds fólks sem hefði í eðlilegu þjóðfélagi verið tekið á af yfirvegun magnaðist upp á samfélagsmiðlum og hjá skíthræddum pólitíkusum.  Blessunarlega höfðu Danir og Svíar rétt fyrir sér.  Lifi frjálst þjóðfélag.

Kveðjur úr höfuðborginni 

Kalli (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 22:36

5 identicon

Ég ætlaði að fá Jansen sprautuna, til að sleppa við endur-sprautuna. En ég var veik þegar sú sprauta var í boði. Ég er enn á því að ég ætti að fá mér Jansen-sprautuna. Bara eina sprautu, takk fyrir. Ekkert nr.2, nr.3 og nr.4. Ein sprauta var það sem okkur var sagt að væri vörnin. Best að halda sig við upphaflegu fræðin.

Eftirá-bull og blekkingar um fleiri sprautur virkar eins og lygar sölumanna sprautuefnanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 23:24

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Anna Sigríður !

Vel mælt hjá þjer; hvað sprautu ferilinn snertir, m.a.

Jeg þáði Pfizer´inn; hvar Astra Zeneca olli mjer nokkurrar tortryggni. Jeg reit til Heilsuveru fólks; hvar máli mínu var ágætlega tekið / og þáði Pfizer sprautu I í Júní - og síðan nr. II mánuði síðar:: og munu Guðirnir einir geta sjeð, hver gagnsemi þeirra skammta kunni að verða, á komandi misserum og árum, svo sem.

Kalli !

Ígrundaðu ívið betur; málafylgju hins Austfirzka jöfurs Ómars, áður en þú tekur til við að vjefengja orðræðu hans eitthvað frekar, ágæti drengur.

Með sömu kveðjum; til höfuðborgarinnar - ekki síður en austur í fjörðu, sem og víðar um land /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 23:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Það er rétt að gaman hefði verið að fá frjálshyggjuöreigann inná þing, kjaftsins vegna, þá hefði kannski gustað um þingheim og menn nýtt munninn til að takast á.

Að kenna sig við sósíalista í stað verkamanna var algjörlega í stíl Smárans, sem og annað sem hann sagði, til dæmis þegar hann ætlaði að bjóða Birni Bjarna að drýgja ellilaunin við að vera salernisvörður í Valhöll.

Þjóðin var bara ekki tilbúin fyrir Gunnar,og verður það kannski aldrei, en hver veit.

En þríeykið er það besta sem er í boði, hitt er algjör yfirráð frjálshyggjunnar í gegnum glundroðastjórnmál. Það er bara svo og Katrín hefur vaxið, og verður bráðum að Merkel með þessu áframhaldi.

En þetta lið þarf að skamma, og það blóðugt, þess vegna kom ég barnaráðherrunum að en ég ætlaði annars að pistla út frá frétt frá Akureyri að krakki sem hafði verið einn dag í skóla eftir sóttkví, var sendur aftur í viku heim til sín.

Þetta gengur ekki, það hlýtur allt skynsamt fólk að sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2021 kl. 08:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Þrælaeyjan Ísland er nútíminn sem kenndur er við hið frjálsa flæði Haeyk og Friedmans, er í boði Evrópusambandsins, nútíma þrælahald er óhjákvæmilegt samkvæmt þessu frjálsa flæði.

Mundu það Anna næst þegar heyrir einhvern segja að hann sé góðmenni, en kýs Samfylkinguna.

Kvikindið, það er veiran en ekki hið frjálsa flæði, er komið til að vera, og það er ekki gott líf að loka sig inni til dánardægurs.

Við þurfum því varnir og sprautan er það eina sem við höfum í dag, svo og jú bænin og að treysta á heppnina að menn fái ekki fjandann i sig.

Jansen er fals, það blasir við þegar fréttir bárust út að obbinn af bólusettum sem voru útsettir fyrir veirunni, voru sprautaðir með því bóluefni.  Og sóttvarnaryfirvöld viðurkenndu það með því að bjóða uppá aðra sprautu með bóluefnum sem virka.

Því þrátt fyrir allt Anna þá virka þessi bóluefni, allavega ennþá.

En stríðið við fjandann er rétt að byrja, það er veirufjandann, en mér sýnist að stríðið við hinn raunverulega fjanda, það er þann í neðra, sé lokið  með uppgjöf þjóðarinnar gagnvart hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gegnsýrir allt samfélagið og er geirneglt niður í EES samningnum.

Ég vona að veirufjandanum gangi ekki eins vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2021 kl. 08:53

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Athugasemdir þínar eru öllu að jafna misgáfulegar, þessi þenur mjög út mörk þess að teljast misgáfuleg.

Sú fullyrðing þín að langtímasóttvarnir hafi engu skilað er hrein árás á þá skynsemi sem er sögð greina okkur sem tegund frá mannöpum, en eins og söngskáldið sagði, hvernig er hægt að búast við öðru af fólki sem er komið af öpum.

Eins og apar séu eitthvað heimskir.

Þetta er meinið Kalli, ákafinn dregur oft menn á asnaeyrum, en ég skil alveg hina undirliggjandi rót ákafa þíns.

Lifa lífinu lifandi er frasi sem ég stal frá hinum mikla húmanista og frjálshyggjumanni, Geir verkfræðingi, og það er kjarni þess sem ég var að segja, þó það hafi eitthvað kannski skolast til í skömmum mínum á þá heimsku sem drífur frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins áfram, að ekki sé minnst á blessað barnalán flokksins.

Lifa lífinu lifandi á tímum farsóttar, þegar obbinn af þjóðinni er bólusettur en það sem eftir er vill taka áhættuna af því að smitast af kvikindinu, það kallar á annað af tvennu;

"Annað hvort verjum við landamærin fyrir nýsmit, eða við leyfum veiruna að herja, og treystum á bólusetningu þjóðarinnar."

Við vörðum ekki landamærin, þá er aðeins það í boði að feisa það.

Fangelsi er ekki valkostur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2021 kl. 09:15

10 identicon

Sælir Ómar,

Staðreyndinar ljúga ekki.  Danir hafa ekki "varið" landamæri sín í næstum hálft ár.  Samt eru smittölurnar miklu lægri en hér.  Sama með Svíþjóð og Noreg.  Erum við sérstök?  

Allt tal um að verja landamæri er bara þvaður hjá þeim sem neita að horfa á sannleikann og byggja líf sitt á hræðslu.  Eina sem lokun landamæra skilar er ónýtt efnahagslíf og þjóð í höftum.

Þeir sem geta ekki vísað í tölur sér til stuðnings eru bara að hræða.

Bestu kveðjur úr höfuðborginni. 

Kalli (IP-tala skráð) 8.10.2021 kl. 12:25

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Don Kíkóti fann sér vindmyllur til að slást við, hlaut af því bæði frægð og frama þrátt fyrir ófarir í sjálfum vindmylluslagnum.

Ekki veit ég hvað slag þú ert að taka en það er nokkuð ljóst að lítil verður frægð þín af honum, veit samt ekki um framann því þarna úti í netheimum Moggabloggsins er vitleysingahjörð sem metur frama fólks í staðleysum og vitleysum auk algjörs skorts á rökhugsun.

Það er þrennt sem ég ætla að segja þér í vinsemd minni.

Fyrsta, það að verja landamæri er ekki sama og að loka þeim.

Annað, hlutfall smitaðra segir ekkert þegar talning er ekki sambærileg, það að skima ekki, þýðir ekki að þar með sé smit úr sögunni.

Þriðja, ef þú ert ekki ennþá búinn að fatta það, þá var ég í mestu kurteisi að benda á að fyrst að landamærin eru ekki varin, þá gengur ekki að halda þjóðinni í fangelsi.

Ég var að skrifa gegn sóttkvíarheilkenninu sem mér virðist vera einskonar fýluhefnd sóttvarnaryfirvalda yfir því að slakað var á landamæraeftirliti á síðustu metrum bólusetningar þjóðarinnar.

Slökun sem þau settu sig ekki á móti, og eru því fyllilega samsek, töldu þau hana vera ranga.

Hvað er svona flókið við þetta Kalli??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2021 kl. 12:59

12 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Ómar !

Algjörlega röng skilgreining þín; á meintum vexti Katrínar, fornvinur góður.

Eða manstu ekki; fíflagang og flónzku þessarrar kvensniptar, þá hún sat að kjötkötlunum með Jóhönnu og Steingrími, árin 2009 - 2013, t.d. ?

Jós úr almannasjóðum; með liðstyrk Hönnu Birnu Kristjánsdóttur (fyrir hönd Reykjavíkurborgar), þá þær endurlífguðu smíðar Hörpu kumbaldans, suður í Reykjavík - skítt með raunverulega almannahagsmuni, þegar þetta viðundur (Katrín Jakobsdóttir) er annarrs vegar, Austfirðingur mæti.

Kórónar svo amlóðahátt sinn; með lagsmennzkunni með selskapnum, við þá Bjarna Benediktsson og Sigurði Inga Jóhannsson, frá 2017 - - ?

Skyldi Kári Stefánsson Erfðagreiningar frömuður; ekki hafa nokkuð til síns máls, þá hann ályktaði um INNGRÓNA heimsku, þorra Íslendinga ?

Eða: hvað sýndu svindl- úrslit kosninganna okkur ekki / þann 25. September, s.l. ?

Með sömu kveðjum; engu að síður, sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2021 kl. 19:31

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Óskar, það er hart í ári þegar þríeykið er eini kosturinn.

Og hafðu engar áhyggjur, ég hef engu gleymt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2021 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 598
  • Sl. sólarhring: 742
  • Sl. viku: 6182
  • Frá upphafi: 1400121

Annað

  • Innlit í dag: 543
  • Innlit sl. viku: 5307
  • Gestir í dag: 518
  • IP-tölur í dag: 508

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband