29.4.2021 | 20:03
Þegar deilt er um keisarans skegg.
Er skynsamlegasta lausnin alltaf sú, að raka skeggið af keisaranum, og þá þarf ekki lengur að þrefa um skeggið.
Nálgun Kára, að ef við viljum ná hjarðónæmi, er vissulega rétt, en nálgun Þórólfs, ef við viljum vernda viðkvæma hópa, er líka rétt.
Mat þar á milli getur aldrei réttlætt sig með því að annað sé réttara en hitt.
En hvorugt skiptir máli ef landamærin hefðu verið varin með öruggri sóttkví.
Og verði varin með öruggri sóttkví.
Að veirunni sé ekki hleypt inní landið fyrr en þjóðin sé fullbólusett.
Annað er alltaf ávísun á veikindi eða jafnvel dauðsföll.
Ef þeirri staðreynd er afneitað þá er bólusetning eins og glópagullið, virkar gull en er í raun steinn sem er einskis virði.
Þetta verða stjórnvöld að fatta áður en óafturkræfar hörmungar eiga sér stað.
Veiklun og veikindi, jafnvel lífshættuleg, jafnvel dauði ef veiran sækir illa á.
Við höfum þraukað í svo langan tíma.
Örfáar vikur skipta engu málit til eða frá.
Nema fyrir sjálfsímynd þeirra sem lofuðu uppí ermina á sér, og telja núna þjóðinni í trú um að hálfvörn sé ígildi heillar.
Trúið mér, þetta fólk, jafnvel börnin í Sjálfstæðisflokknum, er ekki það heimskt að það kaupi aðeins fulla vörn frá Securitas á framhlið og bakhlið hússins, í þeirri trú að þjófar leiti ekki uppi óvarðar innganga á þeim hliðum sem ekki eru varðar.
En fyrir hönd þjóðarinnar gerir þetta sama fólk sér upp þá heimsku að hálf bólusetning sé ígildi fullrar.
Þetta nær engri átt.
Þetta er óráðshjal sem þarf að stöðva í fæðingu.
Það er ekkert það í húfi sem réttlætir áhættuna.
Þarna ber sóttvarnalæknir að grípa inní.
Hann nýtur trúnaðar.
Hann á að standa undir þeim trúnaði.
Ætlum ekkert annað.
Þó sporin hræða.
Kveðja að austan.
Skynsamlegt að endurskoða fyrirkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2021 kl. 12:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi niðurstaða ÍE er bara þvæla því að í þriðju bylgjunni passaði eldra fólkið sig en unga fólkið fór glannalega. Á að verðlauna unga fólkið fyrir óábyrga hegðun með því að hleypa því fram fyrir í bólusetningarröðinni eins og Kári vill gera?
El lado positivo (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 20:10
Ja þú segir það nú, hvað sem svo þú heitir, ég hélt fyrst að Rúmeninn væri mættur, en fyrir utan að heita einhverju óskiljanlegu nafni, þá talar hann óskiljanlega íslensku, og afsakar það með lélegri þýðingu Gúgla frænda.
En ekkert er út á íslenskuna að setja, og þá vænti ég að rökhugsunin sé líka vel virk.
Svo ég spyr bara, hvað kemur þessi athugasemd þín við efnislegu innihaldi rannsóknar ÍE, eða réttlæti þau orð þín að kalla hana þvælu??
En kannski tengist rökhugsun ekki neitt valdi á íslensku máli, kannski er ég með fordóma út frá Rúmenanum, eða var hann kannski annarra þjóðarkvikindi??, út frá athugasemdum hans hér á Moggablogginu.
Tek það samt fram að ég er ekki með fordóma út í þríkynja fólk.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 29.4.2021 kl. 20:43
Hvaða þráhyggja er í gangi hjá þér kæri Ómar?
Hvað hefur Gena Veiru Kári Grái Decode Stefánsson, besti vinur Hannesar Smárasonar að gera með þetta?
Ertu í einhverju samkrulli with Bill Gates?
Taktu þennan ESB áróður til andskotans!
Kv. að vestan
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 1.5.2021 kl. 01:24
Blessaður Heiðar.
Takk fyrir að fá mig til að líta aftur á pistil minn.
Skil reyndar ekki bofs í því sem þú ert að segja, en ég fann þarna kommu fyrir aftan punkt sem gerði það að verkum að einhver óskiljanleg tákn birtust í lok þeirrar setningar, hefur eitthvað með forritun bloggsins að gera.
En mér líst vel á Gates.
Ég gæti alveg hugsað mér að taka hann með mér uppí mynni Ímadalsins, þar sem beinlínutenging er við almættið, og kennt honum að spjalla við það og sálu sína.
En eins og þú veist þá er slíkt mjög hollt og gott, líkt og þorskalýsið er fyrir líkamann.
Það er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2021 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.