Góðu fréttirnar eru.

 

Langt síðan að leikskólinn Jörfi var í fréttum, sterk vísbending um að nást hafi utan um hópsmitið þar.

Eins er langt síðan að tilkynnt var um sóttkví á höfuðborgarsvæðinu.

Góðu fréttirnar eru sem sagt að snögg viðbrögð heilbrigðisyfirvalda skila miklum árangri og vegna samkomutakmarkana eru aldrei um beinar stórar hópsýkingar að ræða.

Það er enginn yfirfullur Laugardagsvöllur vegna landsleiks, það er engin yfirfull Egilshöll vegna tónleika, og það er engin Þjóðhátíð í Eyjum.

 

Slæmu fréttirnar eru hótanir stjórnavalda um að aflétta hömlum of snemma og veikja öryggi landamæranna með allskonar pappírsvottorðum.

Líkt og enginn sé lærdómurinn af þrautreyndri sorgarsögu þeirra þjóða sem hafa slakað of snemma á sóttvörnum sínum.

Alvarlegasta hótunin er að hleypa smiti inní landið þegar hluti þjóðarinnar hefur aðeins fengið eina bólusetningu, í stað þess að bíða aðeins lengur, og hafa vörn fyrir alla.

Vonandi er ekki alvara að baki þeim barnaskap, heldur aðeins börn.

 

En göngum hægt um gleðinnar dyr.

Vil enda á að vitna í mann sem ég hef ekki lengi vitnað í nema þá til að skammast í honum, en þessi vísdómsorð sagði nú samt Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor nýlega í Kastljósi.

"Hagræn áhætta við afléttingar sóttvarnaaðgerða er fólgin í því að ef afléttingarnar eru of hraðar gæti þurft að skella í lás á ný. Þetta sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali í Kastljósi í kvöld. „Það mun hafa mjög slæm hagræn áhrif því það hefur þá ekki bara þau áhrif að útlendingarnir koma ekki, heldur líka þau að Íslendingar geta sig hvergi hreyft"".

 

Héðan af er þetta það eina sem getur ógnað sumrinu okkar.

Ferðalögum okkar eða bæjarhátíðum að ekki sé minnst á sjálfa Þjóðhátíðina i eyjum.

 

Höfum þessi orð í huga.

Njótum samt góðu fréttanna.

Kveðja að austan.


mbl.is Gæti tekið smá tíma að fjara út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki allir bólusettir í fjölskyldunni?

Hvað er málið?

Ertu ekki að treysta bóluefninu?

Ef þú ert að bíða eftir virkni bóluefnisins, haltu þig bara heima.

Eða kann ske að þú ættir að skella þér til ESB Brussels, þar værir þú öruggur.

Í reglugerðar örygginu sem þú þráir svo mjög.

Kv. að vestan.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 1.5.2021 kl. 00:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Heiðar.

Ég sé að þú hefur verið í stuði í gærkveldi, og ekkert annað en gott um það að segja.

Kannski sérstakt áhugamáli í stuði að lesa pistla mína og láta þá fara í taugarnar á sér.

Sérstaklega þá sem eru til þess eins hugsaðir að fara í taugarnar á fólki sem ekki les þá.

En hvað get ég sagt á svona drottins dýrðar degi þegar mótin eru byrjuð og meistaraflokkur Fjarðabyggðar er að spila sinn fyrsta leik núna á eftir.

Eigum við ekki bara að njóta góðu fréttanna?

Og dagsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2021 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 179
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1382
  • Frá upphafi: 1321265

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 1187
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband