Þorlákshöfn í fyrsta gír.

 

Í fararbroddi er bæjarstjóri sem rífst ekki við raunveruleikann heldur tekst á við hann;

"Öll starf­semi í Þor­láks­höfn mun ein­kenn­ast af varúðarráðstöf­un þessa vik­una. Við ætl­um að skipta í lægsta gír. Öll sem eitt ætl­um við að bera virðingu fyr­ir stöðunni. Við höld­um okk­ur sem mest heimavið og tak­mörk­um nær­veru utan „búbblunn­ar“ okk­ar.

Við ætl­um að sýna yf­ir­veg­un og vera þakk­lát fyr­ir þekk­ingu og reynslu þeirra sem stjórna aðgerðum. Það eru all­ir að gera sitt besta í mjög krefj­andi aðstæðum.".

 

Þannig hefst þetta og munum að þetta er vegna leka á landamærunum.

 

Á sama tíma tilkynnir glaðhlakkalegur heilbrigðisráðherra áætlun ríkisstjórnarinnar um opnun landsins, bæði slökun á sóttvörnum innanlands sem og hvernig pappírar verða teknir gildir á landamærunum.

Þrátt fyrir hópsýkinguna í Þorlákshöfn, þrátt fyrir að vitað er að veiran er þarna úti og leitar aðeins að kjöraðstæðum fyrir nýtt samfélagssmit.

Enginn lærdómur er dreginn af reynslu þjóða sem hafa opnað of snemma og hafa aftur þurft að herða sóttvarnir.

 

Indverjar til dæmis töldu sig vera í góðum málum um miðjan mars, slökuðu á og hafa aftur þurft að herða sóttvarnir og beita jafnvel samfélagslegu lokunum.

Faraldurinn í raun stjórnlaus, og virðist vera mun banvænni en áður, hugsanlega vegna þess að heilbrigðiskerfið ræður ekki við ástandið.

Í frétt hér á Mbl.is er sagt að kórónukrísa Indverja sé krísa heimsins, "Er það vegna þess að smit­in geta auðveld­lega dreifst til annarra landa og vegna stökk­breyt­inga sem geta haft slæm áhrif."

Þar sem faraldur fær að grafa um sig, eru stökkbreytingar tifandi tímasprengja, einn daginn kemur afbrigði sem bólusetningar ráða ekki við, og það getur lagst þyngra á yngra fólk en áður.

 

Eitthvert stjórnvald hefði gengið hægt um gleðinnar dyr.

Beðið og séð til um þróun faraldursins, við höfum hvort sem er beðið svo lengi, það er vanvirðing við þá bið og þær fórnir að missa tökin rétt áður en hjarðónæmi bólusetningarinnar er náð.

Það er það sem Þórólfur átti við þegar hann sagði í hæðni sinni að það væri gott að vera bjartsýnn.

En átti í raun við, bölvaðir vitleysingar, ætla þau aldrei að skilja alvöru málsins.

 

Í raun er þetta skilningsleysi, þessar skýjaborgir afneitunarinnar, helsta lýðógnin í dag.

Að ríkisstjórn Íslands klúðri málum og ný bylgja fái að grafa um sig.

Bæði með því að slaka á of snemma og með því að stefna að því að fylla landið af ferðalöngum, missmituðum.

 

Gagnvart þessari ógn þarf þjóðin að vera á varðbergi.

Skaðar ekki að hrista hausinn og láta í sér heyra.

 

Stöndum vaktina svo við endum ekki öll í fyrsta gír.

Kveðja að austan.


mbl.is Öllu skellt í fyrsta gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. Ríkisstjórnin er löngu búin að missa hugann um afkomu almennings í Covid fárinu. Þau eru í kosningarbaráttu, það sjá allir sem vilja sjá. Það hlýtur samt að vera erfitt fyrir bæjarstjórann í Ölfusi að fronta þennan vanda, enda svo margir af hans samflokksfólki sem finnst þessi veira vera smá kvef og allt sem viðkemur sóttvörnum og takmörkunum bölvaður óþarfi.En Elliði er hress að vanda og ég er viss um að þeir tækla þennan vanda vel. cool Bestu kveðjur.

Ragna Birgisdóttir, 28.4.2021 kl. 12:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Ég held að það sé rétt mat hjá þér að vissan kosningakeim megi finna á kóvid tillögum ríkisstjórnarinnar.  Tvíeggjað því ef veiran finnur sér farvegi fram hjá sóttkví, eða fólk sé sífellt að fara í sóttkví út af leka, þá er ótímabærar tilslakanir Svarti Pétur sem erfitt er að sverja af sér.

Já, ég tók eftir Elliða, það er svona hress andblær sem fylgir þeim manni. 

Vonandi gengur þetta vel hjá þeim þarna í Þorlákshöfn, þetta er leiðindahelv. svona samfélagsleg sýking.

Þá skiptir svo miklu að forystan sé trúverðug.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.4.2021 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 137
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 5676
  • Frá upphafi: 1400433

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 4877
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 117

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband