26.4.2021 | 08:26
Ég ferðast á tímum heimsfaraldurs.
Þá má ég að sögn gefa skít drullu og djöful í alla aðra, samfélag mitt, samferðafólk, það eru mannréttindi mín.
Ég má senda börn í sóttkví, ég má veikja og veikla börn, mér er drullusama þó þau séu vikur og mánuði að ná sér, jafnvel þó þau eigi að hættu að veiklast fyrir lífstíð.
Mér er sama, ég má ferðast.
Ég má valda hópsýkingu, ég má valda samfélagssmiti, ég má veikja, ég má veikla, ég má senda hundruð, jafnvel þúsundir í sóttkví.
Ég má láta loka starfsemi, banna mannfagnaði, ég má, ég má.
Þetta eru mannréttindi mín, það hafa þingmenn sagt mér, það hafa lögfræðingar sagt mér, það hafa dómarar sagt mér.
Þetta er deilan um örugga sóttkví við landamærin í hnotskurn.
Kveðja að austan.
Hópsmit komið upp í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er það frelsi sem lögfræðingadeild Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi á þingi, kallar mest eftir.
Lög þeirra snýst um frelsi, án ábyrgðar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2021 kl. 10:55
Frelsi án ábyrgðar er ekki frelsi Símon, það er óeðli ættað frá þeim í neðra.
Óeðli sem ræðst að borgarlegum gildum, kristnum sið, ræðst gegn líminu sem heldur samfélagi fólks saman.
Óguðlegt, ómennskt.
En er afl í Sjálfstæðisflokknum sem grefur unda formanni flokksins.
Samt hefur hann haldið haus Símon, það er ekki sjálfgefið.
Það er þakkarvert á dauðans alvöru tímum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2021 kl. 17:05
Hver hefur haldið því fram að það séu mannréttindi að dreifa smiti? Strámaðurinn kannski?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2021 kl. 14:30
Að neita að fara í örugga sóttkví, á þeim forsendum að þá sé brotið á mannréttindum viðkomandi, með stuðningi lögfræðinga, dómara og nokkurra þingmanna Pírata, er krafan um að það séu mannréttindi að fá að dreifa smiti.
Þetta er svona mannamál Guðmundur, ekki lögfræðimál.
Ég stunda það ekki að svæfa fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2021 kl. 15:23
Nei þetta er ekki mannamál heldur útúrsnúningur. Enginn heilvita maður heldur því fram að það séu mannréttindi að dreifa smitsjúkdómum. Bara strámaður.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2021 kl. 15:49
Æ-i og ó-i Guðmundur.
Að ráðast gegn öruggri sóttkví á forsendum mannréttinda undanvillinga, er nákvæmlega það, að dreifa smiti, þetta snýst ekki um einstaklinginn, heldur öryggi heildarinnar.
Þú ert varla kominn með marsterpróf í lögfræði??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2021 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.