Báknið burt.

 

Hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins í áratugi, og miðað við umfang regluverksins og allra þeirra hindrana sem skrifræðið setur almenningi og fyrirtækjum hans, þá mætti halda að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið útlagaflokkur í íslenskum stjórnmálum.

Verið svona síðast í stjórn uppúr miðri síðustu öld.

Báknið burt er samt slagorð hans og þingmenn hans kópera grein eftir grein, ár eftir ár, áratug eftir áratug, og svo er komið að enginn man hver samdi þá fyrstu sem allar hinar byggja á.

 

Sigmundur Davíð kastar sér á þessa hringekju, réttilega, og bendir á hinn bitra raunveruleika sem hamlar og heftir sköpunarkraft þjóðarinnar, er kyrkingaról á alla athafnasemi fólks.

Hann bendir réttilega á "hve íþyngj­andi "báknið" væri orðið fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í land­inu og sagði að slík fyr­ir­tæki hafi nú þegar verið í vanda stödd áður en heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru skall á.".

Regluverkið er svo flókið og krefjandi hvað varðar alla skriffinnsku, enda hannað af útsendurum Evrópskra stórfyrirtækja i Brussel, að það eitt gerir kröfu um ákveðna stærð fyrirtækja og er því samkeppnishamlandi á lítil og jafnvel meðalstór fyrirtæki.

 

En ábendingum þarf að fylgja alvara og lausnir, annars er Sigmundur Davíð að róa á sömu mið líkt og Óli Björn eða Suðurbæingnum sem langar svo aftur á þing og skrifar margar greinar í Morgunblaðið gegn bákninu.

Því sá sem bendir ekki á lausnina, meinar ekki orð af því sem hann segir, miðin sem róið er á er hrekkleysi eldra fólks sem trúir sömu greininni ár eftir ár, finnst hún alltaf jafnvel skrifuð, en spyr sig ekki, bíddu við, erum við ekki búnir að stjórna síðustu 30 árin eða svo??, af hverju breytist ekkert??

Og það er akkúrat það sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir, hann þykist vara á móti bákninu, en berst ekki gegn því á þann eina hátt sem þarf að berjast gegn því.

 

Því vandinn liggur í EES samningnum og verður alltaf til staðar á meðan sá hjáleigusamningur við Brussel er æðri íslenskum lögum, og gerir í sífelldu kröfu um innleiðingu nýrra reglna, nýrra kvaða, meiri skriffinnsku, þar til ekkert er eftir.

Hvorki andrými fyrir fólk og fyrirtæki, eða sjálfstæði í lagasetningu og stjórnun landsins.

Þar liggur vandinn og við honum þarf að bregðast.

 

Báknið burt.

Ísland úr EES.

 

Ekkert flókið við þetta.

En sá sem segir þetta ekki, röflar eitthvað um að ábyrgðin á regluverkinu og skriffinnskunni sé viðkomandi stjórnarflokka á hverjum tíma, líkt og mér sýnist að sé sá pyttur sem Sigmundur Davíð ætlar að óhreinka sig á, hann er á atkvæðaveiðum.

Vill stjórna, ekki til að breyta, heldur vegna valdanna, vegna kjötkatlanna.

 

Sigmundur Davíð kom inní íslensk stjórnmál sem rebel.

Hefur síðan marga fjöruna sopið, oft farið gegn samtryggingunni líkt og hann gerði í átökunum við hrægammanna, en líka fetað þrauttroðna slóð íslenskra stjórnmálamanna, að segja eitt til að ná völdum, gera svo eins og allir hinir þegar þeim er náð.

Síðustu misseri hefur hann ekki fundið taktinn, reynt að ná til sín þjóðlegum íhaldsmönnum frá Sjálfstæðisflokknum, í þeirri veiðimennsku hefur hann óþarflega lyktað af Trumpisma og populisma, og árangurinn enginn, hann virkar þreyttur og illa rakaður, líkt og hann sé útbrunninn, fylgi Miðflokksins eftir því, útbrunnið.

 

Aftur í ræturnar hefur bjargað mörgum tónlistamönnum í þessari stöðu, átti ekki Paul McCartney frábæra endurkomuplötu fyrir um 15 árum síðan, sem og Brúsinn og Dillanninn, aftur í rætur rokksins, einfaldleikann, sálina.

Og hví gæti slíkt ekki bjargað stjórnmálamönnum líka??

Ha!, aftur í rebelinn, hljómar það ekki ágætlega??

 

Báknið burt er burt með EES samninginn, burt með Orkupakkana, burt með allan reglugerðafrumskóginn.

Verða sjálfstæð þjóð sem á sjálfstæð viðskipti við aðrar sjálfstæðar þjóðir.

Er það ekki það sem hefur reynst þjóðinni best og heilladrýgst?

 

Stígðu skrefið Sigmundur.

Segðu þetta, báknið burt, burt með EES.

Þú hefur hvort sem er engu að tapa.

 

Þjóðin hins vegar tapar öllu ef enginn spyrnir við fótum.

Sjálfstæði sínu, auðlindum, framtíðinni.

Því það er engin auðlegð hjá hjáleigum, og þær eru fyrstar til að fara í eyði þegar kreppir að, eða höfuðbýlið ákveður að hagræða.

 

Báknið burt.

Ísland úr EES.

 

Fólkið sigraði auðmennina í baráttunni um boltann.

Hví getur það ekki sigrað þá í þessu stríði líka??

 

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ósammála um ágæti áherslu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessari greiningu þinni.  Og að Simmi þurfi að taka af skarið. 

Tek undir hnitmiðun þína og kröfu:

Báknið burt.

Ísland úr EES.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2021 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EES samningurinn er ekki æðri íslenskum lögum, heldur er hann hluti af íslenskum lögum.

2/1993: Lög um Evrópska efnahagssvæðið 1. málsl. 1. mgr. 2. gr.: "Meginmál EES-samningsins skal hafa lagagildi hér á landi."

Væri EES-samningurinn raunverulega æðri íslenskum lögum hefðu verðtryggðu neytendalánin sem stökkbreyttust í hruninu verið dæmd andstæð honum í samræmi við álit EFTA-dómstólsins.

Það gerðist ekki heldur þetta: Dómur Hæstaréttar Íslands 26. nóvember 2015 í máli nr. 243/2015

"Sé fyrrgreind skýring EFTA-dómstólsins á ákvæðum tilskipunar 87/102/EBE lögð til grundvallar er, eins og segir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 160/2015, ljóst að orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hafi ekki verið í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Við mat á afleiðingum slíks ósamræmis er þess að gæta að tilskipunin hafði ekki lagagildi hér á landi. Í 3. gr. laga nr. 2/1993 er mælt svo fyrir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Slík lögskýring tekur eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum verði, svo sem framast er unnt, gefin merking sem rúmast innan þeirra og næst kemst því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu. Lögskýring samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 getur á hinn bóginn ekki leitt til þess að orðum íslenskra laga verði gefin önnur merking en leidd verður af hljóðan þeirra, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010."

Ef einhver getur bent á nýrri dóm þar sem dæmt var eftir EES-samningnum framar íslenskum lögum væri það frábært, því þá gætum við fengið verðtryggingarmálið endurupptekið.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.4.2021 kl. 21:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það dytti engum nema lögfræðingi í hug að telja þann saklausan sem gengur inní búð,brosandi, og tekur brosandi við öllu lausafé sem er í kassanum, og fer með það út, án þess að segja orð.

Maðurinn fékk jú peningana án þess að biðja um þá.

Saklaus segir lögfræðingurinn, hvaða máli skiptir það þó hann sé opinber handrukkari lókal mafíunnar??

Það er nú það sem ykkur lögfræðingum dettur í hug.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2021 kl. 08:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Sigmundur hefur ekki miklu að tapa sýnist mér, nema þá skegginu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2021 kl. 08:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Ómar. Nú týndirðu mér. Hver er þjófurinn í líkingunni, sá sem tæmdi búðarkassann?

P.S. "Við" lögfræðingar erum ekki einsleitur hópur, sem betur fer.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2021 kl. 14:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Þetta hefði nú ekki vafist fyrir þér áður en þú lentir í hundskjaft lögfræðinnar, og um þig verður aldrei sagt að hafi  farið fé betra.  En þannig séð má segja það um marga í stétt þinni, svo ekki skaltu láta það hvarfla að þér að ég viti ekki að lögfræðingar séu ekki einsleitur hópur, og segi eins og þú, þannig séð höfum við  oft verið sammála á árum áður.

Til dæmis er einn gáfaðasti penni þjóðarinnar í dag, reyndar líka allt í lagi pennafær (betri ef hann gleymdi öllu öðru í lögfræðinni en uppeldinu hjá Sigurði Líndal), lögfræðingur.  Ef við tökum stéttarríg, þá hafa hvorki heimspekingar, eða aðrir andans menn reynt að skrifa af viti eins og stéttarbróðir þinn hefur þó gert, og gerir.

Viðskiptafræðingar!!!  Ha. Ha. Ha!

Þar með er afsökun þín búin Guðmundur og varla á ég að virða það til vorkunnar að einhvern tímann hefðir þú strax kveikt á perunni?

Dæmið snérist ekki um þjóf, heldur ógnartak mafíu sem þarf aðeins að senda fulltrúa sinn til að innheimta skatt, sem heiðarlegir borgarar, samt fórnarlömb þess sem lagaumhverfið líður, borga mögnunarlaust.

Raunveruleiki sem við sáum í bíómyndum, er raunveruleiki hins verndaða glæpaumhverfis Íslands í dag, í skjóli stéttarbræðra þinna, og bitnar á a.m.k. pólska minnihluta samfélags okkar, líklegast líka þess Litháaenska, og ef við spinnum áfram, samlanda okkar sem hafa rætur og tengsl við Eystrasaltið, þar á meðal Pólland.

Já segir þú Guðmundur, ekki takandi ábyrgð á þeim raunveruleika sem starfsbræður þínir bera beina ábyrgð á, hvort sem þeir nauðga almennum réttindum borgaranna í þágu glæpamanna, eða eru hluti af samtryggingunni, að dæma stéttarbræðrum sínum í vil, og munum að skipulagðir glæpir, og glæpamenn sem vinna við slíka starfsemi, eru auðugastir viðskiptavinir lögfræðistéttarinnar, og þar með er hringnum lokað. 

Það er ekki að ástæðulausu Guðmundur minn að stétt þín tók yfir mikilvægi leigumorðingja sem stétt númer eitt hjá mafíunni, sem er safnorð yfir skipulagða glæpamennsku, en eigi skulum við gera lítið úr keyptum stjórnmálamönnum.  Eða hvað skýrir þá grundvallarspillingu að glæpamenn ganga lausir fyrir framan á lögreglunni, í skjóli hennar og með vitund?

Varla heldur þú að löggan sé svona heimsk??, hvort sem við tölum um embætti Ríkislögreglustjóra, eða undirdeild fíkniefnainnflytjenda og fíkniefnasala, og trúðu mér, ég er ekki að vísa í Pírata, sem dagsdaglega er kölluð fíkniefnalögregla, og þó ótrúlega sé, er á launum hjá skattborgurum þessa lands.

Guðmundur minn, þið eruð allir ekki eins, og þó þið séuð mikilvægasta verkfæri skipulagðra glæpastarfsemi, þá má aldrei vanmeta mikilvægi fjárstreymisins í vasa ráðandi stjórnmálaflokka landsins.

Og ennþá er ég ekki kominn að erindinu, ennþá að svara meinloku þinni að ég hafi eitthvað horn út í lögfræðinga að setja, svona almennt.

En Guðmundur, þó ég muni ekki orð um hvað ég sagði hér að ofan og nenni ekki að tékka á því, þá er það bara svo að þú skrifar ekki pistla eins og athugasemd þín er hér að ofan. Það nennir ekki einu sinni nokkur maður að lesa athugasemd þína eða ósk þína um dæmi sem fer gegn orðum þínum, þurr lögfræði er fárra, og eiginlega aldrei lesin nema að próf og gráða sé í húfi. 

Kommon, láttu ekki hvarfla að þér að þarna úti sé nokkur maður sem ætlar að rífast við þig um lögfræði.  Og plís, ekki núa mér það um nasir að ég fókusaði ekki á það sjónarmið þitt að skipan Alþingis í Landsdóm hafi verið ólögleg vegna þess að öll nöfn voru borin upp  í einu, þú hafðir rétt fyrir þér þá, Mannréttindadómur Evrópu lagði út frá þessu sjónarmiði þínu, og það er bara svo.  Ég er hvort sem er ekki beint mikill lögfræðingur, en ég tel mér það til tekna að rífast ekki mikið við lögfræði þína, það er ekki beint við hana, heldur frekar út frá þeim sjónarmiðum sem ég hugsa, geng út frá, og pistla þar um.

Hafir þú dæmi að ég hef gengið gegn lögfræði þinni, það er beinni lögfræði, ekki túlkun sem er eins og hún er þegar ég set hana í samhengi rökræðu minnar, þá máttu alveg benda mér á það og tukta.

Guðmundur, svona er nú bara rökræðan hérna, út og suður, margt nefnt sem þú varla berð nokkra ábyrgð á.  En þú virðist þrautlesa og núir mér um nasir, dauðasaklausan, eins og maður geti munað allt sem skrifað er, af manni á mínum aldri.

Meginlöggjöf Evrópusambandsins, í gegnum EES samninginn, er innleidd í íslenska löggjöf, það veistu, og íslenskir dómsstólar dæma eftir þeim lögum.

Og hlífðu mér við því bulli að þetta sé eitthvað x prósent, lítið miðað við heildarlög. 

Þetta eru lögin sem skipta máli, hið frjálsa flæði nær yfir allflest svið samfélagsins, og möglunarlaust tökum við regluverkið upp.  Það sem út af stendur er lög sem skipta ekki máli, en fólk (eins og Björn Bjarna þegar hann blekkir hrekklausa í Sjálfstæðisflokknum) sem styður í raun hjáleigusambandið við Brussel, telur sem fjölda.  Lög sem kveða á um einskisverð málefni eins og hvernig þú plokkar hár úr nös, eða skiptir þeim hárum ef þú plokkar ekki.

Alvarlegasta var þegar Alþingi samþykki þau landráð sem kennd er við Orkupakka 3, og kveður á um yfirþjóðlegt vald yfirorkuauðlindum landsins (þess vegna er þetta landráð), og rökin voru að vegna EES samningsins yrði Alþingi að samþykkja allar samruna og yfirþjóðlegt regluverk ESB, sem lengi hefur stefnt að einu sambandsríki.

Vonbrigði mín Guðmundur er að ég veit að þú veist þetta, samt hártogar þú texta minn.

Hverjum þjónar þú í dag Guðmundur??

Það er tími til kominn að þú spyrjir þig þessarar spurningar.

Ég þigg vissulega kennslu í lögfræði, en ekki frá þeim sem ógna sjálfstæði eða framtíð barna minna.

Fyrir þig skaltu skilja að það er ekki bæði sleppt og haldið.

Skildir eru ekki bornir á báðum öxlum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2021 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 532
  • Sl. sólarhring: 1123
  • Sl. viku: 5740
  • Frá upphafi: 1328553

Annað

  • Innlit í dag: 448
  • Innlit sl. viku: 5120
  • Gestir í dag: 425
  • IP-tölur í dag: 417

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband