Sendum Pólverja í sóttkví.

 

Hefði alveg eins getað verið yfirskrif þessa frumvarps heilbrigðisráðherra sem minnihluta þingmanna samþykkti í nótt.

Líklegast eini sólargeislinn á annars svartri nótt, þar sem ris Alþingis hefur aldrei mælst lægra.

 

Við menntuð þjóð, lýðræðisþjóð, friðsöm þjóð, setjum lög sem sérstaklega er beint að einum minnihlutahóp á þann hátt að einna helst mætti halda að flett hafi verið uppí sagnfræðiritum og lögfræðingar ráðuneytisins lesið sér til um löggjöfina í Suður Afríku sem kennd var við apartheid eða aðskilnaðarstefnu hinnar hvítu yfirstéttar gagnvart hinu vinnandi svörtu íbúum landsins.

Eini munurinn í raun er sá að við innlendir erum ekki minnihluti, Pólverja á Íslandi, hins vegar minnihluti, og þeir vinna fyrir okkur skítverkin.

Kunna menn ekki að skammast sín, hvaða uppeldi er þetta?

 

Vissulega er vitað að síðasti sóttvarnarbrotamaður var Pólverji, og það er vitað að margir samlandar hans hafa gerst sekir um svipað athæfi frá því að reglur um tvöfalda skimun og sóttkví tóku gildi.

En réttlætir það árásirnar á 99,99% samlanda þeirra sem hafa virt sóttvarnareglur í hvívetna, að sérstaklega séu samdar reglur, þar sem menn leggjast meir að segja svo lágt að breyta viðmiðum á hááhættusvæðum, sem eiga skikka þá umfram aðra að fara örugga sóttkví ef þeir koma frá heimalandi sínu??

Erum við þannig þjóð??, finnst okkur það sjálfssagt?

 

Fyrir utan hvað þetta er heimskt í alla staði.

Það er viðurkennd þekking í veirufræðum, ígildi þeirrar sem við kennum við 2+2, að það þarf aðeins eitt smit til að koma að stað faraldri, rúmar 6 vikur í Wuhan frá fyrsta skráða smiti þar til öllu var skellt í lás.

Til að verjast faraldri er því aðeins tvær leiðir, sú fyrri að loka landamærum, og ef það er ekki gert, stífar samkomutakmarkanir ásamt smitrakningu til að hindra útbreiðslu faraldursins.

Mistakist það þá er neyðarúrræðið að skella öllu í lás.

Það er engin þriðja leið í boði, hvað þá eitthvað sem heitir meðalhóf sóttvarna.

 

Núverandi aðgerðir gera ekkert til að hindra að þetta eina smit sleppi inn fyrir landamærin, þó í fortíðinni séu einhverjar vísbendingar, þá er hegðun veirunnar óútreiknaleg.

Á þetta bendir Læknafélag Íslands réttilega í ályktun sinni sem í raun er einn stór grátur yfir heimsku þings og stjórnar; "LÍ telur vert að nefna að farsóttarfarldrar lúta ekki óskhyggju og eiginleikar sýkils geta breyst skyndilega og því mikilvægt að sóttvarnayfirvöld, þegar um tilfelli alvarlegra farsótta er að ræða, hafi nægjanlega sveigjanlegar og fullnægjandi laga og valdheimildir til að bregðast við aðsteðjandi vanda sem ógnað getur samfélaginu.".

Næsti smitberi getur þess vegna komið frá Færeyjum ef út í það er farið, og veiran er ekki lítill rasisti í sér, hún gerir ekki upp á milli fólks eftir þjóðerni.

 

Auðvitað eykur það öryggið að setja rápið frá Póllandi í örugga sóttkví, en það gildir um allt ráp yfir landamærin.

Hvenær ætla menn að skilja þetta??

 

Hve þarf mörg óþekkt smit sem sóttvarnalæknir stendur á gati yfir, til menn viðurkenni þennan raunveruleika.

Hve oft þurfum við að tapa daglega lífi okkar, hve oft þarf að brjóta niður þann vísir að ferðaþjónustu sem snýr að innlendum, hve oft þarf að loka á listamenn, íþróttir eða annað sem skellt er í lás um leið og þekkta óþekkta smit yfir landamærin verður að samfélagssmiti sem sóttvarnaryfirvöld neyðast til að bregðast við.

 

Fyrir utan heimskuna, hvernig ætla menn að rekja þá sem koma frá Póllandi í gegnum önnur lönd??

Á að merkja Pólverjana með gulum stjörnum??

 

Lágt lagðist Alþingi þegar það samþykkti ICEsave fjárkúgun breta.

Lægra lagðist það þegar það afsalaði Brussel yfirráðin yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

En þessi samþykkt er þess lægsti punktur, og þá ekki vegna heimskunnar sem öskrar af hverri línu frumvarpsins.

 

Því þetta er dagurinn sem Íslendingar gerðust formlega rasistar.

Skammist ykkar.

Kveðja að austan.


mbl.is Nú er heimilt að skylda ferðamenn í sóttvarnahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að ástæðulausu sem sagt er að sum skrif eigi að henda beint í ruslafötuna.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 22.4.2021 kl. 13:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i, svíður þetta eitthvað Esja minn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2021 kl. 14:27

3 identicon

Nei, Ómar, það svíður ekki undan þessum skrifum þínum.

Maður les og trúir ekki sínum eigin augum. Þau eru ekki einu sinni þess verð að hneykslast yfir.

Maður verður bara sorgmæddur yfir því að þú skulir ekki hafa áttað þig á að þessi skrif hefðu betur farið beint í ruslafötuna.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 22.4.2021 kl. 14:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i Esja minn, er það bara svona, koma þetta svona við kauninn??

Varla ertu einn af þeim sem saknar þess liðna?'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2021 kl. 15:24

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Málfrelsi er mikilvægt. En ég hef tekið eftir því að þeir sem brúka mestan kjaft eru bloggarar sem þola ekki dagsljósið. ómar þú þorir að nota málfrelsið fyrir þínar skoðanir en lítilmenni ekki, þeir eru ekki svaraverðir og eiga heima í myrkrinu. Hvort ég sé sammála eða ósammála þér er aukaatriði í þessu sambandi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.4.2021 kl. 17:17

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

" minnihluta þingmanna samþykkti í nótt."  munum það í haust í kjörklefanum hverjir nenntu að vaka og taka afstöðu

Það er óþolandi þegar alþingismenn taka ekki afstöðu og sitja hjá við atkvæðagreiðslu - hrein og klár vinnusvik við kjósendur 
Nóg var nú röflið í sumum þingmönnunum í ræðustól Alþingis á miðvikudaginn og svo nenna þeir ekki að ýta á já/nei takkann
eða þora þeir ekki að mæta kjósendum í haust og þurfa að verja  einhverja skoðun sem hugsanlega er ekki sú sama og kjósandinn hefur

Grímur Kjartansson, 22.4.2021 kl. 17:41

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Mitt ráð er að svara ekki nafnlausum ritdónum á samfélagsmiðlum. Ef þeir geta ekki komið fram undir nafni verið þá ekki að svara aðfinnslum þeirra. Ómarktækt lið.cool

Ragna Birgisdóttir, 22.4.2021 kl. 17:53

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er alræmd í hárri elli. Gaman eða hitt þó heldur en ef ég passa ákveðin heiti ógnar smárra vera ,slepp eg.

Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2021 kl. 00:04

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er hægt að hata eitthvað sem er ekki til?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2021 kl. 00:54

10 identicon

Er nú húsasmíði orðið skítverk?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 07:23

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Ekki veit ég hvernig þetta var hjá þér á þínum yngri árum en ég ólst upp við að talað var um skítadjobb út frá skítalaunum, þar sem það seinna kom á undan.

Til dæmis var óhætt að segja að strákarnir sem fengu sumarvinnu í bræðslunni voru taldir heppnir þó þeir lyktuðu ekki alltaf vel, sérstaklega þessi sumur sem kolmuninn var veiddur og bræddur.

Svo við færum okkur í nútímann þá veistu mæta vel að innflutningur á vinnuafli frá fátækari löndum haldið niðri launum verkafólks, helst í hendur við að allir eiga að fara í háskóla, og hver vinnur þá hin líkamlegu störf??

Svo ég svari spurningu þinni að þá er hvergi skortur á innlendu vinnuafli þar sem vel er borgað í samræmi við erfiði og fyrirhöfn.  Í heimi hinna lægstu tilboða er slíkt ekki tilfellið í byggingaiðnaði, þú heyrir það á tungumálinu sem talað er þar sem er verið að byggja og framkvæma, þú verður að hafa Gúgla þýðanda í eyranu til að skilja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ha???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:28

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ertu svo alræmd??

Hvað segja barnabörnin þín um þann dóm?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:30

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Það fylgir þessari síðu að öllum er svarað með þeim hætti sem innslög þeirra bjóða uppá.

Síðan eru hliðarsjálfin mörgum nauðsynleg.

En takk fyrir að kíkja við og styðja við ágætt innslag Sigurðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:38

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Þetta er nú aðeins flóknara en svo og hlutleysi er oft afstaða.

Í þessu tilviki tjáir hún að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru margir hverjir ósáttir við frumvarpið, flestir minnir mig vegna þess að þeim finnst það ekki ganga nógu langt við að verja landamærin, taka undir sjónarmið Kára að það sé ótrúverðugt og svo framvegis.

Samt vilja þeir ekki setja sig uppá móti sóttvörnum, að þetta sé betra en ekki neitt.

Afstaða vissulega, stundum réttmæt, stundum ekki en sá veldur sem heldur og mat eins þarf ekki að vera mat annarra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 09:41

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður og takk fyrir innlit og athugasemd.

Ég hef svo sem fáu við að bæta, vissulega er það ekki stórmannlegt að vega úr myrkrinu, hvað þá að beita þaðan þöggun.

Ég skil alveg hvað þú átt við, þetta er hvimleið umræðutækni sem Esja vinur minn beitti, maður sem kann að tjá sig og er rökviss á ekki að falla í þennan fúla pytt, hvort sem hann er æstur eða telur sig hafa klifrað uppá svo háan hest að hann sé þess umkominn að nálgast umræðuna á þann hátt sem hann gerði.

Það fylgir svona bloggi sem ætlað er að vekja viðbrögð, að fá inn jólajeppa sem finnst þér vera ógurlega sniðugir með svona athugasemdum, átta sig ekki á hvað þeir gera lítið úr sjálfum sér.  Það sem þér finnst ekki vert að ræða eða lesa, þú náttúrulega ræðir það ekki eða lest, það er bara svo.

En öllum verður á, allir geta orðið reiðir, allir geta þurft að fá sína útrás, ég er sannarlega ekki undanskilinn hvað það varðar. 

Svo heldur þetta bara áfram, og einn daginn fatta menn að lítt væri varið í umræðuna ef við værum öll sammála.

Þú hefur áður komið hinga inn Sigurður og bent mönnum á einmitt þessa staðreynd.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2021 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 1412898

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband