Að spila sig heimskan.

 

Fyrirvarar þess benda á fyrst að sóttvarnir virka, þá séu þær óþarfar.

Þessa forheimsku geirneglir Sigríður Andersen í viðtali við Ruv;

""Ég gerði fyrirvara við málið," segir Sigríður. "Ég hef bent á það að okkur hefur gengið langbest með því að höfða til almennrar skynsemi og samstarfsvilja almennings um að halda veirunni niðri. Staðan núna er miklu mun betri en oft áður hérna innanlands, sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið að bólusetja hópinn af viðkvæmum. Þetta er ástæða þess fyrirvara sem ég set við málið.".

 

Þegar sóttvarnir okkar hafa fryst samfélagið með fjöldatakmörkunum sínum, mannfagnaðir bannaðir, hrinur árása á þær atvinnugreinar sem þjóna mannfagnaði, þann hluta ferðamannaiðnaðarins sem ætlaði að ná í tekjur með að halda viðburði og annað fyrir innlenda, þá segir Sigríður að árangurinn sé ekki því að þakka heldur að yfirvöld hafi höfðað til almennrar skynsemi og samstarfsvilja almennings.

Og maður getur ekki annað en spurt sig, er alltí lagi með manneskjuna??

 

Síðan skautar hún algjörlega framhjá því að það birti ekki til í mannlífinu, sóttvörnum fór ekki að linna, fyrr en stjórnvöld tóku upp tvöfalda skimun á landamærum, og lekinn á landamærunum skýrir núverandi bylgju, þá síðustu og hve langan tíma tók að aflétta sóttvörnum haustsins.

Nei, nei, nei nei, það er almenn skynsemi og samstarfsvilji almennings sem skýrir hið góða ástand. 

Líklegast er þá hið alvarlega ástand í mest allri Evrópu þá vegna þess að þar hefur almenningur ekki sýnt þennan fræga íslenska samstarfsvilja, en ekki vegna þess að þar var veirunni leyft að malla þar til ekkert annað var í stöðunni annað en að skella öllu í lás, eitthvað sem þó þurfti aldrei að gera hérna.

 

Hvernig ætli fólki sem jafnvel ítrekað neyðst til að fara í sóttkví vegna hópsmita og varna við þeim, líði að lesa svona þvælu?

Eða hvernig skyldi þeim líða sem hafa illa veikst eða eru í dag að sjá börnin sín veikjast, af illvígum sjúkdómi þar sem eina er vitað að það veit enginn hvenær eftirköstin taka enda.

Hvílík vanvirða við allt þetta fólk.

 

Það liggur við að maður vorkenni Bjarna að þurfa að glíma við svona víðáttuvitleysu öfga, hans er þó heiðurinn að taka slaginn við það.

Og því miður er málamiðlunin við það ein af skýringum þess að ríkisstjórnin heykist við að stoppa uppí öll göt á landamærunum.

 

Núna reynir á stjórnarandstöðuna.

Logi, hvar er frumvarpið þitt??

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrirvarar við sóttvarnalög hjá Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar

Heyrði eitthvað af þvaðrinu í Sigríði Andersen í hádegisfréttum RUV

þar var hún eitthvað að fabúlera um að leikskóla smit dólgurinn hefði bara brotið sóttkví en ekki einangrun.

þetta kom í mogganum í dag https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/21/rauf_baedi_sottkvi_og_einangrun/

þar segir að viðkomandi hefði rofið bæði sóttkví og einangrun, það er augljóst að mannvitsbrekkurnar á alþingi fylgjast illa með.

og ætla að treysta fólki í heimasóttkví það er tóm tjara vegna þess að það er óframkvæmanlegt að fylgjast með því.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 21.4.2021 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er hundraðasta prentræpan þar sem þú kallar fólk heimskt, fávita, hálfita og þaðan af verra. Er ekki kominn tími til að líta í eigin barm Ómar minn?

Ein spurning: Hvað hafa komið upp mörg smit í þínum heimabæ? Ef nokkur, hverjar voru afleiðingarnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2021 kl. 15:42

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur minn góður.

Það er örugglega margt um mannavalið á þingi, og sannarlega spilar öfgafólkið í Sjálfstæðisflokknum sig heimska í þessari nauðvörn þjóðarinnar.

Það er ekki heil brú í því sem Sigríður segir, hún er aumkunarverð.

En pössum okkur á að koma ekki hennar skít á aðra á þingi, hvað sem þeir hafa svo sem til annarra saka unnið.

Í þessu tilviki koma þessar aðrar sakir ekki þessu grafalvarlega máli við.

Og meir að segja Píratar, hafa unnið sér inn prik með málflutningi sínum.

Eftir stendur það aumkunarverða af öllu því sem er aumkunarvert, og þú getur lesið um í athugasemd 2.

Sem mitt næsta verkefni er að svara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2021 kl. 16:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Hvarflaði ekki að þér í eina mínútu að íhuga hvað þetta andsvar þitt segði um hinn napra sannleika þessa pistils, að það sé ekki alveg í lagi með Sigríði, sem ég þó af vorkunnarsemi minni reyndi að réttlæta með að hún spilaði sig fífl.

Rökin stóðu eftir, og þín viðbrögð eru hvað??, "prentræpan þar sem þú kallar fólk heimskt, fávita, hálfita og þaðan af verra."

Í fyrsta lagi hef ég aldrei kallað fólk heimskt, ég hef sagt það heimskt, og fært fyrir því rök, sem hver og einn getur tekist á við, og þér að segja Jón Steinar, þar sem þú ert þannig séð skynsemisvera, þá er himin og haf þar á milli, eiginlega ekki neitt samhengi.

Í öðru lagi þá hef ég vissulega notað orðið fáviti, svona þegar önnur orð eru ekki í boði til að lýsa ákveðinni heimsku, en enn og aftur, hér er ekkert sagt sem ekki er rökstutt, og ég tilbúinn að mæta.

Orðið hálfviti er hins vegar mjög sjaldan notað, ekki vegna skorts af tilefnum, heldur þarf líka að koma til viss pirringur af minni hálfu, sem sem betur fer er ekki of algengur. 

Í þriðja lagi, og ekki hvað síst, þá hef ég verið með eindæmum stilltur í dag Jón Steinar, þetta er dagurinn þar sem ég set á blað samhengi hugsana minna, og þar sem ég get gengið út frá því að að fyrirhöfnin er aldrei í samhengi við undirtektirnar, en ég bý að því að hafa orðað þær, sem hjálpar mér þegar ég læt vaða á súðum, til þess eins að ögra og erta, vekja viðbrögð, en það gerir maður ekki nema maður sé viss um að treysta sér rökræðuna, sem og þola viðbrögð hundfúlla sem láta ertast.

Það eina sem ég gerði í þessum pistli Jón Steinar var að setja orð Sigríðar í samhengi við staðreyndir, og vissulega þegar virðulegur þingmaður lætur eitthvað svona arfaheimskt úr úr sér, þá spurði ég kurteislega hvort það væri ekki alltí lagi með hana, og var þá að vísa í toppstykki hennar.

Ég náttúrulega veit þetta Jón Steinar, ég er ekki illa gefinn, ég lét því staðreyndirnar tala sínu máli.

En þú þurftir samt ekki gera mér þann greiða að staðfesta orð mín, með viðbrögðum þínum, sem minna einna helst á fræga Disney teiknimynd, sem Svíar eru mjög hrifnir af, þar sem nautið með hringinn í nösinni froðufellir í eltingaleik við nautabanann.

Það er eins og þú hafir tekið þetta inná þig, fundið þig sárreiðan, og þá af hverju??

Hefur þú spáð í það??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2021 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 325
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 6056
  • Frá upphafi: 1399224

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 5131
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband