20.4.2021 | 21:27
Þórólfur er alltaf sáttur.
Minnir svona óþarflega á minnisblaðaperra, það er mann sem þráir athygli út á minnisblöð sín.
Frá fyrsta degi frá því að landamærin voru opnuð síðasta sumar, og hann fékk tækifæri á að koma aftur og aftur með ný minnisblöð um hinar og þessar sóttvarnaráðstafanir, sem auk þess að skemma þann innlenda ferðamannaiðnað sem var að vaxa og dafna, eyðilagði allar bæjarhátíðir auk Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum, þá hefur hann alltaf verið tregur til að þétta lekann á landamærum.
Það þurftu ítrekuð viðtöl við Kára í júlímánuði til að hann ljáði máls á tvöfaldri skimun við landamærin, í margar margar vikur þráaðist Þórólfur við með þeim rökum að ekki væri hægt að banna fólki að koma til landsins.
Þessi þrái kostaði okkur frönsku bylgjuna og frosið mannlíf í haust.
Þegar ljóst var að almenningur stóð sig, og útlit var fyrir að hægt yrði að aflétta samkomutakmörkunum að mestu í byrjun desember, þá kom babbið í bátinn sem kennt var við síleka á landamærum, þaðan kom nýsmit inní landið og hvað gerði Þórólfur??
Hann ítrekaði að þjóðin yrði að standa sig, að passa uppá sóttvarnir, og bla bla bla, engar afléttingar fyrir jól, en að þétta lekann á landamærunum, á þá heilögu kú mátti ekki minnast.
Ha, það er ekki hægt að loka landinu fyrir umheiminum, eins og eitthvað slíkt fælist í kröfunni um örugga sóttkví þeirra sem kæmu til landsins.
Svona hefur raunasaga Þórólfs verið.
Hann hamast á þjóðinni, en er furðu hljóður um landamærin.
Allar tillögur hans hafa komið eftir augljósan leka á landamærunum, og eftir þrýsting opinberar umræðu sem Kári Stefánsson hefur hafið.
Hann hefur alltaf staðið með hálfkáki ríkisstjórnarinnar líkt og hlýðinn embættismaður, en aldrei með þjóðinni sem þráir það eitt að fá að lifa í þokkalegum friði fyrir minnisblöðum hans.
Þess vegna er Þórólfur sáttur í dag.
Hinn meinti rasismi að loka á Pólverjana tókst, en hvað með allan annan leka?
Það var Íslendingur sem smitaði í Mýrdalnum, það var Íslendingur sem smitaði í fjölbýlinu, það var franskur ferðamaður sem kom með frönsku veiruna, smit nefnilega spyrja ekki um þjóðerni, þau spyrja um glufur.
Og á síðustu metrunum á að svíkja þjóðina, svo hún verði í fjötrum sóttvarna langt fram á sumar.
Því það kemur leki á eftir þessum leka.
Það kemur alltaf leki á meðan landamærin eru ekki örugg.
Hvað er svona flókið við það að ferðalangar fari í tvöfalda skimun og örugga sóttkví þar á milli??
Slíkt er enginn skaði fyrir efnahagslífið, en skaðinn er mikill af hinum eilífu minnisblöðum Þórólfs. Svo nemur milljörðum á milljörðum ofan.
Það skaðar heldur ekki heilsu þeirra sem ferðast, en smit inn fyrir landamærin sem verður að samfélagssmiti, skaðar fólk, meiðir það, skemmir jafnvel heilsu þess til langframa.
Það er svo miklu miklu minni hagsmunum bjargað fyrir meiri, og slíkt er ekki einleikið.
Og manni er jafnvel farið að gruna að Þórólfur sé ekki heill í vörnum sínum.
Þetta er óþarflega farið að minna á heilkennið sem kennt er við móðurina sem skaðar börnin sín til að fá athygli.
Þú ert sáttur Þórólfur.
En það eru margir sem eru ekki sáttir við þig.
Þú ert trúnaðarmaður almennings, ekki stjórnvalda.
Það er eins og þú hafir gleymt því.
Kveðja að austan.
Þórólfur sáttur við aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 539
- Sl. sólarhring: 652
- Sl. viku: 6270
- Frá upphafi: 1399438
Annað
- Innlit í dag: 458
- Innlit sl. viku: 5313
- Gestir í dag: 420
- IP-tölur í dag: 413
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugsr undir allt i þessari grein, Þórólfur sveik almenning sem hefur að mestu staðið sig svo vel, skömm að þessu.
Skarfurinn, 20.4.2021 kl. 23:04
Þórólfur hefur átt sína spretti og verið góður leiðtogi sóttvarnaryfirvalda á þessum erfiðum tímum.
En á ákveðnum tímapunkti þarf hann að passa sig á að enda ekki eins og Dorian Gray þegar hann horfir í augun á sjálfum sér.
Munum að þar sem vilji hefur verið til staðar að verja landamæri, þar hefur það tekist, og munum að þeir sem halda því fram að það sé ekki hægt, eða það þýði algjöra einangrun landsins, fara rangt með.
Þeir geta haldið ímynd sinni en myndin uppá lofti veit betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 23:13
Fundurinn olli mér vonbrigðum.
Og Þórólfur enn meiri vonbrigðum. Hann bara orðinn voða sáttur við að hættusvæði séu nú skilgreind sem svæði með yfir 1.000 smit/100.000.
Viðmið hans var rétt áður að hættusvæði væri svæði með 500 smit/100.000.
Kannski hann taki upp fyrri siði sína og segi að túristar smiti ekki?
Já, hann hefur enn og aftur gleymt hlutverki sínu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 23:55
Góðan daginn Símon.
Það er eins og reglugerðin sé sniðin að því að koma Pólverjum í sóttkví, og það látið duga.
Ef ég man það rétt þá var Frakkland grænt þegar franska smitið kom upp, kannski eitthvað farið að gulna.
Smitið í Mýrdalnum kom upp rétt eftir að reglur um pappíra tóku gildi, núna stefna flugfélögin að fljúga til landsins með slíkt fólk í hrönnum.
Og nú, ef eitthvað fer úrskeiðis, þá er bara lokað.
Það mátti reyna annað en núna þegar það er ljóst í hverju vandinn er fólginn, þá er það ábyrgðarleysi að afneita honum, og í raun siðlaust að hafa þjóðina alltaf á milli hinna röngu ákvarðana og raunveruleikans.
Ég sé ekki siðferðislegar forsendur Þórólfs að leggja til hertar sóttvarnaraðgerðir.
Og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að hann geri sér grein fyrir því líka, þess vegna dregur hann hið augljósa, að stöðva hina nýju bylgju í fæðingu.
Slíkt gerðu andfætlingar okkar, þess vegna voru óþægindi fólks til lengri tíma lágmörkuð, en diffinn er og var, þar voru landamærin varin, með þekktum árangri.
Smitlaus lönd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.4.2021 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.