Loksins snýst fólk til varnar.

 

Gegn græðginni, sjálftökunni, hinni algjöru fyrirlitningu sem hinir Örfáu, auðmenn, auðfyrirtæki, sína okkur hinum, fólkinu.

Við höfum séð þetta pakk kaupa upp stjórnmálin, endurskrifa leikreglur markaðarins í þágu hinna stóru, hið frjálsa flæði Evrópusambandsins er besta dæmi þar um, leggja niður störfin okkar, leggja heilu iðnaðarsvæðin í auðn, endurhanna framleiðslu heimsins í þrælabú alþjóðavæðingarinnar.

Á Íslandi sáum við sömu öfl afsala orkuauðlindum þjóðarinnar í faðm skrifræðis frjálshyggjunnar í Brussel, með því eina markmiði að einkavæða orkuna á markaðstorgi hins sameiginlega evrópska orkumarkaðar.

 

Aldrei í raun hefur fólk snúið til varnar, vissulega kaus það til vinstri gegn frjálshyggju hinnar borgarlegu flokka, en þá var það svikið í tryggðum, og í dag eru vinstri og félagshyggjuflokkar upp til hópa dyggustu stuðningsmenn þessa sjálftökukerfis auðsins sem við dags daglega kennum við alþjóðavæðinguna.

Fólk í rústum fyrri efnahagslegrar velsældar hefur síðan leitað til hægri, hinir svokölluðu hægri populistar virðast hafa farið á námskeið í marxisma, gagnrýna alþjóðavæðinguna, félagslegu undirboðin og þrælahaldið sem henni fylgir.

Viss vendipunktur var þegar bandarískur auðmaður náði til fjöldans með loforðum að líða ekki útvistun starfa og að gróðinn af þeirri útvistun yrði líka útvistaður í skattaskjól.  Varð þar með Óvinurinn númer eitt, aldrei hefur einn einstaklingur náð að sameina fjölmiðla auðsins, fólk til vinstri sem og leifarnar af frjálshyggju borgarastéttarinnar gegn sér.

 

En samt, fólk er furðu lítið snert þó samfélög þeirra séu rænd af fámennari stétt auðmanna, með fulltingi stjórnmálastéttarinnar.

Jafnvel þó þessi sömu öfl vinni dag og nótt gegn sóttvörnum sem virka, og varnir Vesturlanda líkt og götóttur svissneskur ostur, þá hefur fólk ekki risið upp heldur liðið viðrinisháttinn.

En að ráðast á heilaga kú, sjálfan fótboltann, það var skrefið sem ekki var fyrirgefið.

 

Það er snúist gegn því, og sagt það sem segja þarf; "Með sam­stöðu get­um við hrundið þess­um græðgis­áform­um" segja Arsenalmenn.

Og þeir hjá Chelsea skafa heldur ekki af því;

"Fé­lag­ar okk­ar og knatt­spyrnu­áhuga­fólk víðs veg­ar um heim upp­lif­ir nú mestu svik sög­unn­ar. Chel­sea og ell­efu önn­ur af stærstu fé­lög­um Evr­ópu hafa til­kynnt um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar að stofna „of­ur­deild“. Þessi ákvörðun bygg­ist á græðgi og gróðavon­um þeirra sem eru á toppn­um og tek­ur ekk­ert til­lit til dyggra stuðnings­manna, sögu okk­ar, framtíðar okk­ar eða framtíðar fót­bolt­ans í land­inu. Senni­lega verður ekk­ert af þessu, en það seg­ir sitt að Chel­sea skuli vera til­búið til að fórna framtíð okk­ar í úr­vals­deild­inni og enska bik­arn­um. Stuðnings­manna­sam­tök­in hafa rætt ít­ar­lega við stjórn Chel­sea um hin ýmsu mál und­an­farn­ar vik­ur og þetta leyni­makk hef­ur aldrei verið nefnt einu orði. Stuðnings­manna­sam­tök­in og fé­lag­ar þeirra krefjast svara. Þetta er ófyr­ir­gef­an­legt. Nú er komið nóg.".

 

Já nú er nóg komið.

En ekki bara í fótboltanum heldur alls staðar þar sem þetta lið hefur komist upp með skemmdarverk sín.

 

Eitt af því er að fá sóttvarnir á landamærum sem duga, annað er að senda þá þingmenn og flokk sem sviku þjóðina í orkupakkamálinu, í pólitískt frí, sem þjóð eigum við ekki að líða svona svik og svona vinnu fyrir gíruga fjársterka sérhagsmuni.

 

Því það er komið nóg.

Hingað og ekki lengra.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Drepur allt sem fótbolti á að snúast um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar ! Heyr heyr!Þetta mun enda með ósköpum ,hefur gerst áður og mun gerast aftur,spurning er hvar verður Bjarni Ben þá? Líklega á Flórida í sumarhúsini og í golfi.....coolbestu kveðjur. 

Ragna Birgisdóttir, 19.4.2021 kl. 12:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Íslandi sáum við sömu öfl afsala orkuauðlindum þjóðarinnar í faðm skrifræðis frjálshyggjunnar í Brussel, með því eina markmiði að einkavæða orkuna á markaðstorgi hins sameiginlega evrópska orkumarkaðar."

Í fyrsta lagi er Ísland ekki tengt raforkumarkaðnum í öðrum Evrópulöndum og í öðru lagi er ódýrara að reisa þar vindmyllur en leggja rándýran sæstreng á milli Íslands og annarra Evrópulanda með tilheyrandi orkutapi á þeirri löngu leið. cool

"The European Wind Energy Association (now WindEurope) has estimated that 230 gigawatts (GW) of wind capacity will be installed in Europe by 2020, consisting of 190 GW onshore and 40 GW offshore.

This would produce 14-17% of electricity in the European Union, avoiding 333 million tonnes of CO2 per year and saving Europe 28 billion euro a year in fuel costs. cool

Research from a wide variety of sources in various European countries shows that support for wind power is consistently about 80 per cent among the general public." cool

Wind power in the European Union

WindEurope

1.4.2019:

"Coal plants have been closing at a fast rate since the 2010s due to cheaper and cleaner natural gas and renewables." cool

Coal power in the United States

Coal mining in the United States

"
In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S." cool

Wind power in the United States

Þorsteinn Briem, 19.4.2021 kl. 12:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Í það fyrsta vil ég byrja á að þakka þér fyrir að hætta spama inná þessa síðu efni sem tengjast innihaldi pistla minna ekkert, en virðast þjóna fáum tilgangi öðrum en að naga niður innlendar sóttvarnir.

Og í öðru lagi þá áttu að fara að fatta hvernig andsvar manns styrkir það sem maður lagði upp með að gagnrýna. Þessi tilvitnuð setning þín var hluti af heild sem fjallaði um atlögu auðsins að samfélagi fólks.  Þú kaust að taka hana út úr og reyna verja landsölu íslenskra stjórnmálamanna. 

Ókey en það sem ég segi ekki, er að nefna sæstreng, ég bendi á regluyfirvald Brussel, sem er geirneglt í orkupakkalöggjafir þess, og ég bendi á forsenduna, sem er markaðsvæðing og samkeppnismarkaður.  Gálgafresturinn sem felst í tengingu við hinn sameiginlega orkumarkað, fellur úr gildi með samþykkt orkupakka 4, þá verða yfirráðin ekki óbein í gegnum landsreglarann eins og er í dag.

Hins vegar get ég sagt þér það Steini að mér er nákvæmlega sama þó ennþá séu byggðar vindmyllur á meginlandi Evrópu, sé ekki hvernig það skiptir mig nokkru máli, ég bý ekki þar.  Hins vegar veit ég að Landsvirkjun vinnur að því að kynna lagningu sæstrengs, og hinn nýtilkomni áhugi erlendra fjárfesta á að reisa hér vindmyllugarða tengist þeim áformum, annars er hagurinn enginn í landi þar sem næg vatnsorka er fyrir.

En fyrst þú ert kominn hingað þá langar mig að spyrja þig að einu, ég hef oft spáð í hvað fær alþýðufólk á virðulegum aldri til að ganga í takt með frjálshyggju höfðingjanna, og þar sem þú ert mikill stuðningsmaður kenninga Friedmans og Hayek, en þeir eru spámennirnir sem dyggir trúmenn Mammons lúta höfði fyrir, og smíðuðu gangverk hins sameiginlega markaðar sem við köllum dagsdaglega Hið frjálsa flæði, hvað færðu út úr því að svíkja svona stétt þína og stöðu og ganga erinda höfðingjanna??

Og hvötin svo sterk að þú finnur þannig séð aukaatriði í pistli sem fjallar um uppreisn fjöldans gegn höfðingjunum, fjöldans sem hefur fengið nóg, og reynir að verja valdaafsalið yfir orkuauðlindunum og markaðsvæðingu orkunnar.

Í stað þess að taka undir og segja; Ég hef fengið nóg.

Nú er komið nóg.

Ég bara spyr, en hef svo spurt þig áður að ýmsu, en þú virðist ekki finna neitt svar til að peista.

En lengi skal manninn reyna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 13:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna og takk fyrir innlitið.

Varðandi Bjarna, þá spái ég lítið í hann dagsdaglega, og svo sem veit ekki hvað hann gerir á meðan Róm brennur.

Að hann sé í golfi er ekki verri kenning en önnur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 13:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Einn með kjarnann, spurningin er hvort við sættum okkur við hann;

"Marcelo Bielsa hafði sitt til málanna að leggja eftir 1-1 jafntefli Leeds United gegn Liverpool í kvöld.

Lítið var rætt um leikinn að leikslokum. Tillagan að evrópskri Ofurdeild var í umræðunni og gaf Bielsa sína skoðun, þar sem hann sagðist vera hissa á undrun fólks.

"Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Heimurinn hefur verið að þróast í þessa átt í langan tíma. Þeir ríku verða ríkari og þeim er sama um afleiðingarnar sem það hefur fyrir fátæka fólkið," sagði Bielsa.

"Þetta sjáum við í öllu öðru, þeir ríku reyna alltaf að verða ríkari á kostnað þeirra sem minna mega sín. Af hverju ætti þetta að vera öðruvísi í fótboltaheiminum? Ég skil ekki hvers vegna fólk er svona hissa."".

En auðvitað geta menn eins og Hannes Hólmsteinn haft rétt fyrir sér, að heimurinn sé aðeins fyrir þá sem eiga pening, við hin séum aðeins uppfylling.

Það er ekki þannig að þetta rán fyrir opnum tjöldum hafi átt sér stað með aðstoð skriðdreka, en er þetta virkilega heimurinn sem við viljum skila börnum okkar í arf??

Sökin er virkilega í alvöru talað ekki auðmannanna.

En kannski hafa nógu margir fengið nóg til að allavega þessari atlögu verði hrundið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 391
  • Sl. sólarhring: 720
  • Sl. viku: 5975
  • Frá upphafi: 1399914

Annað

  • Innlit í dag: 351
  • Innlit sl. viku: 5115
  • Gestir í dag: 341
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband