17.4.2021 | 00:16
Kanntu annan Guðlaugur?
Kínverjar brutu á bak aftur lýðræðisþrá íbúa Hong Kong, þvert á undirritaðan samning við Breta um að gera ekki slíkt fyrr en eftir 20 ár eða svo.
Framferði þeirra gagnvart múslímskum íbúum Xianjian-héraðs er þjóðarmorð sem á sér enga samsvörun í nútímasögu aðra en í þekktum þjóðarmorðum Stalíns.
Þjóðarmorð sem bitnaði á íbúum Eystrasaltsríkjanna, Tatörum Krímskaga, Volgu Þjóðverjum og fleirum.
Svo segir þú að mannréttindi eigi við alla, alls staðar.
Og engin alvara býr að baki, enda Kína verksmiðja alþjóðavæðingarinnar, í boði nýfrjálshyggju Vesturlanda sem hlóð auð í hendur Örfárra sem fluttu síðan framleiðslu okkar þangað, til að auka enn á margfaldan hagnað sinn, eftir stendur sviðin jörð vestrænnar framleiðslu og þeirra landsvæða sem byggðu velmegun sína á henni.
Þar skiptir framferði kínverskra stjórnvalda engu.
Ekki á meðan kostunaraðilar þínir, Guðlaugur Þór Þórðarson, græða og græða.
"Mannréttindi eiga við alla, alls staðar", er í raun ennþá aumkunarverðar mjálm en hjá meðvirkum stjórnmálamönnum sem horfðu þegjandi á uppgang nasismans á fjórða áratug síðustu aldar, þá sáu allir ofsóknirnar, kynþáttahatrið sem endaði í því sem við seinna upplifuðum sem útrýmingarbúðir.
En þá kusu bara flestir að þegja.
En sumir kunna ekki að skammast sín, fyrir meðvirkni sína og undirlægjuhátt.
Þú ert einn af þeim Guðlaugur Þór.
Þú afhjúpaðir þig í landsölunni sem kennd var við Orkupakka 3.
Varst svo ósvífinn á eftir að segja flokksmönnum þínum að sjálfstæði þjóðarinnar snérist um að ganga ekki í Evrópusambandið.
Eftir að þú afsalaðir því sjálfstæði í hendur sama sambands með samþykkt Orkupakkans, þar var glæpurinn ekki afsal yfirráða yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, vissulega smán, en glæpurinn var röksemdin, að aðildin að EES þýddi að íslensk stjórnvöld þyrftu að samþykkja allt sem frá Brussel kæmi.
Þú svo vitgrannur að þú fattaðir ekki að jafnvel á myrkustu tímum nýlendusambands okkar við Dani, þá höfðu dönsk yfirvöld aldrei þau algjöru völd, að þau þyrftu ekki að bera kröfur sínar um valdaafsal undir Alþingi Íslendinga.
Þú ert maðurinn Guðlaugur sem talar í frösum.
Og frasar þínir eru aumkunarvert yfirklór manns sem gerir ekki neitt til að verja mannréttindi þeirra sem þjást vegna kúgunar alræðisstjórna, eða verja sjálfstæði þinnar eigin þjóðar.
Þess vegna spyr ég eins og bjáni.
Auðvitað kanntu annan.
Og þú kannt marga.
Svona á meðan þú kemst upp með það.
En til þess þarf tvo.
Og sökin er hjá þeim sem láta þig komast upp með þennan annan, aftur og aftur.
Sem jafnvel taka mark á þér.
Á meðan þrífast brot alræðisins.
Gegn minnihlutahópum, gegn sínum eigin þjóðum.
Gegn mannúð og mennskunni.
Það er ekki fordæmt á meðan það eru menn sem kóa með.
Kveðja að austan.
Mannréttindi eiga við alla, alls staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er allt sagt sem segja þarf.
Amen!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2021 kl. 01:29
Nú glittir í ákvæðaskáldið í neðra, -enn og aftur Amen.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2021 kl. 01:31
Þú vilt afnema mannréttindi og taka upp alræði hér, vegna pestarhræðslu. Hvað ertu þá að skammast út í Kínverja? Fóru þeir ekki einmitt þá leið sem þú vilt fara, logsuðu fyrir útidyrnar hjá fólki og losnuðu við pestina?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2021 kl. 10:32
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Ómar bregst við færslu Þorsteins.
Kannski hann láti bara eins og hann sjái hana ekki og skrifi bara nýjan langhund sér til skemmtunar.
Ragnhildur Kolka, 17.4.2021 kl. 10:38
Góðan daginn Þorsteinn minn, það er blessuð blíðan, heitt á könnunni og þú ert mættur.
Góð byrjun á góðum degi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 10:39
Blessuð Ragnhildur, þú ert líka mætt í kaffisopann, en ég verð því miður að hryggja þig að enginn hundur kemur í bili, fékk ekki erlendu fréttina sem fékk mig til að taka sætið við tölvuna.
En kaffið er gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 10:43
Sönn lýsing á honum Guðlaugi. Dulbúin EU sinni í vitlausum flokk.
Trump var með Kínverjana alveg á hreinu, en það þoldu ekki allir
að heyra þann sannleika.
Nú er Biden mættur og strax farinn að rústa því sem byggt var upp hjá Trump.
Kínverjar himinlifandi með sinn Biden.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.4.2021 kl. 11:17
Held reyndar að þjóðarmorð sé ekki í gangi þarna í Kína heldur innræting eins og gerðist í Afganistan þegar Sovétmenn réðu þar ríkjum og A- þjóðverjar. En það er nógu slæmt samt og á ekki að líðast. Hvaða skoðun sem fólk hefur á trúarbrögðum þá eru það mannréttindi að trúa og hafa sína lífsskoðun. Og það að argast í múslimum er ekki það eina sem kínversk stjórnvöld eru sek um. Það hafa líka verið ofsóknir gegn kristnum og öðrum trúarhópum þar eystra. Varðandi samlíkingu við aðgerðir gegn Covit þá er nú varla hægt að bera þetta saman eða tala um mannréttindabrot. Þó lýðræðið vestræna sé gott þá virkar kerfið í Kína betur þegar þarf að taka ákvarðanir sem þola ekki bið. En að mínu mati hefði átt að setja á neyðarlög strax í byrjun faraldursins eins og var gert í hruninu. Það hefði hugsanlega komið í veg fyrir lögfræðileg álitsefni .
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2021 kl. 11:28
Blessaður Magnús.
Ákvæðaskáldið hefur alltaf verið þarna, því þess eina hlutverk er að berjast við Óvininn eina, þann sem ógnar lífi og framtíð barna minna.
Það er bara misjafn dugnaður hjá fólki að þekkja hin ýmsu andlit hans.
Skilur því ekki alltaf þegar ég bendi og segi; Sjáið.
En í verklýsingu Kallsins á kassanum er hvergi sagt að hann beri ábyrgð á Sýn annarra.
Nægar eru nú kröfurnar samt sem þarf að uppfylla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 11:52
Blessaður Símon Pétur.
Heldurðu að þetta sé ekki meira svona eins og hjá ungviðinu um tveggja ára aldurinn, þegar það uppgötvar einhver sniðugheitin, og endurtekur þau í tíma og ótíma við mishrifnar undantekningar?
"Kanntu annan!", þetta bara vellur út úr mér og þá neyðist ég til að klambra svo pistillinn sé ekki fyrirsögnin ein.
Hins vegar held ég að Gulli sé með sýndarþörf á háu stigi, og vindur úr svona uppákomum alla þá athygli sem hægt er að vinda, líkt og þegar ég vind borðtusku mína, ekki dropi eftir.
En hann skemmtir okkur hinum, hann er svo hjákátlegur eitthvað, furðulegt að einhverjum skyldi hafa dottið í hug að hann væri leiðtogaefni á móti Bjarna.
Það er ekki öllum allt gefið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 11:57
Já blessaður Sigurður, þú segir það.
Allavega er ekki hægt að mæla gegn því að andóf Trump gegn kínversku stjórnvöldum var löngu tímabært.
Ótrúlegt að borgarastéttin skuli hafa stutt Nýfrjálshyggjuna allan þennan tíma á meðan hún sveið allar forsendur velmegunar hennar, og gerði vestræn ríki að þurftarsamfélagi sem er algjörlega háð vöruflæði frá Kína.
Trump var með þetta, á sinn hátt vissulega, enda ekki þekktur fyrir að þræða annarra manna fótspor, en með þetta engu að síður.
Kínverjum þarf að mæta áður en að verður of seint.
En fyrst þarf náttúrulega að skera við trog alþjóðavæðinguna og þá hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem skóp hana.
Áður en það verður líka of seint.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 12:02
Blessaður Jósef.
Áður en lengra er haldið þá langar mig að endurtaka síðustu setningu þína með feitletrun; "En að mínu mati hefði átt að setja á neyðarlög strax í byrjun faraldursins eins og var gert í hruninu. Það hefði hugsanlega komið í veg fyrir lögfræðileg álitsefni .".
Þess vegna er hrynjandinn í átt að hruni um allan hinn vestræna heim, ný og ný bylgja, enginn lærdómur, á meðan veslast öll þjónusta og allt mannlíf upp.
Kóvid tengingin er bara í hausnum á félaga Þorsteini, hann er eins og ég var í ICEsave, það skipti ekki máli um hvað ég fjallaði eða gerði athugasemd um, alltaf kom ég ICEsave að.
En þetta er rangt hjá þér að framferði Kínverja gagnvart Uíguhrum sé ekki af ætt þjóðarmorða, þetta einmitt uppfyllir öll skilyrði þess, næstum eins og félagi Stalín hafi hannað fangabúðakerfið, innflutning á framandi fólki, hina algjöru kúgun og ofsóknir gagnvart öllu þjóðlegu.
Að myrða þjóð er ekki það sama og að skjóta alla, jafnvel þó fáir lifi ofsóknir, þá lifir þjóðin fái hún að rækta siði sína, yrkja landið sitt, viðhalda menningu sinni. Mig minnir að keisarastjórnin rússneska hafi útrýmt allt að 70% íbúa á ákveðnum landsvæðum í Kákasusfjöllum, svo til að kenna fólki að andóf borgaði sig ekki, en þjóðirnar lifðu af og kraðakið sjaldan verið meira á þeim slóðum.
Við megum aldrei líða alræðinu þetta Jósef, og við eigum að kalla hlutina réttum nöfnum.
Annað er eins og bara að gefa skrattanum litla putta, hann hættir aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2021 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.