Þegar vanvitið fær vægi.

 

Þá fáum við svona frétt.

Og þá er ég ekki að vísa í hægri öfgamanninn, sem hefur það einbeitta markmið að fækka kjósendum Sjálfstæðisflokksins, sem fékk sína fréttaskýringu í gær þar sem hann vísaði í dóm vina sinna, í dómarastétt, heldur þá sorglegu staðreynd að Svanhvít, er út á túni í vörnum þjóðarinnar á landmærunum.

Svo ég vitni í spurningu blaðamanns og svar hennar;

"Sýn­ir þetta að það sé mögu­lega ónauðsyn­legt að skima bólu­setta við kom­una? „Það sýn­ir okk­ur alla vega að hingað til erum við að sjá að við get­um treyst þess­um bólu­setn­ing­um en það auðvitað brýn­ir okk­ur líka í því að fylgj­ast mjög vel með þessu. Ég held að það sé ekki ástæða til að hætta þessu,".

 

Spurningin var um þá staðreynd að bólusettir hefðu ekki mælst smitaðir í fyrri skimun.

Nema það er ekki seinni skimun.

 

Var okkur ekki sagt sömu vitleysuna fyrir tæpu ári síðan, þegar ein skimun á landamærum átti að verja þjóðina.?

Allir vita hvernig það fór, mánuðir eftir mánuð, vorum við í herkví sóttvarna, þúsundir samlanda okkar voru sviptir lífsviðurværi sínu, engin leikhús, engir tónleikar, engin líkamsrækt, engar íþróttir, veislur, mannfagnaðir.

Svo vogar heilbrigðisráðherra sér að kóa með heimskunni og endurtaka þessa vitleysu.

Þegar það er vitað að það þarf tvær skimanir á landamærunum til að þau haldi.

 

Myrkraöfl stjórna Morgunblaðinu, varðandi kóvid er það ekki þessa heims.

En síðast þegar alþjóð vissi þá var Svanhvít þessa heims, og í liði með þjóðinni.

Samt lætur hún þetta út úr sér, að ein skimun dugi til að verja landamærin, þegar raunveruleikinn segir allt annað.

Og bólusett fólk, nýsmitað er engin undantekning þar á.

 

Fékk Svanhvít ekki fréttirnar í dag, um smitið sem lak inn yfir landamærin?'

Af hverju kóar hún með myrkrinu á Mogganum??

Hún sveik í ICEsave, en af hverju þarf hún að bregðast núna??

 

Eðlilegt líf þjóðarinnar er komið undir tveimur skimunum á landamærunum, og öruggri sóttkví þar á milli.

Allt annað er bein árás á líf okkar, því veiran finnur sinn farveg, til að sýkja, til að veikla, og þá er svar stjórnvalda alltaf það sama, sóttvarnarhandjárn á þjóðina.

En að tækla flakkið á landamærunum, sem prómil þjóðarinnar tekur þátt í, það er ekki í umræðunni.

Hinir fáu, hinir afbrigðilegu, halda restinni af þjóðinni í herkví.

 

En sökin er ekki þeirra.

Því þegar hið afbrigðlega, óeðlið tekur yfir almannahag, þá er skýringanna ekki að leita í óeðlinu, heldur þeirra sem sjá sér hag í að níðast á þjóð sinni og bera fyrir sig mannréttindi viðrina á kostnað hins helga rétt þjóðar að fá að verja sig gegn ytri ógn, hvort sem það er af völdum erlends ríkis, eða heimsfaraldurs drepsóttar.

Sökin er hjá þessu fólki.

Ekki samlöndum okkar, eins ömurlegir og þeir eru, sem telja sig hafa rétt á að ógna okkur hinum, með því að virða ekki sóttkví á landamærum.

 

Það er Svanhvítar að skera úr um hvort hún tilheyri þjóð sinni eða ógnaröflunum.

En þar duga ekki orð, heldur gjörðir.

Sem og að hundskamma það fjölmiðlafólk sem vinnur fyrir myrkrið, og spyr þeirra spurningar sem hún gat ekki svarað eins og maður.

 

Það þarf ekki að skríða fyrir myrkrinu eða ógnaröflunum.

Það þarf að mæta þeim.

 

Það gerði Svanhvít ekki.

Segir margt.

Kveðja að austan.


mbl.is Sérreglur fyrir bólusetta ekki í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar! Svandís er nafnið áheilbrigðisráðherra. Veit að þú vilt hafa hlutina rétta. Með bestu kveðjum.cool

Ragna Birgisdóttir, 13.4.2021 kl. 17:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja núna skil ég ekki alveg Ragna, veit vissulega að hraði puttanna stjórna pistlum mínum, en ég las hann samt yfir, og ég tel að ég hafi allan tíman verið að tala um Svanhvíti.

Sem jú er heilbrigðisráðherra, hvað annað ætti hún svo sem að vera??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2021 kl. 17:44

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar

Nú styttist óðum í kosningar og enn eftir að bólusetja helling hérlendis

og allt í kaldakoli í Kovid málum ESB, varla nokkra ferðamenn að sjá eins langt og augað eygir

og BB krakkaormarnir að fara á taugum.

kv. hrossabrestur  

Hrossabrestur, 13.4.2021 kl. 17:57

4 identicon

Svona Ómar, veit ekki hvort það eigi að vera stílbragð hjá þér að nefna Svandísi Svanhvíti, en það liggur þó ekki í augum uppi hver tilgangur þess væri.  Þetta er rétt hjá Rögnu, heilbriðisráðherra heitir Svandís Svavarsdóttir.

Hafðu þakkir samt fyrir að berja á óbermunum, sem vilja leika sér með veiruinnflutninginn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.4.2021 kl. 18:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ókei dóki Símon, þú færð þá að upplifa eitthvað sem er mjög sjaldgæft, að ég leiðrétti mig.

Svandís skal það vera, skrifa ónákvæmnina á dofinn fót sem krafði mig um hvítar töflur, ha ha, trúi nú mátulega sjálfur þessari skýringu.

En fljótheitin kannski, en ég skrifaði samt ágætan pistil á síðu ættaróðals míns, gaf mér þar tíma til að hugsa, og lesa yfir.

Eigum við ekki bara að segja að fjöldaframleiðsla sé ekki eins nákvæm og handverkið Símon.

Skammirnar jafngildar fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2021 kl. 19:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur.

Síðan þarf kraftaverk til að landamærin leki ekki þegar fjöldinn eykst.

Það er ef þau leka ekki nú þegar.

Og það eina sem þjóðin biður um er grið.

Já, það er rétt hjá þér, líklegast eru börnin aðeins peð í leik BB.

Sé ekki alveg hvernig hann kjaftar sig út úr nýrri bylgju, og ég skil ekki hvernig VG tekur endalaust á sig skömmina.

Þó Svanhvíti sé kennt um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2021 kl. 19:35

7 identicon

Ágæti Ómar, tek undir með þér að landamærin leka og að það er bæði gagnrýnivert og ólíðandi.

Nokkur orð og orðasambönd sem þú notar draga að sér athygli mína og spurning hvort efnið kæmist ekki betur til skila væri þeim skipt út fyrir önnur:

Hægri öfgamaður; sama vitleysa; verja þjóð; herkví sóttvarna; svipta lífsviðurværi; kóa með heimsku; myrkraöfl; kóa með myrkri; árás; sóttvarnarhandjárn; hin afbrigðlegu; þjóð í herkví; óeðli; níðast á þjóð; viðrini; helgur réttur; ógnaröfl.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 13.4.2021 kl. 23:16

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Já, ég sé á upptalningu þinni að mér var greinilega mislagðar hendur í gær, það vantar í hina samviskusamlegu upptalningu þína sóttvarnaglæpamaður og glæpsamlegur dómur, sem þó er ekki það sama og að viðkomandi dómari sé glæpamaður. Án þess að ég nenni að lesa pistilinn aftur þá tek ég þig trúanlegan, þessi orð vantar því þau voru ekki skrifuð.

Hins vegar finnst mér alltaf jafn fyndið, og mundu að ef það væri ekki fyrir slík augnablik þá myndi ég ekki nenna þessu stagli fyrir mitt litla líf, nema max 2-3 daga í einu, þegar menn koma inn og taka upp kennslu um hvernig á að skrifa bloggpistla. Kannski ekki alveg eins fyndið og þegar menn yfirgefa umræðuvettvanginn argir, þó ekki hýrir, líklegast vegna þess að ég hef eitthvað verið að argast í þeim, með þeim orðum að biðja mig vel að lifa, hingað komi þeir ekki aftur. 

Hvað get ég sagt??  Jammið tæklar þetta ekki alveg, hugsanlega jamm og jæja, eða bara þakkað guði fyrir gleðigjafa lífsins.

Hins vegar get ég sagt þér eitt varðandi eitt, og það er hvað felst í þeirri sorglegur staðreynd sem má kalla einkastríð mitt við hægri öfgann á Morgunblaðinu??

Nei, efa að þú kveikir, en hið sorglega sem segir svo margt um þjóð mína, er forskeytið; "einka".

Svona í ljósi þess að svo snemma í ágúst á síðasta ári lagði pistlahöfundur Reykjavíkurbréfsins til fjöldamorð á íslenskum almenningi, ekki með gamaldags aðferðum eins og Alkaida, sprengjum eða sjálfsmorðsflugvélum, heldur með veiruhernaði.

Þó enginn hafi hlustað á hann, þá er málstaðurinn sem hann tók jafn alvarlegur, og ef þér dettur í hug að bulla í huga þínum að í lýðræði megi menn tjá sig, þá hefur enginn þann rétt að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara sinna.

En nag þessara manna gegn sóttvörnum er alvarlegasti glæpur gegn mannkyninu frá því að gasklefinn var og hét á sínum tíma.

Þreföldun dauðsfalla frá því síðastliðið haust er mannanna verk, ekki veirunnar.

Þeim mönnum þarf að mæta.

Það er nú bara svo Esja minn góður, það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2021 kl. 08:22

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Esja minn.

Aldrei fór það ekki svo að ég læsi ekki fréttirnar í dag, þrátt fyrir að fátt sé um fína drætti fyrir minn gamla og góða framhlaðning til að miða á, ef tilviljunin ein hefði ekki stýrt mér á Kastljósviðtal gærkveldsins, sem ég prinsippsins vegna horfi næstum aldrei á eftir að Sigmar datt í það og nýtti þann vettvang til að vinna fyrir menn sem borga, þó þjóðin blæði.

En Víðir kveikti, örugglega vel meint hjá honum, en ég hef vissa hæfni til að snúa til verri vegar, þegar þannig liggur á mér, og það skýri þann pistil sem ég skrifaði uppúr ellefu, því ennþá þarf jú að skrifa daglega pistla.  Sem minnir mig á það, hefur þú kíkt á pistil Gunnars Heiðarssonar, hann skrifar skarpt, og laus við allt það sem pirrar þig hér inni.

En það var ekki erindið, heldur að peista úr frétt sem ég las rétt áðan.

"Þrátt fyr­ir ít­rekaðar viðvar­an­ir frá heil­brigðis­starfs­fólki um al­var­leika ástands­ins, eru yf­ir­völd flækt í harðar stjórn­má­laum­ræður vegna hafta sem sett hafa verið á til þess að lág­marka út­breiðslu far­ald­urs­ins. 

Þó Ang­ela Merkel kansl­ari hafi beitt sér fyr­ir hert­um aðgerðum til þess að halda fólki heima og forðast smit, neita sum­ir valda­mikl­ir svæðis­leiðtog­ar að taka þátt í þeim. 

„Þegar ég sé að aðgerðirn­ar duga ekki er erfitt að tak­ast á við það,“ sagði Marx.".

Fjöldamorðingjunum er ekki mætt Esja minn, veiruhernaður þeirra drepur.

Þeim er ekki mætt vegna þess að fjöldinn heldur ennþá að hið viðtekna á friðsamari tímum sé ennþá normið í dag.

Ég held að þú vitir þetta Esja, og að þú sért laus við hugarskekkingu hagsmuna, sem knýr fólk til að afneita staðreyndum, svo eftir stendur, og alls ekki er ég að vísa í athugasemd þína hér að ofan, per se, sami andi á sér svo marga bræður og systur að erfitt er að horfa framhjá, dýpri rök hljóta að liggja að baki.

Hver er innréttingin hjá fólki sem ver þá sem vilja deyða??, þó oft sé vörnin ekki bein, en vörn engu að síður??

Ég skil myrkrið og myrkraöflin Esja, rætur þess og hugmyndafræði hefur lengi legið fyrir, en ég skil ekki menn eins og þig.

Þín vegna vona ég að þú sért aðeins hliðarsjálf.

Annað eins hefur nú gerst, og ekki beint mitt að benda á.

Geri nú það samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2021 kl. 13:30

10 identicon

Nei, ég hef ekki lesið pistilinn sem þú spyrð um. Sjáðu til, ég hef almennt ekki áhuga á bloggskrifum, áhugi minn beinist að þínum skrifum af því að mér finnst að þú þurfir handleiðslu, leiðsögn og eftirlit. Ertu ekki sammála?

Þú hefur heldur betur bætt við orðum sem má skipta út, og örugglega ekki óviljandi:

miða á með framhlaðningi; fjöldamorðingjar; veiruhernaður.

Þú skilur myrkraöflin en ekki menn eins og mig. Hvað á ég að geta sagt við þessu? Og er ég hliðarsjálf? Við, þ.e. ég og ég, ræddum þessa spurningu þína og sannfærðumst um að ég er ég. Þannig hefur það alltaf verið.

Og svo heldurðu að maður lesi annarra blogg þegar maður hefur þig.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 14.4.2021 kl. 15:06

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður, á of erfitt með að sitja núna svo þá er það bara kveðjan, að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2021 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 1412826

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband