Nei, eru landamærin strax farin að leka??

 

Og þjóðinni hótað sóttvarnarhandjárnum uppá nýtt?

Eða hvernig á að skýra þessi orð Þórólfs á annan hátt?? "Í tveim­ur til­fell­um er ekki klár teng­ing við önn­ur smit eins og staðan er núna.".

 

Vissulega er beðið eftir raðgreiningu veirunnar, en mikil má tilviljunin vera, að sama óþekkta smitið sem hefur verið á kreiki í nokkrar vikur, valdi smiti sem greinist á Suðurnesjum, Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu á sama tímapunktinum, og engin augljós tengsl eru á milli þeirra smituðu.

Og þó það væri gaman að berja á ógæfufólkinu í lögfræðistétt, sem skemmdi varnir þjóðarinnar á landamærunum, þá verðum við líka að íhuga hvað felst í að pappír um bóluefni eða fyrri smit sleppi fólki við sóttkví.

 

Hópsmitið í Mýrdalnum var vegna slíkra pappíra sem veiran bara því miður tók ekki mark þó íslensk sóttvarnaryfirvöld geri slíkt.

Þar var smitberinn einstaklingur sem framvísaði vottorði um fyrra smit, en reyndist vera með nýsmit i sér engu að síður, og smitaði út í sitt nánasta umhverfi.

Gæfa þjóðarinnar var að viðkomandi vann á fámennu vinnustað í dreifbýlinu, annars hefði stórslys út frá sóttvarnarsjónarmiðum átt sér stað.

 

En meinið, það alvarlega er að þeir sem eru bólusettir geta þrátt fyrir það borið veiruna á milli, ef þeir á annað borð smitast af veirunni.

Á þetta benti vísindamaður hjá íslenskri erfðagreiningu í nýlegir grein á Vísi.is.

"Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað.".(Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu)

 

Það eru nefnilega takmarkaðar upplýsingar um hvort og hver mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra.

Bólusetningar eru nefnilega hannaðar til að hjálpa ónæmiskerfinu til að sigrast á veirunni, en þær tryggja ekki að menn geti ekki smitast, og smitað aðra. 

Og um slíkt eru komnar vísbendingar sem verður að taka alvarlega.

 

Það er ekki bæði sleppt og haldið,  að vernda þjóðina og hafa leka á landamærunum á sama tíma.

Veirur virða ekki opinbera pappíra, þó þeir séu stimplaðir í bak og fyrir.

Og sjálfval um sóttkví á landamærunum endar alltaf á einn veg.

 

Þann veg sem fréttir dagsins gefa í skyn.

Með leka, með dreifingu veirunnar út í samfélagið.

 

Spurningin er, eigum við að láta þessa örfáu einstaklinga sem þurfa að flækjast á tímum farsóttarinnar, komast upp með það að halda okkur hinum innilokuðum, að samfélagið sé meir og minna í herkví veirunnar??

Ef ekki, þá þurfum við að senda stjórnvöldum skýr skilaboð þar um.

Og það er ekki nóg að gera það í skoðanakönnunum.

 

Nú er lag fyrir leiðtoga að stíga fram.

Kveðja að austan.


mbl.is Smitin í dag dreifð um landið og ekki rakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

NEI! skemmtilegt svar eða hitt þó heldur einu sinni enn þessi eina vörn okkar sem  virkar ekki lengur á valdastéttina. Gerum hana virka! Ert þú ekki leiðtogi góði minn. 
    

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2021 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga mín.

Margt er ég, í augnablikinu maður sem veit ekki hvort bakverkur og máttleysi niður í fót, hindri hann í löngu planaða fermingu hjá systradóttur konu minnar, en leiðtogi er ég ekki.

Mitt hlutverk er að orða hluti, benda á, verja það sem okkur þykir kært, þess vegna réðst ég á lögfræðingahjörðina og hina samseku dómara (þó þeir hafi fátt annað gert en að dæma eftir orðanna hljóðan), en Móses í eyðimörkinni er þarna úti.

Ég hins vegar skil ekki hvað dvelur hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2021 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 432
  • Sl. sólarhring: 539
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 1320440

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 368
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband