Klúður heilbrigðisráðherra.

 

Hafi einhver efast að á meðal vor sé ennþá til rammgöldrótt heiðni sem hefur vald og kraft til að gala magnaðan seið, þá ættu síárásirnar á sóttvarnir þjóðarinnar á landmærum að færa hinum sama sönnur á að sá efi hafi verið óþarfur.

Er ég þá ekki að vísa í að myrkraröfl hægri öfga hafa lagt undir sig ritstjórnarherbergi Morgunblaðsins, rót illskunnar hefur jú fylgt manni frá því sköpun hans, heldur þá atburðarrás á þingi sem varð til þess að fyrsta stoð réttarríkisins, löggjafarvaldið brást þjóðinni á Ögurstundu hennar.

 

Á Alþingi er svona að öllu jöfnu skipað fólki sem er eins og við flest, bara venjulegt fólk, vissulega margir lögfræðingar þar en ætti varla að skaða því hlutverk þingsins er að setja lög.

Viðrinisháttur er þar ekkert algengari innan þings en utan, þó á þingi sé segull í einum flokki sem dregur að sér slíka hegðun, en þar er verið að uppfylla eftirspurn útí þjóðfélaginu.

 

Þess vegna getur ekkert annað en forn vitneskja skýrt hvernig þingmenn gengu úr skafti og viti, gerðust Píratar, og fóru að fikta í hinum nýju sóttvarnarlögum, gerðu þau andvana fædd með því að taka út þau ákvæði sem þurfa að vera til að markmið sóttvarna náist, það er heimild yfirvalda til að skylda fólk að fara í sóttkví og heimild yfirvalda að setja á útgöngubann þegar enginn annar möguleiki er í stöðunni til að stöðva bráðsmitandi drepsótt.

Heimskan er líkt og að setja lög sem banna skotvopnanotkun almennings, og eftir að markmiðum laganna og tilgangi er skilmerkilega lýst, að hafa svo þriðju málsgrein svona; Öllum skal heimilt að eiga skotvopn, allar gerðir.

 

Klúður heilbrigðisráðherra er kannski ekki að gera sér grein fyrir að hið óútskýranlega, að hópur venjulegs fólks breytist ekki á einni nóttu í hóp viðrina, sé ekki þessa heims, að baki hljóti að búa forn þekking sem seinna var kennd við svartagaldur, heldur að mæta ekki leiðtogum viðrinisháttarins, skora þá á hólm með rökum, kalla til samfélag vísindanna til að mæta bábiljunni.

Í stað þess að leyfa fiktinu að renna átakalítið í gegn.

 

Síðan var það skylda hennar, því hún er jú kjörinn embættismaður þjóðarinnar, að afneita frumvarpinu, leggja sjálf fram nýtt, krefja forsetann um að senda bastarðinn til baka með ávítum til óvitanna, standa og falla með þjóð sinni.

Ekki að lúffa, hvað þá að lýsa yfir fögn.

 

Þetta er klúður heilbrigðisráðherra.

Söguna þekkjum við síðan.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Stjórnsýsla í molum í heilbrigðisráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrír af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eru lögfræðingar og reglugerð heilbrigðisráðherra frá 1. apríl síðastliðnum hefði að sjálfsögðu ekki verið sett gegn vilja þeirra á ráðherrafundi í mars, þar sem setning reglugerðarinnar var rædd. cool

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni." cool

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

"
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra."

Stjórnarskrá Íslands

6.4.2021 (síðastliðinn þriðjudag):

"Var þessi reglugerð ekki tekin fyrir í ríkisstjórn áður en hún var lögð fram?"

"Jú, að sjálfsögðu, hún var rædd á ráðherranefndarfundum, af embættismönnum og í ríkisstjórn og það var enginn ágreiningur í ríkisstjórn," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra." cool

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að loka landinu

Og í minnisblaði sem Páll Þór­halls­son, lög­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, skrif­aði 29. mars síðastliðinn segir að ekki leiki vafi á því að laga­heim­ild sé til staðar til að kveða á um að ferðamenn skuli við komu til lands­ins vera í sótt­kví í hús­næði, þar sem hægt sé að hafa með þeim eft­ir­lit og sem upp­fyll­i sótt­varn­ar­kröf­ur." cool

Þorsteinn Briem, 12.4.2021 kl. 10:37

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég sakna þess að þú beitir þér ekki af sömu hörku gegn Svandísi og gegn frú Sigríði Andersen og Áslaugu dómsmálaráðherra (dómsmálaráðfrú?). Mér hefur skilizt að þú sért fyrrverandi eða núverandi vinstrimaður, en ég dæmi fólk frekar eftir innræti og skrifum þess í nútíðinni, og þú virðist skrifa af mannúð, sem er gott.

Það var frábært Silfrið í gær, og Páll Þórðarson prófessor í Astralíu segir að langflestir séu þar ánægðir með harðar reglur og lokuð landamæri, gott líf innanlands en lítið um samskipti við útlönd eða ferðamenn. Hann gagnrýnir yfirvöldin hér fyrir að tvístíga og vera með ruglingslegar reglur.

Ég hef gagnrýnt Svandísi fyrir annað, eða fyrir að virða ekki lífsrétt ófæddra, og finnst mér það sérlega hryllilegt mál. 

Hvað varðar Katrínu forsætisráðherra og það að hún sér ekki fyrir sér að loka landinu, þá er þar enn einn vinstrimaðurinn sem gengur ekki hart fram í sóttvörnum. 

Annað sem prófessorinn í Ástralíu benti á og fjallaði um, sem ég held að þú Ómar hafir bloggað um í vetur, að Svandís hafi tekið réttindi af Þórólfi með nýju lögunum til að skylda fólk í sóttvarnarhótel, eins og gert er í öðrum löndum með góðum árangri.

Ég held að prófessorinn þar í Andfætlingalandi negli þetta vel, að það er ekki gott þegar hver höndin er upp á móti annarri.

Samkvæmt viðtölum í fréttatímanum í gær við almenning vill almenningur harðar reglur og veirufrítt land, ef hægt er.

Ingólfur Sigurðsson, 12.4.2021 kl. 11:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Steini minn.

Hættu þessu spami sem kemur efni pistla minna ekkert við. 

Þú getur bara sett upp þína eigin síðu og ég er viss um að það kemur fullt af fólki inná hana til lesa og fræðast.

Athugasemdarkerfið er fyrir umræðu um eitthvað sem tengist efni pistla minna en ekki fróðleik út Britannicu.

Síðan er það góðir siðir að klára umræðu áður en menn koma inná ný, og ég man ekki betur en þegar þú ákvaðst að fara á spillerí í gær, að þá hafir þú átt ósvarað spurningu;

"Hvað hefur þjóðin eiginlega gert þér til að þú látir svona Steini, varla er þetta hin landlæga minnimáttarkennd gagnvart öllu sem er útlent?? ".

Forsenda spurningarinnar var þessi; "Ég veit Steini minn að þér rennur til rifja að sjá allan aumingjaskapinn og klúðrið á meginlandi Evrópu, frosið mannlíf, fjöldadráp á öldruðum, öllu klúðrað sem hægt er að klúðra.  En er ekki fulllangt tengt sig í meðvirkninni að berjast fyrir sama klúðrinu hér á Íslandi, ég meina, þetta er jú þjóðin sem ól þig, borgar þér örugglega eftirlaun í beinhörðum gjaldeyri, þjóðin sem þú leitar til þegar þú þarft hjúkrun eða lækningu.".

Taktu þig taki og reyndu nú einu sinni að sýna fram á að þú kunnir að taka þátt í umræðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2021 kl. 13:38

4 identicon

Sæll.

Af hverju að beina sjónum sínum að ráðherra hér?

Ég er ekki að bera af henni blak en það eru auðvitað einhverjir lögfræðingar í ráðuneytinu sem í reynd bera ábyrgð á þessu klúðri. 

Mig grunar að í mörgu ráðuneytinu leynist ansi margir slakir starfskraftar sem best væri ef hægt væri að láta fara. 

Helgi (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 15:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur, og fyrirgefðu að andmæli mín komu ekki strax á eftir Steina, klukkan skipaði mér í hnykk, galdur lífsins sem kom mér til bjargar á ögurstundu fyrir um 7 árum síðan, ekki að ég vissi ekki um áhrif liðlosunar, heldur færði galdurinn mér einn slíkan uppí hendurnar, hér í minni heimabyggð, og líklegast á síðustu stundu.

Ég sé Ingólfur að þú hefur lesið ýmislegt í mínum skrifum, en tengir ekki alltaf við samhengið, enda þarftu þá bæði að þekkja skrifin, hugmyndirnar sem þau vísa í, sem og mína eigin lífssögu.

Hriflungur er vísan í mesta rebel Íslandssögunnar, ólíkindatólið Jónas sem kenndi sig við kotið í minni Aðaldals, Hriflu, að mörgum öðrum ólöstuðum er hann eiginlega faðir nútíma Íslands. En var miðjumaður, líklegast róttækasta gerðin að þeim til að byrja með, en fór til hægri með aldrinum.  En meðan hann var og hét, þá vó hann til hægri, byggði upp innviði, var samvinnumaður en ákafur andkommúnisti.

Fyrir mig, svona hægfara framsóknarmann, vissulega vinstri megin við miðju en með sterkar taugar til íhaldsmennsku, þá er arfleið Jónasar sú sem ég tengi mig mest við.

Skot mín sem og skætingur, og allt þar á milli, tengjast ekki á nokkurn hátt bakgrunni mínum, enda orðinn svo gamall að ég man fæst af því.

En ég held að það síðasta sem ég gleymi er að ég er kristinn, ég er vestrænn, ég ólst upp við mannúð og mennsku, og ef ég er til nokkurs nýtur, þá tek ég þátt í stríðinu eina, við þann í neðra, sem er bein ógn við mannúð, mennsku, börnin okkar og framtíð þeirra.

Það líklegast skýrir það sem þú upplifir sem hörku við Sigríði Andersen.

Hins vegar er Áslaug ekki frú, hefur ekki náð þeim þroska, það er nákvæmlega hægt að tímasetja þá uppgötvun mína við pistla í andófinu við Orkupakka 3.

Og skrýtið, hún og Þórdís Kolbrún gjalda þess enn.

Síðan skaltu ekki halda það Ingólfur, að ég hafi ekki hjólað í Svanhvíti og Katrínu, fólkið sem sveik, úr ranni þess sem ég trúði á.  En þér til upplýsingar, þá varð heil kynslóð velmeinandi vinstrimanna gjaldþrota eftir ICEsave, ekki að ég tilheyri þeim hópi, en ég starfaði með þeim.

Þeim mun sárari fyrir mig var uppgjöf þeirra fyrir nýfrjálshyggjunni, svik þeirra við hugsjónir mennskunnar, en þannig séð vorkenni ég þeim líka.

Langt mál Ingólfur, en þú átt þessa skýringu inni, ég bý við það að mér er óhætt að segja hana, þetta er jú ekki nýjasti pistill minn.

En varðandi það sem þú síðan segir um þekkinguna sem kom fram í Silfrinu, ég tók púls á þér áðan og sá þar ákveðið samhengi við fyrri pistil minn, þegar ég hjólaði í fiktið á Alþingi.

En þá er það þannig Ingólfur, að ég hef rétt fyrir mér, veistu af hverju??  Jú, ég les mér til, í öllum mínum stríðum, hvort sem það var ICEsave, Orkupakkinn eða sóttvarnir þjóðarinnar, þá leyfi ég mér aldrei að ögra og stríða, ef ég hef ekki ríkan þekkingargrunn að baki.

Vissulega teygi ég allt og toga, legg ýmislegt á stöðuna, en það er bara mín sérstaða, það er annarra að leggja út af hinum hógværari orðum.

Ég vona að þú sért sammála mér í því að það er sjaldan lognmolla eða leiðindi hér á þessari síðu, hvorki í pistlum eða athugasemdarkerfi.

Við erum bara sandkorn Ingólfur, en við þurfum ekki að láta þá staðreynd beygja okkur.

Við getum alveg horft til himins og séð mátt almættisins, trúað því að reisn okkar og samkennd með öllu öðru lífi, sé ekki síðri en þeirra sem merkilegri teljast.

Það er okkar afstaða að vera uppreistur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2021 kl. 16:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Og gaman að sjá þig hér inni, hjá mér áttu alltaf vissan sess.

En svo ég vísi í hugsun pistils míns hér að ofan, þá er ég að hæðast að fólkinu sem taldi sig vera umkomið að snúa sóttvarnarlögum uppí andhverfu sína.

Vísan mín í er að afsökun þess að það sé undir álögum svarta galdurs, er kurteisleg leið til að benda á að seint hafa önnur eins fífl gegnið á jörðu frá því að sögur skráðust.

Og þó ég tengi viðrinisháttinn við Pírata, því þeir eru jú eini flokkurinn sem leggur stolt sitt og sæmd við að vera viðrini, þá er það bara ekki svo.

Í raun á íslensk tunga, og mér til efs að önnur tungumál eigi slík orð, ekki orð til að lýsa þessari fávisku.

Klúður heilbrigðisráðherra er síðan að berjast ekki gegn því ég held að Svanhvít sé ekki svo heimsk að hún hafi ekki fattað klúðrið.

Það sem þú vísar í, er síðan eftirmáli, sem ég svo sem ætlaði að hafa með í þessum pistli, en svo nennti ég því bara ekki.

Auðvitað er þetta allt rétt sem þú segir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2021 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 642
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6226
  • Frá upphafi: 1400165

Annað

  • Innlit í dag: 585
  • Innlit sl. viku: 5349
  • Gestir í dag: 556
  • IP-tölur í dag: 545

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband