Landamærin opin.

 

Smit leka inn, fórnarlömb þess skikkuð í sóttkví.

Og þjóðin fær ekki að lifa eðlilegu lífi.

 

Þessa pattstöðu þarf að rjúfa núna þegar stjórnmálin bregðast okkur, ríkisstjórnin hefur ekki styrk til að framfylgja sóttvörnum, að henni er sótt úr röðum stjórnarandstæðinga, þar sem kverúlismi er hreyfiaflið.

Hvernig getur það verið að 6% þjóðarinnar, blanda að kverúlöntum, lítt gefnu fólki og fólki sem bregst við dauðaangist sinni með afneitun á alvarleik faraldursins, haldi þjóðinni í gíslingu?

Þó gírugir fjársterkir sérhagsmunir með beina leið í vasa þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, kyndi undir.

 

Hvernig voga stjórnmálin að ganga gegn þjóð sinni með vísan í hina algjöra minnihluta sóttvarnarandstæðinga?

6 prósent fólkið.

Hvernig er þetta hægt á lýðræðistímum að svona lítill minnihluti, örfáir peningamenn, haldi einni þjóð í svona pattstöðu, hún má sig vart hæra, öll barátta hennar við veiruna eyðilögð jafn óðum með hinum viljandi leka á landamærunum?

 

Hví látum við bjóða okkur þetta??

Er eitthvað að okkur??

 

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Tvö smit og hvorugur í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki hefur verið farið að vilja mörlenskra frjálshyggjumanna né einangrunarsinna hvað Covid-19 snertir og harla ólíklegt að það verði gert, jafnvel þótt einhverjir skrifi þrjú hundruð bloggfærslur í viðbót um Covid-19. cool

En að sjálfsögðu er skemmtilegt að sjá frjálshyggjumenn og einangrunarsinna kalla daglega hver annan hálfvita og fífl.

Og sóttvarnalæknir hefur ekki lagt til að landamærum Íslands verði lokað vegna Covid-19. cool

6.4.2021 (síðastliðinn þriðjudag):

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að loka landinu

Þorsteinn Briem, 11.4.2021 kl. 17:18

2 identicon

Sæll jafnan Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Kúnstugt er; sem optar, að sjá Þorstein Briem (hinn eina sanna Steina Briem) taka upp þykkjuna, fyrir þau öfl í landinu, sem fyrir græðgi- ofurkappi nauðhyggjunnar fara, sem hvað mest fara fyrir forystu Evrópusambandsins í dag:: sjerílagi Þýzkalandi, en þar (sem og í Brussel) eru helztu fóðurstöðvar Þorsteins Briem, og hans fylgjenda:: jafnt innan höfuð- glæpaflokks Íslands, sem ENNÞÁ kennir sig við sjálfstæði / sem og annarra fylgiflokka hans, sem kunnugt er.

Þá; er ennþá háðuglegra af hálfu Þorsteins Briem og annarra áþekkra honum, að tala um einangrunarsinna hvar jú: flestir landsmanna vilja halda áfram góðum tengzlum við ýmis ríki utan ESB, eins og Rússland - Indland - Japan og Kanada t.d., svo aðeins sje rifjað upp, gagnvart einsýni Þorsteins Briem, sem annarra miðlungs gáfumenna, ýmissa.

Með; beztu kveðjum austur í fjörðu, sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 17:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Það er örugglega fátt skemmtilegra en að sjá frjálshyggjumenn og einangrunarsinna kalla hvern annan fávita og fífl, en þá þarf þér ekki að renna blóðið til skyldunnar og spila þig fífl.

Þegar talað er um lokun landamæranna á þessum síðustu og verstu, þá er vísunin í lokun á kóvdi smit, sem vissulega er hægt að ná með því að slá slagbrand um Keflavík, en í raunheimi er sóttkví notuð í því skini.

Ég veit Steini minn að þér rennur til rifja að sjá allan aumingjaskapinn og klúðrið á meginlandi Evrópu, frosið mannlíf, fjöldadráp á öldruðum, öllu klúðrað sem hægt er að klúðra.  En er ekki fulllangt tengt sig í meðvirkninni að berjast fyrir sama klúðrinu hér á Íslandi, ég meina, þetta er jú þjóðin sem ól þig, borgar þér örugglega eftirlaun í beinhörðum gjaldeyri, þjóðin sem þú leitar til þegar þú þarft hjúkrun eða lækningu.

Hvað hefur þjóðin eiginlega gert þér til að þú látir svona Steini, varla er þetta hin landlæga minnimáttarkennd gagnvart öllu sem er útlent??  Eins og hjá gamalli og góðri nágrannakonu minni, komin vel á aldur þegar ég er strákur, bakaði bestu kleinur í heimi, eins var jólakakan hjá henni eðalgóð.  Viltu ekki köku sagði hún og bauð manni þurra bragðvonda sódaköku, hún er dönsk.

Svona var nú litið upp til þess útlenska í den Steini.

Ég sé að þú ert ennþá í den.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2021 kl. 18:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar Helgi.

Já hann Steini er eins og hann er.

Og það þarf víst einhver að vera það.

Það er bara svona.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2021 kl. 18:13

5 identicon

Því sem næst allir viðkvæmir bólusettir.  Helmingurinn veit ekki að hann sé smitaður þrátt fyrir smit!  Einn íslendingur á spítala á næstum hálfu ári þrátt fyrir hundruði smita!

Covid hræðslan er orðin jafn óraunsæ og hræðsla við köngulær.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 23:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert svo skarpur Kalli minn að það er gleðiefni að fá þig inn.

Nákvæmlega, hafi einhver efast um gagnsemi sóttvarna á landamærunum, þá má hinn sami hætt því.

Þær hafa margsannað gagnsemi sína, og þeim stærra er víti þeirra sem naga þær niður.

Takk Kalli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2021 kl. 07:40

7 identicon

Vegna sóttvarna hefur ungt fólk þurft að sleppa skóla, vera með grímur og ekki stunda félagsstarf í heilt ár.  Það hefur valdið auknu brottfalli, félagslegri einangrun, óhamingju og týndu tímabili í lífi þessa hóps.  

Þessi hópur er í engri hættu, alveg 0%, og er fullkomnlega hæfur til að vera ekki í samskiptum við eldri og viðkvæmari hópa, enda hefur ungt fólk engan áhuga á því heldur.

Hver er ábyrgur fyrir týndu kynslóðinni sem við erum að ala upp núna?

Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 09:06

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Kalli.

Núna ertu ekki skynsamur, var þér ofviða að vera það í einni athugasemd?'

Fullyrðingarnar í annarri línunni eru rangar, það hafa rannsóknir sýnt.

Út frá þekkingu um veirusmit þá eru fullyrðingarnar í þriðju línu líka rangar, vera spyr ekki um aldur hýsils þegar hún smitar þó hún leggist misþungt á aldurshópa.

Af því leiðir að spurning þín er út úr kú.

Hins vegar er það grafalvarlegt mál að það megi ekki æfa og spila fótbolta.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2021 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 1412833

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband