Uppgjöf Þórólfs.

 

Trúnaðarmanns almennings, manns sem sór eið að vernda þjóðina gegn hættulegum smitsjúkdómum, farsóttum, er honum til vansa, vonandi gerð í þunglyndi augnabliksins.

 

Þessi orð hans eru óásættanleg, tilræði við lýðheilsu þjóðarinnar; " .. um til­lög­ur að aðgerðum á landa­mær­un­um. Þær eru inn­an nú­ver­andi lag­aramma og eru að hans mati ekki eins áhrifa­rík­ar en fyrri til­lög­ur voru.".

Þórólfur er skyldugur samkvæmt lögum um embætti hans að koma með tillögur sem hann telur nauðsynlegar til að hindra útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma, ekki tillögur sem hann telur þóknanlegar stjórnmálamönnum.

 

Hann ber ekki ábyrgðina á því að þjóðin hefur kosið viðrini á þing, fólk sem telur sig hafa rétt til að fikta með lög um sóttvarnir þó það hafi hvorki til þess vit eða þekkingu.

Hann ber ekki ábyrgð á dómi héraðsdóms, eða að stjórnvöld hafi ekki brugðist við honum á þann eina hátt sem þau eru skyldug til, að láta dóminn ekki skaða almenning.

 

Þórólfur sjálfur hefur upplýst um tilurð þeirra þriggja hópsýkinga sem hafa komið upp í þessari fjórðu bylgju faraldursins, þau eru vegna leka á landamærum, vegna einstaklinga sem hafa ekki virt reglur um sóttkví milli skimana, og hafa valdið samfélaginu gífurlegu tjóni.

Öll þjónusta sem felur í sér hópamyndun er lokuð, með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki sem veita þessa þjónustu, hundruð saklausra hafa verið skikkuð í sóttkví, tugir hafa sýkst.

Það er guðslán að enginn hefur veikst alvarlega, en um það er aldrei vitað fyrirfram.

 

Á þetta á Þórólfur að benda.

Hann á að segja dóm héraðsdóms glæpsamlegan, frá því að hann féll og fólk fór að yfirgefa sóttkví sína, og fram að þeim tíma sem heilbrigðisyfirvöld hafa til að bregðast við glæpnum, getur smit dreift sér út samfélagið, sent aftur hundruð í sóttkví, viðhaldið samfélagslegum lokunum, og ekki hvað síst, hitt fyrir einstaklinga sem eru næmir fyrir veirunni, kostað þá heilsuna, jafnvel lífið.

Enginn maður, þó hann kalli sig dómara, þó hann sái fram á þrútna vasa frá hinni örlátu hönd sérhagsmunanna, hefur þann rétt að leggja líf saklausra í hættu, ekki þegar vitað er hve veiran er hættuleg, hve alvarleg áhrif hún hefur haft á allt mannlíf á meginlandi Evrópu, ekki þegar er vitað að saklaust fólk getur skaðast af ákvörðun hans.

Á þetta á Þórólfur að benda, hann á að segja þetta á mannamáli, og hann á að standa við málsvörn sína um skilyrðis rétt sinn til að leggja til nauðsynlegar sóttvarnir eftir því sem aðstæður hvers tíma krefjast.

 

Sóttvarnir snúast ekki um þrætubók lögfræðinnar, heldur líf og limi landsmanna, og þá kröfu fólks að allt sé gert til að hindra útbreiðslu alvarlegra smitsjúkdóma, og reynt sé að verja eðlilegt líf fólks eins og hægt er.

Þess vegna er Þórólfur læknir, ekki lögfræðingur.

Þess vegna er Þórólfur maður en ekki viðrini.

 

Það er ekki hans að bregðast.

Það er ekki hans að þóknast linkulegum stjórnmálamönnum.

Það er ekki hans að bogna undan hinu stöðugu nagi gírugra sérhagsmuna.

 

Það er hans að standa í lappirnar.

 

Girtu þig því i brók Þórólfur.

Hættu þessu voli.

 

Gerðu það sem þú átt að gera.

Víktu ella.

Kveðja að austan.


mbl.is Búinn að senda minnisblað til ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Viðrini á þingi og glæpamenn í héraðsdómi.

Það eru til lyf við þessari áráttu þinni, Ómar. 

Ragnhildur Kolka, 8.4.2021 kl. 17:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Ragnhildur, þú ert alltaf jafndugleg í baráttu þinni fyrir ótímabærum andlátum samferðafólks þíns.

Það er rétt, það eru til lyf við ýmsu, þú sem ert orðin það grá og hefur alltaf verið pólitísk, að þú manst vel eftir slíkri lyfjagjöf fyrir austan járntjald þó ekki hafi hún gefist vel.

Hins vegar er ekki til lyf við aulahúmor og íslenskri fyndni, láttu mig nú vita það.

En hvort ég eigi að leiðrétt hvolfísku þína veit ég ekki en  það eru þín orð að það séu glæpamenn í héraðsdómi.

Ég benti aðeins réttilega á að dómur hans væri glæpsamlegur, og færði því rök sem allt skynsamt fólk skilur.

Ég ræð nefnilega yfir rökhugsun Ragnhildur og á það meir að segja til að færa rök fyrir máli mínu, og þó ég sé haldinn mörgum þráhyggjum eins og Viðfjarðarkyn mitt gerir kröfu til, þá er ég allavega laus við það blót, sem kristin siðmenning kennir við þann í neðra, hvað sem hún svo sem hefur fyrir sér í því, að berjast fyrir sviðinni jörð drepsóttarinnar.

En það er svona, tilbeiðsla fólks er mismunandi, og árátta þess sömuleiðis.

Er það ekki það sem við köllum fjölbreytileik??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2021 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband