4.4.2021 | 13:27
Eru fangelsin að yfirfyllast.
Eða ganga þessir sóttvarnarglæpamenn lausir í skjóli samúðarfullra ráðherra ríkisstjórnarinnar??
Tifandi ógn við okkur hin, í húfi er opið samfélag, eðlilegt mannlíf í vor og sumar.
Það hafa löng, fjölmenn lönd, náð að halda veirunni fyrir utan landamæri sín.
Á því er ein ástæða, þau taka sóttvarnir við landamærin alvarlega.
Í þeim alvarleika felast tafarlaus viðurlög gagnvart þeim sem virða ekki sóttvarnir, og ekki bara sektir.
Það er ekkert annað í boði.
Hinn möguleikinn er samfélagsleg smit sem ná að grafa um sig, síðan hvert undanhaldið á fætur öðru þar sem reynt er að hamla útbreiðslu veirunnar, loks uppgjöf.
Samfélagslegar lokanir.
Þetta er í húfi.
Og þjóðin mun ekki líða ríkisstjórninni að framfylgja sóttvörnum á landamærum með hangandi hendi.
Fólk bíður átekta núna því það virðist ganga vel að ná tökum á núverandi bylgju, við höfum fyrirheit um að hún verði kæfð í fæðingu.
En það tekur því ekki þegjandi ef það mistekst, og skýringin er stuðningur einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar við sóttvarnaglæpamenn og iðju þeirra.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Einn gestur hefur yfirgefið sóttkvíarhótelið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 515
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 6099
- Frá upphafi: 1400038
Annað
- Innlit í dag: 467
- Innlit sl. viku: 5231
- Gestir í dag: 447
- IP-tölur í dag: 442
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru kosningar núna í september, í síðasta lagi.
ESB júrakrataflokkur Bjarna Ben., Þórdísar Kolbúnar og Áslaugar gæti afar líklega lent þá í frjálsu falli, fari sem horfir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 13:57
Sæll Ómar.
Ég er enn hugsi yfir þeim ofsafengnu viðbrögðum hjá sumu fólki vegna sóttvarnareglna yfirvalda og sóttvarnarlækni. Það er ótrúlegt að lesa sumar útskýringar þeirra sem eru ósáttir. Ætli þetta fólk keyri alltaf yfir á rauðu ljósi og séu samþykk því að flugvélar fari bara í loftið þegar að flugmönnunum hentar þrátt fyrir að margar vélar séu tlbúnar til flugtaks á sama tíma? Nei! held ekki en hvernig væru hlutirnir ef að þessi tæki sem eru til að koma í veg fyrir öngþveiti og slys yrðu tekin úr sambandi. Við höfum séð svoleiðis dæmi sett á svið í kvikmyndum og örfá dæmi í veruleikanum sem hafa endað með harmleik. Hér erum við að reyna að afstýra harmleik með því að hleypa ekki veirunni á flug í samfélaginu en það virðist bara ekki takast að fá sumt fólk til að skilja og hlíta reglum sem eru samt svo einfaldar .Hvernig bregst fólk þá við ef að sett verður á útgöngubann eins og milljónir hafa þurft að fara eftir sl ár? Við skulum svo sannarlega vona að til þess komist ekki en það er ansi dapurt að alltaf skulu sömu eiginhagsmunafrekjuraddirnar hljóma í fjölmiðlunum þegar að grípa þarf til hertra ráðstafanna í þágu okkar allra. Bestu kveðjur.
Ragna Birgisdóttir, 4.4.2021 kl. 14:35
2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár: "Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð."
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2021 kl. 15:03
Bla bla Guðmundur, þú veist að það skemmir jafnvel hið besta fólk að læra lögfræði.
Það les uppúr mannréttindakafla Sameinuðu þjóðanna um réttinn til að vera ekki étinn lifandi, í stað þess að forða sér undan tígrisdýrinu sem slapp úr búrinu.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 15:31
Blessaður Símon.
Ef landamærunum verður leyft að leka, þá mun stjórnin gjalda þess.
Annars held ég að hún standi sterk, og kannski sem betur fer, því ekki er vitleysingabandalagið skárra.
Eitt er að fúlsa við skemmdum mat, annað er að biðja um baneitraðan hans í stað.
Hins vegar hygg ég að það eina mál sem á að kjósa um, sjálfstæði þjóðarinnar eða endalok þess, verði ekki á dagskrá í komandi kosningum.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 15:34
Blessuð Ragna.
Þetta er úrkynjun velmegunarinnar sem við þurfum að feisa og takast á við.
Fólk heldur að lífið sé sjálfgefið þegar það er þveröfugt, og lífið snýst um að forðast hinum ótímabæra dauða.
Síðan er önnur birtingarmynd þess að margur heldur að jörðin snúist ekki í kringum sólina, heldur rassinn á því, er því algjörlega ófært um að upplifa sig með skyldur, ábyrgð, og þess að vera hluti af heild.
En þetta óeðli eða úrkynjun væri án raddar ef ekki kæmi til gírugir sérhagsmunir sem fjármagna andófið gegn sóttvörnum þjóðarinnar.
Sem aftur skýrir að þessum öflum þarf að verjast.
Það næst ekki friður í samfélaginu fyrr en þau hafa verið brotin á bak aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 15:40
Takk fyrir að hrútskýra fyrir mér hvað það er sem ég veit en vissi samt ekki. Gættu þess bara að missa þig ekki í hatrinu á öllum sem hafa lært lögfræði.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2021 kl. 15:40
Hvaða fúllyndi er í þér Guðmundur, fékkstu ekki páskaegg í dag?
Hvernig dettur þér í hug að ég hatist út í lögfræðingar, þessa þarfa stétt sem auk margs annars, er sú sem er langskemmtilegast að atast í.
Ef skýring mín er rétt, drífðu þig þá út í búð og keyptu þér eitt.
Samviskubitið er svo seinna tíma vandamál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 15:52
Í athugasemd #3 setur Guðmundur fram fullkomlega gild rök gegn frelsis sviptingu og þú, Ómar, svarar "Bla bla".
Hver skyldi nú vera vitsmunaveran í þessu samtali?
Ragnhildur Kolka, 4.4.2021 kl. 16:21
Nei Ragnhildur, það gerir hann ekki.
Þegar bráðsmitandi sjúkdómur er annars vegar, og fólk brýtur reglur um einangrun sína, þá er það ekki látið komast upp með að dreifa veirunni út í samfélagið, sama í hvaða lagagreinar hártogunin vitnar, slíkar hártoganir eru alltaf út úr kú og ekki einu sinni langt út á túni.
Hins vegar er löggjöfin það aum, það er samúð stjórnvalda með veirunni það mikil, að beint varðhald liggur ekki við brotum, og á meðan býr þjóðin í stöðugum ótta við sóttvarnarglæpamennina.
Það er háðið í fyrirsögninni, og ég nennti ekki að taka lögfræðitalið þegar pistill minn var gagnrýni á að einmitt fangelsin væru ekki yfirfull.
Hins vegar gerði fólk þetta ekki ef það vissi af við því væru alvöru viðurlög.
En ég fagna því samt Ragnhildur að þú hefur látið af þeim ósið að tala á hvolfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 16:44
Það er mikil synd að þú hafir ekki fæðst undir alræðishrammi kommúnismans, Ómar. Þú hefðir notið þín svo vel þar.
Ragnhildur Kolka, 4.4.2021 kl. 19:02
Málið er reyndar rammpólitískt á alla vegu.
Fari t.d. svo að dæmt verði að lagastoð skorti fyrir reglugerð Svandísar Svavarsdóttur
- lagastoð sem hún hefur fullyrt að sé fyrir hendi -
þá mun undiraldan magnast upp gegn henni,
alveg sama hvoru megin hryggjar fólk stendur í þessu máli.
Það mun þá koma í ljós hvort stjórnin standi eða falli, því ekki sé ég að Kata samþykki afsögn Svandísar, sem verður þó vafalaust krafist.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 19:38
Jæja Ragnhildur, það entist ekki lengi tími þinn án hvolfísku.
Svona er þetta bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 20:19
Blessaður Símon Pétur.
Ætli það sé ekki nú við fleiri að sakast en Svanhvíti, mig minnir að Alþingi hafi samþykkt samhljóða, allavega ekki hjáróma, hin nýju sóttvarnarlög.
En þó ég hafi lítt á móti því að kynda glæður undir Svanhvíti, hún fór í óvinabókina snemma árs 2009, og fátt gert í að fá nafn sitt strikað úr henni, þá er málið grafalvarlegra en svo, að hún sé eitthvað issjú í málinu.
Málið snýst um valdarán í gegnum fámenna klíku lögfræðinga og dómara, það er ef þeir taka þátt í leikritinu, líklegast og eiginlega örugglega kostað af fjársterkum hagsmunaaðilum.
Það skiptir ekki máli hvað stendur í sóttvarnalögum, ef það stendur að hlutverk þeirra er virkja varnir þjóðarinnar gegn bráðsmitandi farsóttum.
Það er ekki hægt að sjá allt fyrir, breytta þjóðfélagshætti, eðli smitsjúkdómanna og svo framvegis.
Það eins sem skiptir máli er að hvorki stjórnmálamenn eða aðrar stéttir líkt og lögfræðingar, flækist fyrir nauðsynlegum sóttvörnum.
Varnaglinn er aðeins ef lögin eru misnotuð, beitt í annarlegum tilgangi eða vegna sjúkdóma sem engan veginn geta réttlætt stífar íþyngjandi sóttvarnir.
Annað ekki Símon, og það er skylda stjórnvalda að bregðast við ef afmarkaður hópur í samfélaginu vinnur gegn sóttvörnum.
Ef ekki þá á forseti að vísa ríkisstjórninni frá, og skipa utanþingsstjórn.
Það er ekkert val á dauðans alvöru tímum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 20:26
Forsetinn gerir ekkert, Ómar
annað en að trekkja upp gulu ferðamála öskurhátarana fyrir vinnuveitendur frúarinnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 22:17
öskurhátalarana.
Hitt er svo allt annað mál hvað sá maður ætti fremur að gera sem forseti, ef hann væri alvöru forseti, en ekki puntudúkka.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 22:33
Blessaður Símon.
Hann er þá bara búinn að vera.
Og andmælin eru ekki að hann hafi aldrei verið neitt.
Því fram að því er það tilgáta.
Hins vegar held ég að það reyni ekki á slíkt, ég sé ekki þá hagsmuni í húfi sem leggja allt samtryggingarkerfið undir, ég reikna með að dómurinn sé að gera sig gildandi, en ekkert fram yfir það.
Ég er hræddur um að leiðindin taki aftur yfir þjóðumræðuna, og við fáum jafnvel Loga í beint viðtal, kannski eins gott, ég er að verða of gamall í svona læti, þetta gæti endað með að ég yrði friðsamur.
Sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 23:17
Jamm. Í samtryggingarkerfinu leika þar allir sínar rullur,
Of gamall? Aldrei, Ómar minn. Við erum dæmdir til að berjast þar til yfir lýkur.
Eiginlega er ég svo stríðinn að ég hálfpartinn vona að Héraðsdómur dæmi reglugerð Svandísar án lagastoðar. Þó ekki væri til annars en að sjá hverjir eru menn og hverjir eru mýs --- en umfram allt að sjá hvernig refirnir eru skornir og hverjir skera hverja. Mér leiðist alltaf svikalognið. Vil sjá allt opinberast. Vil berjast fremur við djöfulinn sjálfan, en litla skinhelga púka.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 23:43
Já Símon, óneitanlega yrði það endir þess logns.
Ég hraðlas frétt úr Fréttablaðinu þar sem mér varð það á, vona að enginn frétti, að verða algjörlega sammála Sveini Andra, uppá orð.
Þar var líka vitnað í einhvern Þorgils sem kvað þetta skýlaust brot á meðalhófi, halló, drepsótt geisar, Evrópa meira eða minna lokuð, og það fyrirfinnast einhverjir fávitar í ákveðinni starfsstétt sem tala um meðalhóf!!!.
En öll alvarlega var vísan í breytingu Alþingis á skýrum texta um sóttvarnarhús, og sú breyting dregur mjög úr heimild sóttvarnaryfirvalda til að skikka fólk í sóttkví. Það var ekki að ástæðulausu sem ég póstaði um viðrinin á þingi sem gerðu sig gildandi og þóttust hafa eitthvað vit á sóttvörnum. Núna er það að koma á daginn, að forsetinn átti aldrei að samþykkja lögin eftir meðferð Alþingis, senda þau til baka ásamt kurteisri útskýringu á að svona gerir ekki fullorðið fólk, ekki heilbrigt fólk, aðeins viðrini.
En sé þetta raunin, að héraðsdómur hengir sig á þessa breytingu, þá er aðeins eitt viðbragð í boði, tafarlaus neyðarlög þar sem hinu óljósa orðalagi er kippt í liðinn.
Ásamt náttúrulega ítarlegum leiðbeiningum um hvernig óðir hundar ert teknir úr umferð, því þessi hegðun lögmanna og dómara er ekki líðandi á svona tímum þar sem sjálf siðmenningin höktir því það er aldrei góður valkostur að þurfa að velja á milli dauða milljóna eða lokun samfélaga, sem kyrkja þau að lokum vari þær of lengi. Milljónir á milljónir ofan líða hörmungar vegna stöðvunar þjónustu, þar vinnur fátækari hluti samfélagsins, auk þess að fjárhagur einstakra ríkja, til dæmis ferðaþjónustulandanna við Miðjarðarhafið riðar til falls, var ekki beisinn fyrir.
En það seinna er reyndar mín viðbót, reikna ekki alveg með að menn íhugi slíkt, allavega ekki opinberlega.
En sjáum til, þetta er örlagadagur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 10:19
Já, loft er lævi blandið.
Og það er verst fyrir þjóðina
ef hún fær ekki frið fyrir lagaveilu og dóma til að ferðast innanlands í sumar, án ótta.
Um það mun umræðan snúast meðal almennings og pirringur þjóðarinnar verða verulegur ef að því frelsi verður vegið, vegna sí-endurtekinna smitblossa og veilu í sóttvörnum líkt og gerðist síðasta sumar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 12:42
Nákvæmlega Símon, nákvæmlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.