Í heimi stjórnleysis og heimsku.

 

Þykir svona frétt eðlileg.

 

Að fólk fái að streyma í þúsundavís inná stórhættulegt svæði þar sem það þarf aðeins eina óvænta vindbreytingu til að skapa lífshættuleg skilyrði.

Eða að hraungígur gefi sig, og hraun renni hraðar en fætur geta flúið.

Alvarlegast af öllu er að þessi skrípaleikur sé liðinn í miðri samfélagslegri lokun sem á að kæfa fjórðu bylgju kóvid veirunnar í fæðingu.

 

Þessi algjörlega heimska og fávitaháttur þykir eðlilegur í heimi stjórnleysis og heimsku.

Sem og þar þykir engum óeðlilegt að einstaklingur sem hefur hvorki þroska og vit, gegni stöðu dómsmálaráðherra, og láti því alla vitleysuna viðgangast.

 

En við lifum bara ekki þann heim.

Þess vegna er þetta með öllu ólíðandi í alla staði.

 

Og formenn stjórnarflokkanna geta ekki falið sig að baki því að almannatengill taldi það klókt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skipa ímynd í stól dómsmálaráðherra.

Við lifum ekki þá tíma þegar keisarar gátu skipað gæðinga, þar á meðal hesta, í öldungaráð.  Eða að barnung börn voru látin stjórna herjum, sökum ættarstöðu, en þá var reyndar alltaf reyndur hershöfðingi að baki hinni formlegu skipun barnsins.

 

Við lifum nútíðina, daginn í dag, og við eigum ekki að líða svona ástand.

Við eigum ekki að líða að á örlagatímum sé yfirmaður almannavarna og löggæslu þjóðarinnar ekki mönnuð fullorðnu fólki sem hefur hæfileika og getu til að leiða vörn þjóðarinnar gegn vágestum, hvort sem það er heimsfaraldur kórónuveirunnar eða eldgos á Reykjanesi.

Við eigum ekki að líða að forheimskan skapi það ástand að lögreglumaður tjáir áhyggjur sínar af björgunarsveitarfólki.

Eða að sóttvarnarlæknir sé ráðalaus gagnvart heimskunni og fávitahættinum sem felst í þessum stjórnlausa mannsöfnuði sem þarf á þessum tímum, af öllum tímum, láta reyna á örlög sín og gæfu, vitandi að á hverri mínútu getur túristagosið breyst í dauðagildru.

 

Við eigum ekki að lifa þessa tíma.

Heimskuna og fávitaháttinn á að stöðva í fæðingu.

 

Það er svo einfalt.

Aðeins spurning um styrk og stjórnun.

Og viðurlög gagnvart þeim sem brjóta.

 

Ef ekki, þá er ljóst að börnin eru víðar en í dómsmálaráðuneytinu.

Og slíkt er ekki líðandi.

 

En við líðum samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Lýsir áhyggjum af björgunarsveitarfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband