Satt má oft kjurt liggja.

 

En stundum þarf að segja satt, sérstaklega þegar annað er ávísun á þjóðarvá.

Litaspjöld eiga fyllilega rétt á sér á leikskólum, en eiga ekkert erindi inná borð ríkisstjórnar Íslands þegar sóttvarnir á landamærunum eru annarsvegar.

 

Kári kurteis sem fyrr, reynir að milda orð sín;

"Spurður hvort hon­um fynd­ist vit í til­lögu um að lita­merkja svæði eða þjóðir sagði hann að hún væri „ein­hvers staðar á milli þess að vera fá­rán­leg, hlægi­leg og glæp­sam­leg“ og sagði hana „gjör­sam­lega út í hött“.".

Það er fallega sagt hjá honum að þetta sé einhvers staðar á milli, dregur þar með brodd úr orðum sínum.

En þessi barnaskapur er vítaverður á tímum farsóttar, það þarf að verja þjóðina þar til það er búið að mynda hjarðónæmi með bólusetningum.

 

Núna þegar lekinn á landamærunum hefur kostað þjóðina útivistina um páskana, líklegast eyðilagt annað ári í röð keppnistímabil vetraríþrótta eins og handbolta og körfubolta, hrakið börnin okkar úr skólum sínum, svo eitthvað fátt sé nefnt, þá er það ekki líðandi að það sé ekki gert allt sem í mannlegu valdi stendur að stöðva þennan leka.

Leka sem blasir við, er auðstöðvaður, spurningin snýst aðeins um vilja.

Ekkert er hundraðprósent öruggt, það getur komið leki á jafnvel traustu skip en menn halda ekki á sjóinn á lekum fleyjum.

En þannig er háttað með sóttvarnir okkar á landamærunum í dag.

 

Hvað roluháttur er að sætta sig við það??

Að þröngir hagsmunir sem eiga greiða leið að sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, haldi þjóðinni ítrekað í herkví samfélagslegra lokana.

Af hverju rísa þeir ekki upp sem eru ítrekað sendir heim, skornir við trog þessara hagsmuna sem ráða þvert á almanna hag??

 

Þá riðu hetjur um héruð sagði skáldið.

Við eigum samt Kára.

Hann kann allavega mannamál.

 

En fjölmiðlar, blaðamenn, foreldrar, leikarar, íþróttamenn, hví þegið þið allir??

Þögn ykkar er ávísun á fimmtu bylgjuna.

Svo sjöttu.

 

Kári er rammur að afli.

En hann leggur ekki einn þennan þurs sérhagsmunanna.

Hann þarf stuðning.

 

Koma svo.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Gjörsamlega út í hött“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður hættu þessu veiru bulli. Það er ekki EINN kjaftur til innlagnar og engin drepist úr þessu á þessu ári. Í fyrra dóu 0.003% úr þessu af þjóðini. Komið gott af lyga og hræðslu bulli.

Óli (IP-tala skráð) 28.3.2021 kl. 17:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Óli.

Í meðal ári deyja um 1000-2000 manns árlega úr inflúensu í New York borg, þegar heimildarmynd BBC var gerð, þá sagði þáverandi borgarlæknir að yfir 40.000 manns hefðu dáið í borginni, eitthvað sem hún taldi sig bera ábyrgð á því hún var ekki nógu hörð opinberlega gagnvart stjórnmálamönnum sem gerðu sér ekki grein fyrir alvarleik veirunnar.

Ástæða þess að ekki fleiri féllu voru víðtækar samfélagslegar lokanir, strangastar fyrst, síðan hefur verið reynt að aðlaga þær að daglegu lífi, það heldur aftur af veirunni, en hún mallar, hún drepur, og ekkert eðlilegt við mannlífið vegna hinna víðtæku sóttvarna.

Í Bandaríkjunum öllum eru skráð 562 þúsund andlát, þrátt fyrir hinar gífurlegu ströngu sóttvarnir um mesta allt landið, til samanburðar deyja þar árlega 30 til 45 þúsund þar árlega úr inflúensu, engar sóttvarnir.

Bretar eru með 126 þúsund skráð dauðsföll, svona 12 falt miðað við meðal flensu ár, samt mjög strangar lokanir síðastliðið ár og allt meira eða minna lokað frá því í haust.

Svo koma menn eins og þú Óli og segja að þetta sé ekki neitt.

Sem er of heimskt til að vera heimskt, of illt til að vera mennskt, svo eitthvað annað býr undir.

Hvað er það Óli minn sem knýr þig??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2021 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 327
  • Sl. sólarhring: 445
  • Sl. viku: 4775
  • Frá upphafi: 1329337

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 4197
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband